Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 25 Hús Meitilsins hf. í Þorlákshöfn, en timbrið í burstimar var fengið úr Lefolii-húsunum. Eldsvoðinn í Þorlákshöfn: Söguleg hús orðin að rústum SALTFISKVERKUNARHÚS MeitUsins hf. í Þorlákshöfn, sem gjöreyði- lagðist í bruna aðfaranótt mánudags og greint var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag, átti sér alllanga sögu. Það var árið 1950 að Kaupfélag Amessinga lét rífa gömul verslunarhús á Eyrarbakka og flytja úr þeim timbur til Þorlákshaf nar til að nota í byggingu nýs saltf iskverkunarhúss. Verslunarhúsin á Eyrarbakka, sem höfðu verið í eigu Kaupfélags Ámess- inga í um 10 ár þegar þau voru rifin, áttu sér næstum tveggja alda sögu. Eyrarbakki var lengi eini verslunar- staður þriggja sýslna á Suðurlandi og stærsta verslunarsókn landsins á einokunartímabilinu 1602 - 1787. Það var ekki fyrr en kaupfélagið opnaði verslun á Selfossi og eignaðist húsin, sem Eyrarbakki lagðist af sem helsti verslunarstaður Suðurlands. Sögu húsanna má rekja allt til tíma einokunarinnar, en þá var fyrsta verslunarhúsið úr timbri reist á Eyr- arbakka. Upphaflega mun hafa verið Verslunarhús Lefolii-verslunar á Eyrarbakka. Burstimar loguðu glatt i eidsvoðanum um eitt aðalhús að ræða, en síðar bættust við fleiri hús og verslunin stækkaði. Um miðja átjándu öld voru húsin endurbyggð og fleimm bætt við. Þannig stóðu þau óbreytt fram yfir aldamótin 1800. Um miðja nítjándu öld tók J.R.B. Lefolii við rekstri verslunarinnar, en húsin voru uppfrá því kennd við hann. Lefolii endurbætti húsin og stækkaði auk þess sem hann lét bæta fimmta hús- inu við. Lefolii rak verslunina til ársins 1920, en þá tók Kaupfélagið Hekla við. Kaupfélag Ámessinga eignaðist húsin í kringum 1940. KA rak aldrei verslun á staðnum heldur notaði hús- in sem pakkhús fyrstu árin. Kaup- félagið flutti þá sjálft inn vömr með skipum til Eyrarbakka. Þeim inn- flutningi var þó fljótlega hætt og kaupfélagið fékk sendar vömr frá Reykjavík. KÁ var þá að heíja versl- un og útgerð í Þorlákshöfn og þar sem húsin á Eyrarbakka stóðu ónotuð vom þau rifín. Þetta var árið 1950, en það ár ákvað_ Meitillinn, nýstofnað hlutafé- lag KÁ, SÍS og fleiri aðila, að byggja saltfískverkunarhús. Steyptir vom upp veggir og ofan á þá reistar fímm burstir. Timbrið í burstimar var feng- ið úr gömlu Lefolii-húsunum á Eyrarbakka. Þetta hús Meitilsins í Þorlákshöfn var alla tíð notað sem saltfískverkun- arhús auk þess sem ýmislegt fleira er tengdist starfsemi Meitilsins var í húsinu. Þar var t.d. geymd skreið, en húsið hentaði vel sem skreiðar- geymsla sökum þess hversu vel loftaði gegnum timbrið, að sögn Ben- edikts Thorarensen hjá Meitlinum. Þegar húsið brann á vom í því 100 tonn af saltfiski tilbúin til útflutnings og auk þess talsvert af veiðarfærum. ALLT I HAUSTVERKIN Á HEIMILIÐ, í BÁTINN, BÚSTAÐINN OG GARÐINN. OLÍULAMPAR OG LUKTIR, GAS- LUKTIR, GAS- OG OLÍUPRÍMUS- AR, HREINSUÐ STEINOLÍA, OLÍUOFNAR, ARINSETT, ÚTI- GRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐUR, VASAUÓS. FATADEILDIN SLOKKVITÆKI OG REYKSKYNJ- ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA. GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR, SKÓFLUR ALLSKONAR, STUNGUGAFFLAR, KARTÖFLUGAFFLAR. FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN- ING - ÚTI-, INNI- - MÁLNING- ARÁHÖLD, HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. HLIFÐARFATNAÐUR, REGNFATNAÐUR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLAR- NÆRFÖTIN, GARÐHANSKAR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. FANAR, FLAGGSTANGARHÚNAR SILUNGANET, NÆLONLÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK- UR, GIRNI ALLSKONAR. VATNS-OLÍUDÆLUR. KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR. OG í BÁTINN EÐA SKÚTUNA BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA, ÁRAR, ÁRAKEF- AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI, VIÐLLEGUBAUJUR, KJÖLSOG- DÆLUR. ALLUR ÖRYGGISBÚN- AÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.