Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1986: Meðaltal seldra eigna Raunvirði var 95,3% af kaupverði. Útborgun var 94,2% af kaupveröi eða 76,4% af raunvirði. Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 33,6% af kaup- verði eða 25,6% af raunvirði. Afhending var 68 dögum eftir undirritun kaupsamnings. Útborgun greiddist á 339 dögum. Hlutfali raunvirðis var 122,8% af fasteignamati. Hlutfall raunvirðis var 84% af brunabótamati. Miðað er við hækkun lánskjaravísitölu milli ára sem var rúml. 15,3% og vextir 5% af verötryggðum skuldum. Bestu nýársóskir til viöskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þökk fyrir árið sem er að kveöja. AIMENNA FASTtlGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Ár fara — ár koma Ber að fagna hvetjum degi og hveiju nýju ári með sömu eftirvætn- ingu og litla stúlkan á myndinni, er kyssir á kvið móður sinnar með djúpri lotningu fyrir lífinu. tækni varðandi náttúrulega birtu í málverkinu við gerð innimynda. Myndir hans með þessari nýju tækni vöktu og athygli gagnrýnenda, er þær voru sýndar á Saloninum 1882 og ’84. En það urðu snögg umskipti á rósum stráðum frama Sargents þegar hann sýndi málverk sitt af Virginiu Avegno Gautreau á Salon- inum árið 1884. Málverkið, sem hann nefndi „Madame X“, fékk hroðalega útreið hjá gagnrýnendum fyrir þá sérvizkulegu sýndar- mennsku, sem þar þótti koma fram. Auk þess olli hún slíku hneyksli meðal betri borgara Parísar, að helst verður því við jafnað er mál- verkið Olympia eftir Manet var sýnt fýrst. Þetta var einmitt á þeim árum sem impressjónistarnir börðust fyrir lífi sínu, og eiginlega hefði hneyksl- ið, sem myndin olli, átt að verða Sargent tilefni til að halda ótrauður áfram á sömu braut. Flest gott, sem fram kom í málaralist í París á þeim árum og næstu áratugina, hlaut háð og spott gagnrýnenda og almennings. En í stað þess er mál- verkið djarfa af hinni undurfögru Madame X alveg sér á báti á list- ferli Sargents eins og t.d. Mona Lisa hjá Leonardo þótt í báðum til- vikum hafi listamennimir gert önnur og athyglisverðari verk. Fegurð Virginiu Avegno Gautre- au er þjóðsaga. Hún var af frönsk- um og ítölskum ættum, fædd í Lousiana og giftist frönskum bankastjóra, Pierre Gautreau að nafni, á þeim tímum, er fegurð og glæsileiki var nóg til að gera konu fræga. Fijásleg framkoma hennar, virðuleiki og meitluð fegurð olli uppnámi í veizlum og stöðvaði um- ferð á götum úti. Sjálfur fagurker- inn mikli, vemdari og stuðnings- maður lista og aðdáandi fagurra kvenna, Ludvig II af Bæjaralandi, gerði sér ferð alla leið frá Miinchen til Parísar einungis til, að berja hana augum í gegnum demantskreyttan leikhúskíki, þar sem hún tiplaði virðulega upp óperutröppumar í París. Hinn einstæði og frægi vangasvipur Virginiu Avegno og glóandi hár orkuðu sem áskomn á hinn unga og framagjama Sargent, sem gerði mörg forriss að almynd sinni að sumarlagi í húsi hennar í Englandi, Les Chénes Parmé, þegar hún var tuttugu og fjögurra ára að aldri. Málverkið olli svo miklum látum í París, að Sargent hrökkl- aðist til London með málverkið í farteskinu. Það sem látunum olli, og hér var móðir hennar alveg rauðgljóandi, var að myndin þótti ósiðleg og fyr- ir neðan allt velsæmi fyrir það að axlarhlírinn á vinstri öxl var sýndur niður á handlegg, en ekki á sínum rétta og lögboðna stað. Þetta þótti gefa svo margt ósæmilegt til kynna um holdsins lystisemdir, að hin „dyggðuga" yfirsétt stóð á öndinni af vanþóknun. Móðirin ásakaði Sargent um að leggja líf dóttur sinnar í rúst og lístrýnendur fundu henni hin háðulegustu uppnefni. En myndinni var og einnig þannig lýst, að hinn undursamlega fallegi Hkami Madame Gautreau félli jafn hámákvæmt að skósíðum kjólnum er hjúpaði hana og sverð í slíður sitt. Arin liðu og dag nokkum á ströndinni við Cannes í Suður- Frakklandi skeði það, að Madame Gautreau heyrði konu nokkra segja, að hún væri farin að láta á sjá. Hún brá skjótt við og tók lokaðan hestvagn til hótels síns, þar næst tók hún myrkvaðan klefa í lestinni til Parísar, og dvaldi það sem eftir var ævidaga fyrir luktum dymm og hlerar vom fyrir öllum gluggum. Á sumrin gekk hún um ströndina í nágrenni sveitaseturs síns, en ein- ungis á miðnætti... Af málaranum John Singer Sarg- eftir Braga Asgeirsson Árin setja á alla mark, og dag- inn, sem maður skilur það loksins fullkomlega, að allir hafa sitt blómaskeið, þá er það hið eina sem maður áttar sig ekki á: að maður hefur þegar lifað sitt. .. Víst er, að fólk tekur þessari algildu stað- reynd úr dagbók lífsins misjafnlega, sumir bogna tiltölulega snemma og loka að sér dyrunum, en aðrir virð- ast styrkjast og em í sviðsljósinu fram á háan aldur. Hér kemur margt til, svo sem hlutskipti við- komandi í lífinu, uppvaxtarár, þroski og útlit. Sá, er hefur mikið að missa af sinni ytri jarðnesku umgerð, tekur það iðulega nær sér að eldast en hinn, sem skaparinn hefur ekki verið jafn gjöfull í því tilliti. En þó er það hin innri og áskapaða gerð, sem er mesti örlaga- valdurinn. Það er ekki öllum gefíð að gleðj- ast allt lífíð jafn innilega yfír hinu liðna sem hinu ókomna, samræma hér þakkir fyrir að hafa fengið að lifa viðburðaríka daga, eftirvænt- ingu og forvitni um hið ókomna. Komast á það stig að sætta sig við gang lífsins og meðtaka það, að eftir þessu alheimslögmáli eilífðar- innar og afstæðiskenningunni em fá ár í raun jafn lítið fá og hin mörgu em mörg. Hér gildir og að meðtaka það, að án liðna ársins er nýtt ár óhugsandi og á því lögmáli byggist allt líf, allur þroski og öll framrás. Ekki var það nú meiningin að fara út í heimspekilegar hugleiðing- ar i upphafí þessarar samantektar, en víst verða ýmsar hugleiðingar um gang lífsins áleitnar, er segja skal frá einu merkilegu málverki bandaríska málarans Johns Singer Sargent (1856—1925), sem hann málaði árið 1884. í hinni óvenjulegu og sérstæðu safnbyggingu yfír bandaríska list, Whitney-safninu við 945 Madison Avenue og 75. stræti, stóð yfír mikil yfírlitssýning á verkum þessa málara, er okkur félaga bar að. Biðröð fyrir utan ásamt gríðarleg- um mannQölda, er inn var komið, benti til þess, að eitthvað mikið væri um að vera á safninu og það reyndist einmitt vera þessi sýning á verkum hins ástsæla málara bandarísku þjóðarinnar. Sargent fæddist í Flórenz og voru foreldrar hans bandarískir. Móðir hans, sem var dóttir velmeg- andi fjármálamanns í Fíladelfíu, hafði talið mann sinn, sem var læknir, á að flytjast til gamla heims- ins 1854 og sneru þau aldrei þaðan. I stað þess bjuggu þau í hinum ýmsu borgum Evrópu, þar sem böm þeirra nutu þess ríkulega, sem gamli heimurinn hafði best upp á að bjóða í list og menningu. Sargent var þannig frá fyrstu tíð heimsborgari með djúpar rætur í bandarískri og evrópskri hámenn- ingu. Hann var í læri í París, aðallega hjá hinum nafntogaða tízkumálara Emile Carlous-Durand árin 1874—79, sem hafði mikil áhrif á hann. Franski mannamyndamál- arinn vegsamaði snilli þeirra Hin fræga mynd Madame X (Virginie Avegno Gautreau). Velasques og Frans Hals og mælti með víðtækum rannsóknum á blæ- brigðum ljóss og skugga. Hann lagði áherslu á „alla prima“-tækn- ina, þ.e. að mála blautt í blautt og ljúka málverkinu í einni lotu. Áður hafði Sargent notið einkakennslu í Róm og verið einn vetur í listahá- skólanum í Flórenz. Sargent þótti mikill hæfíleika- maður frá upphafí og það var einmitt hans vegna, sem foreldrar hans fluttust til Parísar árið 1874, til þess að sonurinn nyti hinnar bestu fáanlegu menntunar í málara- list. Hann taldist því lukkunnar r Eignaþjónustan ^ FASTEIGNA- OG SKIPASALA HVERFISGÖTU 98 (horni Barónsstígs). Sími 26650, 27380 Oskum öllum við- skiptavinum okkar gleðilegs árs og þökk- um viðskiptin á liðnu ári. Vantar allar gerðir og stœrðir eigna í söluskrá okkar á nýja árinu. Steingrfmur Steingrfmsson, Öm Scheving, Högni Jónsson hdl. pamfíll, er ekki þurfti alfarið að brjóta sér braut í listinni af eigin rammleik. Það fór einnig svo, að þegar árið 1877 fengu nokkrar mynda hans inni á Parísarsalonin- um og aftur 1878 og '79, en þá fékk velþekkt málverk hans af læri- meistaranum Carlous-Durand heiðursverðlaun. Framabrautin virtist þannig gull- tryggð og blómum stráð, og Sargent einbeitti sér að gerð vin- sæls myndefnis svo sem manna- mynda (portretts) og af fólki hvunndagsins. Á tveim ferðum til Feneyja 1880—82 lærir hann nýja FASTEIGIMASALA Suðurlandsbraut 10 s.: 21870-687808-687828 Ábyrgð — Reynsla — Öryggi Óskum viðskiptavinum okkar svo og lands- mönnum öllum árs og friðar. ---HilmarValdimarssons. 887225, Ærr, Geir Sigurðsson s. 641657, ■t1 Vilhjálmur Roe s. 76024, Sigmundur Böðvarsson hdl. Áskriftarsíminn er 83033 Desemberdagar í New York II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.