Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 43 Afmæliskveðja: Oskar Olason yfir- lögregluþjónn Ég er einn af þeim, sem ekki hafði dottið í hug að vinur minn, Óskar Ólason, jrfirlögregluþjónn, væri orðinn sjötugur, svo undurvel sem hann er á sig kominn, bæði andlega og líkamlega. Að svo sé þó, var opinberlega staðfest sl. föstudag, 7. þ.m. með afmælisgrein kollega hans, Bjarka Elíassonar, hér í Morgunblaðinu og um kvöldið í boði þeirra hjóna, Óskars og konu hans, sama dag, þar sem margir vinir og vandamenn voru saman- komnir til þess að samfagna með afmælisbarninu og hylla það með gjöfum og ámaðaróskum. Óskar fæddist hér í Reykjavík 7. nóv. 1916, sonur hjónanna Grétu Þorsteinsdóttur og Óla Vigfussonar sjómanns. Nám stundaði Oskar við Héraðsskólann á Laugarvatni 1936—38 og vann algeng störf til sjós og lands fram undir þrítugt, en gekk í lögregiulið Reykjavíkur 1943 og hefur starfað á þeim vett- vangi allar götur síðan, eða á fimmta áratug, og gegnt hinum margvíslegustu störfum, m.a. verið rannsóknarlögregiumaður og aðal- varðstjóri, unz hann réðist sem sérstakur yfirlögregluþjónn um- ferðarmála 1966. Það eru því fuli tuttugu ár sem Óskar hefur gegnt þessu erilsama og ábyrgðarmikla starfi með mikilli prýði og við viður- kenningu og einstakar vinsældir yfirboðara jafnt sem samstarfs- og undirmanna. En Óskar hefur ekki einskorðað sig við embættisskyldumar einar saman, heldur fylgist af áhuga með viðleitni annarra til jákvæðra áhrifa á svokallaða umferðarmenningu landsmanna. Hvar sem eitthvað gerðist á þeim vettvangi, var Óskar aldrei langt undan, en boðinn og búinn til liðsinnis í orði og verki. Og það var á þessum punkti, sem leiðir okkar Óskars upphaflega lágu saman. Arið eftir stofnun fyrstu 8 klúbb- anna Ömggur akstur — 1966 — var Óskar Ólason skipaður í núver- andi embætti sitt. Þrem ámm síðar komu landssamtök klúbbanna til sögu. Allar götur síðan hefur Óskar verið okkur félögum nálægur, setið að ég ætla, alla landsfundi þeirra og ^ölmarga fundi einstakra klúbba víðsvegar um land. Mér er í minni, þegar þessi fríði og föngulegi embættismaður sat fyrsta landsfundinn okkar. Ég verð að viðurkenna, að þótt nærvera hans gleddi mig stórlega, var ég samt hálffeiminn svona innra með sjálfum mér, og ekki laust við, að um mig færi. Hvort tveggja var, að maðurinn var glæsilegur og embætti hans virðulegt. En eftir að Óskar hafði staðið upp og ég hlýtt á málflutning hans, var ég strax sannfærður um, að þennan mann þyrfti ég ekki að óttast! Það skein af honum áhuginn, góðvildin Gullbrúðkaup: Justa Mortensen og Daniel Jakob Johannsson Mikil heiðurshjón eiga gullbrúð- kaup f dag (föstudag 14. nóv.). em það Justa Mortensen og Daniel Jak- ob Johannsson. Ég kynntist þeim hjónum er ég hóf prestskap hér í Grensássókn, Reykjavík. Hafa þau verið mjög tfðir gestir í guðsþjón- ustum og öðm helgihaldi í Grensás- kirkju. Og ekki aðeins það, heldur verið virk í öliu félagsstarfí kirkj- unnar. Justa starfaði mikið í kvenfélaginu, en það hefur verið stoð og stytta kirkjunnar hér. Hafa konumar fært kirkjunni margar og góðar gjafir t.d. kirkjuklukkumar. Og til þess að afla §ár hafa þær unnið mikið, haldið kaffi- og köku- sölur, basara og auk þess þvegið og straujað sjálfar alla fermingar- kyrtla, en einmitt í því starfi var Justa í mörg ár ásamt tveim öðmm konum. Það var mikið starf, ferm- ingarbömin vom flest um 130. Justa veiktist á þessu ári og hefur verið í sjúkrahúsi, hún dvelur nú í Hafnarbúðum, en heimili þeirra hjóna er að Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. Ég vil fyrir hönd Grens- áskirkju þakka þeim hjónum mikið og gott starf og bið þeim blessunar Guðs. Halldór S. Gröndal MEÐ EINU SÍMTALI er hægt aö breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskri VTTTrrrry.ri viðkomandi greiðslukortareikn- ing manaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 og göfugmennskan — persónueigin- leikar, sem ég ekki beinlínis var alinn upp við að tileinka þeim skelfi- legu mönnum, er í þann tíð gengu undir nafninu „pólití"! Er ekki að orðlengja það, að frá þessari stundu myndaðist milli okk- ar Óskars hið ánægjulegasta samstarf varðandi klúbbana Ömgg- ur akstur og viðleitni þeirra til bættrar umferðarmenningar. Þeir vom ófáir fundimir sem við sóttum saman á R-5995, bæði í blíðu og stríðu á vetri jafnt sem sumri. Man ég þá fundi alla vei, en minnisstasð- ust er mér kannski Vestflarðayfir- reið okkar eitt sumarið, þegar Óskar tók mig upp á sinn eigin eik í umferðareftirlitinu, og við funduð- um saman dag eftir dag. Alltaf var það uppbyggjandi og traustvekjandi að hiusta á mál Óskars, það streymdu jafnan frá honum mann- bætandi áhrif, þessum elskulega og sjarmerandi manni. Ég veit fyrir víst, að þátttaka Óskars hafði ómet- aniega þýðingu fyrir klúbbana og málstað þeirra; og gaf því aukið gildi, beint og óbeint. A þessum tfmamótum í ævi Óskars Ólasonar fiyt ég honum innilegar þakkir fyrir drengilega og ljúfa samfylgd um hartnær 20 ára skeið. Þessi samskipti hafa verið mér sjálfum persónulega og þeim samtökum, sem ég ber fyrir bijósti, mikils virði — meira en orðum megi að koma í stuttu máli. En margs er að minnast og margt að þakka frá öllum okkar stundum. Ég man Óskar með mér; ávallt hlýjan, glað- an og skemmtilegan drengskapar- mann, sem mér þykir vænt um. Óskar kvæntist ungur glæsilegri konu, Ástu Einarsdóttur málara- meistara Gfslasonar, sem var kunnur athafnamaður hér í borg á sinni tíð. Þau hjón eiga tvö myndar- leg böm: Ágústu, sem gift er Jóhanni Gunnari Þorbergssyni lækni, og Einar verslunarstjóra hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, kvæntan Ragnhildi Gunn- laugsdóttur úr Hafnarfirði. Megi þakklæti, heill og heiður fylgja Óskari Ólasyni um ókomin ár. Af kjmnum mínum við hann hefi ég sannfærst æ betur um sann- leiksgildi orða Bjömstjeme Bjöms- son: „Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir.“ Baldvin Þ. Kristjánsson Jóladraumur Dickens BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Jóladraum eftir Charles Dickens í þýðingu Þorsteins skálds frá Hamri. Sagan hefur verið kvikmynduð og sýnd hér í sjónvarpi á jólum og leikritsgerð hennar flutt á sviði hér á landi. Bókin er prýdd fjölda teikn- inga og litmynda eftir einn fremsta myndlistarmann Breta, Michael Foreman. Litmyndimar eru sér- prentaðar á Ítalíu. í frétt frá Forlaginu segir m.a.: „Sagan segir frá nirflinum gamla, honum Scrooge, sem hatast við jól- in og boðskap þeirra. En hann á sögulega jólanótt í vændum. Furðu- legar sýnir ber fyrir augu hans og þegar hann rís úr rekkju á jóladag, lítur hann heiminn öðrum augum en áður... Nú er liðin nær hálf önnur öld síðan meistaraverk Charles Dickens kom út í fyrsta sinn. Sagan var gefín út í London 17. desember 1843 og öðiaðist strax gífurlegar vinsældir. Enn f dag er boðskapur hennar í fullu gildi. Jóladraumur er 134 bls. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Bók um lönd og þjóðir BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út bókina Lönd og þjóðir í bókaflokknum Heim- ur þekkingar. Höfundar eru Arhur Butterfield, Ron Carter, Peter Muccini og Peter Way. Gunnfríður Hermannsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir íslensk- uðu. Bókin er í alistóru broti með um 250 litmyndum. í frétt frá útgef- enda segir: „Lönd og þjóðir er ítarleg skoðun á löndum heims og menningu íbúa þeirra. Fjallað er um loftslag, landshætti, landbúnað, iðnað og efnahagslíf, íbúa og lifnað- arhætti á hveiju svæði. Sögu og stjómarfari frá lokum síðari heims- stytjaldarinnar fram til þessa eru gerð skil til að auka skilning á þeim atburðum er hafa mótað núverandi líf okkar.“ Fyrri bækur er komið hafa út í bókaflokknum Heimur þekkingar ero: Alheimurinn og jörðin, Þróun lffsins og Þróun siðmenningar. G E I R G U N N A R S S O N Draumabók ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gefið út bókina Draumar og ráðning þeirra eftir Geir Gunnarsson. Bókin kom út áður undir heitinu Stóra draumaráðningabókin en höfundur endurskoðaði og jók efni hennar verulega, svo hér er nánast um nýja bók að ræða, segir í frétt útgefanda. Draumar og ráðning þeirra er sett og fílmuð í Filmur og prent en prentuð í Víkingsprenti. Bókband var unnið hjá Arnarfelli hf. Kápu- teikningu gerði Brian Pilkington. OG RÁÐNING ÞEIRRA Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaieitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfœra sár viðtalstfma þessa. LAUGARDAGINN 15. NOVEMBER VERÐATIL VIÐTALS Júlíus Hafstein formaður (þrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs og feröamála- nefndar, Helga Jóhannsdóttir í stjórn umferðarnefndar og SVR og Sigurjón Fjeldsted formaður stjórnar strætisvagna Reykjavíkur og í stjóm skólanefndar og fræðsluráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.