Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 45 Kírkjan og skírnin eftir Gunnar Þorsteinsson Enn er vikið að trúmálum á síðum Morgunblaðsins og er það blað allra landsmsnna sjálft sem hefur þar forgöngu. Hér er ég að vísa til „sjöprestajátningarinnar" sem gat að líta í blaðinu sunnudag- inn 4. október sl. Þar ber blaðið þrjár spumingar fyrir sjö guðfræðinga og presta. Spumingar þessar skara þá um- ræðu sem verið hefur í gangi að undanfömu. Athyglisverð afstaða Það er eitt öðru fremur sem vek- JÓN ísleifsson guðfræðingur var vígður tU prestsstarfa í Sauðlauksdalsprestakalli við athöfn í Dómkirkjunni i Reykjavík á sunnudag. Prest- laust hefur veríð i Saðlauksdal frá 1964 og hafa nágranna- prestar þjónað sókninni þar til nú. ur athygli mína í svömnum og það er hrein og einlæg afstaða séra Halldórs Gröndal. Hann svarar skírt og skorinort um sannleiksgildi Biblí- unnar og eðli syndar og iðmnar. Þar er ekkert slegið af og hann stendur fast með hreinum biblíuleg- um sannindum. Er hann fyrir bragðið maður að meiri. Þegar skýringa er leitað á slíkri afstöðu hlýtur að koma í hugann það mikla starf sem séra Halldór hefur unnið í víngarði Drottins á undanfömum ámm. Hann hefur, eftir að hafa sjálfur tekið á móti frelsandi trú bent hundmðum á hamingjuleiðina og leitt menn til lifandi trúar með predikunum sínum, fyrirbænum og ráðgjöf. Við- Vígsluvottar vom þeir dr. Jónas Gíslason dósent, séra Hannes Guðmundsson í Fellsmúla og séra Flosi Magnússon á Bíldudal. Sett- ur biskup séra Sigurður Guð- mundsson þjónaði fyrir altari ásamt séra Þóri Stephensen. Dómkórinn söng við vígsluna und- ir stjóm Marteins H. Friðriksson- ar. horf manna og afstaða til Biblíunn- ar og Guðs er öll önnur er þeir boða lifandi sannleika, sem þeir hafa sjálfír reynt, en þeirra sem aðeins þekkja fymsku bókstafs. Guði sé þökk fyrir menn eins og séra Halldór. Guð gefí okkur fleiri slíka. Kirkjan í umljollun Morgunblaðsins er talað um kirkjuna eins og félag eða klúbb sem menn geta gengið í og sagt sig úr. Um slíkt er ekki að ræða. A hvítasunnudag, er kirkjan varð til, segir að menn og konur hafí „bæst við“ í kirkju krists. Menn og konur geta „bæst við“ kirkju Krists, en ekki gengið í hana. Kirkj- an er ekki stofnun manna eða fyrirbrigði sem hægt er að byggja utan um, heldur er hún líkami Krists hér á jörðinni. Hér er ekki spuming um inngöngu, heldur að vera eða vera ekki. Gríska orðið Ekklesia, sem þýtt er sem kirkja eða söfnuður, merkir „hinir kölluðu". Þeir sem hlýtt hafa kalli Guðs og gert iðmn og leitast við að lifa í samfélagi við Guð em söfnuður Hans. Svo einfalt er það. Á sjónarsviðið hafa komið fram menn sem telja sig sjálfskipaða til að úrskurða um hæftii annarra til að vera kirkja og þeir dunda sér við það að smíða annan gmndvöll en þann sem lagður er í orði Guðs. Iðmn og afturhvarf og viðleitni til helgunar til orðs og æðis er það sem gerir breiskan hóp manna að söfnuði eða kirkju. Ef þessir þættir em ekki til staðar em menn eitt- hvað annað en söfnuður Guðs. Safnaðarform Nýja testamentis- ins á erfítt uppdráttar á meðan menn, sem hafa heitið hinni helgu bók trúnaði, þiggja laun fyrir að grafa undan trausti þessarar sömu bókar. Það er illt að þurfa að sitja undir því að þeir sem ættu að vera vemdarar sannleikans gera að hon- um harða hríð á opinbemm vett- vangi. Þegar menn féllu í þá gryfju að ætla sér að gera kristna kirkju að þjóðkirkju, sem hún eðli sínu sam- kvæmt getur aldrei orðið, varð að fella út þá þætti boðunarinnar sem gera þá kröfu til manna að þeir taki vitsmunalega afstöðu til pred- ikunarinnar. Það er ekki lengur ætlast til þess að menn öðlist per- sónulega trúarreynslu og taki á móti fyrirgefningu syndanna og eilífu lífí vitandi vits. í framhaldi Gunnar Þorsteinsson „Kenning Biblíunnar er sú að það eigi að vinna iærisveina af öllum þjóðum og- skíra þá. Hér hefur kenningunni ver- ið snúið við og menn vilja skíra alla þjóðina og síðan gengnr svona og’ svona að gera menn að lærisveinum.“ af þessu er búin til athöfn sem gerir menn að hluttakendum kirkj- unnar án þess að þeir séu spurðir álits, né að hið biblíulega aftur- hvarf eigi sér stað. Skírnin Hér emm við komin að deilunni miklu. Skímin hefur verið ágrein- ingsmál hinna trúuðu um aldir. Morgunblaðið leysir þessa deilu ekki með því að láta þjóðkirkju- presta vitna, það mundi aftur á móti flýta fyrir lausn ef ritstjómin gengi inn í bæn og föstu vegna þessa máls. Um skímina hefur verið þyrlað upp miklu moldviðri og reyndar verður að þyrla upp miklu mold- viðri og vitna í fjölda útlendra manna til að fela hinn einfalda biblíulega sannleika. Kenning Biblíunnar er sú að það eigi að vinna lærísveina af öllum þjóðum og skíra þá. Hér hefur kenningunni verið snúið við og menn vilja skira alla þjóðina og síðan gengur svona og svona að gera menn að lærisveinum. Enn kennir Biblian að forsenda skímarinnar sé trú af hreinu hjartií?* Ritningin gerir ráð fyrir því að trú- in og afturhvarfíð sé undanfari skímarinnar, en trúin kemur af boðun Guðs orðs. Það er einnig sniðgengið. Bamaskímarmenn hafa reynt í aldaraðir að fínna Biblíuvers í Nýja testamentinu sem afsakar breyt^ þeirra, en það hefur ekki tekisT enn. Menn geta leitað með logandi ljósi í hinum postullegu ritum að þar er ekki stafkrók að fínna um skím ómálga bama. Hér byggir á veikum gmnni. Undarlegnr málflutningnr Sumir þjóðkirkjuprestar vilja halda því fram að þeir geti með vatnsaustri og prentuðum bænum opnað fólki veg inn í dýrð Guðs. Menn ætla að þeir hafi vald til gera menn að borgurum eilífðarinn- ar með skím þrátt fyrir miðvitund- arleysisástand skímarþegans. Þegar svo er komið að ytri athafn- ir, án þátttöku þess sem á að vera þiggjandinn, geta skilað honum í sælurann, er þá að undra að menn ætli að slíkt sé skildara öðm en Kristni. Synd, saumgleiki og guðlaust lífemi kemur ekki lengur til álita, heldur aðeins hvort viðkomandi hefur verið haldið yfír skímarfont- inum í æsku. Er þetta það sem kristindómurinn inniheldur? Er þetta sú boðun sem horfír til heilla? Þessi boðun gerir það að verkutjj*., að menn verða andvaralausir um sálarástand sitt. Öllum þorra manna er kennt að þeir hafi af- greitt sín eilífðarmál í skíminni og fyrir þeim er kristin kirkja ekki annað en dyravörður mannlífsins. Þangað em menn bomir inn ómálga að vori lífs, en út náir að hausti. Orðið kennir að skipanir Guðs em gefnar til þess að menn haldi þær nákvæmlega. Hér gildir ekki það sem mönnum finnst eða menn ætla. Hér gildir að gera eins oé% ritað er og mun það helst blessun valda. Auðmýkt fyrir öllu orði Guðs er aðalsmerki hins kristna manns og orð Guðs mun vinna sitt verk til sigurs ef það fær rúm. Ég eggjá menn á að kynna sér þessi mál af fordómaleysi og skoða hver hin heiiaga kenning er. Það er fjársjóður í orði Guðs. Fjársjóður sem hver og einn getur átt aðgang að. Þar er lind sannleikans sem er tær og hrein og þeir sem af henni bergja drekka sér til lífs. Höfundur er forstöðumaður í Krossinum i Kópavogi. Morgunblaðið/ Ámi Sæberg Settur biskup séra Sigurður Guðmundsson ásamt séra Jóni ísleifssyni i Sauðlauksdal. Fyrir aftan þá standa séra Þórir Stephensen, séra Hannes Guðmundsson, dr. Jónas Gíslason og séra Flosi Magnússon. Vígður til prests í Sauðlauksdal raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Námskeið - Hótel Vík Þriðjudaginn 20. október, hefur starfsemi sína leshópur íslenskra bókmennta. Áhuga- samir geta skráð sig í síma 13725 kl. 13-17 eða á kvöldin í síma 621309. Áætlað er að hópurinn hittist vikulega í 6 skipti. Leiðbeinadi er Elín Garðarsdóttir. Fundarstaður er Hótel Vík kl. 20.30 á þriðju- dagskvöldum. Miðað er við 10 í hóp. Þátttökugjald er kr. 1.200.- Kaffi innifalið. Söluskáli Glæsilegur söluskáli í austurborginni til leigu eða jafnvel til sölu nú þegar. Upplagt tæki- færi fyrir duglegt og samhent fólk. Upplýsingar í síma 689686 eða 675305 eftir kl. 19.00 í kvöld og næstu kvöld. Feður íforsjárdeilumálum Þeir feður, sem eru í forsjárdeilu eða hafa verið, og telja að á sér eða börnum sínum hafi verið brotið og hafa hug á stofnun sam- taka, hafið skriflegt samband við undirritaðan. Vigfús Andrésson, Berjanesi, A-Eyjafjöllum, 861 Hvolsvöllur. Snyrtivörur Heildverslun, sem hefur sl. 6 ár flutt inn snyrtivörur fré V-Þýska- landi 09 Danmörku, en hefur alfarið snúið sér að öðrum vöruflokkum, óskar eftir að komast í samband við aðila, sem óhuga hefði á því að yfirtaka þessi umboð. Hér er um að rœða fjögur þekkt merki: 1. V-þýskar alhliða snyrtivörur, þ.e. bæði krem- og litalína, fró fyrir- tæki sem þekkt er fyrir stööugar nýjungar á snyrtivörumarkaðnum, t.d. ásteyptar neglur (f. snyrtistofur) og einstaklega gott úrval af óhöldum. 2. V-þýskt vax (einkaleyfi) tll heimanotkunar og á snyrtistofum. Mjög góð reynsla hór á landi. Fastir viðskiptavinir. 3. Sænskt merki, eitt mest selda rakakrem á Noröuriöndum, sem hefur verið ó markaönum hér I u.þ.b. 15 ór. 4. V-þýskt fyrirtæki ó sviði áhalda og innróttinga fyrir snyrtistofum, þ.á m. snyrtistólar sem hafa þegar reynst vel á nokkrum fslensk- um snyrtistofum. Nú er fyrirfiggjandi góöur vörulager ( öllum þessum merkjum, og er hluti hans I tollvörugeymslu, en sú aðstaða getur fylgt umboðunum. I.ysthafendur vinsamlega sendið tilboð merkt: .Snyrtivörur" i póst- hótf 1177, 121 Rvk. Aðalfundur Neytendafélags Reykjavfkur og nágrennis verður haldinn fimmtudaginn 29. október kl. 20.00 á veitingahúsinu A. Hansen, Vestur- götu 4, Hafnarfirði. Stjórnin. Útvegsmannafélag Snæfellsnes Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 16. október kl. 18.00. Formaður L.Í.Ú. mætir á fundinn. Stjórnin. jltogroiMiiftift Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.