Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Fyrirsjáanleg mikil átök um mótun fiskveiðistefnu Ræða Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi Fiskveiðistefnan Á Fiskiþingum undanfarin ár hefur helsta viðfangsefnið verið fiskveiðistefnan. Umfjöllun á þing- unum hefur vakið verðskuldaða athygli og haft veruleg áhrif á niður- stöðuna. Nú eru aðstæður aðrar og lög um stjórn veiðanna gilda fyrir árið 1987. Ég hef verið þeirrar skoð- unar að strax á þessu hausti hefði verið rétt að móta fískveiðistefnu til þriggja ára. Hins vegar var það ljóst að hjá hagsmunaaðilum og þingflokkum var ekki vilji til þess nú. Niðurstaðan af viðræðum ráðu- neytisins við þessa aðila varð einnig sú að ekki væri rétt að breyta gild- andi lögum. Þótt skiptar skoðanir verði ávallt um fískveiðistefnuna er óvissuástand óviðunandi og því mik- ilvægt að stefnan sé ákveðin nokkur ár fram í tímann. Ekki verður und- an því vikist að takast á við þetta verkefni á næsta ári og er ýmislegt sem bendir til þess að um það geti orðið veruleg átök. Það er því brýn nauðsyn að hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi setjist niður sem fyrst á næsta ári til að móta stefnu í þessu máli. Stjómmálalegar aðstæður eru þannig nú, að kosningar em í nánd og því ekki vitað hveijir munu sitja í ríkisstjóm eftir þær kosningar. Yfirlýsingar úr ýmsum áttum benda ekki til þess að auðvelt verði að marka fískveiðistefnu til næstu ára. Það er leitt til þess að vita að ýms- ir forystumenn í stjómmálum halda því fram að með afnámi stjómunar fískveiða í núverandi mynd, myndu ýmis vandamál sjávarútvegsins og þess fólks sem lifír af honum leys- ast. Sérstaklega hefur það verið áberandi í ummælum nokkurra stjómmálamanna frá Vestijörðum að lausn vandamála í hinum ýmsu byggðum þar sé fólgin í því að leggja í rúst það sem byggt hefur verið upp í þessum málum. Ég gæti vitnað í ýmis ummæli þessu til stuðnings en læt nægja að vitna í nýlega staðhæfíngu svohljóðandi: „Afleiðingar hennar (þ.e. kvóta- stefnunnar) em svo alvarlegar gagnvart íbúum VestQarða að Halldóri Ásgrímssyni má frá sjónar- miði þeirra jafna við mestu óáran sem yfír þann landshluta hefur gengið. Enginn einn atburður, hvorki af völdum manna né máttar- valda, hefur ógnað svo hagsmunum vestfírskra byggða." Ég gæti nefnt ýmis önnur ummæli sem hníga í sömu átt og í svipuðum tón. Það væri einfalt að lifa í þessu landi, ef hægt væri að breyta málum með því að leggja niður í einu vet- fangi þær aðferðir sem nú gilda við stjóm fiskveiða. íbúar Vestijarða og landsins alls vita það allir að því miður eru hlutimir ekki svo einfald- ir. Slíkar yfirlýsingar og ýmsar aðrar sem hafa verið settar fram þjóna því ekki hagsmunum íbúa þessa landshluta eða annarra í landinu. Nú hafa að vísu engin hald- bær rök verið færð að því að fískveiðistjómunin hafí komið illa við íbúa Vestfjarða sérstaklega. Ég fullyrði að þeir standa betur en ef engu hefði verið breytt. Jafnvel þótt Vestfirðingar eða einhveijir aðrir hafí misst eitthvað af fyrri hlutdeild vegna ákvarðana um stjóm físk- veiða, er ekki þar með sagt að það réttlæti það að leggja skuli núver- andi fyrirkomulag niður. Við hljót- um að hugsa fyrst og fremst um heildarhagsmuni þjóðarbúsins og nota þann ávinning sem verður af stjómuninni til að styðja betur við bakið á því fólki sem vinnur við framleiðslu sjávarafurða. Það er mikilvægt að jafna betur aðstöðuna í þjóðfélaginu, t.d. að því er varðar laun, húshitun, opinbera þjónustu og menntun. Það verður hins vegar ekki gert nema við höfum til þess fjármagn og framleiðum eins mikið og við getum með sem minnstum tilkostnaði. Það verður aldrei fundin upp fiskveiðistefna sem allir verða sáttir við. Það er hins vegar slæmt að einstakir forystumenn í stjóm- málum telji það líklegustu leiðina til að auka fylgi sitt að gera sem minnst úr störfum mínum og þeirra fjölmörgu annarra sem hafa af mik- illi einlægni tekið þátt í því að byggja upp samstöðu um þetta erf- iða mál í þjóðfélaginu. Ég segi þessi orð ekki hér til þess að kvarta undan því, að um þetta mál skuli vera skiptar skoðan- ir. Það er eðlilegt að þeir sem í stjómmálum starfa verða að sjálf- sögðu að þola gagnrýni. Ég segi þau hins vegar vegna þess, að ég tel ástæðu til að hafa áhyggjur af því, hvemig málum verði skipað í fram- tíðinni. Sú skammsýni og þröngsýni sem kemur fram í þeim ummælum, sem ég vitnaði til áðan, og ýmsum öðmm, má ekki verða ráðandi á' næstu mánuðum. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geti slegið sér upp á því, án þess að hafa neitt annað til málanna að leggja. Það er auðvelt að rífa það niður sem byggt hefur verið upp, en það kann að verða erfiðara að koma sér saman um nýtt fyrirkomu- lag nema það gerist í eðlilegu framhaldi af því sem þegar hefur verið gert. Það er sjálfsagt að gera breytingar sem eru vel undirbúnar og horfa til hagsbóta. Það er rík ástæða fyrir þá sem við íslenskan sjávarútveg starfa að taka afstöðu til fiskveiðistefnunnar á komandi árum og he§a umræðu og undirbún- ing sem fyrst. Við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir því, að stjóm okk- ar á eigin málum hefur einnig áhrif á það traust sem við höfum hjá er- lendum lánastofnunum. Við höfum þurft að taka mikið af erlendum lánum á undanfomum ámm og það er mikilvægt að við búum við sem best lánskjör og aðilar telji ömggt að lána okkur fé. Nýlega dvaldist hér á landi nefnd frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. í skýrslu hennar kemur m.a. fram eftirfarandi: „Áhrifíin af ákveðnari stjóm fisk- veiða hafa veirð sérstaklega hag- stæð. Ef áfram verður haldið skynsamlegri nýtingu fískistofna, verður e.t.v. ekki aðeins fært að auka fískafla til frambúðar, heldur einnig að draga úr framtíðarsveifl- um í sjávarútvegi. Eigi að síður fela náttúmlega takmarkanir á fískafla í sér að varðveita verður samkeppn- ishæfni annarra greina svo sem fískræktar og ferðamannaþjón- ustu.“ Erlendar lánastofnanir fylgj- ast að sjálfsögðu með því hvemig við gætum okkar eigin auðlinda. Á auðlindunum byggist lánstraust. okkar. Þær em gmndvöllur afkomu okkar. Þær em þó umfram allt und- irstaða þess að íslendingar geti lifað góðu lífí í landinu um ókomin ár. Það er því mikið í húfí og gáleysi á þessu sviði getur orðið dýrkeypt. Rækjuveiðar Á síðustu fímm ámm hefur rækjuafli íslendinga meira en þre- faldast. Hefur hann aukist úr ríflega 9.000 tonnum árið 1982 í rúmlega 30.000 tonn í ár. Vegna breyttra vinnsluaðferða og batnandi mark- aðsaðstæðna hefur verðmæti rækjuaflans nær sjöfaldast á sama tíma og aukist úr 425 milljónum króna 1982 í tæpa 3 milljarða króna í ár m.v. núverandi verðlag. Þessi aukning á rækjuafla hefði aldrei orðið í svo ríkum mæli ef við hefðum ekki búið við fískveiðistjómun er takmarkaði afla einstakra skipa úr hefðbundnum veiðistofnum. Áukn- ingin hefur orðið án þess að físki- skipaflotinn stækkaði og á því tvímælalaust vemlegan þátt í batn- andi afkomu útgerðar í landinu. Ég hef um nokkurt skeið haft af því áhyggjur að sívaxandi sóknarþungi í rækjuna kynni að ganga of nærri stofninum. I ár hafa 230 skip rækju- veiðileyfi en árið 1985 vom þau 155. Fiskifræðingar telja að lítill samgangur sé milli rækju á fjar- liggjandi miðum og að vaxtastofnar djúprækju hér við land séu því fleiri en einn. Lengst hafa djúprækjuveið- ar verið stundaðar á svæðunum frá Norðurkanti að Grímsey eða í 10 ár. Afli á sóknareiningu var í upp- hafí um og yfír 150 kg á þessum miðum. Hann féll síðan mjög ört en hefur frá 1983 verið nokkuð stöð- ugur eða tæp 90 kg. Um tveir þriðju hlutar aflaaukningarinnar milli ár- anna 1985 og 1986 hafa orðið á rækjumiðunum norðaustanlands á Sléttugmnni, Héraðsdjúpi og nýjum veiðisvæðum út af Sléttu og Langa- nesi. Er líklegt að afli á þessu svæði verði um 10 þúsund tonn í ár. Afli á sóknareiningu á nýju svæðunum er mjög góður eða milli 130 og 180 kg en hefur dregist vemlega saman í Héraðsdjúpi. Síðastliðinn föstudag gerði Hafrannsóknastofnun í fyrsta sinn tillögu um hámarksafla af djúp- rækju. Leggur stofnunin til að afli á árinu 1987 verði ekki meiri en í ár á úthafsveiðisvæðunum. Rök stofnunarinnar fyrir þessari tillögu em að afli á sóknareiningu gefí til kynna að hefðbundin rækjuveiði- svæði norðanlands séu nánast fullnýtt sem og Kolluáll og jafnvel Héraðsdjúp. Ifyrri reynsla bendir einnig til þess að afli á sóknarein- ingu muni fljótlega falla á hinum nýju veiðisvæðum. Þá bendir stofn- unin á að við útreikning afla á sóknareiningu hafí ekki verið tekið tillit til breytinga á veiðarfæmm og veiðihæfni. Stofnunin telur því að ástand rækjustofnanna kunni að vera lakara en tölur um afla á sókn- areiningu benda einar sér til. Með hliðsjón af þessu virðist óhjákvæmi- legt að takmarka sókn í rækjustofn- inn við setningu reglugerðar um stjóm fiskveiða 1987. Ekki er tíma- bært að koma upp kvótakerfi í djúprækjuveiðum. Hins vegar styðja þessar niðurstöður það sem ég hef áður sagt um að til greina kæmi að telja rækjuveiðidaga sóknar- marksskipa til sóknardaga. Fleiri leiðir koma einnig til greina og verð- ur að ákveða stjóm rækjuveiðanna á gmndvelli þessara upplýsinga á næstunni. Markaðsmál Mjög gott ástand er nú á flestum fískmörkuðum. Eftirspum eftir af- urðum okkar er meiri en hægt er að anna. Birgðir em með allra minnsta móti. Verð á frystum físki hefur hækkað í dollumm talið. Sama má segja um saltfiskinn, en þar hefur einnig ánægjuleg vömþróun haft sitt að segja. Gott verð fæst nú fyrir hörpudisk og rækju. Horfur á síldarmörkuðum vom slæmar þar til fyrir skömmu. Nú hefur ræst úr þeim málum og verður að telja verð fyrir síldarafurðir viðunandi miðað við aðstæður. Hráefnisverð er mjög lágt en með mikilli fækkun skipa og aukningu kvóta hefur tekist að bæta hag skipa og sjómanna vem- lega frá því sem annars hefði orðið. Gott verð hefur fengist fyrir ísfísk erlendis. Markaðsverð á loðnumjöli og lýsi er lágt. Hins vegar em góð- ar horfur á sölu frystrar loðnu til Japans á komandi vertíð, m.a. vegna þess að talið er að mikið verði um stóra loðnu. Töluverðar breytingar hafa orðið á sölumálum frystra afurða. Kemur þar margt til en þyngst vega þær sviptingar sem orðið hafa á gjald- eyrismörkuðum. Framleiðsla og útflutningur á frystum afurðum, sem að langmestu leyti hafa verið bundin Bandankjamarkaði, hafa dregist saman. Árið 1984 vom flutt Halldór Ásgrímsson út 83.000 tonn af frystum afurðum til Bandaríkjanna, en 71.000 árið 1985. Fyrstu 8 mánuði þessa árs nam þessi útflutningur 43.000 tonn- um, sem er 16% minna en á sama tíma í fyrra. Það er því ljóst að hlut- ur Bandaríkjamarkaðs í útflutningi sjávarafurða fer enn minnkandi. Hins vegar hefur útflutningur frystra afurða til Evrópu aukist um 10% frá því í fyrra. Nam hann 55.000 tonnum fyrstu 8 mánuði þessa árs, en 50.000 tonnum á sama tíma í fyrra. Útflutningur til Japans hefur aukist mjög mikið, sérstak- lega á heilfrystum karfa og grálúðu. Fyrstu átta mánuðina höfðu verið flutt út þangað 13.700 tonn í sam- anburði við 7.000 tonn á sama tíma í fyrra. Útflutningur á ferskum físki til Evrópu hefur aukist verulega und- anfarin ár. Var hann 36.000 tonn árið 1982, en 82.000 tonn 1985. Þær tölur sem fyrir liggja benda til að ferskfískútflutningurinn verði um 95.000 tonn í ár. í rauninni hefur aukning á seldum ísfíski úr fiskiskipum erlendis ekki verið veru- leg, — var 35.000 tonn 1982, 40.000 tonn 1985 og stefnir í 43.000 tonn í ár. Hins vegar hefur orðið gífurleg aukning á útflutningi ferskfísks í gámum, — var 1.300 tonn 1982, 7.000 tonn 1983, 12.700 tonn 1984, 41.700 tonn 1985 og um 45.000 tonn fyrstu 9 mánuði þessa árs. Allar tölur um útflutning á ísfíski miðast við óslægðan fisk og eru því ekki sambærilegar við útflutnings- magn fullunninna afurða. Nú er það svo að markaðsaðstæð- ur í sjávarútvegi eru miklum breytingum undirorpnar. Þess vegna verður sveigjanleiki að vera fyrir hendi. Menn verða að vera vakandi fyrir nýjum markaðstæki- færum. Hins vegar hefur orðið gífurleg aukning á útflutningi fersk- físks í gámum, — var 1.300 tonn 1982, 7.000 tonn 1983, 12.700 tonn 1984, 41.700 tonn 1985 og um 45.000 tonn fyrstu 9 mánuði þessa árs. Allar tölur um útflutning á ísfiski miðast við óslægðan fisk og eru því ekki sambærilegar við út- flutningsmagn fullunninna afurða. Nú er það svo að markaðsaðstæð- ur í sjávarútvegi eru miklum breytingum undirorpnar. Þess vegna verður sveigjanleiki að vera fyrir hendi. Menn verða að vera vakandi fyrir nýjum markaðstæki- færum. Hins vegar má aldrei missa sjónar á því að við eigum að nýta þá markaði sem gefa best til lang- frama. Við megum ekki láta stundarhagsmuni blinda okkur. Hver man ekki eftir skreiðarævin- týrinu. Ferskfiskútflutningur í gámum er af hinu góða svo framar- lega sem útgerðarmenn, sjómenn og vinnsluaðilar bera gæfu til að haga honum þannig að þjóðarhagur verði sem mestur. Mikilvægt er að þessi samræming eigi sér stað án þess að til afskipta hins opinbera þurfí að koma. Starfsfræðsla Starfsfræðsla fískvinnslufólks hefur verið í undirbúningi um eins árs skeið. Gerð námsgagna dróst á langinn enda var ekkert námsefni til sem hentaði fræðslustarfí af þessu tagi. Varð að semja allt efni nánast frá grunni. Það er óneitan- lega umhugsunarefni að í öllu því námsefni sem útbúið hefur verið fyrir skólakerfí landsins skuli nær ekkert vera til um þennan undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Eftir mikla undirbúningsvinnu eru nám- skeiðin nú komin í fullan gang. Nefnd sú sem unnið hefur að málinu var skipuð fyrir rösku ári með aðild ráðuneytisins, Verkamannasam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands. Námskeið þessi eru hluti af víðtæku samkomulagi, sem Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufé- laganna annars vegar og Verka- mannasamband íslands hins vegar, gerðu um málefni fískvinnslufólks í kjarasamningunum í febrúar sl. Meginmarkmið samkomulagsins var að auka atvinnuöryggi starfsmanna í fískvinnslu og standa fyrir sér- stakri starfsþjálfun fískvinnslufólks. Gert er ráð fyrir að yfír 3.000 manns hvaðanæva af landinu muni taka þátt í þessum námskeiðum á fyrsta ári. Skilyrði fyrir þátttöku á þeim eru, að fastráðningarsamningu hafí verið undirritaður við fyrirtæki. Fiskvinnslufólk, sem unnið hefur 3 mánuði eða lengur hjá sama fyrir- tæki, hefur rétt til að gera slíkan samning. Samkomulag hefur verið gert um fyrirkomulag þessara nám- skeiða, og eru þau haldin í samvinnu við verkalýðsfélögin á hveijum stað. Með námskeiðunum er stigið stórt skref í þá átt að auka starfs- þjálfun og atvinnuöiyggi þeirra sem við fískvinnslu starfa. Námskeiðun- um hefur alls staðar verið mjög vel tekið og í raun fengið miklu betri móttökur en nokkur átti von á. Al- mennt hefur tekist gott samstarf við verkalýðsfélög og fyrirtæki um námskeiðahaldið. Víða hafa þó verkalýðsfélögin ein haft frum- kvæðið að því að hrinda þeim af stað. Nauðsynlegt er að fyrirtæki og verkalýðsfélög standi sameigin- lega að þessu og hvatning til þátttöku komi ekki einungis frá verkalýðsfélögunum, heldur einnig frá forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Markmiðið með þessu stærsta átaki í námskeiðahaldi og starfsfræðslu, sem efnt hefur verið til hérlendis, er að auka gildi fiskvinnslustarfa, samhliða því að gera starfsfólkið hæfara í sínu starfí. Með samstilltu átaki og skilningi allra aðila sem að fiskvinnslunni standa, næst þetta mikilvæga markmið. Skólamál Í ávarpi mínu á Fiskiþingi í fyrra gerði ég skólamál að umræðuefni og hvatti til þess að skólar á sviði sjávarútvegs yrðu sameinaðir í eina sterka heild, sjávarútvegsskóla. í samvinnu menntamálaráðu- neytis og sjvarútvegsráðuneytis hefír síðan verið unnið að samein- ingu þeirra skóla sem annast fræðslu tengda sjvarútvegi. Nefndin hefír nú skilað áfangaskýrslu og kynnt niðurstöður sínar á fjöl- mennri ráðstefnu. Meginniðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: 1. Að stofnaður verði sjávarútvegs- skóli er taki við hlutverkum Stýrimannaskólans, Vélskóla ís- lands og Fisvinnsluskólans í Hafnarfirði. 2. Sjávarútvegsskólinn verði sér- skóli á framhaldsskólastigi þannig að unnt sé að stunda aðfaramám að skólanum í öðrum framhaldsskólum landsins. 3. Sett verði rúm rammalöggjöf um sjávarútvegsskóla sem hamli ekki skólanum að fylgjast með þróun atvinnulífs. 4. Að stofnað verði fræðsluráð sjáv- arútvegs skipað fulltrúum hagsmunasamtaka, rannsókna- stofnana og ráðuneyta sem verði stefnumarkandi í fræðslumálum sjávarútvegsins. 5. Skólinn starfí í fímm deildum, siglingafræðideild, vélfræðideild, fiskvinnsludeild, fískeldisdeild og endurmenntunardeild. Tillögum nefndarinnar var vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.