Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 24

Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 telja að hagnýtar rannsóknir ættu að mestu leyti að byggja á íjár- magni fyrirtækja og einstaklinga, en fjármagn frá ríki og sveitarfélögum ætti að renna til undirstöðurann- sókna, sem ekki hefðu augljóst hagnýtt gildi á hveijum tíma. Víglundur lagði til fjórar breytingar til að örva þátttöku fyrirtækja í rann- sóknum: að þjónustustofnanir at- vinnulífsins yrðu gerðar að sjálfs- eignarstofnunum, að kostnaðar- skattar á fyrirtæki yrðu afnumdir til að auka fjármunamyndun þeirra til rannsóknar- og þróunarverkefna, að áhættufé fyrirtækja fengi skattaleg- an forgang, og að reglur um þátttöku erlendra aðila til fjárfestinga hér á landi yrðu rýmkaðar. Efasemdir um stóriðju í skýrslum hinna fimm starfshópa kom fram að tengsl rannsókna og atvinnulífs í hinum ýumsu greinum væru mjög mismunandi. Líftækni, sem nefnd hefði verið sem hugsan- legur vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífi, ætti erfitt uppdráttar í atvinnulífínu vegna þess að lítil fyrir- tæki réðu varla við verkefni á því sviði, þó að töluverðar rannsóknir væru gerðar í líftækni. Hins vegar hefðu smáfyrirtæki á sviði upplýsin- gatækni, svo sem í gerð hugbúnaðar, sprottið upp þó að litlar rannsóknir hefðu farið fram á þessu sviði. í skýrslu eins hópsins sagði að hlutverk hins opinbera væri að setja almennar reglur um fjármögnun rannsókna, ekki að ákveða hvaða greinar ætti að styrkja. Samkeppni um fjármagn væri æskilegt, en breyta þyrfti skattalögum til að örva þátttöku atvinnulífsins í rannsókn- um. í skýrslu umræðuhóps um auðlindir á landi komu fram efa- semdir um möguleika á stóriðju hér á landi í náinni framtíð - m.a. vegna mikilla virkjanaframkvæmda víða erlendis - en umræður snerust að mestu um fískeldi. Menn töldu því að lítil eftirspum yrði eftir raforku í náinni framtíð, en eftirspum eftir lághitavatni vegna fískeldis myndi aukast. Rannsóknaskattur á kvótasölu? Umræðuhópur um rannsóknir í sjávarútvegi benti á að þó að flestir fískstofnar væru fullnýttir, væru sumar botnfísktegundir þó vannýtt- ar, og hægt væri að bæta vinnslu físksins. Atvinnulífið ætti að styrkja rannsóknir í ríkari mæli en nú væri, og aukin samvinna við erlenda aðila væri af hinu góða. Settar voru fram hugmyndir um að fjármagna rann- sóknir í sjávarútvegi með 5% skatti á kvótasölu - þ.e. ef kvótasala yrði tekin upp á annað borð - en þetta gæti gefíð af sér 150 miHjónir. í áliti starfshóps um landbúnaðar- rannsóknir kom fram óánægja með niðurskurð til rannsókna í fjárlaga- frumvarpinu fyrir næsta ár. Vegna þess að framleiðsla væri nú takmörk- uð, þyrfti að framleiða á hagkvæmari hátt en áður, og því færi mikilvægi rannsókna fyrir landbúnaðinn vax- andi, auk þess sem nýjar búgreinai- þyrftu á rannsóknum að halda. Þá væri mikil þörf á grunnrannsóknum á uppgræðsluaðferðum og eðli jarð- vegs á íslandi til að græða upp landið. Starfshópur um rannsóknir í byggingariðnaði sagði að rannsóknir á því sviði hefðu að miklum hluta snúist um mistök sem gerð hefðu verið á síðustu áratugum. Rann- sóknastofnun Byggingariðnaðarins þyrfti að hafa meira frumkvæði við að finna sér verkefni og fjármögnun- arleiðir. Niðurstöður Ekki var gefin út nein sameiginleg ályktun í lok afmælisráðstefnunnar, en flestir þeirra sem til máls tóku voru sammála um nokkur atriði, og má kannski líta á það sem niðurstöð- ur ráðstefnunnar. í fyrsta lagi var bent á að nokkurt samhengi væri á milli hagvaxtar og útgjalda til rann- sókna hjá iðnvæddum þjóðum, og því væri hagkvæmt að auka útgjöld til rannsókna í þágu atvinnuveganna. í öðru lagi lýstu margir góðri reynslu af samvinnu fyrirtækja og rann- sóknastofnana atvinnuveganna, og lögðu til aukið sjálfstæði stofnan- anna í verkefnavali, og að hlutdeild fyrirtælqanna í fjármögnun á rann- sóknum yrði aukin. Morgunblaðið/Þorkell Litið yfir ráðstefnusalinn á Hótel Loftleiðum. Fremst á myndinni til hægri er dr. Jakob K. Kristjánsson, sem hlaut hvatningarverðlaun Rannsóknaráðs ríkisins á ráðstefnunni. Ráðstefna um vísindi í atvinnulífinu: Fyrirtækin þurfa að taka aukimi þátt í rannsóknum Rannsóknastofnanir fái aukið sjálfstæði Af mælisráðstefna um vísindarannsóknir í þágu at- vinnuvegana var haldin á Hótel Loftleiðum á föstudag- inn sl. í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun Atvinnu- deildar Háskólans. Að ráð- stefnunni stóðu hinar 10 opinberu stofnanir sem stunda rannsóknir tengdar atvinnulífinu, en þær eiga all- ar beint eða óbeint rætur sínar að rekja til Atvinnu- deildarinnar gömlu. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, var viðstödd ráðstefnuna, en hana sátu stjómmálamenn og full- trúar frá rannsóknastofnunum og atvinnulífínu. Á ráðstefnunni var rætt um stefnumótun og ijármögnun vísindarannsókna í þágu atvinnulífs- ins, og virtust flestir vera sammála um að fyrirtæki ættu að taka meiri þátt í rannsóknum en nú væri raun- in á. Alls voru fíutt 26 erindi á ráðstefnunni, sem var skipt niður í 5 hópa, en f lok ráðstefnunnar flutti hver hópur skýrslu með helstu niður- stöðum sínum. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, setti ráðstefn- una, en síðan flutti Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, erindi sem hann nefndi „Rannsóknir í þágu at- vinnulífs 50 ára - Frá fortíð til framtíðar". Rannsóknir stuðla að hag'vexti Vilhjálmur rakti sögu vísindarann- sókna í þágu atvinnuveganna hér á landi, og leiddi að því rök að nú væri að hefjast nýtt tímabil í þróun íslensks atvinnulífs með innreið tölvutækni og stórbættum sam- göngum við umheiminn, á meðan það væru þrengingar í hefðbundnum greinum. Hann sagði að þáttaskil hefðu orðið í hagnýtum rannsóknum með stofnun Rannsóknasjóðs árið 1985, sem hefði þegar leitt til all- margra rannsókna- og þróunarverk- efna á áhugavorðum sviðum, oft í nánum tengslum við atvinnufyrir- tæki. Meðal gesta á ráðstefnunni voru Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra. Vilhjálmur spáði því að rannsóknir og tæknimál myndu fá aukið vægi í þjóðarbúskap íslendinga á komandi árum og nefndi hann tillögu Rann- sóknaráðs um að hlutfall þjóðartekna sem varið yrði til rannsókna yrði tvöfaldað á næstu 10 árum, svo það yrði svipað og það er nú á Norðurl- öndum. Hann minntist á rannsóknir Roberts Solows, sem fékk nóbels- verðlaunin í hagfræði í ár, en hann hefur leitt líkur að því að meira en helming hagvaxtar megi rekja til vísindalegra rannsókna og tækni- framfara. Skólakerf ið verði lagað að atvinnulífinu Sigmundur Guðbjamason, Há- skólarektor, fjallaði um „þekkingar- stefnu" í erindi sínu, og kom fram með nokkrar tillögur um hvemig menntakerfíð gæti betur búið íslend- inga undir kröfur framtíðarinnar. Hann lagði m.a. til að efri deildir framhaldsskóla legðu áherslu á sér- svið sem myndu nýtast í atvinnulífí í hverjum landshluta, og að skóla- sjónvarp yrði nýtt til að vega upp á móti kennaraskorti. Hann sagðist fagna þeirri þróun að skólar á há- skólastigi sem byðu upp á stutt, hagnýtt nám væru nú teknir til starfa. Sigmundur sagði að hlutverk Háskóla Islands væri einkum að leggja stund á fræðilegar grundvall- arrannsóknir, en með stofnun Rannsóknaþjónustu Háskólans væri nú komið á samstarf milli Háskólans og atvinnulífsins. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, * sagði í erindi sínu að reynsla Rann- sóknastofnunarinnar af samnings- bundnum verkefnum með þátttöku fyrirtækja væri góð; þannig skiluðu verkefnin sér fljótt út í atvinnulífið, og tekjuöflun af þannig verkefnum næmi nú u.þ.b. 40% af heildarút- gjöldum stofnunarinnar. Hann sagðist vera fylgjandi því að ríkið fjármagnaði grundvallarrannsóknir, en hagnýtar rannsóknir yrðu fjár- magpiaðar með sameiginlegri þátt- töku ríkisvalds og atvinnuvega. Grímur sagði að rannsóknir í fiskiðn- aði byðu upp á mikla framtíðarmögu- leika, ekki aðeins á sviði fískvinnslu og fískeldis, heldur einnig á sviði tækniþróunar. Hann benti á að í nýlegri skýrslu væri talið að þróun- arátak til aukinnár hagræðingar og sjálfvirkni í fískiðnaðinum, sem kost- aði um 450-600 milljónir, gæti skilað inn 2-3 milljörðum á ári. Búháttabreytingar kalla á rannsóknir Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, flutti erindið „Landbúnaðar- stefna - landbúnaðarrannsóknir" í fjarveru Jóns Helgasonar landbúnað- arráðherra. Guðmundur sagði það misskilning að fjármagn til land- búnaðarrannsókna ætti sjálfkrafa að minnka vegna samdráttar i land- búnaði, þvert á móti kölluðu þær miklu breytingar á búháttum sem nú ættu sér stað á liðsinni rann- sóknastarfsemi. Eðlilegt væri að hið opinbera bæri mestan kostnað af landbúnaðarrannsóknum, því aukin útgjöld bænda myndu einfaldlega skila sér f hækkuðu vöruverði til neytenda. Landbúnaður á íslandi væri að verða æ fjölbreyttari og sér- hæfðari, og krefðist því fjölbreyttrar og sérhæfðrar fagþjónustu. Viglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, sagðist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.