Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 44
MÖRÖUNBLAÖIÐ/ StÍNÍrtÍDÁGtíR 15; PÉÉftÖÁR 1987 NÝTT UNDRATÆKI í HLJÓMFLUTNINGI Byltingarkennd breyting hefur átt sér staðá hljómflutningssviðinu, eftir að geislaspilarinn, sem fyrir ekki svo löngu virtist draumórakennd hugmynd, er orðinn að nýjasta tækniundri heimilisins. Hvað er geislaspilari? Hér er um að ræða algjörlega nýja tækni á þessu sviði, en hún byggir á meðhöndlun stafrænna merkja (digital) í tölvutæku formi og notkun á laser-geisla. Geislaplötur taka stöðugt meira rými í hljómplötuverzlunum. 9 iq m ■Si Það má fara á milli laga og fram og til baka innan einstakra laga og breyta afspilunarröð leift- ursnöggt, án þess að skemma plötuna. Þar með er úr sögunni vandamálið að giska á upphaf eða endi lags með því að færa hand- virkt tónarm á hefðbundnum plötuspilara. Allar aðgerðir geisla- spilarans, svo og afspilaður og óspilaður tími, eru sýndar á raf- eindastýrðu ljósaborði. Geislaplötu þarf ekki að snúa við, þ.e. tónlistin er öll á annarri hliðinni og þar komast fyrir 60—70 mínútur af tali eða tón- list. Þetta kemur sér vel þegar t.d. um er að ræða löng tónverk eða safnplötur. Þvermál geisla- plötu er aðeins 12 cm og er geymsla og meðhöndlun því auð- veld. Geislaspilara má framleiða svo smáa, að þeir eru litlu stærri en platan sjálf. Hér opnast því sá möguleiki að nota sömu plötumar í ferðatæki og bíltæki. Yfir 7000titlar til á geislaplötum Nú er nær öll tónlist, sem gefin GEISLASPILARINN Geislaplatan Hver er munurinn á hinni gömlu, góðu hljómplötu og nýju geislaplötunni? Á hefðbundnu hljómplötunni strýkst nál við plastyfirborð plötunnar og slítur og rýrir tónupplýsingar hennar við hverja einustu afspilun. Þetta þýðir, að gæði plötunnar minnka með árunum og oft eyðileggjast þær gjörsamlega. Geislaplatan er aftur á móti gerð úr plasthúðaðri álþynnu, sem geymir tónlistina og þolir mun meira hnjask en gamla hljómplatan. Tónlistin er lesin af plötunni með laser-geisla, og er því ekki um neinn núning að ræða. Á geislaplötunni skiptast á hol- ur og sléttir fletir, sem geislinn les sem plús og mínus eða raunar einn og núli. Upplýsingamar em skráðar inn í minni geislaspilarans og berast þaðan að magnara hljómtækjasamstæðunnar. Hljómiistin er í raun skráð sem tölur á geisiaplötuna og er því hverfandi hætta á bjögun. Ef t.d lítið magn upplýsinga vantar, m.a. vegna óhreininda á yfirborði geislaplötunnar, getur geislaspil- arinn reiknað út hvaða upplýsing- ar skortir út frá gildum beggja vegna við gapið og brúað það með réttum tónum, þannig að tónlistin verður samfelld. Nákvæmni í aflestri Öfugt við gamla fyrirkomulag- ið, byrjar geislaspilarinn að lesa með geislun innst á plötunni og er snúningshraðinn þá nálægt 500 snúningum á mínútu. Það dregur úr hraðanum sem utar kemur og er hann yst u.þ.b. 200 snúningar. Þetta gerir það að verkum, að tækið les ætíð jafn mikið í einu, hvar svo sem geislinn er á plöt- unni. Á hefðbundna plötuspilaran- Philips hefur haft forystu um þróun geislaspilara í samvinnu við japanska fyrirtækið Sony. um hefur ætíð verið erfiðast að halda nákvæmum snúningshraða. í geislaspilaranum er upplýsing- um safnað í réttri röð í tölvuminni og þær sendar með hámákvæmu millibili til magnarans. Skiptir engu máli hvort upplýsingamar skráist inn í bunu eða smá skömmtum. Ekki skiptir öllu máli lengur að snúningshraði spilarans sé hámákvæmur, því sömu hljóm- gæðin skila sér ávallt til hlustand- ans. Magnari hljómtækjasam- stæðunnar meðtekur tónupplýs- ingar frá geislaspilaranum, sem breytt hefur verið úr stafrænu formi yfir í hefðbundið tónform, með svonefndum „digital/ana- log“-breyti. N otkunarmöguleikar „Það sem skiptir notendur hljómtækja og unnendur góðrar hljómlistar mestu máli, er tón- gæðin við afspilun og varanleiki tónlistarinnar á viðkomandi hljómplötu," segir Þórólfur Áma- son, framleiðslustjóri Neseo, sem býr yfir mikilli þekkingu á þessu sviði. „Yfirburðir geislaplötunnar og geislaspilarans em ótvíræðir þegar þessi atriði em skoðuð. Ekkert slit verður við afspilunina og platan hljómar raunvemlega eins vel í fyrsta og tíu þúsundasta skiptið. Það sem meira er, að smá rispur, fingraför eða kusk hafa engin áhrif og heyrast hvorki sem suð né smellir. Sumir hafa t.d. reynt að hoppa á plötunni í götu- skóm, en tóngæðin hafa samt ekki minnkað." er út á hljómplötum af stómm útgáfufyrirtækjum, einnig gefin út á geislaplötum. Það sem auð- veldar þessa útgáfu er að allir hljómtækjaframleiðendur og hljómplötufyrirtæki urðu upphaf- lega ásátt um sameiginlegan framleiðslustaðal og þannig var forðað sams konar stríði og því sem átti sér stað í upphafi mynd- bandstækjabyltingarinnar. Smásöluverð geislaplötu er nú u.þ.b. 70—80% hærra er á venju- legum plötum. Þrátt fyrir það er reiknað með mikilli verðlækkun á næstu ámm, þegar framboð og eftirspurn eftir þessari nýju tækni margfaldast miðað við það sem nú er. Sala á geislaspilumm á Vestur- löndum er nú þegar orðin mjög mikil og á næstu 2—3 ámm á hún augljóslega eftir að margfaldast. Nesco hefur látið framleiða geislaspilara undir eigin vörumerki í Suðaustur-Asíu og selur á Norðurlöndum og í Bretlandi. [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.