Morgunblaðið - 11.04.1987, Page 25

Morgunblaðið - 11.04.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987 25 mengunar, að þeirra biði ekkert nema nöturlegur dauðdagi. Mengiin, skipulag, dýravernd Þessi grein átti ekki að verða skáldsaga og er það ekki reyndar. Þótt dæmisagan hér að ofan sé ekki sannleikanum samkvæm, þá er hún þó rétt að því leytinu til, að mengun og mengunarvamir falla undir þær stofnanir sem þar em nefndar, fimm mismunandi stofn- anir sem tilheyra fjórum ráðuneyt- um. Og mengun er aðeins einn angi umhverfismála. Sambærilegar sögur mætti flétta um yfirstjóm flestra sviða umhverfismála hér- lendis. Framtíð mannkyns veltur á því hvort menn fá tamið sér umhverfis- vemd, það að ganga um hveija auðlind jarðar með virðingu og nærgætni, taka aðeins vextina en láta höfuðstólinn ósnertan. Mikil- vægur liður í umhverfisvemd er góð og markviss skipulagning landnýt- ingar. Skipulagning byggist á góðum kortum sem sýna ekki að- eins holt og hæðir heldur líka gróður, jarðveg, núverandi landnýt- ingu, æskilega landnýtingu o.m.fl. en svona kortagerð byggist á góð- um náttúrufarskönnunum. Skipu- lag ríkisins er undir félagsmála- ráðuneyti, umhverfiskannanir að miklu leyti í höndum stofnana, sem em undir menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti, og landmælingar og kortagerð em hlutverk Land- mælinga Islands, en þær em undir samgönguráðuneyti. Það búa fleiri á okkar ágæta landi en mannfólkið eitt. Löngu áður en menn stigu hér á land höfðu fuglar og spendýr numið hér land eða byltu sér í sjónum umhverfis landið. Önnur dýr fluttu menn með sér viljandi eða óviljandi. Með þessa villtu samborgara okkar ráðskumst við á ýmsa lund. Suma fóðmm við svo rækilega að fjöldi þeirra hefur margfaldast. Á aðra hefur verið ráðist, jafnvel svo heiftarlega að til útrýmingar gæti horft hjá fleirum en geirfuglinum, án ábyrgðar nokkurs eins aðila í kerfinu, því að málaflokkurinn fell- ur undir a.m.k. fjögur ráðuneyti. Refur, minkur og sumir fuglar und- ir landbúnaðarráðuneyti, hreindýr og aðrir fuglar undir menntamála- ráðuneyti, mýs og rottur undir heilbrigðisráðuneyti, hvalir undir sjávarútvegsráðuneyti og selir, ja menn rífast endalaust um þá. Yfirstjórn umhverfis- mála í molum Það em a.m.k. 15 ár síðan radd- ir fóm að heyrast um það opin- berlega, að þörf væri á samræmdri yfírstjóm umhverfísmála á Islandi. Hér að framan hafa verið nefnd nokkur dæmi um það hvemig stjóm þessa mikilvæga málaflokks er í molum um allt stjómkerfíð og fleiri dæmum mætti bæta við, ekki síður mikilvægum, þótt það verði ekki gert nú. Þessi óstjóm í umhverfís- málum er okkur landsmönnum ákaflega dýr. Sumir málaflokkar falla undir nokkra aðila með óljósa og jafnvel skaraða verkaskiptingu þannig að ákveðinni sérþekkingu og jafnvel líka tækjum og búnaði er komið upp á mörgum stöðum. Aðrir málaflokkar detta á milli stofnana, verða útundan og það er okkur jafnvel enn dýrara en skörun- in. Á undanförnum áratug hafa nokkmm sinnum komið fram tillög- ur á þingi og jafnvel fmmvörp, um endurbætur á yfirstjóm umhverfis- mála. Hins vegar hafa þau mál aldrei fengist samþykkt og hefur einu gilt hvaða ríkisstjóm hefur setið að völdum. Fyrirstöðumenn em af tvennum toga. í fyrsta lagi staðnaðir kerfískarlar (sumir ungir því miður), sem halda fast í sín verkefni og era á móti breytingun- um breytinganna vegna og í öðm lagi em þeir sem halda að samræmd yfírstjóm umhverfísmála þýði eitt- hvert aukabákn í kerfínu. Slík skoðun hlýtur fyrst og fremst að stafa af skilningsleysi og vanþekk- ingu. Trúa þessir sömu menn því að hagkvæmast væri að yfírstjóm gmnnskóla væri í einu ráðuneyti, framhaldsskóla í öðm og háskóla í því þriðja eða vildi samgönguráð- herra að millilandaflug væri í einu ráðuneyti, innanlandsflug í öðm og að flugvellir féllu undir það þriðja? Kvennalistinn vill, að sett verði heildarlög um umhverfismál og stofnað verði sérstakt ráðuneyti umhverfísmála. Undir það ráðu- neyti yrðu settar ýmsar stofnanir sem nú em undir öðmm ráðuneyt- um s.s. Skipulag ríkisins, Land- græðslan og Náttúmvemdarráð, einnig ákveðnar deildir annarra stofnana s.s. mengunarvamadeild Hollustuvemdar ríkisins og sú deild Siglingamálastofnunar sem hefur með að gera vamir gegn mengun sjávar. Þannig mætti lengi telja, því núna em níu ráðuneyti að ein- hveiju leyti að vasast í umhverfis- málum. Sameining allra verkefna á sviði umhverfismála undir eitt ráðu- neyti þýddi ekki aðeins virkari og hagkvæmari stjóm umhverfísmála en nú er, heldur leiddi einnig til aukinnar umhverfisverndar. Það er lífsspursmál. Við skulum vona að kerfískarlamir sjái að sér, áður en atburðir gerast sambærilegir þeim sem lýst var í upphafi þessarar greinar. Höfundur er líffrœðingur og um- hverfisfræðingur en starfar nú sem húsmóðir íReykjavík. Hún skipar 7. sæti Kvennalistans í Reykjavík. Vol/\ ICllW hurðadælur Ya\e gæði byggingavöruverslunum. Yale Yale Yale Yale Yale Yale Heildsölubirgðir 35 JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. Matthías Á. Mathiesen skipar efsta sæti D-listans í Reykjaneskjördæmi. Hann gegndi fyrst embætti viöskiptaráðherra og gegnir nú embætti utanríkisráðherra. Hann hefur með störfum sínum reynst traustur stjórnmála- maður, sterkur samningamaður og afkasta- mikill ráðherra. RÍYKJANES A RETTRILEIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.