Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Göngnseiða- markaður- inn í Noregi að lokast? Á FUNDI um fiskeldismál, sem haldinn var á vegum Ewos hf. á Hótel Esju I jgærmorgun, kom það fram hjá Asmund Wandsvik, markaðsstjóra Ewos hf. í Nor- egi, að útlit er fyrir að fljótlega taki fyrir innflutning á göngu- seiðum til Noregs. Wandsvik sýndi fram á að mikil offram- leiðsla væri í uppsigiingu og gæti markaðurinn jafnvel lokast þegar á þessu ári. Wandsvik sagði að framleiðsla Norðmanna á gönguseiðum yrði fljótlega 5 til 10 sinnum meiri en kvíaeldið þarfnaðist og væru því litlar líkur á innflutningi þar í ár og alls ekki í framtíðinni. Urðu tölu- verðar umræður um þetta mál á ráðstefnunni og virtist þessi fullyrð- ing Norðmannsins koma íslenskum fískeldismönnum á óvart. Það kom einnig fram á ráðstefn- unni að útlit væri fyrir stórlækkun á gönguseiðaverði í Noregi. Var talið að það yrði 8—12 krónur norskar, en opinbert verð hefur verið 20—25 krónur, og allt að helmingi hærra á svörtum markaði. Hassolía send með Herjólfi LÖGREGLAN í Vest- mannaeyjum komst fyrir sendíngu af hassolíu, sem send var með Herjólfi frá Reykjavík til Eyja fyrr í vikunni. Hassolían var send í pakka og við yfírheyrslur hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum viðurkenndi móttakandi pakkans að hafa átt von á sendingunni. Fíkniefnalög- reglan í Reykjavík hafði síðan hendur í hári sendandans og hefur hann við yfírheyrslur viðurkennt sinn þátt í málinu. Að sögn fíkni- efnalögreglunnar var hér um lítið magn að ræða og er málið upplýst. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson VERTIÐARB ATARISANDGERÐI Viðræður um sölu á ærkjöti til Sovétríkjanna: 280 milljónir í útflutn- ingsbætur með kj ötinu ÓNIÐURGREITT heildsöluverð þeirra 2.000 tonna af kindakjöti sem rætt er um að selja til Sovétríkjanna er 360 milljónir kr., miðað við að það sé allt ærkjöt, eða 180 krónur kOóið. Verði af þessum út- flutningi og fáist 20% skilaverð sem búist er við, þarf að greiða 280—290 miHjónir kr. í útflutningsbætur með kjötinu, að sögn Sigurð- ar Þórðarsonar skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins. Fyrir kjötið fást um 70 milljónir kr. eða 35 krónur á hvert kíló. Talið er að hægt sé að selja Sov- étmönnum um 1.500 tonn af ærkjöti, en það er kjöt sem failið hefur til vegna fækkunar á sauðfé landsmanna, og offramleiðslu. Sovétmenn vilja hins vegar fá 2.000 tonn af kjöti, verði af samningum, og er rætt um að selja þeim 500 tonn af dilkakjöti með ærkjötinu. Einnig hefur komið til tais að selja þeim nautakjöt. Framleiðnisjóður landbúnaðarins mun taka á sig að greiða um helming útflutnings- bótanna því hann tók ábyrgð á því kjöti sem féli til vegna sauðfjár- fækkunarinnar í haust. Benedikt Jónsson sendiráðsritari í Moskvu sagði að Sovétmenn væru áhugasamir um kaup á kindakjöt- inu. Hins vegar þyrfti miklu betri undirbúning heima áður en hægt væri að ræða frekar við þá um þessi viðskipti. Sagði Benedikt ekki ólíklegt að Sovétmennimir myndu óska eftir fundi með viðkomandi íslenskum aðilum þegar þeir hefðu fengið fullnægjandi upplýsingar. Halldór Ibsen, framkvæmdastj óri Útvegsmannafélags Suðurnesja: Oendanleg fjölgun smábáta Kerfið býður heim spillingu og óréttlæti, sem verður að lagfæra MIKIL fjölgun fisklbáta undir 10 lestum að stærð veldur mönnum viða um land verulegum áhyggjum. Halldór Ibsen, framkvæmda- stjóri Útvegsmannafélags Suðumesja, segir þessa þróun mjög varasama. Oryggi þessara báta sé ábótavant, frjálsræðið í veiðun- um og stærðarmörkin bjóði heim alls konar svindli og að auki sé svokölluðum frístunda-fiskimönnum heimil nánast óheft sókn í þorskinn á kostnað þeirra, sem hafa af veiðunum fulla atvinnu. Árið 1985 íjölgaði smábátunum Morgunblaðið, að þessi smábáta- um 116 og 105 á síðasta ári. Samkvæmt reglum um veiðar smábátanna er þeim heimil óheft sókn nema ákveðinn dagaflölda í kringum jól, páska og verzlunar- mannahelgina. Halldór sagði í samtali við floti virtist stækka óendanlega og meirihluti þeirra, sem litlu bátana keyptu, virtist vera menn á fullum launum í annarri vinnu, sem hefðu nær óheft fijálsræði til sóknar í þorskinn á kostnað annarra. Það alvarlegasta í þessu dæmi væri það, að fjölgun bátanna væri óheft og í gangi alls konar svindl varð- andi mælingar á stærð þeirra. Það væri verið að byggja stálbáta, sem yrðu mældir 9,9 brúttólestir að stærð, þar sem þeir væru að ein- hveiju leyti opnir, en hefðu að öllu jöfnu mælzt allt að 17 lestir. Þá mætti taka dæmi um einn bát, sem væri allur opinn og mældur 9,9 lestir, en hefði annars mælzt 29 lestir. Ætlunin væri að setja gám um borð í bátinn og físka í hann. Síðan yrði gámurinn einfaldlega hífður í land og sendur utan en annar settur um borð. Þar sem gámurinn væri laus, mældist hann ekki með í stærð bátsins. „Þetta kerfi býður upp á spill- ingu og óréttlæti og það verður að endurskoða á þessu ári. Enn- fremur verður að endurskoða viðmiðunarmörkin í kvótakerfínu. Syóm Útvegsmannafélags Suð- umesja hefur sent stjóm LIÚ bréf, þar sem óskað er eftir því að þessi mál verði tekin upp við stjóm- völd,“ sagði Halldór Ibsen. Tilraunaveið- ar á krabba út af Skagaströnd. Skagaströnd TILRAUNAVEIÐAR á krabba hafa staðið yfir að undanförnu héðan frá Skagaströnd. Einn bát- ur, Helga Björg HU 7, stundar veiðamar, en þær eru kostaðar af þremur fyrirtækjum í sjávar- útvegi hér; Skagstrendingi, Hólanesi og Rækjuvinnslunni. Ólafur Einarsson, fiskifræðingur og útibússtjóri Hafrannsóknastofn- unar í Ólafsvík, hefur eftirlit með tilraunaveiðunum. Að hans sögn ganga veiðamar þokkalega, en of snemmt er að segja til um niðurstöð- ur. Þær liggja ekki fyrir fyrr en eftir nánari úrvinnslu Hafrannsókna- stofnunar. Ástæða þess að rannsóknimar heQast einmitt nú er sú að bátar hér eru um þessar mundir að ljúka við að veiða upp rækjuskammta sína, en eins og kunnugt er hefur rækjan að mestu horfíð af miðunum í Húna- flóa og kemur það mjög illa niður á afkomu rækjusjómannanna. ÓB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.