Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Greinarhöfundur horfir yfir Uinakor River Valley, en Klettafjöllin eru hulin skýjum. LÖNG ERFÖR Frásögn Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur af 6.000 km ferðalagi frá Colorado til Alaska Seinni hluti Montana er fallegt fjallaríki og er við ókum af stað stytti upp og einstöku sinnum sást til sólar. Við ókum rólega í gegnum Liv- ingston og Bozeman og beygðum svo norður í átt til Helena, sem er höfuðborg Montana, en þó alls ekki stærsta borgin. Helena stend- ur í dalverpi umlokin skógi vöxn- um hlíðum, snyrtileg borg á þlý- legum stað. Um 20 mílur norður af borginni fórum við út af hrað- brautinni inn í þjóðgarð í leit að tjaldstæði. Við komumst fljótlega að því að þarna mátti-tjalda hvar sem var, en ef fólk vildi vera ná- lægt kamri og rennandi vatni var erfiðara að finna réttu leiðina. Við spurðumst fyrir um bestu tjald- stæðin og með góðar ieiðbeiningar í pokahorninu fundum við yndis- legan stað við vatn sem kallast Holter Lake. Hingað kemur fólk með bátadellu því að flestir höfðu bæði bát og húsvagn í eftirdragi. Eftir að við komum að vatninu birti alveg upp og það sem eftir var dags var steikjandi hiti svo að gott var að þurrka tjaldið og það sem blautt var af dótinu. Það var 17. júní og ég fann kaffilyktina í gegnum svefninn. Ég skreið undan tjaldskörinni og fékk ilmandi kaffi í pappaglas. Klukkan var hálf níu og eins og venjulega voru Kanarnir löngu komnir á fætur. Ég fór að velta því fyrir mér, að síðan við lögðum af stað í ferðalagið höfðum við séð afar lítið af lituðu fólki, eiginiega ekki eitt einasta þeldökkt andlit síðustu þrjá dagana. Hvernig skyldi standa á því? Arnþór byrjaði daginn með því að fá sér sprett á gúmmíbátnum og í þetta sinn ákvað ég að freista örlaganna og fara með. Við sigld- um út á vatnið og ég sá mest eftir því að hafa ekki tekiö myndavél- ina með, það var svo fallegt að horfa til lands. Skógi vaxnir hólar mynduðust kring um þetta litla vatn og í fjarska sáum við Davíð og Atla sniglast í kringum tjaldið. Við þorðum ekki Iangt út því að fólk sat í bátum sínum hér og þar og dorgaði, en gúmmíbátur er ekki öruggt farartæki við slíkar að- stæður. Eftir u.þ.b. klukkutíma dól á vatninu réri Arnþór í land og með aðstoð fullorðins manns tókst okkur að landa við grýtt fjöru- borðið. Við flýttum okkur ekki sérlega mikið í burtu frá þessu svæði, sem ég held að hljóti að vera eitt aðalútivistarsvæði Hel- enabúa. Þegar við ætluðum að renna úr hlaði barst undurfagur hljómur ísbílsins að eyrum okkar en ísbíll með spiladós hefur ótrú- lega mikið aðdráttarafl. í hátíðarskapi Pyrsti viðkomustaður okkar þennan dag var borgin Great Falls, en hún er næststærsta borg Montana. Charles M. Russel er nafn sem Great Falls-búar eru hreyknir af. Charles þessi fæddist í Kaliforníu árið 1864 en kom 16 ára gamall til Montana. Þetta var listrænn drengur og fljótt fór hann að teikna það sem fyrir aug- un bar. Hann er nú kallaður „The Cowboy Artist" því að indíánar, buffalóar og í raun daglegt líf kú- rekans varð honum ótæmandi efniviður í teikningar, málverk og listaverk skorin út í tré. Við skoð- uðum safn sem reist hefur verið undir nafni þessa fágæta lista- manns en auk hans eigin verka mátti finna þar ljósmyndir, verk- færi, fatnað og ýmsa fleiri muni sem hann hafði safnað, sérstak- lega frá indíánum á síðari hluta 19. aldar. Áfram var haldið, nauðsynjar keyptar og loks tjaldað til einnar nætur í bænum Shelby, sem er í u.þ.b. 30 mílna fjarlægð frá kan- adísku landamærunum. Þjóðhá- tíðarmatur okkar ferðalanganna var T-bone-steik, grænar baunir og gulrætur og við höfðum keypt rauðvín í tilefni dagsins. Svo und- arlega vildi til, að þjóðhátíðardag okkar íslendinganna bar upp á há- tíðardag sem kallast „Fathers’ day“ hér í Bandaríkjunum svo við vorum ekki eina fólkið í hátíðar- skapi. Það var nærri eingöngu roskið fólk sem gisti á tjaldstæð- inu þessa nótt, en þvílíkt fjör! Fólkið hópaðist saman, skálaði, galsaðist og skemmti sér konung- lega fram yfir miðnætti, en þegar við skriðum framúr morguninn eftir var það allt horfið. Það var eins og jörðin hefði gieypt það með húð og hári! Þungbúnir landamæraverðir Áður en við lögðum af stað þann 18. júní reiknaðist mér til að við værum búin að aka u.þ.b. einn þriðja leiðarinnar. Við vorum skammt frá landamærunum og ókum því aðeins rúman hálftíma áður en við fórum í gegnum eldlín- una. Og það tók svo sannarlega á taugarnar að hrista af sér landa- mæraverðina. Við vorum tekin til yfirheyrslu og spurð í þaula í hvaða tilgangi við værum að fara til Alaska, hve mikla peninga við hefðum með okkur til þess að komast í gegn og hvernig við ætl- uðum að fjármagna leiðina til baka. Okkur þótti landamæra- vörðurinn nokkuð nærgöngull og þegar við gáfum upp upphæðina, 500 dollara, sem við áttum eftir til þess að komast alla leið hló hann og sagði að við værum nokkuð bjartsýn. Mér var skapi næst að senda honum einn með leiðbein- ingum um það hvernig hægt væri að ferðast á ódýrari máta daginn sem við ókum inn í Anchorage- borg með 50 dollara í vasanum. Við fengum 14 daga landvistar- leyfi til þess að aka í gegnum Kanada. Það tók okkur dálítinn tíma að ná okkur eftir yfirheyrsl- una og við fórum að efast um að útreikningar okkar stæðust — eitt var víst,. ekkert mátti fara úr- skeiðis. Davíð gaf í og við þeytt- umst norður eftir þjóðveginum. Kannski er allt dýrara hér í Kan- ada, hugsaði ég, og við hétum því í hljóði hvert fyrir sig að hraða ögn ferðinni og herða sultarólina. Eftir rúman einn og hálfan tíma komum við' til Lethbridge í Al- bertafylki, sem er rúmlega 50 þús- und manna borg. Við fórum fyrst í banka, því að nú urðum við að skipta yfir í kanadadollara en síð- ar röltum við um bæinn og tókum þá eftir því að hér eru aðrir siðir en suður í Bandaríkjunum. Hér talar fólk dálítið öðruvísi og allt annar bragur er á mannlífinu. Meðfram þjóðveginum bar mest á hveitihjöllum, en hveitirækt virð- ist vera aðalatvinnuvegur hér um slóðir. Það sem einnig vakti at- hygli okkar var að nú vorum við komin í kílómetrakerfið og út- varpið tilkynnti hitastigiö á celci- us. f 50 kílómetra fjarlægð frá Lethbridge er smáþorp sem heitir Fork Macleod, eftir virki sem staðið hafði í nágrenninu á eyju úti í breiðu fljóti, sem kallast Old Man River. Sögusafni, sem byggt var 1956, er haganlega komið fyrir í nákvæmri eftirlíkingu virkisins, en hluti þess er upprunalegur, og þar mátti sjá uppstoppaða buff- alóa, standandi úti á miðju gólfi, skrifstofur lögmanns og lögreglu, læknisstofu og tannlæknastofu með mjög svo frumlegum áhöld- um. Gömul dægurtónlist var spil- uð af gömlum grammófóni til þess að auka á stemmninguna. Áfram var haldið, beint í norður og tjaldað í smábænum Nanton. Förinni hraðaö Þegar á leið kvöldið gerði mikið rok. Vindurinn söng í greinum trjánna, en við höfðum tjaldað undir stærsta trénu, þar sem há- vaðinn varð hvað mestur. Það var notalegt að hreiðra um sig í tjald- inu og sofna undir þessari nátt- úrulegu symfóníu. Rétt áður en við lögðum af stað morguninn eft- ir ruddist stór kvíguhjörð inn á tjaldstæðið og geistist í átt til okkar. Litlu seinna birtist ung stúlka á fallegum hesti og ungur maður á tveimur jafnfljótum og ráku þau kvígurnar í burtu með miklum látum. Þegar við ókum á brott var orð- ið hrollkalt, alskýjað og skömmu seinna fór að rigna. Þennan dag ætluðum við að aka a.m.k. 400 km og reyna að komast til Edmonton. Við fórum hratt yfir því að lítið var að sjá vegna veðurs. Við ókum framhjá borginni Calgary og heyrðum sagt í útvarpinu, að hún ætti eitt hundrað ára afmæli um þessar mundir. Þetta er sögð með eindæmum falleg borg. Það var komið fram yfir miðjan dag þegar við nálguðumst Edmonton og sólin farin að þurrka upp bleytuna eftir regnið. Við ókum eftir hlykkjóttum vegin- um í átt að miðborginni, en hjarta borgarinnar liggur efst uppi á hæð þar sem útsýnið er til allra átta. Breið á hlykkjast í gegnum borg- ina, Saskatchewan River, kennd við fylkið sem liggur austan við Alberta og á sér sennilega upp- sprettu þar. Við lögðum bílnum á neðanjarðarbílastæði og það fyrsta sem við sáum þegar við komum upp á yfirborð jarðar, var borgarbókasafnið. Fyrir framan safnið er myndarleg stytta af tveimur mönnum í viðskiptahug- leiðingum. Indíáni sýnir hvítum manni í jakkafötum loðfeld en hvíti maðurinn heldur á klæð- isstranga. Við gengum fram á út- sýnissvæði og virtum fyrir okkur borgina, breiða og lygna ána, brýr og háhýsi. Við hliðina á útsýnis- staðnum er sérstæð glerbygging, sem kallast Aviation Hall of Fame, en gömul tignarleg tvíþekja hékk þar í loftinu. Það var gott að viðra sig og anda að sér svölu úti- loftinu eftir að hafa setið inni í bíl mestallan daginn. Við röltum um götur Edmonton og virtum fyrir okkur mannlífið. Ég hef heyrt að einstaklega gott lestarkerfi sé í þessari borg á milli miðborgar og úthverfa og þar af ieiðandi minni mengun frá fólksbílum en í öðrum stórborgum. Pláss fyrir einkabíla er líka frekar lítið í miðborginni og öll umferð frekar hæcr. Alberta Beach Okkur gekk illa að finna réttu leiðina út á þjóðveginn í norð- vestur og hávært rifrildi í aftur- sætinu bætti ekki úr skák, en klukkutíma síðar hafði greiðst úr öllum flækjum er við renndum upp að vatni sem kallast Alberta Beach. Það var farið að kvölda en þrjú lítil börn léku sér fáklædd við fjöruborðið. Mér varð um og ó þeg- ar það yngsta, ekki eldra en 2ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.