Morgunblaðið - 20.01.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 20.01.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 57 Síðar, er hún var flutt hingað suður í nágrenni við okkur, vorum við Heiða oft gestir á heimili henn- ar og þeirra Vilhjálms, og ávallt var þar að mæta sömu velvildinni og hjartahlýjunni eins og áður. Ég vil þakka henni fyrir allt hið góða, er ég kynntist í fari hennar, og fyrir allar ánægjustundirnar, sem mér gafst að njóta á heimili hennar. Og kona mín þakkar af hlýjum hug þessari góðu systur sinni fyrir allt það ómetanlega, sem hún veitti henni á bernskuárunum, gjafír, hlýleika og hjálpsemi, og fyrir öll systurleg samskipti á þeim mörgu árum, sem síðan eru liðin. Ég veit að ég má einnig færa henni alúðarþakkir og kveðjur fyrir alla hennar ástúð á langri samleið frá öðrum systkinum hennar og frá mökum þeirra og börnum. Öll minnast þau hennar með þökk. Nú er hún komin til landsins fagra, bak við dauðan dyr, þar sem ríkir kærleikur og æðri máttur. Ég veit að þar hafa fyrrum famir vinir fagnað henni heilshugar. Við hjónin vottum nánustu að- standendum samúð okkar, en öll megum við gleðjast yfir þessum umskiptum, sem nú hafa leitt hana til þeirra blessuðu bústaða í ríki himnanna, sem hún hafði búið sér með lífi sínu hér. Ingvar Agnarsson Hún amma mín, Kristensa Tóm- asdóttir, er dáin. Hún lést eftir langa og erfiða sjúkdómslegu á Sólvangi í Hafnarfirði. Fyrir um það bil einu og hálfu ári veiktist amma alvarlega og hefur hún síðan legið á sjúkrabeði — fyrst í Borgarspítal- anum í Reykjavík og síðan á Sólvangi. Það var dapurlegt að sjá þessa konu, sem verið hafði svo full af lífsþrótti og snör í snúning- um, liggja lamaða og hjálparvana mánuð eftir mánuð og engin furða þótt hún yrði á stundum ósátt við hlutskipti sitt og vildi fá hvíldina. Enda var henni fullljóst sjálfri, að engin von var um bata. Sem endra- nær var hún hreinskilin og talaði um hlutina án vífillengja. „Þetta er ekkert líf, þótt lifað sé,“ sagði hún við mig kvöld eitt síðastliðið vor. Þrátt fyrir þessar erfíðu að- stæður átti hún það til að slá á léttari strengi og fór þá gjarna með vísur, sem orðið höfðu til mitt í hversdagsamstri fólks í sveitinni hennar vestur á Snæfellsnesi, í Fróðárhreppi. Kristensa bjó í Tungu í Fróðár- hreppi. Giftist hún Kristjáni Þor- steinssyni árið 1925 og varð þeim fjögurra barna auðið. Kristján lést árið 1949. Ég ólst upp á heimili ömmu minnar í Tungu til átta ára aldurs og kynntist því nokkuð vel lífsviðhorfum þessarar sérstöku konu. Hún tók ævinlega svari þeirra, sem minna máttu sín, og komu engar málamiðlanir til greina í þeim efnum. Jafnframt var hún hreinskilin í samskiptum sínum við annað fólk og sumum kann að hafa fundist hún nokkuð óvægin stund- um, en hún bar með einhverjum hætti svip af landinu — svipsterkum ijöllum og hafróti Breiðafjarðar — sem hún hafði alist upp við. Hún gerði ekki aðeins kröfur til ann- arra, heldur ekki síst til sjálfrar sín um að lifa með fullri sæmd. Réttlæt- iskennd hennar var sterk og óvægin, en jafnframt hafði hún til að bera mikla hlýju. Mér kenndi hún reiðinnar býsn af kvæðum og vísum og kenndi hún mér að lesa svo fljótt sem auðið varð svo að ég gæti einnig leitað mér þekkingar á eigin spýtur í bókum. Hún áleit þekkinguna hina æðstu dyggð og las mikið bækur um læknisfræði, ástarsögur og allt þar á milli. Árið 1955 flutti amma suður í Hafnarfjörð og fluttist ég þá einnig alfarið til móður minnar og fóstra, sem einnig bjuggu í Hafnarfirði. Hið nýja oig framandi umhverfi vafðist ekki fyrir ömmu og stund- aði hún margvísleg störf eftir að suður kom. Arið 1961 giftist hún Vilhjálmi Haraldssyni, sem var sjó- maður að atvinnu, en hóf vinnu í landi þegar þau giftust. Hjónaband þeirra varð báðum farsælt og sér- stök hlýja ríkti á heimili þeirra, sem ég og aðrir löðuðust að. Var ég þar oft þaulsetinn — og fór með þeim í ferðalög um landið, eftir að Villi tók bílpróf. Þetta hamingjusama hjónaband stóð í tuttugu ár, eða þar til Villi lést eftir erfiða sjúk- dómslegu árið 1981. Það var sár missir fyrir ömmu og má segja að hún hafi ekki borið sitt barr eftir að hún missti Villa. Amma stóð sig hetjulega í hel- stríði sínu, rabbaði við vini og ættingja um liðna tíð og fylgdist jafnframt vel með því, sem efst var á baugi þá og þá stundina. Það er lærdómsríkt að sjá fólk halda reisn sinni við slíkar aðstæður. Endur- minningin er ævarandi hvatning um hreinskilni, heilbrigða hugsun og hjartahlýju. Slík kona hefur ekki lifað til einskis. Ég held að best fari á að kveðja ömmu með broti úr kvæði eftir eitt af uppáhalds- skáldum hennar, Jónas Hallgríms- son, sem er þá jafnframt kveðja frá sveitinni hennar, þar sem hún átti allar sínar rætur. Sæludalur sveitin bezt, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sezt, sæludalur, prýðin bezt. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitiri bezt, sólin á þig geislum helli. Ólafur Halldórsson Nýttu tækifærió! Notaðu afsláttarávísunina. Radíóbúðin gefur þér 4000,-kr. hlutdeild í hagstæðum innkaupum á 20" GoldStar sjónvarpi, sem náðust vegna vinsælda GoldStar hérlendis og geysimikillar sölu undanfarið. Klipptu út 4000 kr. ávísunina og notaðu hana þegar þú kaupir GoldStar CBZ-9222E 20" litasjónvarpið með þráðlausri fjartýringu, 16 stöðvavali, sérrás fyrir kabalsjónvarp og sérstök Audio / Video tenging. Verðið á GoldStar CBZ-9222E er 37.980,- kr. með greiðslukjörum eða 35.980,-kr.staðgreitt. w enefbú notar ávísunina á færðu siónvarnið á 33.980.-kr. afb. eða P.S Aðeins er hægt að nota eina ávísun fyrir hvert 20"GoldStar CBZ-9222E sjónvarp. - —— .—..—13— Radióbúðin hf. Skipholti 19 sími 29800 Handhafa Greiöiögegn tékka þessum Krónur Fjögur húsund krónur til greiðslu upp f 20" GoIdStar CBZ-9222E litasjónvarp Jjanúar. Reykjavík Tókkanr. ýmislegt Banki Reikn.nr. Upphæö = Ávísun þessi gildirtil 3. febrúar til kaupa á 20" GoldStar CBZ-9222E litasjónvarpi. -....... ...........................
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.