Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 37 um valdið okkar? Því var stolið. Kosningavaldinu var stolið. Þeir færa sig upp á skaftið og það eru miklir hagsmunaárekstrar milli þingmanna og almennings. En almenningur vill ekki missa vald sitt. Og þarf ekkert að útskýra það. Þarft þú nokkuð að útskýra það að þú viljir að atkvæði þitt sé gilt? Þeir sem vilja ekki hlýða því taka bara afleiðingunum. Þeirra mál að koma sér út í kuldann. Til þess að styrkja vald almenn- ings, þá er að ráða ríkisstjórnina sér og löggjafarþingið sér og láta þá hafa eftirlit með hver öðrum. Ekki hafa þingið eins og tíkallasjálf- sala fyrir lög. Og ekki láta stjórnina stjóma með lögum heldur fram- kvæma lög eins og við almenningur ákveðum með kjöri alþingismanna að þau verði. Það á ekki að láta alþingismenn vera í framkvæmdastússi, það er nóg verkefni fýrir þá að fara vel með peningana okkar og gera lög sem em vönduð og eins og við vilj- um hafa þau. Ef þeir vilja vera í framkvæmdastússi er það þeirra mál, þeir verða bara ekki á þinginu. Þegar þingmenn vinna bara við lög og fjárveitingar þurfum við ekki svona marga þingmenn. Það verða sjálfsagt einir tíu ráðherrar og sér- stakir aðstoðarmenn forsætisráð- herra sem væri kosinn beint. Svo það væri nóg að hafa 40 þingmenn. Þetta er það sem það þýðir að kjósa ríkisstjórnina beint. Við græð- um það á því að fá alltaf ríkisstjóm sem við getum sjálf okkur um kennt en ekki lotto-ríkisstjóm eins og nú er. Og við hættum að hafa þing- menn á kafi í skandalamálum og fyrirgreiðslu við vini og vandamenn. í þessu máli er það aðalatriði að íslenska þjóðin ræður eins og hún vill. Kosningar eiga alls ekki að vera blanko víxill fyrir stjómmála- menn, heldur ráðning til vinnu eins og þjóðin vill. Og ef þjóðin vill eitt- hvað óskynsamlegt þá ættu að vera nægir til þess að koma skynseminni að í fjölmiðlum. Eða kannski með einsmálshreyfingum. Þetta verður að segja svona á mannamáli, en það eru til ritgerðir um þetta á doktorsritgerðarmáli ef einhver vill. Það er kannski tiivalið að sýna smá sýnishom af doktorsritgerðar- máli um þetta sama mál. Við beint kjör framkvæmda- valdsins með beinu sérstöku almennu kjöri forsætisráðherra er stigið skref til frekari aðskilnaðar löggjafarvaldsins og framkvæmda- valdsins en með nokkurri sanngirni er hægt að segja að tekist hafi að framkvæma þrátt fyrir allítarleg ákvæði þar að lútandi í gildandi stjórnarskrá, sem túlka verður sem þingræðisstjómarskrá, skref sem stjórnskipunarlega hafa verið stigin með nokkuð mismunandi áherslum í Bandaríkjunum, Norður-Ameríku og Frakklandi sem eru kunnust dæmi meðal þeirra íslendinga sem láta sig stjórnskipunarmál sem slík að nokkru varða og hafa um þau fjallað í ræðu og riti almenningi og stjórnlagafræðingum til upplýsing- ar. Það kann sumum að finnast að hér sé ekki fjallað nógu innvirðu- lega um embætti. En málið breytist ekkert í eðli sínu þó ekki sé notað hátíðlegt mál. Það sem um er að ræða er að koma í veg fýrir spillingu og sukk eins og alltof mikið er af. Og við, almenningur, sem erum að reyna að kenna bömum okkar góða siði lendum í því að við erum að siða böm fyrir valdhafa sem hafa ekk- ert siðferði sjálfir. Og ef okkur tekst að siða bömin okkar munu vald- hafarnir nota sér það til þess að níðast á þeim og virða rétt þeirra minna en þeir virða okkar rétt nú. Við fengum Kröflureikninginn, við fengum Hafskipsreikninginn og við fengum jarðraskreikninginn af hálendinu með lækkuðu kaupi. Og við verðum að borga. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að virða þetta kerfi? Það er dýrt, spillt og ósvífið. Það er ekki nokkur lifandi leið að breyta þessu kerfi nema með því að koma valdinu til almertnings. Og með því að kjósa ríkisstjórn sér og löggjafarþing sér getum við, al- menningur, ráðið. En núna fáum við að kjósa en kerfíð er eins og í prófkjöri hjá Alþýðuflokknum, það er bara kosið um það sem skiftir ekki máli, klíkan raðar fyrst á list- ann sinn. Það er hægt að plata fólk í nokk- ur skifti, en ekki endalaust, auðvit- að er þetta ekkert prófkjör hjá Alþýðuflokki og auðvitað er sáralít- il von til þess að vilji almennings komi fram um ríkisstjórn við al- þingiskosningar. En það er rétt að taka það fram að við álítum einnig að það þurfi ekki að stjóma fólki sem stjómar sér best sjálft. Það eru mismunandi aðstæður á þessu landi og við viljum gefa fólki meira vald um málefni sem standa þeim nærri. Þar eigum við við fylkjamálið. En hver hefur svona mikið á móti fólkinu í landinu að það megi ekki kjósa sér þá ríkisstjórn sem það vill? Hver er svona mikið á móti því að fólk fái að kjósa sér stjórn í héraði? Það emm ekki við í BJ svo mik- ið er víst. Höfundur er formaður Lands- nefndar Bandalagsjafnaðar- manna. Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Sitjandi frá vinstri: Elfa Björk Gunnarsdóttir framkv.stj. Ríkisútvarps/hljóðvarps varaform- aður, Óli H. Þórðarson framkv.stj. Umferðarráðs formaður, Ásgeir Jóhannesson forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins. Standandi frá vinstri: Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóri ritari, Ágúst Guð- mundsson forstjóri Landmælinga íslands og Guðni Karlsson forstöðu- maður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Úr varastjórn vantar á myndina þá Guðlaug Þorvaldsson ríkissáttasemjara og Guðmund Einarsson for- stjóra Skipaútgerðar rikisins. Stjórnendur ríkisstofnana stofna félag FYRIR skömmu var stofnað í Reykjavik „Félag forstöðumanna ríkisstofnana". Liðlega 70 for- stöðumenn hinna ýmsu stofnana á vegum ríkisins eru stofnendur hins nýja félags. Tilgangur félagsins er m.a. að efla kynni og stuðla að samstarfi félagsmanna, að vera tengiliður við stjórnvöld varðandi gagnkvæm málefni, og að efla kynningu félags- manna á stofnunum hver annars. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1973-2. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 17.266,35 1975-1.fl. 10.01.87-10.01.88 kr. 8.565,53 1975-2. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 6.463,71 1976-1. fl. 10.03.87-10.03.88 kr. 6.157,11 1976-2. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 4.784,74 1977-1. fl. 25.03.87-25.03.88 kr. 4.465,76 1978-1. fl. 25.03.87-25.03.88 kr. 3.027,74 1979-1. fl. 25.02.87-25.02.88 kr. 2.002,15 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981 -1. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 846,20 *lnnlausnarverð er höfuðstóli, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina og árgreiöslumiðaferfram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1987 SEÐLABANKIÍSLANDS Þrettánda flugekflar Opiðfrákl. 13-18 í dag í Skátabúðinni við Snorrabraut. 20% afsláttur af öllum vörum. E3 ILS Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.