Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 tr bréfi Matthíasar BREF SKÁLDANNA Meðal bóka, er út munu koma á þessu ári, er bindi, er Finnbogi Guðmundsson hefur búið til prentunar og i verða bréf 22 íslenzkra skálda til Guðmundar Finnbogasonar á árunum 1897—1943. Guðmundur átti alla tíð mikil samskipti við skáldin og þá ekki sízt þau ár, er hann var ritstjóri Skírnis. Skáldin, sem bréf eiga í bindinu, eru þessi, talin með einni undantekningu í röð eftir aldri elzta bréfs hvers þeirra.: Matthias Jochumsson, Einar Hjörleifsson, Guðmundur Friðjónsson, Einar Benediktsson, Benedikt Gröndal, Gunnar Gunnarsson, Hannes Hafstein, Guðmundur Magnússon, Indriði Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Ólöf Sigurðardóttir, Stephan G. Stephansson, Káinn, Guttormur J. Guttormsson, Jóhann M. Bjarnason, Kristmann Guðmundsson, Magnús Asgeirsson, Stefán Vagnsson, Hulda, Guðfinna Jónsdóttir, Magnús Stefánsson og Kolbeinn Högnason. Bréf langflestra skáldanna eru hér birt með vitorði og samþykki náinna af komenda eða vandamanna þeirra, eftir því sem til þeirra náðist. Flest eru bréfin frá sr. Matthíasi Jochumssyni eða rúmlega 50, en næstflest frá Guðmundi Friðjónssyni. Umsjónarmaður bindisins skrifar inngang að bréfum hvers bréf ritara og greinir þar nokkuð frá sambandi hans og Guðmundar, jafnframt því sem oftast eru birt einhver ummæli hans um skáldið, svo sem ritdómur, ræða, ritgerð eða kaflar úr þeim. Bréfabindið, sem nefnist Bréf skáldanna til Guðmundar Finnbogasonar, er alls 269 blaðsíður auk 7 myndasíðna, en birtar eru myndir af öllum skáldunum og rithandarsýnishom hvers þeirra. Hér verður nú birtur inngangur Finnboga að bréfum Matthíasar Jochumssonar auk stuttra kafla úr fáeinum bréfum hans. Þá verður einnig birtur inngangur að einu bréfí Huldu (Unnar Benediktsdóttur Bjarklind) til Guðmundar og síðan bréfíð sjálft. Matthías Jochumsson Bréf Matthíasar Jochumssonar í Bréfum Matthíasar Jochums- sonar, er út voru gefín á aldaraf- mæli hans 1935, segir Steingrímur Matthíasson, umsjónarmaður út- gáfunnar, í fáeinum inngangsorð- um að bréfum Matthíasar til Guðmundar Finnbogasonar: „Síra Matthías fékk strax mætur á G.F., þegar hann var í skóla (1892—1896, en hann var bekkjar- bróðir Stgr., sonar skáldsins). Þegar Guðmundur (eins og nokkuð oft bar við) átti leið um Akureyri, heimsótti hann ætíð skáldið til að spjalla um mörg hugðarefni. En einkum var það vorið 1903, er Guð- mundur dvaldi nokkum tíma á Akureyri (meðan hann samdi rit sitt Lýðmenntun), að fundum þeirra bar oft saman, báðum ti( skemmt- unar og uppbyggingar. Úr því fór þeim margt á milli, eins og bréf þau og bréfkaflar vitna, sem hér birtast. En mörg fleiri bréf Matt- híasar til Guðmundar eru til, og mætti útgefa þau síðar." Varðveitt bréf Matthíasar til Guðmundar eru alls 56, og verða þau langflest birt hér og þá tíðast í heilu lagi. Þótt bréfín verði að mestu látin tala sínu máli, skulu hér reifuð fáein atriði. Eftir að Guðmundur varð 1905 ritstjóri Skímis, bauð Matthías honum eða Hulda sendi margs konar efni sem sumt var birt ýmist fyrr eða síðar, en annað lenti í öðmm ritum, eins og gengur, eða komst jafnvel aldrei á þrykk. Matthías hafði oftast mörg jám í eldinum og var hamhleypa til ritstarfanna, og em bréfín víða stórmerk heimild um þau. Sem gamall ritstjóri skildi hann, að erf- itt gæti orðið að birta allt, sem að bærist, jafnvel frá hinum beztu mönnum. Matthías hélt ýmis erlend tímarit og fylgdist allvel með stefnum og straumum í trúmálum og heim- speki. Hann kveinkar sér ekki við að lesa greinar heimspekilegs efnis, er Guðmundur ýmist samdi eða þýddi og birti í Skími. Þá ræðir Matthías og iðulega við hann um rit hans, svo sem doktorsritgerðina, Den sympatiske Forstaaelse, og síðar Hug og heim, er voru Hannes- ar Amasonar erindi Guðmundar, flutt í Reykjavík veturinn 1910—11 og prentuð 1912. Matthías er ekki alls kostar sáttur við doktorsrit- gerðina, er hann les hana í fyrsta sinn, deilir þar á margt, en dregur svo í lokin úr höggi, þegar hann í bréfínu 5. nóvember 1911 segir: „En kannske ég, gamall breiðfírzk- ur blöðruselur, misskilji þig óg sjálfan mig.“ í næsta bréfi, mánuði síðar, kveðst hann þó vera búinn að lesa betur og lýkur þá miklu lofsorði á Guðmundur Finnbogason verkið. Nokkrum árum síðar, þegar Guð- mundur tók að kljást við vinnu- vísindin og rita um þau, sér Matthías eftir honum í þau, segir t.a.m. við hann í bréfí 14. septem- ber 1917: „Þín hagleiksheimspeki er bæði gild og gáfuleg, en mig interesserar hún ekki, því mér svíður, hvað vorir beztu og andrík- ustu menn rita lítið lyftandi og moralskt menntandi fyrir þjóð vora.“ Og í bréfí síðasta óhræsis- júlí 1918 segir hann enn: „Sem erkiklaufí í öllum handtökum óska ég, að þú hafir vinnuhagspekina fremur sem aukagetu en aðalstarf." En eins og menn munu sjá við lestur bréfanna, er enginn fljótari til en Matthías að þakka Guðmundi fyrir þær greinar, er honum féllu í geð og hann taldi Guðmund öðrum fremur kjörinn til að skrifa. Þegar Matthías hyggst láta gera úrval úr kvæðum sínum, biður hann Guðmund í bréfí til hans 5. nóvem- ber 1911 að annast það og segir um það: „Þetta er stórt ómak, en þér trúi ég bezt allra núlifandi vina ljóða minna og sjálfs mín, enda treysti þér allra manna bezt sakir þinna snilldarhæfileika." Þetta verk var alllengi á döfínni, kom ekki út fyrr en í desember 1915, skömmu eftir áttræðisafmæli skáldsins. í stuttum formála fyrir úrvalinu segir Guðmundur m.a.: „Eftir ósk höfundarins hefi ég valið kvæðin í bindi það, er hér birt- ist, og séð um prentun á þeim. Mér var fyrirsett, hve stór bókin skyldi vera. Um annað hefí ég verið sjálf- ráður." Og að lokum segir hann: „Menn kunna að sakna hér ýmissa ljóða, sem þeim eru kær, en skáld- inu verður að fyrirgefa, að hann hefír ort fleiri góð kvæði en komast fyrir í þessari bók.“ Þótt Matthías seldi Guðmundi þannig sjálfdæmi um kvæðavalið og tilhögun útgáfunnar, sýna bréf hans, að hann hefur brotið talsvert heilann um hvort tveggja. Þegar síðan urðu, svo sem títt er, skiptar skoðanir um, hversu til hefði tekizt, ásakar hann ekki Guðmund og bið- ur hann enn hafa miklar þakkir fyrir dáð og dyggð við allt sitt skran. Guðmundur ritaði sitthvað um verk Matthíasar og þá einkum í ritdómum, fjallaði í Eimreiðinni 1904 um I. og II. bindi Ljóðmæla hans, í Skírni 1906 um ritið Frá Danmörku, 1914 um Smáþætti um bygging Islands og vora fornu sið- menning, er út kom 1913, og loks enn í Skírni 1917 um Manfreð Byr- ons, 2. útgáfu 1916. Guðmundur lagði til ritgerð í rit, er tileinkað var Matthíasi á sjötugs- afmæli hans 1905, og hét hún Matthías Jochumsson við líkaböng og fjallar um erfiljóð hans. En snjallast af því, er Guðmund- ur sagði um Matthías í lifanda lífi, er ræða sú, er hann flutti honum í samsæti í Reykjavík síðla árs 1913 — og raunar var ekki prentuð fyrr en í Skírni 1935 í minningu aldaraf- mælis skáldsins. Sú ræða fer hér á eftir sem lokaorð þessa inngangs að bréfum Matthíasar Jochumsson- ar til Guðmundar Finnbogasonar. Af öllum núlifandi íslendingum, hygg ég, að þér hafi oftast verið haldið heiðurssamsæti. Flestir af þeim, sem héru í kvöld, hafa átt því láni að fagna að lyfta glasi fyr- ir þér, og sumir oft. Við slík tækifæri hefír þér verið sagt í löng- um ræðum, hvers vegna mönnum þykir svona vænt um þig, og ég ætla ekki að endurtaka það, sem aðrir hafa sagt, en aðeins geta þess, að ég er alveg á sama máli og þeir, sem mest hafa lofað þig. En ég má minnast á lítið atvik, sem þú ert ef til vill búinn að gleyma, en mér er ógleymanlegt. Fyrir tíu árum riðum við einn vetrardag frá Akur- eyri inn að Grund. Þú reiðst á gamla Grána þínum. Okkur varð skraf- dtjúgt. Allt í einu vissi ég ekki fyrri til en Gráni stakkst á hausinn með þig og þú af baki. Það var eins og væri rekinn í mig hnífurinn. Ég hélt, að þú hefðir stórskaðað þig. En þér varð ekki meira um en það, að þú hélzt áfram samtalinu, meðan þú varst að komast á fætur og á bak aftur. Ég vildi hafa hestaskipti við þig, því að ég var dauðhræddur um líf þitt á þessari bikkju, en við það var ekki komandi. „Hann er orðinn gamall og fótfúinn, en ég er þessu svo vanur,“ sagðir þú. Þá gekkstu alveg fram af mér. Fyrr mátti nú vera hnellinn karl um sjö- tugt, að fá aðra eins skrokkskjóðu og taka varla eftir herni. En sú óprúttni um sjálfan sig og sú sál- arró, að ríða rólegur á hesti, sem þá og þegar lá á nösunum. En því lengur sem ég horfði á þig og dáð- ist að því, hvað þú værir hnellinn, því rólegri varð ég, og seinast gleymdi ég því, að Gráni væri dett- inn. Og svona fer mér alltaf, þegar ég sé þig, mér líður ekki aðeins andlega vel, heldur færist yfir mig líkamleg vellíðan af að horfa á þig. Þessi þróttur, fjör og heilbrigði sál- ar og líkama, sem geislar af þér, dregur að þér alla, unga og gamla, karla og konur. Við fínnum öll ósjálfrátt, að það er gott að vera þar, sem þú ert. Þú er okkur lif- andi vottur þess, hve hátt íslenzkt atgervi getur náð í trássi við allt, sem í móti blæs, því að þú hefir gengið undir mörg próf í mennta- skóla íslenzkra örðugleika og staðist þau cum laude et quidem egregie. Þess vegna skilur þú svo vel þjóð þína og hún þig, að þú hefír sjálfur reynt kjör hennar og verið fær í allan sjó. Þér er ekki físjað saman. Þess vegna hefír þú verið óhultur, hvort sem þú varst í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.