Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1987 Minning: Hilmar Ólafs- son arkitekt Sunnudaginn 28. desember lést Hilmar Ólafsson arkitekt og fyrr- verandi formaður Arkitektafélags Islands, fimmtugur að aldri. Hilmar stundaði arkitektúrnám í Stuttgart og tilheyrði þeim hópi arkitekta, sem þar stundaði nám á sjöunda áratugnum, og hefur innan stéttar- innar stundum verið kallaður Stuttgart-hópurinn. Hilmar hóf snemma að taka þátt í félagsstörfum og einkenndi sú þátttaka starfsferil hans allan. Hann var á námsárum sínum m.a. formaður Félags íslenskra náms- manna erlendis. Eftir heimkomu frá námi starfaði hann hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, þar til hann var skipaður forstöðu- maður Þróunarstofnunar Reykja- víkurborgar, sem þá var nýstofnuð, en aðalverkefni stofnunarinnar var að endurskoða Aðalskipulag Reykjavíkur. Þar beitti hann sér fyrir því sjónarmiði, að næstu bygg- ingarlönd Reylgavíkur yrðu Grafar- vogssvæðið, en síðan Korpúlfs- staðasvæðið og Úlfarsfellssvæðið. Éftir að horfið var frá þeirri hug- mynd um tíma hefur sú stefna nú orðið ofaná aftur, eins og kunnugt er. Þegar Hilmar lét af störfum hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar rak hann um tíma Teiknistofuna Klöpp ásamt svila sínum, Ingimari Hauki Ingimarssyni, en síðan 1982 hefur hann rekið Teiknistofuna Laugavegi 96, ásamt Bimi Emils- syni, Hrafnkatli Thorlacius og Nirði Geirdal. Og þannig atvikuðust hlutir að hann, ásamt félögum sínum, vann bæði landnýtingaráætlun og hluta deiliskipulags Grafarvogssvæðisins. Einnig er hann, ásamt félögum sínum á Teiknistofunni Laugavegi 96, höfundur hins nýja húss Versl- unarskóla íslands og Hagkaups- hússins, sem nú er að rísa í Kringlumýri. Hilmar er einnig höf- undur kirkjunnar á Egilsstöðum og íbúðarhúsa, sem hann vann bæði einn eða í félagi við aðra. Eins og fyrr segir, tók Hilmar mikinn þátt í félagsstörfum. Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks- ins og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um öðrum fyrir hann. Þar á meðal 'Sat hann í skipulagsnefnd Reykja- víkur 1978 til 1982 og í Byggingar- nefnd Reykjavíkur, ýmist sem aðal- eða varamaður, frá 1982. Einnig sat hann í stjóm Germaníu. Frá 1971 til 1976 sat hann í stjóm Bandalags háskólamanna, þar af frá 1974 sem varaformaður. Hann sat í orlofsnefnd BHM frá 1976 til 1984 og átti stóran þátt í vali á byggingarlandi og byggingu orlofs- húsanna í Brekkuskógi í Biskups- tungum. Blómastofa FriÓjinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavik. Sími 31099 Opi^ öll kvöld tll kl. 22,-eÍnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. V ^ Q.i w Sjálfsagt kunnum við arkitektar Hilmari þó mestar þakkir fyrir störf hans í þágu arkitektafélagsins. Hann sat í stjón Byggingarþjónustu Arkitektafélags Islands 1971 til 1972 og hann var formaður Lífeyr- issjóðs Arkitektafélags íslands 1980 til 1982. Auk setu í ýmsum fastanefndum og vinnuhópum inn- an félagsins sat hann í stjóm þess sem ritari 1969 til 1971 og formað- ur var hann 1977 til 1979 og meðstjómandi 1979 til 1980. Engin leið er að gera störfum hans fyrir félagið tæmandi skil. Tvennt er mér þó ofarlega í huga. Árið 1978, þegar fréttist af því að Asmunarsalur, hús það er As- mundur Sveinsson myndhöggvari byggði, bjó í og vann í á Freyju- götu 41 væri til sölu, var það hann sem stóð fyrir því, að félagið festi kaup á húsinu. Þótt slíkir hlutir séu alltaf unnir í samstarfi margra að- ila, þá hygg ég, að ekki sé á neinn hallað, að taka svo til orða. Það var ekki lítið verk, að finna því máli farsælan farveg. Þau kaup og vinn- an við að koma húsinu í nothæft ástand urðu síðan hvati að blómlegu starfi í félaginu æ síðan. Þær stund- ir em margar og ánægjulegar, sem við arkitektar og gestir okkar höf- um átt í þessu húsi. Þar hafa einnig margir listamenn sýnt verk sín og þar er skrifstofa félagsins og Sam- band íslenskra myndlistarmanna til húsa. Arkitektafélagið rak um langt árabil Byggingarþjónustu Arki- tektafélags íslands. Upphaflega gekk þessi rekstur vel, enda mikil þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Vegna breyttra verslunarhátta í byggingavöruverslun var rekstur- inn þó orðinn félaginu erfiður undir lokin. Enn em mér minnisstæðar þær löngu og erfiðu umræður, sem urðu um þennan rekstur á aðalfund- um félagsins. Hilmar átti í for- mennskutíð sinni fmmkvæði að því, að rekstrinum var breytt. Arið 1979 stofnuðu Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Húsnæðis- stofnun ríkisins og Arkitektafélag Islands sjálfseignarstofnun um reksturinn, sem varð upphafið að Byggingarþjónustunni á Hallveig- arstíg 1, eins og við þekkjum hana í dag. Einnig þama tókst Hilmari á farsælan hátt að leiða til lykta mál, sem var orðið félaginu þungur baggi, en tryggja um leið áfram- haldandi þjónustu við byggjendur og aðra hagsmunaaðila. Við Hilmar áttum töluverð sam- skipti hvor við annan, mest þó á ámnum 1978 til 1982, en þá sátum við saman í Skipulagsnefnd Reykjavíkur. Ekki tókst okkur allt- af að vera sammála, enda við þar fulltrúar ólíkra skoðanahópa um margt. En hvort sem við vomm sammála eða ekki var málflutning- ur Hilmars ávallt einarður og við gátum virt skoðanir hvors annars. Hilmar var ávallt mjög fylginn sér, kom enda mörgu í verk. Um leið og ég þakka Hilmari störf hans í þágu Arkitektafélags íslands og samleiðina á undanföm- um ámm, þá votta ég fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum sam- úð mína. Guðl. Gauti Jónsson, form. Arkitekta- félags Íslands. Um vorið 1957, að afloknu stúd- entsprófi og afhendingu prófskír- teinisins á sal, stóð ég áttavilltur á gólfinu. Framtíðin var allt í einu óljós, þessu var lokið héma. Hvað átti að taka við? Þá gengur til mín bekkjarbróðir minn, Hilmar Ólafsson, og spyr mig hvað ég hyggist fyrir. Eg kvaðst helst vilja læra byggingaverkfræði. Þá spyr Hilmar hvemig mér lítist á að fara til Stuttgart. Þar sé ágæt- ur skóli fyrir bæði arkitektúr, sem hann hugsi til, og verkfræði. Hann kvaðst þekkja mann, Lúðvík Guð- mundsson skólastjóra, sem muni taka að sér að sækja um skólavist fyrir okkur. Ég þakkaði Hilmari fyrir og þáði boðið. Líf mitt tók þá stefnu þetta andartak, sem það hefur fylgt síðan. „Eitt andartak og á örskotsstund, örlaga vorra grunn við leggjum," segir Einar Benediktsson. Um haustið, í byijun október, hittumst við 5 skólafélagar úr MR í Stuttgart, þessum bæ með þessu harða nafni, sem ég hafði fyrst séð á gamla útvarpinu hans afa. Þar hafði það stungið minn bamshuga með því að hafa harðan hljóm og orðið S huganum samstofna við grimmd Hitiers og styrjaldarinnar, sem þá geisaði. En Stuttgart reynd- ist ekki þannig þegar til kom. Bærinn er mjög fallegur og stendur í fijóum vínviðarhlíðum. Nafnið breytti um merkingu í vitundinni, það táknaði í rauninni aðeins Mera- gerði, eða Stóðgarðar eins og við nefndum bæinn gjarnan okkar á milli. Bærinn hafði tekið út sinn skammt af hörmungum styijaldar- innar, sem þá var lokið fyrir aðeins 12 árum. Hvarvetna voru rústir og bráðabirgðahús og limlestir menn á ferli alls staðar. Við urðum snemma varir við það, að hér var tímanum ekki sóað. Menn fóru hér á fætur fyrir allar aldir, unnu af kappi, spöruðu hvern eyri og fóru í háttinn fyrir 12. Alit Lokað Skrifstofa Arkitektafélags íslands og Lífeyrissjóðs Arki- tektafélags íslands er lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar HILMARS ÓLAFSSONAR arkitekts. Arkitektafélag íslands. Lokað Skrifstofum okkar er lokað í dag vegna jarðarfarar HILMARS ÓLAFSSONAR, arkitekts. Stálumbúðir hf. þetta var okkur eitthvað framand- legt og því héldum við íslendingam- ir hópinn, kannski um of. En alls staðar var þama við nám á annan tug íslenzkra manna og kvenna. Af þessum hópi hafa nú á rúmu ári tveir kvatt okkur, Sveinn Guð- mundur, verkfræðingur, og nú sá bjartleiti piltur, sem forðum gekk til mín um salargólf og setti mér nýja stefnu í fáum orðum, Hilmar Ólafsson. Hann lést í Reykjavík hinn 26. desember sl., aðeins fimm- tugur að aldri. Ég man fyrst eftir Hilmari, er við stóðum saman við uppvask í selsferð þriðja bekkjar Menntaskól- ans í Reykjavík. Féll mér strax vel að spjalla við þennan pilt. Breyttist það aldrei síðan, og minnist ég þess aldrei síðan, að milli okkar færi öfugt orð. Hilmar var glaðsinna og opinskár eins og menn mega best verða. Við urðum svo bekkjarbræð- ur í lærdómsdeildinni, samstúdent- ar og skólafélagar í Stuttgart. Ungum námsmanni verður stundum daufleg vistin í framandi borg, peningalítill, áhyggjufullur af prófum og hlaðinn störfum myrkr- anna á milli. Þá þrá menn þann dag, sem þessu striti muni ljúka. Síðar komast menn að því, að þeir hlæja oft minna síðar á ævinni en á góðum stundum þessara ára. Við Hilmar áttum góðar stundir í Stuttgart, við hittumst oftast dag- lega, þó að við værum sinn á hveiju námssviði. Og oft var hlegið. Eftir á að hyggja man ég ekki eftir Hilm- ari öðruvísi en brosandi og léttum í lund. Hann var mikill félagsmað- ur, þá og ávallt síðan. Hann var eindreginn sjálfstæðismaður og var fulltrúi flokksins þarna suðurfrá. Hann stóð fyrir ferðum okkar flokksfélaganna upp til Bonn, þar sem við fengum að kjósa, þegar svo stóð á. Voru þetta ógleymanlegar ferðir, þó sumt verði kannski betur ekki í frásögur fært. Þannig leið tíminn við störf og leiki. Fyrr en varði höfðum við náð þeim ótrúlega árangri að ná prófi. Þýzkum hafði jafnvel tekist að troða stærðfræði í minn þykka haus, ég uppgötvaði þar, að það var einungis æfinga- leysi í dæmareikningi, sem gerði stærðfræðina í menntaskólanum svona erfiða ýmsum ungum sálum. Þjóðveijar kunna að vinna á þessu sviði, sem á öðrum. Ég held að enginn okkar hafi snúið til baka frá náminu, ómótaður af þýzkri menn- ingu. Sumir okkar eru þama enn, og fyrir marga okkar er Þýzka- landsferð ennþá einskonar heim- ferð. Mér fannst Hilmar ávallt bera hlýjan hug til Þýzkalands og Þjóð- veija. Sýndi hann það raunar í verki með því að vera frammámaður í Germaníu og driffjöður í ræktun tengsla gamalla námsmanna. Hann var einnig formaður félags íslenzkra námsmanna erlendis og vann þar mikið starf í þágu margra. Árin líða. Við Hilmar störfum báðir á íslandi. Samfundir verða stijálli, en það eru ávallt fagnaðar- fundir er við sjáumst. Hilmar er sem fyrr mikill félagsmaður og störf hans mótast af þessu. Hann starfar hjá Húsnæðisstofnun, hann er for- stöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar, hann er í Bygg- inganefnd Reykjavíkur, formaður Arkitektafélagsins er hann lengi, hann er í stjóm fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins og fleiri störfum gegnir hann, sem ég tel ekki upp hér. Ég leita stundum til hans um stuðning, ef ég hef álpast til að teikna eitthvað til Bygginganefnd- ar. „Þú átt ekki að vera að teikna hús Dóri,“ segir hann kankvíslega við mig við siík tækifæri. „Auðvitað er þetta rétt hjá þér,“ segi ég, „það eru bara sumir kunningjar mínir svo vitlausir að vilja heldur vonda teikningu, en billega, hjá mér held- ur en góða og dýra hjá arkitekt." Hilmar skilur þetta og tekur mig í sátt. Og þannig gengur það. Síðast hitti ég Hilmar á götu að afhallandi síðasta sumri. Ég sé, að honum er brugðið líkamlega og hann gengur við staf. En léttleiki andans er hinn sami. Ég bið hann ásjár vegna Bygginganefndar, og hann svarar sem fyrr og ég svara sem fyrr. Og er við kveðjumst er ég glaður í bragði, því það er alltaf hressandi að hitta Hilmar. Og ég veit líka að Hilmar gerir það sem hann getur fyrir mig. Og hið sama gildir raunar fyrir alla aðra. Hann hefur alltaf verið boðinn og búinn til að hjálpa upp á sakimar ef ein- hvers þarf með. Hilmar var í félagsmálum til þess að gera eitt- hvað fyrir aðra, sjálfur auðgaðist hann ekki af fé af þeim störfum. Ég varð glaður með sjálfum mér, þegar hann sagði mér fyrir nokkr- um árum, að hann væri farinn að starfa í einkarekstrinum í félagi með góðum mönnum. Hann starfaði nú síðast við hina tröllauknu bygg- ingu sem Hagkaup stendur fyrir. Þar er ótímabær punktur settur við Iífshlaup arkitektsins Hilmars Ól- afssonar. Ég mun ávallt minnast Hilmars, sem eins hins besta drengs sem ég hef kynnst, góðs félaga, og vinar ævilangt. Eftirlifandi ástvinum hans votta ég samúð mína. Halldór Jónsson verkfr. í lífshlaupi kynnast menn með ýmsum hætti. Ég kynntist Hilmari Ólafssyni, arkitekt, fulltíða manni við félagsmálastörf. Það var á árun- um 1969—1970. Gerðar höfðu verið breytingar á skipulagi flokksstarfs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Við vorum kosnir samtímis í stjórn nýrra hverfasamtaka. Urðum við upp frá því nánir samstarfsmenn og félagar í þessum samtökum og öðrum á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins um margra ára skeið, og félagar æ síðan. Með Hilmari Ólafssyni var afar gott að starfa að þessum áhugamál- um okkar sem öðrum. Hann var opinn og sveigjanlegur í samstarfi, reiðubúinn til að hlusta á aðra og reifa viðhorf okkar. Innra flokks- starf í stjómmálaflokki skapar almennt ekki sviðsljós eða þakk- læti, en er tímafrekt og krefst oft lagni og þolinmæði. Hilmar gaf dtjúgum af tíma sínum til þessara tómstundastarfa um margra ára skeið. Ég er viss um að hann hafði af þeim ánægju. Ég á margar góð- ar minningar frá samstarfi okkar á þessum árum. Hilmar Ólafsson var víðar kjörinn til trúnaðarstarfa í félagsmálum. Hann var einn af fyrstu formönnum Samtaka íslenskra námsmanna er- lendis, í forystu og formaður Arkitektafélags íslands um skeið og virkur félagi og stjómarmaður í Germaniu. Borgarstjórn Reykjavíkur kaus hann einnig til trúnaðarstarfa., Á eiginlegum starfsvettvangi starfaði Hilmar á þessum árum hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins, en síðar hjá Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar, sem nú er Borgar- skipulag. Síðar skapaði hann sér sjálfstæða stöðu með rekstri teikni- stofu með starfsbræðrum sínum, og vann þá m.a. að ýmsum meiri- háttar verkefnum. Eitt af þeim verkefnum, sem hann vann á fyrri hluta þessa starfstímabils, var Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.