Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Þakka af alhug öllum þeim, sem glöddu mig meÖ gjöfum, kveðjum eða hlýju handtaki á afmœli mínu 5. nóvember sl. Hafið einlœga þökk og guð blessi ykkur öll. Jón Snorrason, frá Laxfossi. Rætur íslenskrar menningar eftir Einar Pálsson Allt ritsafnið er nú til. Sjö bækur í vandaðri útgáfu og fallegu bandi. Atriðaskrá og tilvitnanir. BÓKAÚTGÁFAN MÍMIR, SÓLVALLAGÖTU 28, REYJAVÍK, SÍMI 25149. Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Síðumúli Gnoðarvogur 44-88 Skautar með góðu stáli. Stærðir: 31—42. Verð frá kr. 1.195,- 5% staðgreiðsluafsláttur IMýtt!! Tökum á móti Euro og Visa símagreiðslum. T°EF VELTUSUNDI 1 21212 I takt við tímann Bókmenntir Jennu Jensdóttur Sigrún Eldjárn B2 — Bétveir Myndir: Sigrún Eldjárn Forlagið, Reykjavík 1986 Bétveir er sannkölluð nútíma- saga handa ungfum lesendum. Drenghnokkinn Áki er að tína blóm í stóra garðinum. Fíflar, sóleyjar, baldursbrár. Hann svipast um eftir bláum og rauðum blómum í vöndinn sinn. Hann sér þau uppi á hólnum. Þegar hann kemur að þeim og ætlar að slíta þau upp, heyrist skrýtið hljóð: — „blípp-blípp." Þetta eru þá þreifí- angar á sérkennilegri veru, sem er með tvö höfuð, fiórar hendur, íjóra fætur og sjónvarp framan á magan- um. Þegar veran ýtir á takka á maganum á sér getur hún leitað eftir hvaða tungumáli sem er. Henni tekst að finna íslenskuna og þau Áki geta talað óhindrað saman, Litla veran, sem heitir Bétveir, er frá stjömu úti í geimnum og hefur stolist til jarðarinnar af forvitni. Farartæki hennar er geimbátur. Áki lætur Bétvo setjast í kerruna sína og leggur af stað með hann til eldri systkina sinna, Lóu og Búa, sem eru 7 ára og vita allt. Þau eiga heima í leynihúsi í stóra trénu við girðinguna. Bétveir segir systkinunum af hveiju hann sé kominn til jarðarinn- ar. I stjömukíkinum sínum hefur hann séð til mannanna á jörðinni — séð vonsku þeirra og ekki skilið hana. En það merkilegasta sem Bétveir hefur komist að um menn- ina em ritstörf þeirra. Nú er hann kominn til að fræðast um þau og af þeim. Börnin fara með hann til konu, sem skrifar bækur, og þau fara með hann til afa og ömmu sem eiga mikið af bókum. Eftir að hafa lært lestur af bömunum les Bétveir allar bækumar í bókasafni afa. „Bétveir les og les. Hann les margar bækur og er eldfljótur með hveija. Ljósin á þreifurunum blikka öðru hveiju og á sjónvarpsskermin- um á maganum á honum em alls konar línur á hreyfingu." Einhvers staðar í nálægð er kon- an sem skrifar bækur. Hún hefur ekki legið á liði sínu meðan Bétveir er í heimsókn á jörðinni. Hún gefur honum nýja bók þegar hann fer aftur. Bétveir er sérstæð barnasaga. Ekki vegna þess að hún segi frá geimveru og samskiptum hennar við jarðarbúa. Mörg em þau ævin- týri til. En hér er á ferðinni höfundur sem gæddur er miklu innsæi í þau Sigrún Eldjám verðmæti sem sameinast í gömlu og nýju. Af næmri snertingu við lífíð beinir hann hugum ungra les- enda að fegurð náttúmnnar og gjafmildi hennar í sínum besta skrúða. Jafnvel ánamaðkarnir gleymast ekki: „Áki liggur á maganum og horfir ofan í moldina í blómabeðinu. Hann er að fylgjast með tveim ánamöðkum. Hann þekkir þessa tvo, hann hefur áður legið hér og fylgst með þeim. Þeir em vinir hans og eiga heima niðri í moldinni." Bjartsýni er undirtónn frásagnar. Myndimar em bráðskemmtilegar og fanga áreiðanlega augu lesenda. Vönduð útgáfa. Halló, doktor Ruth, þátturinn þinn er æði.. Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Dr.Ruth Westheimer:Leiðbein- ingar um gott KYNLIF Islenzk þýðing: Gauti Krist- mannsson TJtg.Frjálst framtak 1986 í formála þessarar bókar, sem Helen nokkur Kaplan, yfirmaður kynfræðsludeildar á „sjúkrahúsi" New Yorkborgar, em okkur tjáð eftirfarandi sannindi:„ Kynlífsbylt- ingin“ svokallaða gerði skoðanir manna fijálslyndari og fækkaði mörgum fordómum sem stóðu í vegi framfara í þessum vísindum. Loks gátu vísindamenn og læknar rannsakað kynlíf manna á vísinda- legan hátt, rétt eins og annað atferli og svo kom að mönnum fannst þeir bæði geta viðurkennt erfíðleika sína og leitað hjálpar við þeim eins og öðmm kvillum... Síðan segir Helen okkur deili á Ruth Westheimer. Hún hefur út- varpsþátt í Amríku, einkar vinsælan sem heitir Talað um kynlíf. Fólk hringir í hana og ber undir hana vandamál sín í símanum og hún ráðleggur hveijum það, sem henni finnst við eiga. Vandamálin em ótal mörg, en Ruth deyr sjaldan ráðalaus og það, sem hún getur ekki af þekkingu sinni á mannlegri náttúm leyst snöfurlega, er vísað til félagsráðgjafa. Þeir sem hringja em yfirleitt afar þakklátir og votta Ruth ótæpilega aðdáun og allt er þetta haft með, líklega til að við sjáum, hvað þetta er gagnmerk kona. Þetta er firnamrísk bók, í hvim- leiðustu merkingu þess orðs; að mínum dómi er hreint ekkert vit í að taka svona bækur hráar og þýða þær nema hjálpa upp á textann annað hvort með einhvers konar staðfærslu, leita álits sérfróðra manna hér eða gera eitthvað ann- að, svo að bókin geti komið að þeim notum, sem meiningin er. Það er prýðilegt, að kynlífsumræður skuli nú vera taldar sjálfsagðar og eðli- legar og engum dettur í hug að gera lítið úr þætti þess í mannlegum Ruth Westheimer samskiptum. Þess vegna er ljóm- andi gott að geta leitað ráða en það er heldur ekki þar með sagt, að menn eigi að gera hlut kynlífsins slíkan að ætla mætti, að mannleg samskipti og lífshamingjan almennt byggðust algerlega á því hvort kynlífið væri nú nógu þekkilegt og vel lukkað. Það er vitanlega komið inn á ótal vandamál og dr. Ruth veltir svo vöngum inn á milli, ýmist við hlustendur eða lesendur nema hvorttveggja sé stundum. Stínu-bækurnar Bókmenntlr Jenna Jensdóttir Kristiina Louhi Frá morgni tl kvölds með Stínu Stína og árstíðirnar Olga Guðrún Ámadóttir þýddi Mál og menning 1986 Bækur þessar eru ætlaðar yngstu kynslóðinni. Þær eru í raun myndabækur með stuttum texta á hverri síðu. Þótt ekki sé um það getið hvor bókin er fyrri í röðinni, má ráða í að það sé: Frá morgni til kvölds með Stínu. Þar er Stína kynnt að morgni dags er hún vaknar í rúminu milli pabba og mömmu. Myndir sýna hana með snuð og pela. Og gefur texti þar aðrar hugmyndir um þroska hennar en myndir vísa til. Böm eru fljót að koma auga á þetta. Það gerir þeim erfíðara fyrir að fá samræmda heildarmynd af Stínu og raunar Óla félaga hennar, sem mætir til daglegra leikja úti- klæddur með snuðið sitt í munnin- um. Frásögn virðist þráðlaus og tilviljanakennd frá síðu til síðu. Þó er hún öll úr daglegu lífí bama, sem komin em það vel á legg að þau láta í ljósi álit sitt og taka þátt í leikjum sem em við hæfi þriggja til fjögurra ára bama. Myndin utan á þessari bók er í hrópandi ósamræmi við mynd af Stínu inni í bókinni (bls. ekki núm- eraðar), þar sem hún liggur skælandi af því að hún má ekki taka sleiki-bijóstsykur í búðinni. Á þeirrri mynd lítur hún nánast út eins og komabam. Vitna ég til þess er 5 ára staut- fær hlustandi minn sagði: „Ég vil ekki sjá myndimar þá verður þetta allt svo mglað.“ í seinni bókinni Stína og árstíð- irnar em myndir og texti í trúverð- ugu samræmi. Frásögnin er heilsteyptari og gefur góða sýn af atburðum og atferli sem myndir styrkja. Yngstu börnin hafa áreiðanlega gaman af að hlusta á lestur úr Stínubókunum. Þýðandi á sinn þátt í því. NÝTT SI'MANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsle 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.