Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ1987 Trúboðsstöðin (The Mission), sem frumsýnd var í Há- skólabíói í gær, er nýjasta mynd Bretans Rolands Joffé og er með þeim Robert De Niro og Jeremy Irons í aðalhlutverkum, en myndin hlaut Gullpálmann á síðustu Cannes-hátíð. Handritið skrifaði hinn gamalkunni Robert Bolt, sem hlaut Óskarinn fyrir handrit sín að Dr. Zivago (1965) og Man for all Seasons (1967) og skrifaði auk þess m.a. handritin að David Lean-myndunum Arabíu Lawrence og Dóttir Ryans. Trúboðsstöðin hefur yfirleitt hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda erlendis, en myndin gerist í Suður- Ameríku um 1750 og er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá átökum á milli ríkis og kirkju og trúboðsstöð Jesúíta í frumskógum Paraguay, sem lendir mitt í þeim átökum með ægilegum afleiðingum. Höfuðpersónumar eru Jesúítamir Mendoza (De Niro) og Gabriel (Irons). Mendoza var áður þrælaveiðari en snerist til trú- ar eftir að hafa drepið bróður sinn í einvígi og Gabriel er hinn heittrú- aði forvígismaður trúboðsins, sem vinnur traust indíánanna i fmm- skóginum og færir þá til siðmenn- ingar eftir Guðs vegum. Þegar svo til árásar á trúboðsstöðina kemur tekur annar þeirra upp sverðið til að beijast en hinn krossinn í bæn. Þriðja persónan og sú sem gagn- rýnendur hafa þótt stela senunni frá De Niro og Irons er Ray McAn- ally í hlutverki kardinálans sem kemur út í frumskóginn og verður að ákveða framtíð trúboðsins. Hann er einnig sögumaður mynd- arinnar og hrífst mjög að trúboðinu en hin veraldlega kirkjupólitík neyðir hann til að dæma það til dauða gegn samvisku sinni. Annar framleiðandi myndarinn- ar er Bretinn David Puttnam (dreifingarfyrirtæki hennar er hið breska Goldcrest, sem virðist eiga fleiri líf en kötturinn). Hinn fram- leiðandinn er Femando Ghia, en hann fékk hugmyndina að mynd- inni fyrir 16 árum og bað Robert Bolt að skrifa handritið að henni. Trúboðsstöðin er aðeins önnur mynd leikstjórans Rolands Joffé. Fyrsta myndin hans, The Killing Fields, um hörmungar stríðsins í Kambódíu, vakti einnig verulega athygli og hafa fáir náð með eins miklum hraða á toppinn og Joffé. Hann mun ekki vera einn af Svipmyndir úr Trúboðstöðinn i. þessum leikstjórum sem baða út höndunum í æsingi og látum. Hann hefur rólyndislegt yfirbragð og brýnir sjaldan raustina. Sá eini fyrir utan hann sem aldrei hafði hátt við gerð myndarinnar var stjaman Robert De Niro, sem hafði látið sér vaxa sítt hár og skegg fyrir hlutverk Mendoza. Stundum sat hann í stólnum sínum hljóður og íhugandi í klukkustund eða meira og safnaði tilfinningalegum krafti fyrir nokkurra sekúndna filmubút. Eins og frægt er orðið var það Puttnam sem uppgötvaði (eins og það er kallað) Joffé og kom honum í leikstjórastólinn með The Killing Fields. „Flestir fá sitt tækifæri of snemma eða of seint," segir Putt- nam, en Joffé fékk sitt á réttum tíma. „í honum sá ég m.a. tvo kosti: myndrænt ímyndunarafl og að hann er óhræddur við að fást við tilfinningar. Flestir breskir leik- stjórar em hræddir við tilfinningar. En Roland skilur hvað það er sem fær fólk til að hópast í biðraðir fyrir utan kvikmyndahús í grenj- andi rigningu." Joffé er líka óhræddur við vin- sældir. „Ég vil að það sem ég geri sem leið á myndina rann það upp fyrir okkur, eins og persónunum, að við stefndum að sama marki. Aðferðimar sem við beittum sem leikarar vom ólíkar. En á endanum varð kunningsskapur okkar mjög náinn, mjög vinalegur. Hann er eldri en ég og býr að miklu meiri reynslu en ég sem kvikmyndaleik- ari. . . . Hann er mun hægari en ég. Honum er illa við að taka ákvarðanir og það er einmitt það sem leikurinn snýst um, ákvarð- anatöku. Þú þarft að vera búinn að ákveða þig í hvert sinn sem þú lætur frá þér setningu — á ég að segja þetta svona eða hinsegin? Og það tekur Bob langa stund að ákveða sig þannig að þetta tók allt sinn tíma,“ sagði Irons. Handritshöfundurinn Robert Bolt á ansi litríkan feril að baki sem höfundur kvikmyndahandrita. Eins og fram kom hér í upphafí vann hann mikið með David Lean og þegar hann er spurður að því hvort samstarf þeirra hafí verið gott svararhann:„ Já og nei. Ég held að því sé eins farið með Lean og marga aðra leikstjóra að þeir halda að þeir hefðu svosem getað skrifað þetta allt sjálfir." Bolt kvartar undan þvi að hand- ritshöfundar séu ekki metnir að verðleikum. „Þið megið samt ekki misskilja mig. Bæði Lean og Joffé hafa farið vel með mín verk en jafnvel þeim er ekkert vel við að viðurkenna að sumir aðrir eiga líka einhveijar þakkir skildar." Samantekt: — ai. sé flestum aðgengilegt," segir hann. Hann hafði unnið talsvert við leikhús og sjónvarp áður en breiðtjaldið tók við. En hann var þannig að daginn eftir að eitthvert af sjónvarpsverkunum hans var sýnt fékk hann sér far með strætó og hleraði það sem fólk sagði um verkið. Eftirminnilegustu reynslu sína af kvikmyndum í æsku upp- lifði hann þegar hann fór að sjá Brúna yfír Kwai-fljótið eftir David Lean. „Það sem hafði gífurleg áhrif á mig var sú staðreynd að þegar Alec Guinness gekk yfir brúna tók ég allt í einu eftir því að fullorðið fólk í kringum mig grét.“ En hvemig skyldi þeim Robert De Niro og Jeremy Irons hafa sam- ið við tökur Trúboðsstöðvarinnar? Sá síðamefndi var spurður að því og hann svaraði: „Við fórum af stað nokkuð svipað persónunum sem við leikum í myndinni — við vantreystum hvor öðmm. Eftir því TRUBOÐSSTOÐ MEÐ DE NIRO OG IRONS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.