Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 59

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 59 i Sinfóníimni vel fagnað Hnfn Hnmnfip/li Höfn, Horaafirði. Sinfóníuhljómsveit íslands ferðaðist um Austurland á dögunum og hélt tónleika á 7 stöðum. Stjómandi í ferðinni var Páll P. Páls- son og einleikari Erling Blöndal Bengtson. Karlakórinn Jökull úr Hornafirði söng með hljómsveitinni á tónleikunum á Egilsstöðum, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði. Hljómleikaferðinni lauk með tón- góður andi ríkti. Mér þótti vænt leikum í þróttahúsinu á Höfn. Fjölmenni var á tónleikunum og listafólkinu geysivel tekið. Tónleikamir hófust með leik sin- fóníuhljómsveitarinnar og síðan kom Erling Blöndal Bengtson og lék einleik með hljómsveitinni. Var listamanninum ákaft fagnað og slapp ekki fyrr en hann hafði leikið 2 aukalög. Kunnu áheyrendur greinilega að meta þessa heimsókn. Eftir hlé bættist Karlakórinn Jökull á sviðið og söng 3 lög með hljóm- sveitinni. í lokin var allt listafólkið ákaft hyllt og margoft klappað upp og því færðar gjafir og blóm frá heima- mönnum. Eftir tónleikana á Höfn náði blaðamaður tali af þeim Páli P. Pálssyni, stjórnanda hljómsveitar- innar, Emi Amarsyni, formanni karlakórsins, Sigjóni Bjamsyni, stjómanda kórsins, og Guðlaugu Hestens, undirleikara kórsins, og spurði þau um ferðalagið og tónleik- ana. Páll P. Pálsson: Það var mjög skemmtilegt að starfa með þessum áhugamönnum. Ég er vanur því. Fyrst þegar ég kom til íslands starf- aði ég með Karlakómum Þresti í Hafnarfirði og síðan með Karlakór Reykjavíkur, en það var sérstaklega gaman að fara hingað út á land og vinna með þessum góðu mönnum í Karlakómum Jökli. Eg kom hing- að fyrir þrem vikum og við vorum að æfa saman og þá kom strax fram að við vomm dús og mjög m m . : mm um að fá að taka þátt í þessu. Ferðin hefur verið mjög skemmtileg, að vísu aðsókn dálítið misjöfn, langmest hér í Höfn, og sérstaklega var gaman að hafa svona frægan mann eins og Erling Blöndal Bengtson með í ferðinni, svona frábæran listamann. Undirtektir hafa verið mjög góð- ar alls staðar, en þetta var toppur- inn héma. Ég man bara ekki eftir að hafa fengið svona miklar undir- tektir, það er alveg dásamlegt og ég er mjög ánægður með þetta allt Morgunblaðið/Albort Eymundsson Sinfóníuhljómsveit íslands og Karlakórinn Jökull á tónleikunum á Höfn í Hornafirði.Á innfelldu myndinni tekur Páll P. Pálsson við fána úr höndum Arnar Arnarson, formanns Karlakórsins Jökuls. Siguijón Bjarnason, stjórnandi Karlakórsins, Guðlaug Hestnes, undir- leikari og Om Arnarson, formaður karlakórsins. saman. Frammistaða strákanna í kómum var prýðileg og ég heyrði að fólk hafði gaman af þessu. Öm Arnarson, formaður Karlakórsins Jökuls: Að syngja með sinfóníuhljómsveitinni fyrir svona áhugamannalið er alveg ólýs- anlegt. Öll ferðin frá upphafi til enda er búin að ganga mjög vel og framar öllum vonum. Við karlakórs- félagamir emm sérstaklega þakk- látir fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu. Siguijón Bjarnason, stjórnandi karlakórsins: Þetta er mikil upplif- un fyrir okkur í kómum og nánast vítamínsprauta á alla félaganna'og við höfðum aldrei ímyndað okkur að eiga eftir að upplifa þetta, það er ólýsanlegt. Guðlaug Hestnes, undirleikari karlakórsins: Mér fannst þetta stórkostlegt og strákamir í kómum stóðu sig eins og hetjur. Þeir em búnir að leggja hart að sér til að gera þetta vel. Tónleikamir í heild vom góðir og Erling Blöndal alveg sérstakur. Hljómburður í húsinu er bara nokkuð góður og ég get ekki betur séð en við eigum að nýta þetta meira í þágu tónlistarinnar og það var gaman að sjá hvað margt fólk var hér. - AE. Höfn Hornafirði: Aðalumboðið hf. Vatnsmýrarvegi 25, sími 621738 Eigum til fyrirliggjandi: Wageneer LTD Grand 1987 m/öllu og Cherokee Lorcelo 1987 m/öllu: Sjálfsk., 6 cyl, 41 vél, litað gler, álfelgur, raf- drifnar rúður, rafdrifin sæti, 5 dyra , 6 Jensen-hátalarar, útvarp og segulband, fjar- stýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálfvirkur hraðastillir, sentrallæsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, toppgrind, sóllúga. Selec Trac þró- aðasta fjórhjóladrifið. Tvivirkir gasdemparar í öllum bílum. P.s. Athugið, þetta eru bílarnir sem um- boðið gat ekki útvegað. Verð Wagoneer LTD: kr. 1550 þús. Verð Cherokee Lorcelo: kr. 1440 þús. ■ a- i« t»i.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.