Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 35 Séra Svavar A. Jónsson * Ur umræðu presta og safnaðarfólks um ferm- inguna og fjölskylduna Hér birtum við ykkur, kæru lesendur, nokkur atriði úr um- ræðu fermingarstarfanefndar með prestum og söfnuðum: # Fermingin þarf að vera mál allrar fjölskyldunnar en ekki að- eins viðfangsefni prestsins og fermingarbarnsins. Það skiptir bamið öllu hvort heimafólk fylgist með verkefnunum og fer með fermingarbaminu í guðsþjón- ustur. • Við upphaf fermingamndir- búnings er hægt að bjóða foreldr- um sérstaklega til guðsþjónustu með fermingarbömunum og þangað er líka hægt að bjóða skímarvottum fermingarbamsins ef þeir búa í grenndinni. • Einu sinni eða tvisvar að vetr- inum er hægt að efna til samveru með foreldmm fermingarbam- anna, ræða um starfið og hvetja til þátttöku í guðsþjónustum. A Fermingarnám- skeið með foreldr- um minna sótt en safnaðarnámskeið — segir dómprófastur, séra Olaf ur Skúlason vígslubiskup Reykjavíkurprófastsdæmi hélt í fyrra námskeið fyrir foreldra nýskírðra barna. Námskeiðin stóðu í nokkur kvöld, þar voru haldnir fyrir- iestrar og rabbað um málin yfir kaffibolla. Erindin voru afar góð, sagði dómprófastur, séra Ólafur Skúlason vígslu- biskup, og vel á málum haldið. Umræðurnar voru líka góðar. í framhaldi af þessu nám- skeiði vom haldnir fundir með foreldmm fermingarbarna, sem gengu þá til spuminga. Þangað vom boðnir foreldrar bamanna, sem ætluðu að fermast þá um vorið. Þar var líka efnt til um- ræðu eftir erindi, sem flutt vom. Samveran á báðum þessum námskeiðum var góð. En það kom okkur á óvart, sagði séra Ólafur, hvað þátttakan var lítil. Við höfðum veturinn áður, 1984, haldið námskeið fyrir starfsfólk í söfnuðum prófastsdæmisins og annað áhugafólk. Þar var fjallað um ýmis störf safnaðanna, t.d. öldrunarmál. I framhaldi af þessu námskeiði gaf Reykjavík- urprófastsdæmi út bók dr. Sigurbjamar Einarssonar bisk- ups, Lifandi von. Þar em tvö erindi um kristna trú og dauð- ann. annan fundinn er hægt að bjóða fyrirlesara til að tala um eitthvað, sem sérlega snertir samband for- eldra og unglinganna. • Foreldrar fermingarbarna geta boðið öðmm foreldmm heim til sín ásamt prestinum til umræðu um fermingarstörfin. • I stað þess að efna til sam- vemstunda með foreldmm getur presturinn heimsótt heimili ferm- ingarbamanna og rætt við for- eldrana þar. • Á haustin og kannski oftar um veturinn getur presturinn skrifað foreldmnum bréf um fermingarstörfin. • Tengslin við heimilin geta ver- ið þau að fermingarstarfatímarnir séu stundum haldnir á heimilum fermingarbamanna. • Hægt er að hafa fræðslufund um altarissakramentið fyrir for- eldra og fermingarböm og heimila fermingarbömunum að koma til altaris eftir það. Líka er hægt að gefa foreldrum ritað efni um alt- arissakramentið áður en bömin koma fyrst til altaris. Sumir prest- ar óska eftir því að altarisgangan sé þáttur í fermingarundirbún- ingnum. • Um hátíðahöld við ferminguna komu þær skoðanir fram að kirkj- unni bæri að hvetja til að stilla þeim í hóf og reyna einkum að stemma stigu við óhemju dýmm gjöfum. Þó fannst fólki nauðsyn- legt að halda hátíðir í fjölskyld- unni, því fjölskyldur hittast varla án tilefnis. Þótt mælt væri með einföldu veisluhaldi kom líka fram sú skoðun að það væri móðgun við fermingarbörnin að vera að reikna út kostnaðinn af hátíða- höldum vegna fermingarinnar enda sæust aldrei birtar tölur af kostnaði annarra hátíðahalda í fjölskyldum, t.d. af stórafmælum. Fermingarstörfin og fjölskyldan Þegar prestar og annað áhugafólk um safnaðarstarf talar saman um fermingar- störfin á það alltaf þá ósk og von að betur verði hægt að tengja þau við foreldrana og heimilin. Það liggur í augum uppi í þeirri umræðu að þetta samband er bráðnauðsynlegt, skiptir fermingarbarnið öllu og þá líka fjölskylduna sjálfa. Það skiptir prestinn og annað fólk, sem sinnir fermingarstörfun- um líka öllu. Það þarf nefnilega að slá skjaldborg um ferming- arbarnið á þessum mikilvæga vetri, sem býður svo gullið tækifæri til samvistar þess og kirkjunnar. Sum fermingar- börnin hafa gengið í sunnu- dagaskóla, tekið þátt í æskulýðsfélagi safnaðarins, fengið hvatningu heima til að sækja kirkjuna og meta hana. Sum hafa enga slíka hvatningu fengið. En nú er tækifærið fyr- ir þau öll og kirkjuna til að tala reglulega saman í einn vetur. Því oftast fara ferming- arstörfin fram á einum vetri þótt möguleikarnir séu fleiri. Á svona samtalsfundum með áhugasömu kirkjufólki uppörv- umst við prestar og kirkjufólk og eflumst til dáða. Hugmyndirnar streyma milli manna og bjartsýnin ríkir. En þegar hvert okkar er komið heim til sín og við blasir hefðin um lítið samband heimila og fermingarstarfa, þessar hefðir, sem við vissum svo vel um og allir þekkja, verður oft lítið úr dáðunum, því vonbrigðin vega að góðum áformum og starfsgleði. Það kemur í ljós að það þarf ekki bara að slá skjaldborg um fermingarbörnin. Það þarf líka að slá skjaldborg um fjölskyldumar. Margar þeirra hafa lítið sótt kirkj- una og þekkja lítið til starfa hennar og boðskapar. Það kemur þess vegna ekki alltaf og alls stað- ar af sjálfu sér að foreldrar og prestar og annað kirkjustarfsfólk tali af innileika saman um ferm- ingarstörfin. Umræðumar geta orðið góðar. En þær geta líka orðið vandræðalegar. Þótt fólk í söfnuðinum þekkist dálítið, kannski náið, er það venjulegast óvant því að tala saman um trú sína. Það er auðveldara að tala um kirkjuna yfirleitt. Og það er miklu auðveldara að tala um að draga úr fermingarveislum og gjöfum en að tala um markmið og innihald fermingarstarfanna og fermingarinnar. Sumir kæra sig ekki um það. Aðrir em fegnir tækifærinu til að tala við prestinn og hin í kirkjunni. Og svo emm við líka háð þeim erfiðleikum, sem ævinlega hafa áhrif á umræðu, sumir tala mikið, aðrir lítið, sumir særast, öðmm leiðist. En við skyldum sameinast um að sigrast á þessum erfiðleikum. Það er nefnilega áreiðanlegt að kirkjan er hin bezta til að slá skjaldborg um okkur öll. Hún getur í raun- inni leiðbeint okkur á lífsins vegi, ungum og fullorðnum. Þess vegna bemm við bömin litlu til skímar, höldum sunnudagaskóla og köll- um fermingarbömin til starfa. Og það er öldungis áreiðanlegt að vetur fermingarstarfanna er okk- ur öllum gullið tækifæri til að eflast í lífsgleði. Við þurfum bara að bera okkur eftir þeirri eflingu. Ályktun Bandalagskvenna í Reylgavík um fermingarstörf Fyrir tveimur árum sendi Bandalag kvenna í Reykjavík ályktanir frá aðalfundi sinum um fermingarstörf og fleira í æskulýðsstarfi kirkjunnar: „Aðalfundurinn hvetur til efl- ingar funda með foreldmm fermingarbama og virkari þátt- töku í fermingarundirbúningn- um, t.d. með því að tala við bömin um það sem þau em að læra hjá prestinum og fylgja þeim sem oftast til guðsþjón- ustu á undirbúningstímanum." „Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til presta, að fjöl- skylduguðsþjónustur eða samkomur, verði haldnar í kirkjum, t.d. haust, miðsvetrar og vor, eða oftar ef aðstæður em fyrir hendi. Efla meiri þátt- töku foreldra, barna og ungl- inga, heldur en verið hefur. Skrifað verði um þetta í dag- blöðin og því komið að í útvarpi og sjónvarpi." „Aðalfundurinri ítrekar fyrri tillögur sínar um það, að bama- samkomur eða sunnudagaskól- ar á vegum kirkjunnar verði haldnar í sjálfri kirkjunni en ekki eingöngu í safnaðarheimil- inu, þar sem því verður við komið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.