Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 7
___________________MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKlPn/lílVINNUIJF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Framleiðslan jókst um 72% á síðasta ári - segir Jónas Ágústsson, sölustjóri Pólstækni hf „ÞAÐ er ekki hægt að taka allan heiminn í einu og þess vegna erum við bæta við einu landi í einu við þann markað, sem við höfum þegar. Með auknum af- köstum í nýju verksmiðjunni okkar og stækkun á fyrirtækinu, gerum við ráð fyrir að geta sinnt fleiri mörkuðum i næstu framtíð, en við höfum getað til þessa. Þess vegna erum við nú að skoða ýmsa markaði, en framleiðslu- getan hefur til þessa takmarkað markaðssóknina. Nú gefst okkur tækifæri til að selja inn á fleiri markaðssvæði og þess vegna er- um við hér,“ sagði Jónas Agústs- son, sölustjóri Pólstækni hf. „Við erum nú að skoða þennan markað og fleira er í sigtinu. Við vissum það fyrirfram, að hér væri ekki mikið um frystiskip, en þó hefur skipavogin okkar vakið mikla athygli. Það eru þó nokkrir aðilar á Irlandi, sem eru að láta smíða fyrir sig frystiskip og hafa þörf fyrir vogir af þessu tagi. Markaður- inn í heiminum fyrir vogimar er mjög stór og hingað hefur komið töluvert af fólki frá öðrum löndum. Við erum nú kömnir með um- boðsmann í Hull og þessi sýning er fyrst og fremst úttekt á mark- aðnum, við erum að skoða hvað fóik er að gera og hugsa héma. Við emm að kynna hér í fyrsta sinn háþróaðan tæknibúnað til vigtunar á físki og öðmm vömm í erfiðu umhverfí. Verðið hjá okkur er hærra en Bretamir þekkja al- mennt, en þeir hafa reyndar ekki framleitt vogir af þessu tagi. Þeir, sem em að framleiða dýrar afurðir, vilja góðan og nákvæman búnað. Þá er ekki alltaf spurt um það, sem er ódýrt heldur hluti, sem stuðla að rekstraröryggi og em nákvæmir. Á siðasta ári var fyrirtækið stækkað. Hlutafé var aukið í 45 milljónir og nýir hluthafar komu inn. Töluverð aukning varð á fram- leiðslu eða um 72%. Eimskipafélag- ið á þriðjung í fyrirtækinu, en tveir þriðju em í eigu fyrri eigenda, flestra starfsmanna og nokkurra fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Framleiðsla á raf- eindabúnaði, sérstaklega fyrir fiskvinnslu, er alltaf sveiflukennd og fer þá 'eftir til dæmis verði á fiskmörkuðum hveiju sinni og þeim afla, sem fæst úr sjó. Við eram því háðir aflasveiflum eins og útgerð og fískvinnsla. Það era til ágætar sögur um það, hve miklu nákvæmnin skiptir. Það var rækjutogari að landa farmi sinum á Grænlandi og samið hafði verið við flutningafyrirtæki um að flytja aflann milli landa, ákveðinn þunga. Þetta var rækja í eins kíló öskjum. Togarinn gaf upp tonna fjöldann, en flytjandinn fór með allt saman á vog og koma svo aftur með reikning fyrir 24 tonn til við- bótar. Þessi 24 tonn vom auka yfirvigt, en um borð í togaranum hafði öskjufjöldinn einfaldlega verið margfaldaður miðað við innihald með umsaminni yfirvigt. Seljendur rækjunnar gáfu kaupendum því ekki aðeins 24 tonn af rækju, held- ur urðu auk þess að borga fragtina undir hana líka. Annað dæmi höfum við um Grænlenzkan togara, sem landaði á íslandi fyrir stuttu 300 tonnum af rækju eftir 45 daga veiðitúr á Dorhnbanka. Hann var ekki með neinar vogir um borð, en við tókum á milli 200 og 300 pakka og vigtuð- um þá. Niðurstaðan var sú, að í öskjunum vom um það bil 10% umfram nauðsynlega yfírvigt. Þeir eiga að vera með 1.050 til 1.100 grömm í hverri öskju til að vera ömggir. 10% umfram yfirvigt er nálægt 10 tonnum af hveijum 100 og af 300 tonnum em það þá 30 tonn, sem kaupandinn fær gefíns. Skipstjórinn sagðist fá 85 krónur danskar fyrir kílóið, 486 íslenzkar krónur. Þessi 30 tonn í umfram yfirvigt kostuðu 14 milljónir króna. Þama er greinilega verið að tala um talsverða peninga og nákvæm vog, sem kostar tæpar 300.000 krónur getur þvf borgað sig upp á nokkmm dögum um borð í rækju- togara. Þessi skipstjóri keypti tvær vogir og hefur ákveðið að kaupa vogir í nýtt skip, sem hann er að láta smfða. Við höfum tekið að okkur að selja erlendis hitarita fyrir fyrir- tæki, sem heitir Rafagnatækni. Þetta er innsiglaður hitariti og hann getur skráð hitastig úr nokkram frystiklefum í einu og geymt upp- lýsingamar í 12 mánuði. Þá er hægt að tengja hann við prentara og sjá hvemig hitastigið hefur ver- ið á hveijum tíma á hveijum stað. Þessi hitariti hefur þegar verið lög- leiddur í íslenzkum frystihúsum til að hægt sé að fylgjast af öryggi með frostinu á fiskinum. Nokkur frystiskip hafa ennfremur tekið rit- ann um borð. Það er mikið öryggi, sem felst í því fyrir bæði frystihús og frystiskip að hafa þetta verk- færi. Með því geta menn sýnt fram á hve mikið frost hafi verið á fískin- um. Það em mörg dæmi um það, að menn hafi fengið á sig kröfur, þegar kaupendur hafa fullyrt að frost hafi farið niður fyrir lágmark, ________________________B 7 til dæmis á rækju, sem er mjög viðkvæm vara. Eitt íslenzkt flutn- ingaskip, sem var að flytja frysta rækju frá íslandi fyrir stuttu síðan, landaði í Englandi. Það fékk á sig kröfu um skaðabætur, þar sem full- yrt var að frostið hefði ekki verið nægilegt á leiðinni. Skipstjórinn gerði sér lítið fyrir, keypti ódýran prentara í næstu búð, tengdi við hitaritann og prentaði út frostið í lestunum í túmum. Það sýndi að krafan var ekki á rökum reist og hún var felld niður. Þama sýndi þetta litla tæki, að það getur bjarg- að mönnum frá óréttmætum kröfum upp á milljónir króna. Með því er hægt að rekja það, á hvaða vinnslustigi hlutimir hafa farið úr lagi,“ sagði Jónas Ágústsson, sölu- stjóri Pólstækni hf. Með reglubundnum siglingum beinttil Immingham í Bretlandi frá Reykjavík og Vestmannaeyjum bjóðum við íslenskum út- flytjendum dýrmæta hraðbraut yfir hafið. Vara sem fer um borð í Álafoss, Eyrarfoss, Fjallfoss eða Laxfoss er komin til Bretlands um 85 klukkustundum síðar. Þess vegna flytjum við ferskan fisk, iðnaðarvörur, frosinn fisk, kjötvörur, fiskimjöl, ullarvörur og ótal margt fleira til Immingham tvisvar í hverri viku og höldum hraðbrautinni til Bretlands í stöðugri notkun fyrir alla íslendinga. — BEINT TIL BRETLANDS TVISVAR í VIKU! EIMSKIP - þegar hradinn skiptir máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.