Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 12
12 B VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Grimsby er bezti fiskmarkaður heims - segir R. 0. Taylor, formaður fiskkaupmanna í Grimsby „Grimsby er stærsti fiskmarkaður Bretlandseyja og við höfum átt góð og nokkuð stöðug samskipti við ísland í áratugi, ef undan eru skilin hlé vegna heimsstyijaldar og þorskastríða. Mest af íslenzka físk- inum hefur komið til Grimsby og samband okkar við íslendinga og íslenzka sjómenn hefur verið mjög gott. Það eru fleiri starfandi fisk- kaupmenn í Grimsby en nokkurri annarri borg, eða um 220. Við send- um frá okkur ferskan fisk alla virka daga til allra hluta Englands og Wales. Við borgum hátt verð fyrir fískinn og erum sannfærðir um að Grimsby er bezti fiskmarkaður heims,“ sagði R. 0. Taylor, formað- ur samtaka fiskkaupmanna í Grimsby, í samtali við Morgun- blaðið. markaðssetningu á ferskum fiski. Við teljum okkur einnig borga hæsta verðið, sem meðal annars stafar af því, að flutningskerfi okk- ar er svo fullkomið, sem raun ber vitni. Ræður við um 500 tonn á viku og færir fiskbúðum í öllu Eng- landi og Wales ferskan físk alla virka daga. Mest af fiskinum fer þannig beint í smásölu í stað þess að fara fyrst á aðra markaði inni í landi. Með því sparast bæði tími og peningar. Það er mjög góður markaður, bæði fyrir ferskan og frystan fisk, í þessu landi og ég tel engar líkur á því að verð lækki meðan framboð verður stöðugt og Verðbréf gæði verða mikil. Hvort tveggja frystur fiskur og ferskur er mikil- vægur fyrir markaðinn og eykur fjölbreytni, þannig að líkur á auk- inni fiskneyzlu verða meiri. Fólk vill fiskinn beinlausan og tilbúinn til matreiðslu, hvort sem hann er frystur eða ferskur. Það er einmitt það, sem við gerum í Grimsby, við sendum hann frá okkur tilbúinn í pottinn eða á pönnuna heima eða á veitingastaðnum. Við höfum átt ágæt samskipti við íslenzku fyrir- tækin í Grimsby. Sérstaklega hefur Icelandic Freezing Plants unnið vel í samvinnu við önnur fyrirtæki í Grimsby," sagði Taylor. Morgunblaðið/HG FISKMARKAÐUR — j . Cooper og R. O. Taylor, varaform- aður og formaður samtaka fiskkaupmanna í Grimsby á sjávarútvegs- sýningu í Glasgow. Þar var Grimsby kynnt sem matvælaborg Evrópu undir slagorðinu „Great Grimsby" „Það er erfitt að gera sér fylli- lega grein fyrir því hve miklu af fiski er landað í Grimsby. Eftir út- færslu landhelgi flestra ríkja í 200 mílur, drógust fískveiðar okkar saman um 75%. Þess vegna er okk- ur mjög mikilvægt að fá fískinn frá íslandi með skipum og gámum, sem er örugglega nokkru meira en helm- ingur af öllum lönduðum fiski hér. Við höfum aðstæður, búnað, mann- skap og þekkingu til að taka við og meðhöndla mikið af ferskum fiski. Kæligeymslur eru fleiri og meiri í Grimsby en nokkurri ann- arri borg í Evrópu og borgarstjómin hefur lagt mikið í árangursríká kynningu á Grimsby sem mikil- vægri miðstöð matvælaframleiðslu og flutninga í Evrópu. Grimsby er mjög vel staðsettur bær í miðju Englands og samgöngur greiðar í allar áttir, bæði á sjó og landi. Mikill hluti fersks físks, sem landað er í Grimsby, er seldur fersk- ur um allt land, um 500 tonn á viku, til smásala, fiskbúða og físk- veitingahúsa. Lítils háttar af fiskin- um er saltað, en stór hluti er frystur í pakkningar af ýmsu tagi og gerð- um. Eftirspum eftir ferskum físki dróst saman á tímabili, en hefur aukizt verulega, meðal annars vegna fiskkynningar opinberra að- ila og hvatningar til fískáts. Mörgum fískbúðum var lokað, þeg- ar framboð af fiskinum minnkaði, en síðan hafa sérstakir fisksölubílar komið í stað þeirra og með þeim er fískinum dreift um allt land.“ Hvers vegna ættu íslendingar að selja ferskan fisk í Grimsby? „Við teljum Grimsby bezta fisk- markað í heimi, sérstaklega fyrir hefðbundnar fisktegundir svo sem þorsk, ýsu og kola. Við búum yfir sérfræðiþekkingu á meðhöndlun og Samvinnubankinn haslarsér völl á verðbréfamarkaðinum SAMVINNUBANKINN hefur ákveðið að hasla sér vöU á verðbréfamarkaðinum og fyrr í þessum mánuði tók sérstök deild, Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans, til starfa. Þor- steinn Ólafs, sem hefur verið ráðinn förstöðumaður, segir að megintilgangurinn sé að efla viðskipti með verðbréfa, bæði skuldabréf og hlutabréf, til hagsbóta fyrir sparifjár- eigendur og atvinnulífið. Þorsteinn segir að verðbréfa- markaðurinn hérlendis hafi verið í stöðugri þróun undanfarin ár. í upphafi og allt til dagsins í dag hafi verðbréfamiðlarar starfað tals- vert óháð hver öðrum. Þetta hafí leitt til þess að verðmyndun á mark- aðinum hafi ekki verið rökrétt. Oft hefðu sömu tegundir verðbréfa ver- ið seldar miðað við mismunandi ávöxtunarkröfu, án þess að kaup- endur og seljendur hafi tekið eftir því og hagað viðskiptum sínum í samræmi við það. „Við hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans munum leggja áherslu á það við kaupendur og seljendur verðbréfa að þeir gefi sér betri tíma en þeir hafa gert til að kynna sér hvar bestu kjörin er að fá. Slík myndi leiða til virkari verð- bréfamarkaðar hérlendis með aukinni þekkingu kaupenda og selj- enda á markaðinum," segir Þor- steinn. Verðbréfaviðskipti Samvinnu- bankans annast umboðssölu á skuldabréfum og hlutabréfum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá sjá starfsmenn Verðbréfaviðskiptanna um eða aðstoða við útboð á skulda- bréfum og hlutabréfum fyrir fyrir- tæki. Fyrstu skuldabréfaútboðin hafa þegar farið af stað samtals að fjárhæð um 70 milljónir króna. Annars vegar er um að ræða 50 milljón króna útboð Veðdeildar Samvinnubankans og hins vegar 20 milljón króna útboð fjármögnun- arfyrirtækisins Lindar hf. Nánar er sagt frá þessum útboðum á öðr- um stað í blaðinu. Ráðgjöf Þorsteinn benti á að einstakling- ar og forráðamenn fyrirtækja gætu sótt ráðgjöf varðandi skuldabréf, hlutabréf og fjármál almennt til Verðbréfaviðskipta Samvinnubank- ans. Þá verður gefið út mánaðarlegt fréttabréf um verðbréfamarkaðinn. í ráði er að stofna verðbréfa- sjóði, sem ætlaðir eru einstakling- um og fyrirtækjum sem vilja ávaxta fé í skulda- og hlutabréfum og öðr- um verðbréfum. „Við munum kappkosta að veita faglega og per- sónulega ráðgjöf um allt það sem við kemur verðbréfaviðskiptum, hvort sem að menn vilja ávaxta Skuldabréf 70 milljón króna útboð VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Sam- vinnubankans standa fyrir tveimur skuldabréfaútboðum, alls að fjárhæð 70 milljónir króna. Annars vegar er um að ræða 50 milljón króna útboð Veðdeildar Samvinnubankans og hins vegar 20 milljón króna út- boð fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf. Verðbréfaviðskipti Samvinnu- .bankans er ný deild bankans sem sérhæfir sig í viðskiptum á verð- bréfamarkaði num. Bréf Veðdeildarinnar eru að nafnvirði 50 þúsund krónur og 200 þúsund krónur og eru svokölluð kúlubréf, þ.e. með einum gjalddaga í lok lánstímans. Lánstíminn er frá þremur mánuðum og upp í fimm ár. Avöxtun bréfanna er allt að 9,3% umfram verðbólgu. Skuldabréf Lindar eru einnig kúlubréf, annars vegar að nafnvirði 10 þúsund krónur og hins vegar 100 þúsund krónur. Lánstíminn er frá sex mánuðum og upp í þijú ár. Ávöxtunin er allt að 11,4% umfram verðbólgu. Morgunblaðið/Einar Falur VERÐBREF —- Undanfarin misseri hafa bankar og sparisjóðir lagt aukna áherslu á verðbréfaviðskipti. Nú hefur Samvinnubankinn haslað sér voll á verðbréfamarkaðinum og stofnað Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans. Forstöðumaður er Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræð- ingur. peninga eða þurfa á fjármagni að halda," segir Þorsteinn. Þorsteinn Ólafs, sem eins og áður segir hefur verið ráðinn for- stöðumaður Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans, er viðskipta- fræðingur að mennt. Hann lauk prófí frá Háskóla íslands árið 1982. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Aðalfundur Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga verður haldinn í fundarsal Domus Medica, Egilsgötu 3, fimmtudaginn 30. apríl nk. kl. 16.00. Dagskra: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: „Should private companies go public and how?“. - Ættu einkafyrirtæki að selja hluta- bréf á almennum markaði og hvernig. Hin kunni fyrirlesari og fræðimaður dr. Bertrand Jacquill- at, prófessor við Université Paris 1X-Dauphine og Centre HEC-ISA, flytur erindið á ensku. Mætið stundvíslega! Stjórn FVH. .1 gJi ÍJj»W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.