Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 rafmagni hafi ráðið úrslitum um að fulltrúar fiskiðnaðarins innan vébanda Vinnuveitendasambands- ins gátu fallist á það að búa við fast gengi út samningstímann. Þessi samningur markaði tíma- mót, að því leyti að viðfangsefnin tóku ekki til launamálanna í þrengstu merkingu, heldur var meginmarkmiðið nálgast með margþættum aðgerðum, sem fyrst og fremst miðuðu að því að tryggja stöðugt verðlag og vaxandi kaup- mátt launa. Hvemig hafa svo ræst þær von- ir, sem menn gerðu sér um þróun mála í kjölfar þessara samninga? Það verður að viðurkenna að þær vonir sem menn höfðu gert sér um að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu hafa ekki ræst. Það sem menn ekki sáu fyrir var áfram- haldandi fall dollars og hækkun þeirra mynta, sem mestu ráða um verðlag á innflutningi. En þó björt- ustu vonir hafí ekki ræst er árangur þó óumdeilanlegur. Með ört hjaðn- andi verðbólgu hefur verðskyn almennings aukist til muna og hef- ur það leitt til aukinnar samkeppni og stöðugleika verðlags á neytenda- vörum, en verið hefur í hálfan annan áratug. Almennt góðæri hef- ur ríkt til lands og sjávar, hagur útgerðar hefur batnað og gróska er í ferðamannaiðnaði. Atvinna hef- ur verið mikil og hefur gætt veru- legs skorts á vinnuafli innan vissra greina sem svo hefur leitt til nokk- urs launaskriðs. Spamaður hefur aukist svo að þrátt fyrir verulega aukningu kaupmáttar stefnir ekki í halla á viðskiptum við útlönd. Hin mikla þensla í efnahagslífínu hefur þó verið mikið áhyggjuefni og er það enn. Þegar líða tók á haustið og Ijóst var að kosningum til Alþingis yrði ekki flýtt fóm samningsaðilar að huga að því hvemig tryggja rhætti árangur febrúarsamninganna með nýjum samningi. Ljóst þótti að ef viðræður hefðust ekki fyrr en um áramót þegar samingur rynni út, gætu þær auðveldlega dregist, þannig að þær myndu eiga sér stað samhliða undirbúningi Alþingis- kosninganna. Hætta væri þá á að samningamál drægjust inn í kosn- ingabaráttu, en það hefði ugglaust gert örðugra að tryggja áfram- haldandi þá jákvæðu þróun, sem leiddi af febrúarsamningunum. Til þess að forðast slíkt var ákveðið að freista þess að ná samn- ingum fyrir 1. desember, þannig að hækkun lægstu launataxta, sem aðilar vom sammála um að væri brýnt nauðsynjamál, kæmi samtím- is þeirri almennu kauphækkun til allra launþega, sem samið hefði verið um og drægi þar með úr hættu á því að láglaunabæturnar gengju upp launastigann. Samning- ar tókust svo 6. desember og fela þeir í sér sérstaka hækkun Iægstu launataxta, en að öðm leyti fram- hald þeirrar stefnu, sem mörkuð var með febrúarsamningunum. Það ríður á miklu að missa ekki út úr höndum sér þann árangur, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna, því ekki er hægt að gera ráð fyrir að tækifæri eins og það sem gafst í. ársbyijun gerði febrúarsamningana mögulega gef- ist aftur. Útflutningsframleiðslan og sam- keppnisiðnaðurinn hafa gengist undir að axla miklar birgðar með því að búa við fast gengi út árið. Það verður að gera þá kröfu til ríkis, sveitarfélaga og annarra at- vinnuvega að þeir standi ekki að kauphækkunum umfram hina al- mennu samninga. Kauphækkunum verður fyrst og fremst að mæta með aukinni hagkvæmni í rekstri og ítrustu aðgát í verðlagsmálum. Því aðeins er árangurs að vænta. Liðið ár hefur fært okkur efna- hagslegan ávinning, aukinn stöðug- leika og meiri samheldni en verið hefur mörg undangengin ár. Ég vona að sama þróun einkenni nýtt ár, landsmönnum öllum til hags- bóta. Ég óska öllum gæfu og friðar á nýju ári. Víglundur Þorsteinsson Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda Asíðastliðnum tveimur árum hafa meiri breytingar í efna- hagsmálum og þjóðmálum átt sér stað hér á landi en dæmi eru til áður. Þar ber hæst þau umskipti sem átt hafa sér stað í kjaramálum. Árin 1981—1983 gengu miklar kaupmáttarskerðingar yfir okkur vegna þess efnahagssamdráttar sem við máttum búa við á þeim árum og einnig vegna þeirrar óða- verðbólgu sem reið húsum hér á landi á þeim árum og náð hámarki á vormánuðum ársins 1983 þegar óðaverðbólgan sló öll fyrri met og mældist um 130%. Með samræmdu átaki samtaka launþega, og vinnuveitenda og ríkisstjórnarinnar og vegna gjör- breyttra skilyrða í okkar efnahags- málum hefur nú tekist að snúa þessum málum svo rækilega við, að um þessi áramót er kaupmáttur launþega í landinu hærri en nokkru sinni fyrr. Gildir þar einu hvort horft er á kaupmátt atvinnutekna ráðstöfunartekna eða á kaupmátt kauptaxtanna, niðurstaðan er sú sama, hærri kaupmáttur en nokkru sinni áður. Jafnhliða þessum umskiptum hafa orðið stórfelldar breytingar á öðrum sviðum, sem gefa okkur von- ir um bættan hag á komandi árum. Þar ber hæst þau miklu umskipti sem orðið hafa á peningamarkaðn- um í landinu. Með auknu frelsi þar er nú lokið 15 ára tímabili nei- kvæðra vaxta sem leiddi af sér viðvarandi viðskiptahalla vegna þess að enginn óvitlaus maður treysti sér til að spara peninga en þess í stað beindist allur sparnaður þjóðarinnar í kaup á varanlegum og óvaranlegum hlutum. Þessi umskipti hafa nú þegar leitt til verulegrar aukningar pen- ingasparnaðar á nýjan leik. Á mörgum öðrum sviðum má sjá verulega jákvæðar breytingar, sem hrundið hefur verið í framkvæmd síðustu misserin. Nægir þar að nefna aukið frelsi í gjaldeyrismál- um. Nýr grundvöllur hefur verið lagður að endurskipan lífeyrismála landsmanna með febrúarsamning- unum. Miklar endurbætur hafa verið gerðar í húsnæðismálum og ýmislegt fleira má hér taka til marks um þær miklu breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu síðustu tvö árin. En ekki er nú svo gott að sigr- ast hafi verið á öllum okkar vandamálum. Óðaverðbólgan 1972—1983 hef- ur kostað það að við íslendingar erum nú með skuldugustu þjóðum. Um þessi áramót eru erlendar skuldir opinberra aðila um 51 millj- arður króna og innlendar skuldir um 20 milljarðar til viðbótar. Þetta er rúmlega 1 milljón króna á hveija fjögurra manna fjölskyldu, og þessi skuldasöfnun heldur áfram. Nú fyr- ir nokkrum óögum voru afgreidd fjárlög fyrir árið 1987 með tæplega 3ja milljarða halla. Er það hald margra að sá halli eigi eftir að verða meiri í raun. Staðreyndin er sú að fjárlaga- halli er orðinn viðvarandi vandamál í íslenskum þjóðarbúskap og hefur verið það um mörg undangengin ár. Á óðaverðbólguárunum tókst stundum tímabundið að fela þennan halla með því að breyta honum í mikinn viðskiptahalla, sem gaf ríkissjóði tímabundna tekjuaukn- ingu í tollum og óbeinum sköttum af innflutningi sem borgað var fyr- ir með erlendum lánum. Nú þegar sigrast hefur verið á viðskiptahall- anum um sinn kemur íjárlagahall- inn fram af fullum þunga. Um ástæður fjárlagahallans þarf ekki að fjölyrða, þær eru nauða einfaldar. Alþingismenn okkar eyða ein- faldlega meiru en tekjur standa til og hafa gert á mörg undanfarin ár og þar á eftir að koma enn betur í ljós á komandi árum þegar margvíslegar skuldbindingar ríkis- sjóðs, sem þegar hafa verið lögfest- ar, koma fram í fjárlögum af fullum þunga. Aðgerðir til úrbóta þurfa nú að koma fljótt til og við verðum að horfast í augu við það að þar eru engir léttir og þægilegir kostir til. I grundvallaratriðum eru kostim- ir aðeins tveir, minni útgjöld eða hærri tekjur með nýjum sköttum. Ég tel nokkuð ljóst að ekki sé vilji til þess að leysa þetta vanda- mál með nýjum sköttum og þess vegna er spamaðarleiðin í raun sú eina færa. Raunhæfar umræður og aðgerðir í lqölfarið á slíkum umræðum em brýn nauðsyn nú þegar. Það er ljóst að hér þarf mun víðtækari spamaðaraðgerðir til að lausn náist en menn hafa verið reiðubúnir að ræða fram að þessu. 3.000 milljóna kr. fjárlagahalli verður ekki leystur með því að skera niður yfirvinnu, risnu- og ferða- kostnað eða með því að spara bréfaklemmur, pappírs- og ljósrit- unarkostnað eins og stundum hefur heyrst í þessari umræðu um leiðir til lækninga á fjárlagahallanum. Staðreyndin er sú að eina raun- hæfa leiðin er sú að draga úr heildarumsvifum ríkisins. Á venju- legu mæltu máli þýðir það að ríkið verður að draga úr þjónustu sinni við þegnana og fækka fólki, jafn- framt því sem auka verður hag- kvæmni allrar annarrar þjónustu ríkisins sem haldið verður áfram. Það er brýnt að þessi umræða komist sem fyrst í þennan farveg og að kjömir þingmenn okkar hefj- ist handa um þetta verkefni. Það þjónar engum tilgangi á Alþingi að skattyrðast um það hver sé sekast- ur af hinum seku. Staðreyndin er sú að þar bera allir alþingismenn óskipta ábyrgð og verður ekki með sanni upp á milli gert í þeim efnum. Það er engin ástæða til að vera með neina viðkvæmni í þessum efn- um. Það að fækka fólki í opinberum störfum þýðir ekki atvinnuleysi þess fólks sem láta myndi af störfum. Nýlegar kannanir sýna að íslenskir atvinnuvegir telja sig skorta 5—6 þúsund manns til starfa, þannig að engin ástæða er til að ætla annað en að opinberir starfsmenn geti fundið margvísleg störf við sitt hæfi í atvinnulífínu. Og ef marka má umræðuna um launakjör opin- berra starfsmanna og samanburð við einkageirann er ekki annað að sjá en að slíkar breytingar geti haft í för með sér umtalsverðar kjarabætur fyrir viðkomandi starfs- fólk. Tækifærin til úrbóta eru nú betri en nokkru sinni og nauðsynlegt að nýta þau til varanlegra úrbóta, áframhaldandi aðgerðarleysi í þess- um efnum mun á hinn bóginn leiða til þess að innan fárra ára mun þurfa að grípa til stórfelldra skatta- hækkana samhliða víðtækum sparnaði til þess að ráða bót á vandamálinu sem þá yrði nokkrum milljarða tugum stærra en í dag. Raunhæfar aðgerðir strax eru í raun trygging gegn kjaraskerðingu síðar til lausnar enn stærra vanda- máli þá. Að lokum vil ég óska öllum lands- mönnum gæfu og gengis á komandi ári og láta í ljós þá von að við náum að nýta núverandi góðæri til þess að ná tökum á því vandamáli sem nú ógnar okkur helst og leggja traustan grunn að efnahagslegri velferð okkar allra í framtíðinni. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri rið 1986 verður íslenskum sjávarútvegi gjöfult. Ársaflinn verður næstum því sá sami og 1985 en það ár skilaði mestum heildar- afla í fískveiðisögu íslands eða 1.673 þús. lestum. Þegar aflatölur lágu fyrir eftir 9 fyrstu mánuði ársins virtist stefna í metár eða um 1.800 þús. lesta heildarafla miðað ■við að svipað aflaðist og á þremur seinustu mánuðum ársins 1985. Hin erfíða veðrátta þijá seinustu mán- uði ársins dró verulega úr veiðum, sérstaklega loðnuveiðum. Ársaflinn verður um 1.660 þús. lestir, þar af verður þorskaflinn um 358 þúsund lestir á móti 323 þús. lestum 1985, annar botnfískafli um 276 þúsund lestir á móti 258 þús. lestum 1985, síld um 67 þúsund lestir á móti 49 þúsund lestum 1985, humar, rækja og hörpudiskur verða um 52 þús. lestir á móti 44 þús. lestum 1985 og loðnuaflinn verður um 900 þús. lestir á móti 993 þús. lestum 1985. Hinni góðu afkomu fískiskipa og flestra þátta fískvinnslu getum við þakkað miklum afla, hækkandi verði á flestum fískafurðum og ferskum físki erlendis, lækkuðu olíuverði, en þó fyrst og fremst að tekist hefur að hefta verðbólguna og halda henni í skefjum og þar með stoppa þann vítahring sem þjóðin var komin í og hafði kippt stoðum undan afkomumöguleikum sjávarútvegsins, þegar stöðugt vantaði fleiri krónur fyrir afurðina og þær varð að búa til með gengis- sigi og gengisfellingum. Ljóst er, að afrakstur fískveið- anna 1986 mun færa þjóðinni meira verðmæti að raunvirði en nokkru sinni fyrr. I krónum talið var út- flutningsverðmæti sjávarafurða 1985 tæpir 26 milljarðar, en verður í ár nær 36 milljörðum. Hlutfall sjávarafurða af heildarútflutningi var eftir 10 fyrstu mánuði ársins liðlega 79%. Á þessu ári giltu svipaðar reglur um stjómun fiskveiða og 1985. Aflakvótar voru á öllum veiðum nema á djúprækjuveiðum. Við sein- ustu áramót vom sett lög um stjóm fiskveiða 1986 og 1987. Megin- breyting með þessum lögum var sú, að í þeim vom ákveðnar helstu regl- ur um stjórn fiskveiða næstu tvö árin, svo sem úthlutun afla, val milli afla- og sóknarmarks og fram- sal aflamarks. Þetta var grundvall- arbreyting, því áður höfðu flestar stjómarreglur verið settar með reglugerð. Þá var sú regla tekin upp að heimilt er að flytja 10% af afla- marki til næsta árs og veiða 5% umfram aflamark ársins enda drag- ist það þá frá næsta ári. Á haustdögum varð samkomulag hjá fulltrúum helstu hagsmunaaðila sjávarútvegsins að breyta ekki lög- um og sem minnst reglum um stjómun fískveiðanna fyrir næsta ár. Með reglugerð hefur nú verið ákveðið að takmarka sókn í úthafs- rækju. Sóknarmarkstogarar verða að nýta botnfísksóknardaga við rækjuveiðar. Hjá sóknarmarksskipum öðmm en togurum em veiðar leyfðar í 110 daga á tímabilinu maí—sept. Allar rækjuveiðar em bannaðar í tíu daga um jól, páska og verslun- armannahelgi. Framsalsréttur rækjuskipa sem frysta um borð skerðist um þorsk- ígildistonn á móti tonni af rækju, og annarra um hálft tonn. Framsalsréttur loðnuskipa skerð- ist um 25 tonn af loðnu fyrir hvert tonn af rækju. Þá er stefnt að því að rækjuveiði verði ekki meiri á næsta ári en hún verður í ár. Stjórnun fiskveiða er viðkvæmt og vandasamt viðfangsefni. Auðlind verður aldrei skipt á milli margra svo að öllum líki. Hvort sá friður, sem ríkt hefur um þennan málaflokk á liðnu ári, er logn á undan stormi mun reynsla næsta árs skera úr. Sú róttæka kerfisbreyting, sem varð með Þorsteinn Gíslason kvótasetningu á sjö helstu botnfisk- tegundir, var gerð til reynslu fyrir þremur ámm vegna hins lélega ástands þorskstofnsins. Tilgangur- inn var að ná betri stjómtökum, bæta meðferð á afla og ná meiri hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Eitt em menn sammála um að framkvæmdin hefur gengið vonum framar og að ákveðin stjómun með sem réttlátustum forsendum er nauðsynleg. Á árinu vora gerðar viðamiklar breytingar á sjóðakerfi sjávarút- vegsins. Ollum breytingum, sem stuðla að einföldun og draga úr misskilningi, ber að fagna. Þegar lagðir era niður virkir samhjálpar- sjóðir í góðæri, kemur gjarnan upp í hugann hvað vakti fyrir stofnend- um, tilgangur og aðstoð þegar harðnaði í ári. Þá ber og að fagna að afnumið hefur verið bann við innflutningi og byggingu fískiskips til endumýj- unar. Þjóðfélag sem byggir afkomu sína á fískveiðum hefur ekki efni á því í slíku góðæri sem nú er að láta fískiskipaflotann grotna niður. I mörgum verstöðvum landsins er meðalaldur fískiskipa orðinn allt of hár. Slík þróun er ekki forsvaranleg við þær aðstæður sem íslenskir sjó- menn búa við. Þá mega starfsreglur í sambandi við endumýjun ekki vera slíkar að þær leiði til afskræmingar á nýleg- um skipum og í nýsmíði fiskiskipa. Við gjörbreyttar aðstæður vegna lækkunar verðbólgu og vaxta vakn- ar sú spuming hvort þjóðfélagið í heild gæti búið skipasmíðaiðnaði okkar samkeppnisfæra aðstöðu við þann erlenda í sambandi við fjár- mögnun í nýsmíði og viðhaldi skipa, því svo oft hafa innlend smíði og hugvit sýnt og sannað sig bera af. Með lagabreytingu, sem gerð var á seinasta ári, fékk Verðlagsráð sjávarútvegsins heimild til að ákveða fijálst fískverð næðist um það algjört samkomulag í ráðinu. I framkvæmd hefur orðið minna úr en sumir ætluðu. Fijáls verðlagning hefur aðeins verið reynd á loðnu og síld til bræðslu. Því miður bar sú fijálsa verðlagn- ing að á þann hátt að ekki myndaðist hvatning. Vissulega ber að breyta starfsháttum í takt við 'tímann og segja má að hráefni hafí of lengi verið verðlagt frá öfug- um enda í stað þess að láta afurða- verð stjóma hráefnisverði, getu og lifnaðarháttum þjóðarinnar. Vegna staðhátta og aðstæðna höfum við ekki getað beitt bestu aðferð við verðlagningu og sölu hráefnis, þar sem framboð, eftirspum og gæði ráða verði á frjálsum markaði. Nú hefur verið ákveðið að stofn- setja tilraunafískmarkað við Faxaflóa. Erfitt er að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem svo róttæk tilraun kemur til með að hafa á afkomu veiða og vinnslu og hinna ýmsu byggðarlaga, þar sem iífsmöguleikarnir byggjast algjör- lega á hlutdeild úr sameiginlegri auðlind. Við lok á einu gjöfulasta ári íslenskra fískveiða ber að þakka. Trúin á afkomumöguleika greinar- innar hefur styrkst, hagvöxtur vex og tryggir þar með atvinnuöryggi landsmanna. En vemm þess minn- ug að svipull er sjávarafli. Áramóta-, ósk okkar verður því sameiginlega sú að við bemm gæfu til að um- gangast fiskistofna okkar á þann hátt að ekki hljótist af skaði, sem ekki verður bættur. Gleðilegt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.