Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Það er tll skárri leið en kreppuskattar eftirÁrna Sigfússon Á næstu mánuðum er brýnt að efnahagsvandinn verði leystur í anda sjálfstæðisstefnunnar; aukn- um spamaðarmöguleikum, auknu fijálsræði í efnahagslífinu og lægri ríkisútgjöldum. í flárlagafrumvarpi ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar er ljóst að á margvíslegum málum erum við á réttri leið. Það þurfti þrek til að taka ákvörðun um 1.200 milljóna króna niðurskurð á síðustu dögum flárlagaundirbúnings, svo ná mætti hallalausum flárlögum, og líklega þarf enn meira þrek stjómmála- manna til að standa við það. Það er fagnaðarefni að ríkis- stjómin hyggst bregðast við að- steðjandi efnahagsvanda með því að afgreiða flárlög hallalaus og treysta gengi íslensku krónunnar. Með því að bjóða nýja möguleika í spamaði, m.a. með því að ryðja úr vegi skattalegum hindmnum svo alþýðan geti sparað í formi hluta- fjárkaupa, er einnig stigið mikil- vægt skref í rétta átt. Vemlega er losað um höft í utanríkisviðskiptum með því að gefa fyrirtækjum mögu- leika á kaupum á erlendum verð- bréfum og hlutum í erlendum fyrirtækjum. Þá hefur stórt átak verið gert til að draga úr erlendum lántökum. Með því að fella niður ríkisábyrgð á skuldbindingum fjár- festingarlánasjóðanna em settar skorður við þvf að menn sæki ótak- markað lánsfé til útlanda í óarð- bærar framkvæmdir. Þannig er byggð undirstaða fyrir virkri bar- áttu gegn verðbólgu og viðskipta- halla. Allt er þetta af hinu góða og sannar að ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar er að þessu leyti á réttri leið. Skattarnir eru engin nauðvörn í ríkisstjóminni náðist ekki :;tjómmálaleg samstaða um frekari niðurskurð í rekstri hins opinbera. Til þess að mæta þeim hundmð milljóna sem enn vantaði upp á til að skila hallalausum fjárlögum var ákveðið að auka enn frekar skatt- heimtu á almenning og fyrirtæki. Það er ljóst að þessar skatta- hækkanir em mjög andstæðar stefnu og vilja sjálfstæðisfólks. En við störfum í lýðræðisþjóðfélagi, í samsteypustjóm, og ljóst var að þetta yrði sú fóm sem færa þurfti til þess að við gætum áfram haldist á braut framþróunar og velmegun- ar. Eftir að hafa kynnt mér íjárlaga- fmmvarpið fyrir árið 1988 og starað á ótrúlegt bmðl, sem þar fyrirfinnst ennþá, fullyrði ég að með auknu aðhaldi og fyrirhyggju í rekstri hins opinbera má spara þær upphæðir sem upp á vantar til að skila hallalausum fjárlögum án þess að leggja nýja skatta á almenn- ing og atvinnufyrirtækin í landinu. Að auki þykir mér úrsláttur fjár- málaráðherra varðandi matarskatt- inn gefa til kynna að sú lausn sé ekki sú nauðvöm sem hann vildi í upphafi vera láta. Því mótmæli ég þessari auknu skattheimtu. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að vera þátttakendur í aukinni skattheimtu á meðan ekki er full- reynt hvort draga megi úr ríkisút- gjöldum. Nú, þegar gert er ráð fyrir samdrætti á næsta ári, gengur eng- an veginn að bregðast við með aukinni skattheimtu — kreppus- köttum. Við eigum að benda á skynsamlegri leiðir og það geri ég hér með: Ríkir aðhaldsstefna í ráðuneytum? í verðforsendum fjárlagafrum- varpsins er gert ráð fyrir 39% hækkun launaliða frá frumvarpinu 1987 og 23% hækkun á rekstrarlið- um. Við skyldum því ætla að í „aðhaldsfrumvarpi" séu hækkanir ráðuneytanna minni eða jafníiiklar og þessar verðlagshækkanir. Við skyldum jafnframt ætla að ráð- herramir gangi á undan með góðu fordæmi og sýni aðhald í rekstri og öðrum kostnaði vegna aðalskrif- stofa ráðuneytanna. Því fer þó íjarri að allir ráðherramir gangi á undan með góðu fordæmi. Þegar frumvarp þessa árs og næsta árs eru borin saman kemur í ljós að kostnaður vegna aðalskrifstofa ýmissa ráðuneyta hefur stóraukist um- fram verðlag. Framsóknarráðherr- arnir eru dýrastir Þannig hækkar kostnaður við aðalskrifstofur í ráðuneytum fram- sóknarmanna sem hér segir: Sjávarútvegsráðuneytið um 128% á milli ára, utanríkisráðuney- tið um 95%, en þar er reyndar verið að taka við nokkrum nýjum verk- efnum, landbúnaðarráðuneytið um 85,3% og heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið um 76,3%. Þá koma kratar Hækkanir á aðalskrifstofum í ráðuneytum krata hækka nokkrum minna: félagsmálaráðuneytið um 74,9%, dóms- og kirkjumálaráðu- neytið um 73,3% og fjármálaráðu- neytið um 72,6% þegar tekið hefur verið tillit til sambærilegs reksturs í fyrra og nú. Viðskiptaráðuneytið hefur þá sérstöðu að hækka aðeins um 22,7% enda er einn meginverk- þáttur þess ráðuneytis, viðskipta- skrifstofa, færður yfir á utanríkis- ráðuneytið. Við eðlilegar aðstæður ætti að vera um meiri lækkun að ræða því að viðskiptaráðuneytið afhendir ekki nema 2 stöðugildi frá sér til 5 manna viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins þrátt fyrir verkaskiptinguna. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins sýna mest aðhald Það er ekki tilviljun að á aðal- skrifstofum ráðuneyta sjálfstæðis- manna gætir hvað mests aðhalds. Þar mætti þó sjá tekið til hendi af meiri krafti. Menntamálaráðuneytið hækkar um 69,4%, samgönguráðu- neytið um 50,2%, iðnaðarráðuneytið um 40,2% og forsætisráðuneytið sýnir í tölum 4,7% lækkun vegna verkefnatilfærslna en hækkar um 38%, þegar tekið hefur verið tillit til sambærilegs reksturs nú og sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi 1987. Matarskattur þessa árs jafngildir bruðli á aðalskrifstofum Þessar tölur eru ekki settar fram til að villa einum eða neinum sýn eða kasta rýrð á einstaka ráðherra. Þær segja reyndar takmarkaða sögu, því nokkuð er um verkefnis- breytingar á aðalskrifstofum ráðuneyta sem taka verður tillit til. Hitt fer þó ekki á milli mála að þessar óheyrilegu hækkanir þýða á heildina litið um 160 milljónum króna meira í kostnað vegna aðalskrifstofa ráðuneytanna en þörf er á til að fylgja eðlilegum verðlagsbreytingum. Matarskatt þessa árs má því afnema ef allir ráðherramir em tilbúnir að sýna raunverulegt aðhald þó ekki sé nema í sínum eigin húsakynnum (sjá töflu). Um 48 milljónir eiga að fara í gamla útvarpshúsið Ég get ekki orða bundist um annan þátt í fjárlagafrumvarpinu. í þessu „aðhaldsfrumvarpi" er fyrir- hugað að setja um 48 milljónir krónur í endurbætur og búnaðar- kaup í gamla útvarpshúsið við Skúlagötu. í sjávarútvegsráðuneyt- inu em 16 starfsmenn. Þeir munu nota 17 milljónir á þessu ári til þess að koma sér fyrir í þessu húsi, auk þess sem rfkið leggur beint fram um 25 milljónir króna á þessu ári í endurbætur á húsinu svo ríkis- Árni Sigfússon „Eftir að hafa kynnt mér fjárlagafrumvarp- ið fyrir árið 1988 og starað á ótrúiegt bruðl, sem þar fyrirfinnst ennþá, fullyrði ég að með auknu aðhaldi og fyrirhyggju í rekstri hins opinbera má spara þær upphæðir sem upp á vantar til að skila hallalausum fjárlögum án þess að leggja nýja skatta á almenning og atvinnufyrirtækin í landinu.“ stofnanir sómi sér nú vel innan dyra. Hver veit hvað það mun kosta á næsta ári. Hér er um að ræða þær hæðir sem útvarpið hafði, en háir útvarpssalir henta illa sjávarút- vegsráðuneytinu svo byggja skal gólf í þá sali, „auðvitað" kaupa inn ný húsgögn og endurbæta húsið að öðm leyti. Væri ekki nær að selja húsið eða þessar hæðir undir þann rekstur sem því hentar betur? Hlutfallsleg hækkun á kostnaði viA aðalskrifstofur ráðuneyta frá fjárlögum 1987 og frumvarpi 1988. Sjávarútvegsráðuneyti Utanríkisráðuneyti Landbúnaðarráðuneyti Heilbrigðis/trygg. Félagsmálaráðuneyti Dóms/kirkjumálar. Fjármálaráðuneyti Menntamálaráðuneyti Hagstofan Samgönguráðuneyti Fjárlaga/hags. lönaðarráðuneyti Viðskiptaráðuneyti Forsætisráðuneyti +20 eðllleg hækkun miðað við verðforsendur hækkun jmfram verðforsendur 40 60 80 hækkun í % frá '87—'88 Skyldu nýju útvarpsstöðvamar verða tilbúnar að huga að slíkum kaupum? Þannig yrði húsið tekju- öflun á erfiðleikatímum í stað þess að vera enn ein svartaholan í út- gjaldaaustri ríkissjóðs. Hér er um að ræða þvílíkt bmðl með almanna- fé að ekki á að koma til greina að krefja alþýðuna um auknar skatt- greiðslur á meðan slíkt viðgengst. Eru metin ekki að verða of kostnaðarsöm? Öllu má ofgera. Sérstaklega þeg- ar verið er að leggja aukna skatta á alþýðuna til þess að réttlæta að- gerðir stjómmálamanna. Það er vissulega ánægjuefni að miklu fjár- magni er nú, eins og í fyrra, veitt til húsnæðislánakerfísins. Að þessu sinni hyggst ríkið leggja um 1,7 milljarða króna til byggingarsjóð- anna á móti 6 milljarða skulda- bréfakaupum lífeyrissjóðanna. Jafnvel er búist við enn frekari skuldabréfakaupum lífeyrissjóð- anna vegna rýmri tekjustofna þeirra og hagstæðs verðs á skulda- bréfum. En þá dettur mönnum í hug að gera þetta ár að jafnvel enn meira metári en síðasta ár hvað ríkisframlög varðar með því að leggja fram 17% meira fjármagn að raunvirði beint úr ríkissjóði. Séu hins vegar 100 milljónir skomar af þessum stóra lið, stendur enn eftir um 23% hækkun á framlagi ríkisins á milli ára, sem nánast heldur í við metárið i fyrra, ásamt stórfelldri aukningu á lánsfé bygg- ingarsjóðanna vega skuldabréfa- kaupa lífeyrissjóðanna. Ég tel það vera farsælli lausn að fara aðeins hægar í sakimar í þessum mála- flokki en að skella kreppusköttum á alþýðu manna. Höfum í huga að aðgerðum ríkisstjómarinnar er ætl- að að draga úr þenslu. Of stórt stökk í húsnæðiskerfinu hvetur hins vegar til vemlegrar þenslu. Tími til kominn að taka á lyfjakostnaði Það hlýtur að vera áhyggjuefni fleimm en mér að sjá í engu tekið á stórfelldri þenslu í heilbrigðis- og tryggingakerfínu sem ekki hefur stuðlað að betri heilsu og gæðum þjónustunnar. í þessu fjárlagafmm- varpi er áætlað að lyfjakostnaður verði 1,4 milljarðar króna. Ef við náum 10% hagræðingu í þessum málum, sem alls ekki er óraunhæft markmið, þýðir það 140 milljóna króna spamað. I dag verðlaunar ríkið dýmstu lyfjaheildsalana með því að láta lyfjanotanda aðeins greiða fasta upphæð en niðurgreiða svo vömna að fullu hvað sem hún kostar. Ef farin er sú leið að bjóða lyf út og versla eingöngu við þann sem býður viðurkennt lyf á hag- stæðustu verði, eða þá að sjúkra- samlög greiði aðeins hlutdeild í ódýmstu vörumerjum hvers viður- kennds lyfs, er Ijóst að spara má vemlega. Þá er einnig sjálfsagt að athuga gaumgæfilega hvor ekki megi hækka greiðsluhlutfall not- enda svo þeir verði meðvitaðri um verð á mismunandi lyfjum og krefj- ist sjálfir aðhalds i verði. Þetta er ekkert einfalt mál en það færist ekki í betra horf nema tekið sé á því af festu. Það er hægt og því er mjög raunhæft að sjá 140—200 milljóna króna spamað með nýjum vinnubrögðum stjómvalda. Við hljótum fremur að velja slík vinnu- brögð en matarskatt og aðra kreppuskatta. Einurð stjómmála- manna getur leyst kreppuskattana af hólmi Fjölmörg önnur hagræðingar- og skipulagsatriði geta gefíð ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar mögu- leika á að losna við kreppuskattana. Hvers vegna má t.d. ekki auka sértekjur Hafrannsóknastofnunar rétt eins og verið er að gera hjá ýmum öðrum rannsóknar- og þjón- ustustofnunum fyrir atvinnuvegina? Það er eðlilegt að notandi greiði fyrir téða þjónustu. Mér sýnist gjaman miðað við að 40—50% af útgjöldum stofnana séu greidd af sértekjum þeirra. Ríkið áætlar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.