Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 45 í þágu bænda og annarra sam- ferðarmanna. Ingibjörgu eiginkonu hans send- um við samúðarkveðjur, börnunum öllum og aðstandendum. Jarðarför Gísla fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánu- dag þann 9. mars, og verður hann jarðsettur í Gufuneskirkjugarði. J.M.G. Þegar við samstarfsmenn Gísla Andréssonar í stjórn Sláturfélags Suðurlands kveðjum hann hinstu kveðju er margs að minnast. Hann hafði um tæplega 18 ára skeið veitt félaginu forystu og kostað þar öllu til. Kjörinn var Gísli í stjórn árið 1964 og formaður stjórnar var hann frá 6. júní 1969 til dauðadags. Hann var alla tíð náinn samverka- maður Jóns H. Bergs, forstjóra, sem nú getur ekki fylgt vini sínum til grafar. Þau hjón, Gyða og Jón H. Bergs, eru á ferðalagi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og komust ekki heim í tæka tíð. Þau flytja aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og mun Jón minnast Gísla síðar og rækileg- ar en hér er gert. Gísli Andrésson tók við stjórnar- forystu í sterku félagi sem bjó að sextíu ára uppbyggingarstarfi hinna öflugustu félagsmálabænda sunnanlands. Hann átti tvo merka forvera í starfi: Ágúst Helgason í Birtingaholti, er var formaður frá stofnun 1907—1948, og Pétur Ott- esen alþingismann á Ytra-Hólmi, 1948—1968. Þeir veittu félaginu fasta forystu og skópu því ákveðnar hefðir. Báðir voru þeir börn 19. ald- ar, þekktu af eigin raun skortinn og samtakaleysið sem samvinna bændanna fékk helst unnið á. Vegna festu þessara manna, reynd- ar félagsmanna í heild og ágætra stjómenda, var nú Sláturfélag Suð- urlands orðið eitt af stórfyrirtækj- um landsins er Gísli var þar kvaddur til forystu. Gísli var sprottinn upp úr öðrum félagsmálagrunni en hinir tveir. Hann var barn 20. aldar og fóstur- sonur ungmennafélagshreyfingar- innar. Ungur gekk hann í Ungmennafélagið Dreng í Kjós og starfaði lengi fyrir Ungmennasam- band Kjalarnesþings. Hann sat í stjórn Ungmennafélags íslands sem varasambandsstjóri 1943—1959. Þessar staðreyndir í lífi Gísla skýra margt. Ég kallaði það eitt sinn við hann að það hefðu verið honum eðlileg umskipti að fara frá UMFÍ til Sláturfélag Suðurlands. Bæði þessi samtök væru stofnuð árið 1907, borin uppi af sömu hugsjóna- glóð. Hans verk væri að bera blysið á milli félaga. Honum J)ótti vænt um þessa samlíkingu. Eg fann að hann taldi sig ennþá ungmennafé- laga á þroskaleið. Nærri lagi fór einnig Sigurður Jónsson á Kastala- brekku, núverandi stjórnarformað- ur, er hann mælti eftir Gísla látinn: „Hann var vaxandi persónuleiki, hann var drengur góður, hann var ágætur foringi." Þegar hugað er betur að þessum stjórnarárum Gísla á Hálsi og gengi Sláturfélags Suðurlands finnst mér að öllum þessum látlausu orðum megi fínna stað. Mér verður þá efst í huga persónuleiki Gísla og fas sem eftir var tekið. Hann var með hæstu mönnum, vel á sig kominn, íþrótta- mannslega vaxinn, settlegur í hreyfingum og hvatlegur. Munn- svipurinn var mjög sterkur og bar einbeitni hans vitni, kannski einnig skapi, en augun voru ein hin hlýj- ustu sem ég hef mætt. Þau geisluðu ef góð saga var á ferð eða gott verk hafði unnist. Fundamaður var Gísli ágætur. Hann fylgdi málum fast fram og mér virtist hann tölu- glöggur flestum mönnum betur. í ræðum sínum hélt hann sig fast við efnið og var hreinorður. Hann spar- aði þar sögur sínar og samlíkingar. Vildi ekki komast áfram á skemmti- legri yfirborðsmennsku. Þessar sögur, margar óborgan- legar, sagði Gísli hins vegar á hinum reglulegu stjórnarfundum. Hann kunni þá list að láta fundi ganga hratt án eftirrekstrar. Á rétt- um tíma gat hann komið með sögu eða hnyttna athugasemd og var þá eins og málið væri fullrætt og til- búið til afgreiðslu. Ljúfmennsku hans í stjórnarforystu minnist ég því lengi og einnig hins hversu auð- velt honum var að taka við aðfinnsl- um okkar hinna út af einhveijum þætti félagsstarfsins. Þá gat hann umsvifalítið þrætt hinn gullna með- alveg milli gagnrýnandans sem ekki þekkir vandann og þess sem fram- kvæmir og fer stundum ótroðnar slóðir. Sá sem hlotið hefur félagslegt uppeldi hjá Ungmennafélaginu Dreng getur átt þess von að það nafn eitt geri óvenjulegar kröfur. Það hefur Gísla Andréssyni verið ljóst eins og öðrum Kjósveijum. En ég held að til þessa hafi Gísli ekki þurft að þjálfa sig mjög, hann var í sínu innsta eðli drengur góður. Jafningjahlutverkið var honum áskapað. Hann gat svifið á flesta og rætt við þá um félagið. Fyrstu kynni okkar urðu fyrir um tuttugu árum er við hittumst haust eitt í norðangjólu fyrir utan sláturhúsið á Selfossi. Þá var hann nýorðinn formaður, ég nýorðinn félagsmað- ur. Báðir að leggja inn fé og okkur varð skrafadijúgt. Ég fann að frá hans hendi vorum við jafningjar. Þetta var fyrsta haustið sem Kjós- veijar og aðrir bændur sunnan heiðar lögðu fé sitt inn í slátur- húsið á Selfossi. Slátrun var þá hætt í Reykjavík eftir mikinn bruna þar. Þar vann Gísli eitt sitt mesta félagsmálaafrek: Að flytja hráefnið frá Reykjavík. Þar horfði hann yfír heimalningssjónarmið en einblíndi á hag allrar félagsheildar. Að slíkri drenglund mun Sláturfélag Suður- lands lengi búa. Þegar foringi er fallinn spyija menn kannski löngu seinna: Hvem- ig var hann? Munaði nokkuð um það sem hann vann? Víst gæti fé- lagsheildin, 4.500 einstaklingar, borið upp allt starf Sláturfélags Suðurlands. En einnig þarf til að koma ágætur foringi sem heildin GAGGENAD VERÐLÆKKUN Þrátt fyrirverulega gengishækkun þýska marks- ins gera hagstæð innkaup okkur kleift að bjóða stórkostlega verðlækkun á takmörkuðu magni af OAOOEHAU heimilistækjum. Núerekkertvitíþví að kaupa ekki það besta. GAGGENAU Vestur-þýsk hönnun og tækni í heimsklassa. Vtírumarkaðurinn hf. i Nýjabæ—Eiðistorgi Sími 622-200 velur úr hópnum. Svo mikil þegn- skylda er það verk að orðið „virðing- arstarf“ kemur þar hvergi nærri. Með þegnskyldu í huga vann Gísli þetta starf aílt. Á þeim fjórum árum sem ég fylgdist best með störfum hans fannst mér hann færast í auk- ana með hveiju ári. Nú var hann greinilega kominn í þá aðstöðu að geta gefið Sláturfélagi Suðurlands verðugan starfstíma. Hann kom á skrifstofur félagsins býsna marga daga. Sæti átti hann í stjórn Stétt- arsambands bænda og vann ýmis trúnaðarstörf fyrir það og Fram- leiðsluráð. Fór hann því oft til Reykjavíkur og ég hygg að hann hafi þá haft fyrir fastan sið að líta til Sláturfélagsins og setja sig þar inn í mál. Kom hann því á stjórnar- fundi klyfjaður þekkingu, bæði um verðlagsmál úr Bændahöllinni og dagleg rekstrarmál Sláturfélagsins. Sælast þótti honum eflaust að fylgjast með þeim margháttuðu framkvæmdum er félagið stóð að hin síðustu ár. Má þar nefna endur- byggingu sláturhússins á Selfossi og byggingu stórgripasláturhúss er lauk þar 1971, endurbyggingu á Kirkjubæjarklaustri 1972, starfs- stöðina á Hvolsvelli er komst í gagnið 1985. í sjónmáli var flutn- ingur kjötvinnslunnar og vörudreif- ingar frá Skúlagötu inn í Laugarnes. Nýgengin voru yfir meirihlutakaupin í verslunarmið- stöðinni við Eiðjstorg sem nú nefnist Nýibær. í öllum þessum málum var Gísli vakinn og sofinn, sífellt hugsandi um hag félagsins. Hvemig efla mætti það til meiri átaka, hvernig flytja mætti meiri iðnrekstur þess út í starfsstöðvarn- ar á landsbyggðinni. Honum var ljóst að þar hafði vel tekist til með þann iðnrekstur sem þegar er kom- inn að Selfossi og Hvolsvelli, starfs- menn voru ötulir og stöðugir í vinnu hjá félaginu. Framundan var einnig afmælis- hátíð félagsins. Það varð 80 ára gamalt þann 28. janúar síðastliðinn. Af því tilefni reit Gísli ágæta grein um félagið í SS-póstinn. Hann taldi þar staðfasta trú og von forráða- manna þess, að það ætti „fyrit- höndum langa framtíð og bjarta til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur". Og hann undirbjó af tilhlökkun afmælisfagnað félagsins sem halda á í vor eftir aðalfund þess. Þar yrðu einnig færðar góðar fréttir af mjög bættum hag þess. Nýjar framkvæmdir voru ræddar seinustu vikumar. Fimmtudaginn 26. febrúar hittumst við og af- greiddum viðkvæmt en þýðingar- mikið mál. Þá ræddum við stjórnarfund eftir miðjan mars og að sjálfsögðu afmælisaðalfundinn. Okkur fannst vera vor í lofti. Það vor verðum við að lifa án Gísla Andréssonar. Honum vom nú hugaðar voryrkjur á öðmm stað og meiri sem allra okkar bíður. Hann féll frá rétt að segja á heimavelli, á vegi sem hann gjörþekkti. Við biðjum honum blessunar á nýjum leiðum; frú Ingibjörgu Jónsdóttur og bömum þeirra vottum við ein- læga samúð. Þau hafa sýnt okkur hinum einlægan sálarstyrk þessa daga. Og hugurinn leitar einnig til þeirrar ungu fjölskyldu í Hafnar- firði sem missti eiginmann og föður í þessu mikla slysi. Ég vona að hún finni einnig fyrirbænir mínar og annarra. Sláturfélag Suðurlands kveður ágætan foringja sinn, Gísla Andrés- son, sem allt vildí vinna fyrir félag sitt. Nú er hann genginn inn í sögu þess og á þar „fyrir höndum langa framtíð og bjarta". Páll Lýðsson GFFDII FERMINGAR- BARNINU KOST Á AQ KYNNAST SKIDA- I SUMAR Námskeið í Skíðaskölanum er koll og góðgjöf. Ví’itMdfft UmifaUð) frá kr. 11.900 til kr. 14.900 Innritun er hafin og bceklingar meö öllum upplýsingum liggja frammi á Ferðaskrifstofunni Úrval. UPPLYSINCAR OC BOKANIR FBNMSKRIfSmmN ÚRVAL VIO AUSTURVOLL SIMI ?6900 OG UMBOÐSMENN URVALS UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.