Morgunblaðið - 07.10.1987, Page 63

Morgunblaðið - 07.10.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 63 Verðum að halda bottanum „LEIKURINN leggst vel í mig. Þetta verður örugglega hörkuleikur óg geri ráS fyrir því að þeir sóu sterkir, því portúgölsk knattspyrna er í mikillUókn í Evrópu. Porto er Evrópumeistari og við munum allir hvernig Sport- ing spilaði gegn Akurnes- ingum f fyrra,“ sagði Guðmundur Steinsson, fyr- irliði ólympíuliðsins. Eg hef aldrei séð Portúgalana en þeir spila örugglega hratt og mjög „teknískt" — við verðum því að loka vel fyrir þá, koma í veg fyrir þríhymings- spil, og reyna að halda boltanum eins og við mögulega getum." Guðmundur sagði stemmning- una mjög skemmtilega í ólympíuliðinu. „Menn er tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir liðið, hér beijast allir fyrir alla. Við höfum sýnt að við getum spilað ágætan fótbolta, bæði í leiknum gegn Hollendingum og eins gegn Austur-Þjóðveijunum. Nú verðum við að ná upp eins stemmningu og fyrir þann leik, þá getur okkur gengið vel.“ Guðmundur sagði ítali vera með besta liðið í riðlinum eins og er, en heimavöllinn skipta mjög miklu máli í sambandi við alla leikina.Hann vildi ekki spá frek- ar um leikinn í kvöld en sagði um möguleika íslands á að kom- ast á Ólympíuleikana: „Við verðum bara að trúa á okkur sjálfa. Þá getur allt gerst." KNATTSPYRNA/UNDANKEPPNI ÓLYMPÍULEIKANNA Fyrsti landsleikur íslands og Portúgals er í kvöld: Heldur sigurgangan áfram'f ÓLYMPÍULANDSLIÐ íslands f knattspyrnu mœtir þvf portú- ?alska í kvöld í undanríöli ilympfuleikanna í knattspyrnu og er þetta f fyrsta skipti f sög- unni sem íslendingar mœta Portúgölum á knattspyrnuvell- inum í landsleik. Leikurinn fer fram í Leiria, um 50.000 manna vinalegum og snyrtilegum bœ, um 120 kílómetrum norðan við Lissabon. Leikurinn hefst kl. hálf tíu í kvöld, en hór er sami tími og á íslantíi. Island hefur lokið þremur leikjum í keppninni, tapaði 0:2 á Ítalíu í vor, gerði jafntefli við Holland 2:2 í sumar er Guðmundur Torfason skoraði úr tveimur vítaspymum, og loks vannst eftir- minnilegur sigur, 2:0, á Austur-Þjóð- veijum, einnig á Laugardalsvelli. Skapti Hallgrímsson skrífarfrá Poitúgal Þá skoruðu Guðmundur Torfason og Ólafur Þórðarson mörkin. Nú er komið að Portúgölum, sem ís- lendingar vita raunar mjög lítið um. Þeir hafa gert tvö jafntefli á heima- velli, gegn Hollendingum og Austur-Þjóðveijum, og tapað á ít- alíu. íslenska liðið kom til Leira um hálf fimm leytið í gær, eftir tveggja og fjórir sigurleikir í röð hjá Sigi Held og sex án taps hálfrar stundar akstur í rútu frá Carcavelos. Æft var á keppnisvell- inum í gærkvöldi, við flóðlýsingu. Allir eru heilir nema Ormarr, sem meiddist á fyrri æfingunni, eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Gott gengl íslenskra landsliða f sumar Eftir útreiðina gegn Austur-Þjóð- veijum í Evrópukeppninni í vor (0:6) hefur landslið undir stjóm Sigi Held ekki tapað leik. Fyrstu tveir leikimir eftir viðureignina við Austur-Þýskaland vom hjá U-21 árs liðinu sem gerði 0:0-jafntefli við Danmörku og 2:2-jafntefli við Finn- land. Síðan vann liðið Danmörku 3:1 á útivelli og ólympíuliðið vann Austur-Þjóðveija 2:1. Að síðustu komu tveir sætir sigrar gegn Norð- mönnum, heima og heiman, eins og frægt er orðið og nú er spuming- in sú hvort sigurgangan heldur áfram. Tekst íslandi að leggja Port- úgal í fyrsta leik þjóðanna? Svar við þeirri spumingu fæst ekki fyrr en seint í kvöld, kl. 23.15 eða svo, en eitt er víst að landsliðsstrákam- ir leggja sig alla fram um að sigurgangan haldi áfram. Það er baráttuhugur í hópnum og ekkert verður gefíð eftir frekar en fyrri daginn. Símamynd/Skapti Hallgrímsson Ólafur Þórðarsson, Ingvar Guðmundsson og Halldór Áskelsson verða að öllum lfkindum í byijunarliðinu í kvöld. Þá má gera ráð fyrir að Friðrik Friðriksson leiki í markinu, Guðni Bergsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Viðar Þorkelsson verði aftastir, Heimir Guðmundsson og Pétur Amþórsson á miðjunni auk Ingvars, Halldórs og Ólafs og Guðmundur Torfason og Guðmundur Torfason frammi. ■ ORMARR Örlygsson, mið- vallarleikmaður úr Fram, meiddist á morgunæfíngunni í gær. Guð- mundur Torfason rak annað hnéð í læri Ormars, sem varð að hætta. Hann var mjög slæmur í lærinu til að byija með — óttaðist að hann hefði marist langt inn í lærvöðvann — og verður örugglega ekki til í slaginn í kvöld ef á þarf að halda, ef kraftaverk gerist ekki í dag. ■ FRIÐRIK Friðriksson, mark- vörður, átti 23. ára afmæli í gærdag. Það uppgötvaðist við há- degisverðarborðið og söng hópurinn þá hraustlega „Hann á afinæli í dag“ og klöppuðu vel fyrir afmælis- baminu. SIGFRID Held, landsliðsþjálf- ari, hefur látið markverðina taka vel á, eins og venjulega í landsliðs- ferðum. Á sfðari æfíngunni í fyrradag tók hann Friðrik á séræf- ingu meðan Guðni Kjartansson stjómaði hinum og í gær var það Birkir sem var tekinn afsíðis og látinn púla í klukkutíma. Átökin vom svo mikil að Birkir fékk blóðn- asir, en þær vom stöðvaðar í hvelli með því að troða bómul í nösina og síðan hélt púlið áfram. ■ NJÁLL Eiðsson hefur nýlega gerst þjálfari á ný hjá Einheija á Vopnafirði eins og allir vita. Lands- liðsmennimir veltu því fyrir sér í gær hvort þessar fréttir hefðu bo- rist hingað til Portúgal, eða hvort Njalli væri bara svona þjálfáraleg- ur í útliti. í íþróttadagblaðinu Jogo í gær var nefnilega frásögn af æf- ingu íslenska liðsins og spjall við Sigfried Held. Ein myndanna sem skreytti frásögnina var af Njáli og undir henni stóð skýmm stöfum: Sigfrid Held. ■ PEDRO, fulltrúi portúgalska knattspymusambandsins sem er með íslenska liðinu, segist búast við 15-20 þúsund áhorfendum á leikinn í kvöld. Það fari þó eftir veðri — verði það slæmt komi mun færri. Það er greinilega víðar en á íslandi sem veðrið skiptir máli í sambandi við áhorfendafjölda. Og fyrst farið er að minnast á Pedro þá má geta þess að hann minntist einnig á að leiknum yrði hugsanlega sjónvarp- að beint í Portúgal. Ekki fékkst það staðfest í gær, en ef af því yrði sagði hann að áhorfendur yrðu færri en ella. ■ SIGFRID Held hélt mönnum vel við efnið á fyrri æfíngunni í gær. í einu hléinu, þegar verið var að skipuleggja nýja æfíngu, hlupu nokkrir leikmanna til og fengu sér vatn úr flöskum sem teknar vom með á völlinn. „Komið aftur, við emm ekki í Mexíkó. Hitinn er ekki 60 gráður," kallaði Held þá. Síðan hélt æfíngin áfram, en er henni var lokið má segja að slegist hafí verið um vatnið! HANDKANTTLEIKUR / 1. DEILD Fyrsti leikur Vals að Hlíðarenda HEIL umferð verður í 1. deild karla í handknattleik f kvöld. Auk þess verða fjórir leikir f 1. deild kvenna, tveir í 3. deild karla og einn leikur í 2. deild kvenna. Valsmenn leika fyrsta heimaleik sinn í kvöld í nýja íþróttahús- inu við Hlíðarenda. Þar mæta þeir nýliðunum úr Þór frá Akureyri. Leikurinn hefst kl. 18.00. Vals- menn hafa ákveðið að leika alla heimaleiki sína kl. 18.00. Kl. 20.00 leika Stjaman og UBK í Digranesi, ÍR og FH í Seljaskóla og KA og Fram á Akureyri. Leikur KR og Víkings hefst kl. 20.15 í Laugardalshöll. í 1. deild kvenna verða fjórir leikir. Haukar og KR leika í Hafnarfíðri kl. 20.00 strax á eftir leika FH og Valur. Fram og Stjaman leika í Laugardalshöll kl. 19.00 og Víking- ur og Þróttur leika kl. 21.30. í 3. deild karla verða tveir leikir á dagskrá í kvöld. ÍA og ÍS leika á Akranesi kl. 20.00 og Þróttur og Ögri í Seljaskóia kl. 21.15. Loks verður einn leikur f 2. deild kvenna. ÍBK og HK leika í Keflavík kl. 20.00. Ólafur ósigrandi? Olafur Þórðarson, Skaga- maður, hefur ekki tapað landsleik í allt sumar. Hann hefur tekið þátt í öllum sex leikj- unum, með þremur liðum: U-21-, ólympíu- og A-liðinu. Það kemur svo í ljós í kvöld hvort Óli er ósigrandi! Hann fór á dögunum til Svíþjóð- ar, dvaldi þar hjá Teiti bróður sínum, og fyrrum landsliðsfyrir- liða. TVö sænsk félagslið hafa sýnt því áhuga á að fá Ólaf í sínar raðir, Öster, sem Teitur lék einmitt með í áraraðir við mjög góðan orðstýr, og Örgryte. Ólaf- ur sagði að ekkert yrði ljóst hvort af Svíþjóðarför yrði fyrr en eftir að keppnistímabilinu þar lyki. Hann sagðist spenntari fyr- ir því að fara til Öster. getrguna- VINNINGAR! 6. leikvika - 3. október 1987 Vinningsröð: 2X1-1X1-21X-2X1 1. vinningur: 12 réttir, kr. 98.485,- 4868 46283(4/11) 125568(6/11)+ 40151 (4/11) 95105(6/11) 224719(7/11) 45116(4/11) 125281 (6/11)+ 228582(11/11) 2. vinningur: 11 réttir, 31 41770 46705 314 41813 46757 701 42043 46812 1191 42486 46839 1801* 43100 47016 3271 43217 47017 3726 43250 47047 4887 44013 47885 5040 44022 47976 5089 44451 48077 6524 44459 48238* 6674 44472 48626 6699 44513 48809 7868 44815 49222 7882 40749 49339* 8355 45266 49367 8722 45371 49446 9799+ 45408 49594 40302 45572+ 49698 40303* 45683 49705 40541 45691 49776 40664 45937+ 50048 40741 45989+ 50233 41023 45990+ 50258 41182 45991+ 50264 41322 46103 50657 41354 46112 50659 41387 46237+ 51020 41559 46266 51114+ *=2/11 kr. 1.017,- 51120+ 125142 227225 51122+ 125157 227256 51319 125238 227325 51330 125417* 227550 51492 125563 227728+ 51495 125566+ 227924 95192 125563+ 227930 95331+ 125567+ 228456 95390 125646+ 228471 95532 125901 228576 95640 126012 228577 96031 126261 228589 96335 126792* 228613 96393+ 126928 647242+ 96551 127102 647246+ 96783+ 127258 647249+ 96870 127709 647250+ 96980 127819 647251+ 97524 128020+ T00023 97530+ 128021+ T00024 976520 128034 T00026* 97709 128038 T00031* 98055 224956 T00038 98241 224957 T00049* 98293 225634 úr 38. v.f.f.á 98411 225837* 56909 98696 225919 98722 226053 125108 226433 Kænifrestur er til mánudagslns 26. október 1987 kl. 12.00 á hádegi. \ ÍSLENSKAR GETRAUNIR íþróltamiöstööinni v/Sigtún --104 Reykjavik ísland • Simi 84590

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.