Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 13 Skynjun andartaksíns Bókmenntir Siglaugur Brynleifsson Kristján Karlsson. Kvæði '84. Almenna bókafélagið 1984. „Hvert einasta skáld, sem verð- skuldar það heiti, stendur sér á parti, og hvert einasta kvæði, sem máli skiptir, lifír sjálfstæðu lífí ...“ (Kr. K.: Formáli: íslenzkt ijóðasafn D3.) I Kvæðum ’84 er kvæðunum skipt í fímm þætti. Fyrsta kvæðið, „Guðríður á vori", er safn andar- taks skynjana og svipmynda. Hvert orð er hnitmiðað í átakaleysi sínu og látleysi. Tærleikinn er einkenni þessa ljóðs, örstuttar svipmyndir, sem tjá tilfínningaólgu og sam- svörun hennar í hafí og festingu, tímann og eyðinguna og árstíða- bundið líf lifandi náttúru. í þessu ljóði og reyndar fleirum er algjörlega ný náttúruskynjun, nýr tónn, sem brýtur blað í íslenskri lýrik, lýsingar eða innlif- uriin tjáist með fullkomnu yfírlæt- isleysi og litum: „Við græna hlein sig hefur þang í hljóðri fyllu í stefnu á gult djúp þögnin grænkar hægt og hægt ég hlusta á þangið sterkt og brúnt sem fyrir augans grun um grænt og gult er hverfult eilift líf.“ Tíminn eða staða utan tímans: „löng bið sem eyðist; eg er bið / á eyðslu tímans hér og nú“. í þessu ljóði lifa kvæðin vissulega sjálf- stæðu lífí, þessar stuttu og gagnorðu setningar, sem stefna að lokum að undrinu: „Ó spor f hrími. Sporlaust haf ég spyr þig einskis heldur bíð án ótta og vonar eftir því sem eilífð hafsins treinir mig hver spuming byði spuming heim eitt spor á vatni nægði mér“ téfn AUCLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF Kristján Karlsson Hugtök bókmenntafræðinnar verða alltaf hálfmött og oft merk- ingarrýr þegar um sérstæð, persónuleg og lifandi verk er að ræða, þau hemjast ekki í formúl- um. Meðal bestu Ijóða Kr. K. í þessari bók er: „Hann gekk um áðan, eftir þögn er eins og fótatak létt óvisst fótatak, hann sefur enn, útifyrir fellur regn á fjajl og stétt og menn og eftir stund hefst önur þögn líkt eins og fyr útifyrir fellur snjór á flall og glugga og dyr útifyrir fellur snjór á fönn og skugga og dyr“ í „Guðríður á vori“ segir: „Ég skammta engum skýring neins / ég skil mig sjálf sem mynd á vegg/ sem hangir augljós opinská / svo orðin þagna á miðri leið ...“ Þetta myndi vera umsögn um þetta ljóð. Kr. K. hefur með þessum ljóðum endumýjað og endurlífgað „orðið". Góður skáldskapur er alltaf „nýr“, heimurinn birtist undir nýju sjónar- homi og „opnar öðmhvom fyrir dýpri kendir og skynjun sem býr í hveijum rnanni" (Eliot: The Use of Poetry...) „í eigin mynd / er skáldskapur- inn grænn hvemig sem viðrar" (Frá degi til dags). Meðal snjöllustu líkinga-ljóða bókarinnar er „Dauf fyrirmynd“, snilldarlegar samlík- ingar, stuttar og skýrar. „því dagsins mynd á sér stað í einu daufu ljósi og flýr við dagrenning en líking ljóðs af ljósi er aftur dagur nýr dymar opnast, eins og fyrr og einhver kveikir, stendur kyrr.“ Eitt er það sem skilur á milli ljóðagerðar Kr. K. og annarrar íslenskrar ljóðagerðar, en það er óvenjuleg þekking hans á samtíma og eldri skáldskap, bæði íslenskuiri og erlendum. Sjóndeildarhringur hans er víðari, svo að ljóð hans verða alþjóðlegri og hann auðgar tunguna og skynjun hans verður ferskari í tjáningu ljóðanna. Hann fjallar um „ofríki bókmenntasög- unnar“ í formálanum að íslenzku ljóðasafni, en hann hefur með Ijóð- um sínum sigrast á þessu „ofríki" með þeirri endumýjun og nýsköp- un sem ágætir kvæði hans. Hann yrkir sig frá „ofríkinu" en jafn- framt inn í „ofríki" bókmennta- sögu framtíðarinnar með sínum ágætu kvæðum. Kópavogur — einbýli Bráðvantar einbýli i ___t.d. í Víðigrund |14120’ 20424 eðaBirkigrund. ®622030® SfboOi. Sýniahorn úrsöluskrá l Bólstaðarhlíð - 5 herb. Mjög rúmgóð og skemmtileg rúmlega 120 fm (nettó) íbúð á 4. hæð í þríb. 4 svefnherb. Mikil og góð sameign. Bílskréttur. Verð 5,1 millj. Eskihlíð - 3ja-4ra herb. Góð ca 110 fm (nettó) íbúð á 3. hæð. Gott út- sýni. Óvenju gott skápapláss. Aukaherb. í kj. Verð 4,3 millj. Kjarrmóar Gbæ - endaraðhús Nýlegt ca 170 fm endaraðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Skemmtileg eign á þessum vin- sæla stað. Breiðvangur Hf. - 5 herb. Ca 140 fm íbúð á 1. hæð ásamt bílskúr. Fæst í skiptum fyrir raðhús eða einbýli í Hafnarfirði eða Garðabæ. Garðabær - einbýli - tvær íbúðir Bráðvantar ca 150-200 fm einbýli á einni hæð fyrir góðan kaupanda. Hugsanleg skipti á 300 fm húseign með tveimur íbúðum á góðum stað í Garðabæ. HEIMASÍMAR: 622825 - 667030 miðstöðin HATUNI 2B • STOFNSETT 1958 Sveinn Skúlason hdl. ÍEI Y VÍKURHUGBÚNADUR HEILDARLAUSN UM HELGINA Víkurhugbúnaður kynnir: Ráð-sölukerfi, Ráð-viðskiptamannakerfi, Ráð-lagerkerfi, Ráð-fjárhagsbókhald, Ráð-launabókhald. Tölvurnar frá Fjölkaup eru: Bondwell og Lingo. LAUGAVEGI 163, Athugiö! Gengiö inn Skúlagötumegin. Sýning á tölvum og hugbún- aði verður haldinn í Fjölkaup um helgina - laugardag 31. október kl. 10.00 -18.00, sunnudag 1. nóvember kl. 10.00 -18.00. Það eru Fjölkaup hf. og Víkurhugbúnaður sem standa að þessari sýningu. Þetta er sölusýning og verður boðið upp á pakka- sölu - tölvur frá Fjölkaup hf. og hugbúnað frá Víkurhug- búnaði, hvort tveggja á mjög hagstæðu verði. Leysum vanda um helgina - lítum á heildarlausnina í Fjölkaup. FJÖLKAUP HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.