Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 1
Forstjórinn ÞAÐ tók Jacques Caivet aðeins þijú ár að gera Peugeot-bílaverk- smiðjumar frönsku, þessa anná- iuðu peningahít, að einu mesta gróðafyrirtæki í Frakklandi og nú er hann farinn að láta sig dreyma stóra drauma um Bandaríkja- markaðinn. Hvað Evrópumarkað inn varðar hefur hann aðeins þetta að segja: „Við ætlum að verða númer eitt. Fáskrúðsfjörður 2 Nesskip 3 Sjónarhorn 4 Alfa Romeo 8 EFTA 8 Tækniskólinn 10 Fiskmarkaður 12 Verðbréf 12 MARKAÐSSÓKN — Nokkur íslenzk fyrirtæki, náðu góðum ár- angri á erlendum mörkuðum, er þau sýndu vörur sínar og kynntu á sjávarút- vegssýningunni Fishing ’87, sem haldin var í Glasgow fyiri hluta apríl. ItlorgnnMatift VIÐSKIPn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 BLAÐ Fjárfestingar- félagið stofn- ar tvo nýja verðbréfasjóði Tilgangur Fjölþjóðasjóðsins er kaup á erlendum verðbréfum TVEIR nýir verðbréfasjóðir, Marksjóðurinn hf. og Fjölþjóða- sjóðurinn hf. hafa verið stofnaðir á vegum Fjárfestingarfélags ís- lands. Megintilgangur þess síðarnefnda er að skapa íslend- ingum möguleika á að fjárfesta í erlendum verðbréfum. Tap Sam- vinnubankans 8,4 milljónir SAMVINNUBANKINN tapaði 8,4 milljónum króna á síðasta ári, en bankinn lagði 25 milljónir króna á afskriftarreikning út- lána vegna gjaldþrots Kaupfé- lags Svalbarðseyrar. Hagnaður bankans hefði orðið 16,G milljón- ir króna ef þessi afskrift hefði ekki komið til, þar af var hagnað- ur Stofnlánadeildar samvinnufé- laga 12,1 milljón króna. Aðalfundur Samvinnubankans verður haldinn í dag, en í árs- skýrslu kemur fram að ekki liggi fyrir endanlegt tap bankans vegna gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðs- eyrar. Tekjur bankans, Veðdeildar og Stofnlánadieldar námu rúmulega 902 milljónum króna, en rekstrar- kostnaður tæpum 913 milljónum. Innlán í bankanum jukust um 40,7% á liðnu ári og námu alls 3.628 milljónum í árslok. Hlutdeild bank- ans { heildarinnlánum viðskipta- banka jókst úr 8,2% í 8,5%. Útlán hækkuðu um 21,6% og námu 2.555 milljónum króna um áramótin. Eigið fé í lok ársins var 306,4 fnilljónir króna og eiginfjárhlutfallið 10,6% samkvæmt skilgreiningu við- skiptabankalaganna, eða vel umfram það sem áskjliðrer- Enn sem komið er leyfa lög og reglur íslendingum ekki að fjárfesta í erlendum verðbréfum, en Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélagsins, segist þess fullviss að því verði breytt. Fyrst um sinn mun Fjölþjóðasjóður- inn hf. því kaupa innlend hlutabréf og skuldabréf, en hluta þeirra verð- ur skipt í erlend verðbréf þegar það verður heimilað. Sigurður R. Helga- son, stjómarformaður félagsins og Gunnar Helgi sögðu að meginá- herslan yrði lögð á hlutabréf. Þeir bentu á að félagið gæti orðið stór kaupandi hlutabréfa og auðveldað fyrirtækjum að fá áhættufé. Marksjóðurinn hf. er líkari Verð- bréfasjóðnum hf. sem Fjárfesting- arfélagið annast og gefur út Kjarabréf, en áhættumeiri. Gunnar Óskarsson, rekstrarhagfræðingur hjá Fjarfestingarfélaginu, sagði að búast mætti við því að raunávöxtun Markbréfa yrði um 2% hærri en Kjarabréfa, til lengri tíma litið. Marksjóðurinn hf. mun fyrst og fremst ijárfesta í óverðtryggðum verðbréfum og verðtryggðum skuldabréfum, öðrum en banka- tryggðum skuldabréfum og spa- riskírteinum ríkissjóðs. Ahættan felst fyrst og fremst í því að raun- ávöxtunin lækkar þegar verðbólga fer vaxandi, en hækkar þegar verð- bólga lækkar. Til lengri líta litið ætti ávöxtunin hins vegar að vera hærri en ávöxtun Kjarabréfa, eins og áður segir. Gunnar Helgi sagði að ástæður þess að þessir tveir sjóðir eru stofn- aðir, væru þær að koma til móts við misjafnar þarfir sparifjáreig- enda, og auka fjölbreytina. Vérð- bréfasjóðurinn sem stofnaður var fyrrihluta árs 1985 er kominn upp í rúmlega 1.000 milljónir króna og eru eigendur Kjarabréfa milli fimm ;Qg sex þúsund talsins. H : ÞESSIR AÐILAR EIGA INNLÁNIN 1982-1986 Samanlögð innlán í öllum innlánsstofnunum Óflokkað— Ríki og sveitarfélög Peninga— stofnanir Fyrirtæki Einstaklingar 10 1982 1983 1984 1985 1986 »o Einstaklingar IV) ■fe. co ÞESSIR AÐILAR ÁTTU INNISTÆÐURNAR 1986 .... Fyrirtæki Peninga- stofnanir Ríki og sveitarfélög . . . . OG ÞESSIR AÐILAR <r FENGU LANAÐ Óflokkað Heimild: FJÁRMÁLATÍÐINÐI og HAGTÖLUR MÁNAÐARINS Morgunblaðið/ GÓI EINSTAKLINGAR eiga stærsta hluta innlána í innlánsstofnunum, og hefur hlutur þeirra farið vaxandi undanfarin ár. Flokkun innlána í bönkum og sparisjóðum hefur ekki verið fyrir hendi fyrr en nú að Reiknistofnun bankanna aflaði upplýsinga með sérstakri flokkun. Niðurstöðurnar eru birtar í síðasta hefti Fjármálatíðinda í grein eftir Yngva Öm Kristinsson. Eins og sést á myndunum er flokkurinn „óflokkað“ óvenju stór, en ástæður þess eru ónafnskráð- ar sparisjóðsbækur frá fyrri tímum. Allar bækur og reikningar eru nú skráðar á nafn. Yngvi Örn varar hins vegar við því í grein sinni að mistúlka ekki flokkinn einstaklingar, þar sem ekki er ein- göngu um launþega að ræða. Innistæður atvinnurekenda og jafnvel einstaklingsfyrirtækja kynnu að flokkast þareinnig. Þegar borið er saman hveijir eiga innistæðurnar og hvetjir fá lánin, kemur í ljós að í árslok 1986 var hlutur einstaklinga í innlánum 55,5%, en fyrirtækja 21,9%. Hlutur einstaklinga (útlánum var hins vegar 24,3% og fyrirtækja 68,2%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.