Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Bindiskylda í Seðlabanka úr 18% í 13%; Losar liðlega 2,3 milliarða króna VIÐ ÞAÐ að bindiskylda bankanna í Seðlabanka íslands lækkar úr 18% í 13% er losað um liðlega 2,3 milljarða króna. Að sögn Geirs Hallgrimssonar, seðlabankastjóra, er ætlunin að fjármagn þetta verði greitt út úr Seðlabank- anum með ríkisvíxlum, þannig að bankarnir yfirtaki skuld ríkisstjóðs og þannig verði komið í veg fyrir of mikla aukn- ingu eftirspurnar. „Ætlunin er að um leið og bindi- skyldan lækkar, verði þetta greitt út í ríkisvíxlum, þannig að bank- amir yfírtaki skuld ríkissjóðs við Seðlabankann. Það gerir það að verkum að fjármagnseftirspum vex ekki um of,“ sagði Geir. „Enn frem- ur gengur þetta fjármagn til þess að lækka lausaskuldir þeirra banka sem í slíkum skuldum standa við Seðlabankann." Geir sagði að jafnframt væri Mokstur og salt fyrir 30 millj. HÁLKAN sem verið hefur á göt- um í Reykjavík frá því um miðjan október hefur kostað borgina tugi milljóna. Pétur Hannesson, deildarstjóri hreinsunardeildar borgarinnar, sagði að endanlegar tölur lægju ekki fyrir, en Ijóst væri að kostnað- ur við snjómokstur og hálkueyðingu jrrði meiri en áætlað var. „Það var reiknað með 30 milljónum króna til þessara verka á árinu 1986, en ég á von á að endanleg tala verði milli 30 og 40 milljónir," sagði Pétur. „Frá miðjum október hefur þurft að bera salt á götur svo að segja stanslaust og hátt í þijú þúsund tonn af salti voru notuð á þessu tímabili. Kostnaður í október var þegar kominn upp í 21 milljón og síðan höfum við verið stanslaust að. Um 8 milljónir fóru til saltkaupa á síðasta ári og kostnaður við dreif- ingu er mjög mikill. Fjórir til sex bflar með dreifíkassa eru notaðir við vinnuna, tveir sérbyggðir sand- dreifarar fyrir gangstéttir og vörubílar, því enn er mikið um að saltinu sé dreift með handafli." Ekki hefur kostnaður verið jafn mikill síðari ár vegna hálku og snjóa og má nefna sem dæmi að árið 1985 var reiknað með að 30 milljón- ir færu í salt og ruðning. Þá var kostnaður nærri helmingi lægri, eða um 18 milljónir. Á þessu ári er reiknað með 35 milljónum króna til þessa verkefnis. meiningin að beita í stað innláns- bindingar, kröfu um tiltekna lausafjárstöðu bankanna. Geir sagði að þessi lækkun bindiskyld- unnar myndi að einhveiju leyti bæta lausafjárstöðu viðskiptabank- anna, en Seðlabankinn hefði einnig áhuga á að hún yrði ekki til þess að fjármagnseftirspum ykist ekki þannig að markmiðum í baráttu um verðbólguhjöðnun væri stefnt í voða. Þyrla sótti slasaða konu og veikt ungbam ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu til Akraness að- faranótt gærdagsins. Konan lenti i bílslysi um kl. 2.30 um nóttina. Mikil hálka var á slysstað, við Eystra Miðfell í Hvalfjarðarstrand- arhreppi. Bfllinn, sem konan ók, rann til og kom við það hnykkur á kerru sem bfllinn dró. Kerran olli því að konan missti stjóm á bflnum, sem valt út af veginum. Við veltuna kastaðist konan út úr bílnum, svo og karlmaður sem var farþegi. Þau voru bæði flutt á sjúkrahúsið á Akranesi til rannsóknar. Þar kom í ljós að konan var mjaðmargrindar- brotin og er talið að hún hafí lent undir bflnum við veltuna. Var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að koma henni til Reykjavíkur. Konan var sótt til Akraness kl. 6.30. Á sunnudagsmorgun var Land- helgisgæslan beðin um aðstoð vegna ungbams á Norðfírði. Bam- ið, sem var nýfætt, átti í öndunar- erfíðleikum. Ekki var unnt að lenda flugvél á Norðfirði og var þyrla því send þangað með súrefniskassa. Þaðan var bamið flutt til Hafnar í Homafírði, þar sem Fokker-vél Landhelgisgæslunar tók við því og flutti til Reylq'avíkur. Grænlenska sjómanninum hjálpað á land. Morgunblaðið/Július Grænlenskur sjómaður á sundi LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa nokkur afskipti af mönnum úr áhöfn grænlenska togarans Nodsek, sem lá i Reykjavíkurhöfn um helgina. Einn úr áhöfninni stakk sér til sunds í höfninni, en snerist hugur og var að krafla sig upp úr sjónum þegar lögreglan kom að. Mikil ölvun og læti vom um borð í togarapum aðfaranótt sunnudagsins. Áflog brutust út meðal áhafnarinnar og skemmdir vom unnar á tælq'um í skipinu. Nokkrir úr áhöfninni komu við á lögreglustöðinni við Hverfísgötu vegna ölvunar, en náð var í þá og farið með þá aftur um borð. Engum mun hafa orðið meint af. Verkfall sjómanna: Yiðræðum haldið áfram við yfirmenn og Vestfirðinga Samninganefnd Sjómannasambandsins hefur hætt samningaviðræðum SAMNINGANEFND Sjómannasambands íslands hefur hætt þátttöku í samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna og hyggst ekki taka viðræður upp að nýju fyrr en meintir verkfallsbijótar hafa siglt skipum sinum í land. Sjómenn gengu út af samningafundum að- faranótt mánudagsins en i allan gærdag stóðu yfir viðræður útvegsmanna við fulltrúa Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands, Alþýðusambands Vestfjarða og Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar. Fundir með þeim aðilum hefjast að nýju árdegis í dag. Útvegsmenn höfðu boðið að 73% í stað 70% af afla kæmi til skipta við löndun heima, en krafa sjó- manna hljóðaði upp á að 80% afla kæmu til skipta. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands, segir þetta tilboð útgerðar- manna jaðra við ósvífni. Á fundunum gær var Bolli Þór Bollason, aðstoðarforstjóri Þjóð- hagsstofnunar og kynnti hann ýmsa útreikninga stofnunarinnar. Meðal annars kom fram hjá honum, að meðaltekjur sjómanna á síðasta ári væru áætlaðar 1.140.000 krónur, yfírmanna 1.320.000 og undir- manna 1.025.000 krónur. Meðal- tekjur verkafólks vænr hins vegar áætlaðar 621.000 krónur. Þessi munur er meiri en mörg undanfarin ár. í tilboði útvegsmanna um hækk- un í 73% fólst, að hlutall heildarafla til skipta tæki mið af olíuverði. Þannig var viðmiðunarverð á olíu hér á landi sett á 140 dali lestin. Við hveija 12 dali, sem verðið hækkaði, myndi hlutfall afla til skipta lækka um 1 prósentustig og færi olíuverð niður fyrir 110 dali, myndi hlutfallið hækka um 1 pró- sentustig. Þá lögðu útvegsmenn til breytingar á hlutfalli afla til skipta við sölu físks í gámum. Nú koma 60% til skipta, útgerðin heldur 40% af aflaverðmæti til að mæta kostn- aði. Breytingin felur í sér, að skiptaverð við sölu í gámum verði Mikið tap á Jámblendi- verksmiðjunni á liðnu ári LJÓST ER að verulegt tap varð á rekstri Járnblendifélagsins á Grundartanga á liðnu ári, en endanlegt uppgjör ársins liggur ekki fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að tap- ið á síðastliðnu ári verði nálægt 10% af veltu, en hún var 250 milljónir norskra króna, sam- kvæmt norska reikningi fyrir- tækisins. Tapið gæti orðið hærra samkvæmt íslenska reikningn- um, m.a. vegna hærri afskrifta, eða nálægt 200 milljónum íslenskra króna. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra félags- ins, er höfuðástæða þessa taps verðfall á framleiðsluvöru verk- smiðjunnar. „Það er í raun bara ein skýring á þessu mikla tapi,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið, „en það er afar lágt verð. Verðið hefur fall- ið á milli 30% og 40% frá því sem það var þegar það var best. Við framleiðum meira en við höfum nokkru sinni gert, við seljum meira en við höfum gert nokkru sinni og við framleiðum ódýrar en við höfum nokkru sinni gert.“ Jón sagði að verðið þyrfti ekki að hækka um meir en 10%, til þess að afkoma fyrirtækisins yrði réttu megin við strikið. Hann sagði er hann var spurður um hverjar horf- umar væru varðandi verðþróun á næstunni: „Við gerum okkar áætl- anir fyrir árið 1987 miðað við jafnskelfílegt verð og verið hefur að undanfömu. Hins vegar trúum við því í raun og veru ekki að þetta lága verð muni haldast lengi.“ Jón sagði að það væri því spum- ing um það hversu lengi þeir framleiðendur héldu út, sem hefðu mun hærri framleiðslukostnað og um leið og draga færi úr framboð- inu, næði Jámblendifélagið inn þeirri 10% hækkun sem þyrfti til þess að reksturinn yrði í jafnvægi. Jón sagði að taprekstur síðastliðins árs ætti ekki að gera það að verkum að fyrirtækið þyrfti að ráðast í frek- ari endurfjármögnun. „Við eigum að geta leyst þennan vanda i sam- vinnu við banka,“ sagði Jón, „því efnahagur fyrirtækisins er út af fyrir sig góður. En náttúrlega leiðir svona tap til greiðsluvandræða." sama og við löndun heima, en sjó- menn taki þátt í kostnaði við flutning og sölu. Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur Farmanna- og fískimannasam- bands Islands, sagði að tilboð útgerðarmanna væri of lágt og ekk- ert hefði verið rætt um tillöguna um breytingu á skiptahlutfalli við sölu fisks í gámum. Hann sagði að stefnt væri að samkomulagi með öllum sjómönnum, litlar líkur væm á því að einstök samtök þeirra semdu sér. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að samninganefnd SSÍ væri sammála um, að meintir verkfallsbijótar yrðu færðir til hafnar áður en Sjómanna- sambandið hæfí viðræður að nýju. Haft hefði verið samband við al- þjóðasamtök flutningaverkamanna og menn í Færeyjum og væru þeir tilbúnir til aðstoðar við að hamla löndun þeira, sem brotið hefðu verk- fallið, en ákvörðun um aðgerðir hefði enn ekki verið tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.