Morgunblaðið - 19.06.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.1987, Qupperneq 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 135. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Noregur: Gro biður Reagan afsökunar Osló, Rcuter. GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, hefur sent Bandarílqaforseta bréf þar sem hún harmar ólöglega sölu norskrar vopnaverksmiðju á tölvubúnaði til Sovétríkjanna og viðurkennir að sljórnvöld hafi ekki brugðist rétt við. í bréfinu segir einnig að norska stjómin muni grípa til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, en norska lögreglan rannsakar nú hvort um fleiri tilvik ólöglegs útflutnings hafi verið að ræða hjá vopnaverksmiðj- unni, Kongsberg Vaapenfabrikk, sem er í eigu ríkisins. Furstadæmið Sharjah: til valdaráns Fjölskyldu- deilur leiða Bahrain, Reuter. BRÆÐRADEILUR í furstadæm- inu Sharjah á Arabíuskaga tóku óvænta stefnu f fyrradag, þegar Sheikh Abdel-Aziz lýsti þvf yfir að hann héldi nú um valdataum- ana. Yngri bróðir hans, soldáninn Mohammed al-Quassimi, var ásamt fjölskyldu sinni á Englandi þegar Abdel-Aziz sætti lagi og tók völdin. Æðsta ráð Sameinuðu furstadæmanna hefur málið nú til umfjöllunar, en Abdel-Aziz hefur sagst munu hlfta úrskurði þess þó svo að það hafi ekki eiginlega lög- sögu f málinu. Abdel Aziz, sem er 48 ára gam- all, heldur því fram að efnahags- stefna bróður hans sé á góðri leið með að gera út um efnahag lands- ins, en telur auk þess að soldáninn sé of mikill sveimhugi til þess að geta stjómað landinu. í furstadæm- inu búa um 220.000 manns, en það er skuldum vafið og telja fjármála- sérfræðingar að þær nemi um einum milljarði Bandaríkjadala. Ver fursta- dæmið nú um helmingi tekna sinna til vaxtagreiðslna af téðum lánum. íslendingar héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlega í fyrra- dag, 17. júní. Meirihluti landsmanna naut einstakrar veðurblíðu og varð hún eflaust til þess að mun fleiri tóku þátt í hátíðahöldunum en ella. Þau fóru mjög vel fram um allt land. Mynd þessi var tekin í Hallargarðin- Þjóðhátíðardagur Morgunblaðið/Einar Falur um við Fríkirkjuveg og sýnir hluta þess gífurlega mannfjölda, sem safnaðist niður í miðbæ í góða veðrinu til þess að halda upp á 43 ára afmæli lýðveldisins. Sjá ennfremur ávarp forsætisráðherra og fréttir af hátiðahöldunum á miðopnu. Götuóeirðir brjótast út víðs vegar í Suður-Kóreu Seoul, Reuter. GÍFURLEGUR mannfjöldi barð- ist í gær við óeirðalögreglu víðs vegar um Suður-Kóreu. Mótmæli stúdenta gegn stjórn Chuns Doo Sviss: Mestu rigningar í manna minnum ZUrich, frá Önnu BjamadAttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ELSTU menn muna varla aðrar eins rigningar og íbúar megin- lands Evrópu þola nú. í Sviss er kalsaveður, en nú þegar hefur mælst meiri úrkoma en allajafna í mánuðinum öllum. Eru ár og vötn orðin barmafull og flóða- hætta mikil. Ástandið er sérlega slæmt í mið- hluta Sviss og hefiir lögreglan í Luzem gert miklar varúðarráðstaf- anir skyldi Vierwaldstattersee flæða yfir bakka sína. Frekari rign- ingar geta valdið miklu tjóni og eins er voðinn vís ef hitastig hækk- ar og leysingar aukast. Rigningarnar hafa haft neikvæð áhrif jafnt á bændur sem borgarbúa og eru jafnvel regnhlífasalar óá- nægðir, þvi regnhlífar seljast best þegar úrkoman kemur fólki á óvart, en þessa dagana fer enginn regn- hlífarlaus út úr húsi. Veðurspáin lofar góðu fyrir suð- Reuter Þessi mynd var tekin í jámbrauta- safninu í Luzem og segir sina sögu. urhluta Evrópu um helgina. Sama skúraveðrið með einstaka hagléli á hins vegar að halda áfram fyrir norðan Alpafjöll og rofar varla til fyrr en í byijun næstu viku. Hwan, sem nýtur stuðnings hers- ins, hafa nú breyst í götubardaga og er talið að tugir þúsunda hafi látið til sín taka, og voru þar bæði námsmenn og almennir borgarar á ferð. Hingað til hafa nær eingöngu róttækir stúdentar haft sig i frammi, en nú virðist fleirum blöskra harkaleg hand- tök Chuns við stjórnartaumana. Miklar óeirðir blossuðu upp í Seoul, höfuðborg landsins, Inchon, Pusan, Kvangju, Taegu og Taijon. í Pusan mótmæltu áttatíu þúsund manns á götum úti þegar hæst lét, að því er haft var eftir lögreglu. Erfitt hefur reynst að fá áreiðan- legar fregnir af átökunum, en vitað er töluverður mannfjöldi liggur slas- aður eftir átökin. Enn sem komið er hafa þó engar fréttir borist af mannnskaða. Að sögn sjónarvotta í Seoul hafa ofbeldisverk orðið æ algengari og má nefna að nokkur hundruð náms- menn réðust á fjörutíu óeirðarlög- regluþjóna, rifu af þeim gasgrímur og vopn og börðu til óbóta. Hermt var að stjómleysi og ring- ulreið hefði gripið um sig í nokkrum borgum öðrum en Seoul. Mótmæl- endur í borginni Taegu í suðuaust- urhluta landsins helltu olíu á veg með þeim afleiðingum að slökkvi- liðsbifreið fór útaf. Greip fólkið þá til sinna ráða og sprautaði úr dælu hennar á lögreglu. Eldur var lagður að sex lögreglustöðvum að minnsta kosti og árásir á lögregluþjóna tíðar. Víðtækar óeirðir hafa nú verið i Suður-Kóreu um tíu daga skeið. Upphaf óánægjuöldunnar má rekja til 13. apríl, en þá tilkynnti Chun ákvörðun sína um að fresta viðræð- um við stjórnarandstöðuna um endurbætur í lýðræðisátt þar til Ólympíuleikunum á næsta ári væri lokið. Óeirðimar hófust hins vegar á miðvikudag í síðustu viku þegar hann tilkynnti að hann hygðist gera Roh Tae-Woo, fyrrverandi hers- höfðingja, að eftirmanni sínum, en Chun lætur af völdum í febrúar næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.