Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 47
og málefnum ekki aðeins í orði heldur miklu ffemur í verki, ýmist fyrir einstaklinga eða félagsstarf- semi. Þannig sé ég hann sem syngj- andi félaga í Karlakór Reykjavíkur; áhugasaman bróður í Frímúrara- reglunni; sálusorgara sjúkra og syrgjenda; hjálparhellu rnargra oln- bogabama lífsins; uppbyggjandi kennimann við kristilegt bamastarf í kirkju sinni; virkan, frjóan og árangursríkan starfsmann að bygg- ingu og starfí glæsilegrar sóknar- kirkju sinnar, Langholtskirkju, með þátttöku í fjáröflunamefnd safnað- arins, sóknamefnd og bræðranefnd þar sem hann var um tíma formað- ur; sannfærandi predikara í kirkju og síðast en ekki síst áheyrilegan og ágætan ræðumann við ýmis tækifæri. Allt eru þetta störf, sem gáfu honum fyrst og fremst vitund- ina um að hafa látið gott af sér leiða og þakklæti þeirra er nutu. Hans hlutskipti var þvi miklu frem- ur að gefa en þiggja enda safnaði hann ekki þeim auði, sem mölur og ryð fá grandað. Okkur er tamt að setjast í dóm- arasætið og dæma lifendur og dauða oft misjafnlega réttlátum dómum. Auðvitað emm við öll blanda af kostum og göllum og Sigurður var þar engin undantekn- ing. En er ekki viðhorf okkar til hans, líf hans allt og starf ekki dýrmætt dæmi um það, að við get- um, eins og hann svo ríkulega sýndi, metið hið góða í fari hvert annars, þótt vænt hvert um annað þrátt fyrir mannlega annmarka. Sigurður var vinmargur maður eins og vænta mátti. Margur mun því sakna vinar í stað. Enginn hef- ur þó misst eins mikið og nánasta ijölskylda hans, Pálína, böm þeirra og bamaböm. Ég votta þeim mína innilegustu samúð. Megi minningin um góðan dreng ylja þeim um hjartarætumar um ókomna tíð svo sem hún mun gera svo mörgum, mörgum öðmm. Sigmundur Magnússon Frændi er dáinn. Ótal minningar þjóta um hugann, en erfítt er að koma þeim á blað. Sigurður var góður frændi. Hann var óþreytandi við að taka okkur frændsystkinin með í hinar og þess- ar skemmtiferðir þegar við vomm yngri og áttum við margar góðar stundir með honum og flölskyldu hans. Glaðværð hans var smitandi. Seinna kyntumst við Sigurði ekki aðeins sem frænda heldur sem vini. Það vom ófáar ferðimar niður í Útvegsbanka til að hitta hann og aldrei var komið að tómum kofan- um. Alltaf var hægt að treysta því að maður fengi greinargóð svör hjá honum, gefín af góðum hug. Hóg- værð og hreinskilni vom Sigurði í blóð borin, allt sem var tilgerð og óekta fór í taugamar á honum og var hann þá alltaf fyrsti maðurinn til að draga sig í hlé. Okkur langar til að segja stutta sögu þar að lút- andi: Einu sinni sátum við og vomm að horfa á drengjakór í sjónvarp- inu. Kórinn söng eins og margir drengjakórar, með háum falsettu- röddum. „Svona söngur fer í taugamar á mér,“ sagði Sigurður „það vantar alla fyllingu innan frá. Þessi hljóð verða bara til í hálsin- um“. Okkur finnst þessi saga vera dæmigerð fyrir lífshlaup Sigurðar. Sá söngur sem ekki kom frá hjart- anu var honum einskis virði. Blessuð sé minning frænda, við þökkum honum allt það góða sem hann lét okkur í té. Sigurgeir, Sirrý og Gunna. Vinur minn og samstarfsmaður í Útvegsbanka Islands, Sigurður Sigurgeirsson, lést sl. laugardag í hörmulegu slysi á Hellisheiði. Kynni okkar Sigurðar hófust fyrir tæpum tuttugu ámm, þegar ég nýkominn að vestan hóf störf í sparisjóðsdeild Útvegsbankans, þar sem hann var deildarstjóri. Það er ekki að orð- lengja það að hann tók mér strax vel, enda varla furða, ég var jú ís- fírðingur eins og hann og ávallt MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 47 síðan vomm við sammála um það að besta fólkið væri úr fallega fírð- inum okkar fyrir vestan. Sigurður fæddist á ísafirði 6. júlí 1920 sonur hjónanna Guðrúnar Pétursdóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar sóknar- prests þar, síðar biskups jrfír Islandi. Æskuára sinna á ísafirði minnt- ist Sigurður ávallt með hlýju og margar skemmtilegar sögur sagði hann mér frá vem sinni fyrir vest- an, bæði af mönnum og málefnum, enda ánægjulegt umræðuefni okkur báðum þegar tími gafst til frá skyldustörfum. Árið 1946 hóf Sigurður störf hjá Útvegsbanka íslands og starfaði þar til dauðadags, lengst sem deild- arstjóri sparisjóðdeildar bankans, þaðan minnast margir Reykvíking- ar hans fyrir lipurð og alúð. Það hefði verið Sigurði vini mínum lítt að skapi að ég færi að skrifa um hann lofgjörð, slíkur maður var hann, en þakklæti til hans knýr mig til þess að setja þessar fátæklegu línur á blað, þakk- læti fyrir tæpra tveggja áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Sigurður var mér fyrirmynd í mörgu og í hjarta mér mun ég geyma minningu um góðan og mætan mann. Sem ljósbrot á lá er lífsaldan hvik, - sem hyllingin há er hamingjan kvik, - hve skjótt, er hún skín við skýtjöldin blá, öll dýrð hennar dvin sem deplað sé brá. En orðstírinn einn hvers ágætismanns, - hann nemur ei neinn af nafninu hans. Hann lýsir oss leið, er lyftihvöt vor, und minninga meið hann markar oss spor. (Guðmundur Guðmundsson) Eiginkonu hans, frú Pálínu Guð- mundsdóttur, og bömum þeirra, Sigurgeir, Sigrúnu, Önnu, Guðrúnu, Kjartani og Haraldi, votta ég mína innilegustu samúð og bið þann sem öllu ræður að gefa þeim styrk á þessum döpru dögum. Blessuð sé minning Sigurðar Sig- urgeirssonar. Sigurjón Finnsson Enn hefur maðurinn með ljáinn kallað til sín einn af félögum í bank- anum fyrirvaralaust. Ekkert okkar granaði síðastlið- inn föstudag, að Sigurður okkar væri að leggja upp í hinztu förina, þangað sem leið okkar allra liggur að lokum. Þann hinn sama dag var hann að ræða við nokkra samstarfsmenn sína og segja þeim frá fyrirhugaðri ferð sinni austur í Hranamanna- hrepp, glaður að vanda. Síðan barst talið að bankanum og hann tók að segja frá ýmsu, sem á dagana hafði drifíð hér áður fyrr í stofnuninni, sem hann hafði nú starfað hjá í rúm fjöratíu ár. Bar þar sitthvað á góma, en Sig- urður var gæddur skemmtilegum frásagnarhæfíleikum, enda húmor- isti góður. Sigurður brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941 ásamt mörgu öðra mætu fólki. Veganesti það, sem hann hlaut þaðan, ásamt uppfræðslu mikils menningarheimilis í æsku mótaði allt dagfar hans og ljúfa skapgerð. Vel hefur ljúfmennskan dugað honum í viðskiptum hans við gamla fólkið, sem leitaði heilræða hans varðandi ávöxtun spariíjár síns, en Sigurður veitti því alla þá beztu ráðgjöf sem völ er á. Atti hann öragglega marga góða vini í tengslum við vinnu sína og margir nutu góðs af þekkingu hans og reynslu í starfi. Hann var ósínkur á tíma sinn að ræða við fólk, enda mikils virði fyr- ir það, þegar aldurinn færist yfír, að mannleg hlýja sé höfð í fyrirrúmi • í samskiptum fólks, á þessum tímum hraða og tímaleysis. Slíkir menn verða æ fágætari og er mikil eftirsjá að þvílíkum mann- kostamanni. Sigurður var mikill félagshyggju- maður og hugmyndaauðugur og naut starfsmannafélagið góðs af. Var hann m.a. endurskoðandi þess um árabil. Að leiðarlokum viljum við sam- starfsmenn hans í bankanum færa honum hugheilar þakkir fyrir sam- verana. Við vottum eftirlifandi eiginkonu hans,. Pálínu Guðmundsdóttur, bömum hans og fjölskyldum þeirra, ættingjum og vinum innilega sam- úð. Hvíl í friði. Starf smannaf élag Útvegsbankans Þetta er eitt nýjasta Grænlandsfarið Nuka Ittuk. Var myndin tekin { Reykjavíkurhöfn er það kom hér við á leið frá Danmörku. Glæsilegt Grænlandsfar ÞETTA SKIP var hér I Reykjavíkurliöfn i byrjun vik- unnar sem nú er að líða. Þetta er eitt nýjasta Grænlandsfarið Nuka Ittuk og er eign skipaút- gerðarinnar þar í landi Kalaallit Niuerfiat. Skipið var i áætlunar- ferð sinni er það kom hér við á heimleið frá Danmörku. Að sögn umboðsmanna skipsins hér, skipamiðlunar Þorvaldar Jóns- sonar, vora sendar með skipinu til Grænlands nær 30 tonn af vöram, mestmegnis vora það útgerðarvör- ur. Einnig hafði verið sendur með því Frónkex og harðfískur m.m. Menn sem vora niðri á hafnarbakk- anum þegar skipið var tekið inn á höfnina veittu þvi eftirtekt hve skip- ið lét vel að stjóm. Þó það sé 110 m. langt er hægt að snúa því á fimmeyringi eins og það var kallað í eina tíð. Skipið er búið tveim hliðarskrúf- um og er hvor þeirra 1000 hestöfl. Þetta gerði það að verkum hve auðvelt var að fást við skipið og fljótlega gekk að leggja því upp að hafnarbakka. Það er 3500 brúttó- tonn, tveggja ára gamalt og er útbúið til úthafsflutninga og strand- siglingar heima í Grænlandi. Um borð í skipinu var allt tiltakanlega snyrtilegt og vistarverur áhafnar- innar afar vistlegar. Myndin er tekin hér í höfninni og er Hafnar- húsið í baksýn. Blaðburðarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAF ARVOGU R Óðinsgata Fannafold ÚTHVERFI Gnoðarvogur 44-88 PtotqgptttiMitMto n IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS^-r^Vrv' Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS: 17.-19. nóv. Loftræstar útveggjaklæðningar. Haldið í samvinnu við Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. 21 .-29. nóv. Vökvakerfi. Ætlað iðnaðarmönnum og vélstjórum. 1,- 6. des. Loftræstikerfi. Ætlað blikksmiðum. Haldið kl. 17-20,12. og 4. des. og kl. 09-16, 6. des. MÁLMTÆKNIDEILD 1.- 6. des. Hlífðargassuða(MIG.TIG). Kl. 08.30-18. REKSTRARTÆKNIDEILD 24.-27. nóv. Gæðastjórnun. Kl. 09-15. Leiöbeinandi frá Statens Teknologiske Institutt í Nor- egi. Ætlað stjórnendum. Haldið í sam- vinnu við Félag íslenskra iðnrekenda. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN 26.-29. nóv. Vinnuhagræðing. Haldið á Akureyri. Farið yfir undirstöðuatriði vinnurann- sókna og hagræöingar í fyrirtækjum ásamt launakerfum. 1. - 4. des. Stjórnun 1. Fariðyfirundirstöðuatriði í stjórnun og mannlegum samskiptum. Ætlað konum, með sérstökum þáttum sniðnum að þörfum kvenna. 12.-15. jan. Stjórnun 2. Farið yfir undirstöðuatriði í verktilsögn og fyrirmælum. Stjórnun breytinga og hegðun einstaklinga við vinnu. 19.-22. jan. Stjórnun 1. Farið yfir undirstöðuatriði í stjórnun og mannlegum samskiptum. 26.-29. jan. Verkskipulagning. Haldið á Eskifirði. Farið yfir undirstöðuatriði í skipulagningu verka og áætlanagerð. 2. - 5. feb. Vinnuumhverfismál. Farið yfir helstu atr- iði ívinnulöggjöf og bótarétti. Skyldur verkstjóra og ábyrgð. Öryggismál, bruna- varnirog slysavarnir. 9.-12. feb. Stjórnun 2. Haidið í Borgarnesi. Sjá lýs- ingu ofar. 18.-21. feb. Vinnuhagræðing. Haldið á Egilsstöðum. Sjá lýsingu ofar. 23.-26. feb. Vinnuumhverfismál. Haldið á Akureyri. Sjá lýsingu ofar. Námskeið ( Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntækni- stofnunar, Keldnaholti, nema annað sé tekið fram. Upplýs- ingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91)68-7000. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.