Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 63 Bréfritara finnst freklega að sjómannastéttinni vegið nú í seinni tíð, þeir séu hýrudregnir og alltof mikið gert úr launum þeirra. Sjómenn borga olí- una á fiskiskipin Kæri Veivakandi. Mér er farið að blöskra þessi skrif og umtal sumra manna um tekjur sjómanna. Eru þeir ávallt að láta í það skína að sjómenn hafi góð laun. Það er bara ekki satt, laun sjómanna eiga að vera mun betri. Sjómenn vinna beint við und- irstöðu atvinnuveg landsins. Velmegun okkar íslendinga er al- gjörlega í beinu samhengi við góðan og mikinn afla ásamt því verði sem fyrir hann fæst. Við þurfum að eiga góða sjómenn. Morgunblaðið er að predika í al- menning um tekjur sjómanna og það með áróðurslegum fyrirsögnum að mér finnst. Samanber fyrirsögn þann 26. okt. á baksiðu. Já, þeir byrja í tæka tíð að gera mikið úr launum okkar. Tilgangurinn er auð- vitað sá að fá almenning og e.t.v. ráðamenn til að trúa því að sjómenn hafí góð laun. Greinilegur þrýsting- ur er nú að myndast hjá ráðamönn- um o.fl. hagsmunaaðilum að halda launum sjómanna niðri. Allskyns áróður um að sjómenn hafí svo og svo góðar tekjur miðað við aðra. Eins og Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir virðast tekjur sjómanna í hlut- falli við tekjur annarra stétta vera óvenju góðar.“ Samkvæmt hvaða upplýsingum sem fyrir liggja? Eru þær upplýsingar sem fyrir liggja sanngjamar til samanburðar við aðrar launastéttir? Ég leyfí mér að efa það. í grein í Morgunblaðsins þann 26. okt. segir að meðaltekjur sjómanna í fullu starfí séu á þessu ári áætlaðar um 1,2 millj. kr. Hvað er átt við með fullu starfí? Er hugs- anlegt að fullt starf merki það sama hjá þeim og maður sem tekur ekk- ert frí á öllu árinu? Er það þá mannsæmandi að taka ekki fri frá sjónum allt árið? Þessar spumingar og margar fleiri um laun og kjör sjómanna væri gaman að ræða op- inberlega. Nefna má í því sambandi sterkan orðróm um mikla peninga er fara undir borðið til útgerðar- manns í formi yfirborgana á físk- verð. Sjómenn fá einungis landsambandsverð en yfirborgun rennur til útgerðar óskipt. Fjöldi tilvika um svik og ósanngimi er hægt að nefna. Svívirðilega var að málum staðið þegar rikisstjómin á árinu 1983 setti bráðabirgðalög um að 29% skyldi tekið framhjá skipt- um án þess að ákvæði væri um að þessar auknu prósentur kæmu sjálf- krafa til baka með einhveijum hætti þegar olíukostnaður útgerðar minnkaði. Má leiða að því rök nú að sjómenn borgi allan oliukostnað fyrir útgerð en útgerðin noti síðan þessa peninga sem hún heldur eftir til að braska og velta þessum pen- ingum í þarfa og óþarfa hluti innan sinnar útgerðar. Við sjómenn eigum þessa peninga, það hiýtur að vera augljóst. Opnum augun fyrir þessu óréttlæti sem sjómenn hafa verið beittir. Við sjómenn verðum að beijast hatrammlega fyrir hverri krónu sem við fáum í vasann það vitum við þó sumir aðrir geri lítið úr. Að okkur er vegið úr öllum áttum. Eina leiðin til bættra kjara er samstaða okkar. Sjómaður Þessir hringdu . . . Ekki truf la „Þrumufleyginn“ Steinn hringdi og vildi koma þeim óskum til forráðamanna Stöðvar 2 að þeir hættu að trufla „Þrumufleyginn". Ekki meira hringl Útvarpshlustandi hringdi: Ég ætla bara að vona að út- varpsráð láti nú hvorki einn né neinn hringla meira með sig eða í sér varðandi kvöldfréttatíma sjón- varps. Breytingin á útsending- artíma fréttanna var ekkert annað en aulalegt asnaspark útí loftið sem enginn grundvöllur var nokkru sinni fyrir eins og sýnt hefur verið fram á. Þjóðin vill fyrir víst hafa sinn Er hægt að fá allar nið- urstöðurn- ar birtar? Ágæti Velvakandi! Mikið þótti mér gaman að lesa um skoðanakönnun sem Talna- könnun gerði meðal erlendu blaðamannanna sem heimsóttu okkur á dögunum. Upplýsingar af þessu tagi eru okkur ekki aðeins til skemmtunar og ánægju heldur eigum við að hagnýta þær til þess að koma betra skipulagi á okkar mál. íslendingar hafa gert alltof lítið af því að hugsa fram í tímann og vinna saman að stórum málum, og ég tel að meginástæðan fyrir slökum lífskjörum í þessu landi sé sú, að hér er hver höndin upp á móti annarri. Okkar ferðamál og útflutningsmál og margt annað eru ekki byggð á nægilegri framsýni, heldur á frumkvæði einstakra manna sem byggja meira á „til- fínningu" en þekkingu. Því fagna ég þessu frumkvæði og vona að haldið verði áfram á sömu braut. Ef ég hef skilið rétt þá var sú könnun sem birtist í Morgunblað- inu aðeins lítill hluti af rannsókn- inni og nú spyr ég: Er hægt að fá alla könnunina? Ég spyr vegna þess að um nokkurt skeið hef ég velt fyrir mér þeim möguleika að starfa að útflutningsmálum, því ég hef mikla trú á að í þeim sé mikil framtíð, ef unnið er af skyn- semi. Ég las í Helgarpóstinum að svipuð skýrsla hafí verið gerð fyrir mörgum árum en komið fáum að gagni vegna þess að svo fáir hafí lesið hana. Vonandi verða það ekki örlög þessarar skýrslu. Ný kynslóð er nú að komast til vits og ára í landinu. Það er mennt- uð kynslóð og vona ég sannarlega að hún fari betur að ráði sínu en kynslóð forfeðranna sem steypti okkur öllum í risavaxnar skuldir með fyrirhyggjuleysi og slæmu skipulagi atvinnumála. Vísindin efla vissulega alla dáð og vil ég því undirstrika þakklæti mitt til þeirra manna sem svo skjótt brugðust við þegar einstakt tæki- færi gafst til að afla greinargóðra upplýsinga um stöðu og möguleika okkar í hinum stóra heimi. Þökk Talnakönnun! kvöldfréttatíma kl. 20 og geta í friði m.a. hlustað á í hljóðvarpi þætti eins og Um daginn og veg- inn, íslenskt mál og fleira áhuga- vert sem er þar á dagskránni á milli 19.30 og 20.00. Rugluðu fallbyss urnar hvalina í rýminu? Gamall sjómaður hafði samband við Velvakanda og var að velta fyr- ir sér hugsanlegri skýringu á villu hvalanna er syntu á land nú fyrir skömmu í Skötubót við Þorláks- höfn. Hinn þekkti blaða- og fræðimað- ur Árni Óla skrifaði heilmikla grein í Morgunblaðið í febrúar 1953 um herskip er fórst á Hraunsskeiði um haustið 1718. Herskip þetta, Giöt- he- borg, var vel búið fallbyssum og tókst ekki að bjarga neinni þeirra og grófust þær í sandinn við ósa Ölfusár. Það er ágiskun sjómanns- ins að ef til vill hafí allur koparinn, sem þama hefur legið { bráðum þijár aldir, náð að trufla innbyggt stýrikerfi dýranna og þau því hrein- lega týnt áttunum. Sacco sæti unga fólksins bólstraðir með Pollon. Margir litir. 4.940 Þú finnur fjársjód HIGH REOL Stærðir: B66xH160xD29 Kr. 4.610,- Stærðir: B66xH104xD29 Kr. 2.990,- Hvítar — svartar — og margir aðrir hillumöguleikar. af fallegum hlutum hjá okkur. . . SPEGLASULUR 20x20x50 kr. 1.380,- 20x20x70 kr. 1.670,- 45x45x45 kr. 2.510,- Maxi speglar 4 stk. í pakka 39,6 x 60 cm. með öllum festingum. Rally stóll Kr. 750,- Svartir — hvítir. Kollar Svartir — hvítir — rauðir. Verð stykkið. 1.120,- [3 húsgagna-höllín BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410 Púðar fallegum litum Dinty 30x30 200 kr. stk. Dinty 40x40 300 kr. stk. Tuft 30x30 350 kr. stk. Tuft 40x40 650 kr. stk. Silki 30x30 350 kr. stk. Silki 40x40 650 kr. stk. -r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.