Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 Minning: OiafurÁg. Ölafsson bóndi Valdastöðum Fæddur 1. ágnist 1902 Dáinn 7. janúar 1988 Ólafur Ágúst Ólafsson, bóndi að Valdastöðum í Kjós, verður jarð- settur í dag frá Reynivallakirkju, en hann andaðist að Vífilsstöðum hinn 7. janúar sl. lið'.ega 85-ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um alllangt skeið. Ólafur Ágúst átti sterkar rætur í Kjósinni. Hann var fæddur að Fossá í Kjós 1. ágúst 1902, sonur hjónanna Ásbjargar Tómasdóttur og Ólafs Matthíassonar bónda þar og ólst þar upp í stórum systkina- hópi. Ólafur hneigðist ungur að bú- skaparstörfum og undirbúningur til lífsstarfsins skyldi vera eins og völ var á. Hann stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri og lauk prófi þaðan 1925. Bóndi að Fossá gerðist Ólafur 1928 og bjó þar fyrst ásamt bróður sínum Sigurþór, en einn eftir lát hans til ársins 1937. Hinn 11. október 1930 kvæntist Ólafur Ásdfsi Steinadóttur frá Valdastöðum og 1937 fluttust þau þangað og hófu búskap þar í sam- býli við foreldra Ásdísar, þau Elínu FViðfinnsdóttur og Steina Guð- mundsson, sem bæði eru látin. Sama ár reistu Kristín, systir Ás- dísar og Grímur Gestsson, maður hennar, nýbýli úr Valdastöðum sem nefnt var Grímsstaðir og hófu þau búskap þar. Sambýli þeirra Valdastaðahjóna stóð til 1956 er Elín lést, én Steini var þar æ síðan til heimilis. Hann lést 1970. Ólafur Ágúst var mikill búhöldur og áhugamaður um allt er varðaði búskap og landvemd. Samhliða drjúgum búskaparstörfum sínum varð hann forystumaður í sveit sinni FÉLAO JÁRNIDNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. jan. 1988 kl. 20.00, á Suðurlandsbraut 30,4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Fundarsköpfélagsins 3. Kjaramál 4. Önnurmál Mætið stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. JéI2 SPOtm WVERFISGATA 105 SIMI 13860 Eru þíntr fætur hér? Leikfimi fyrir allar konur og nú fjúka jólakílóin. Gott verð - góð aðstaða. Innritun í síma 13880. ÁSTA OG SÓLVEIG. TÖLVUPRENTARAR á fjölmörgum sviðum er bænda- stéttina snerti. Búnaðarfélagið naut starfskrafta hans og í stjóm Mjólk- ursamsölunnar átti hann sæti um hríð. Búnaðarfélagið veitti honum sérstaka heiðursviðurkenningu. Hann var mikill áhugamaður um rafvæðingarmál í Kjósinni og for- ystumaður um stofnun sérstaks raforkusjóðs til þess að aðstoða bændur í þeim efnum. Vissulega voru það undarleg ör- lög að rafmagnið skyldi verða svo mikill skaðvaldur á Valdastöðum sem raun varð á, en þau Ásdís og Ólafur tóku því sem að höndum bar og reistu sér nýtt og myndarlegt íbúðarhús að Valdastöðum með sinni einstöku snyrtimennsku sem þau reyndar fengu sérstaka viður- kenningu fyrir. Skógræktin og landgræðslan áttu dyggan stuðningsmann í Ólafi á Valdastöðum og var honum það mikið ánægjuefni þegar Skógrækt- arfélag Kjósarhrepps og Kópavogs- kaupstaðar sameinuðust um kaup á æskustöðvum hans, jörðinni Fossá, til þess að klæða landið. Félagsmálin tóku drjúgan tíma, en í hreppsnefnd sat Olafur um árabil. Formaður skólanefndar og reyndar framkvæmdastjóri skóla- byggingarinnar á meðan skólinn var í byggingu. Formaður UMF Drengs var hann og í forystu Bræðrafélags Kjósarhrepps. Ólafur Agúst var maður mjög sjálfstæður og myndaði sér skýrar skoðanir á mönnum og málefnum. Honum var ljóst að það sem hag- kvæmast væri hveijum og einum til framfara er frelsi til orða og athafna. Hann gerðist því liðsmaður sjálfstæðisstefnunnar og einn af stofnendum Þorsteins Ingólfssonar, félags sjálfstæðismanna í Kjós, og í stjóm þess. Fulltrúi þeirra á lands- fundum Sjálfstæðisflokksins á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þau Ólafur og Ásdís brugðu búi fyrir nokkrum árum og við tók son- ur þeirra, Ólafur Þór, og kona hans, Þórdís Ólafsdóttir frá Hrauni í Ölf- usi, en hin bömin þeirra þrjú, Unnur, Ingi Steinar og Tómas, em öll fjölskyldufólk, búsett í Reykjavík. Frá því ég fyrst kom að Valda- stöðum í fylgd tengdaföður míns, Þorgils Guðmundssonar, íþrótta- kennara, sem þaðan var ættaður, hefi ég átt vináttu og mikinn stuðn- ing þeirra hjóna. Ég vil því þegar Ólafur er kvaddur minnast þess með þakklæti. Valdastaðir hafa skipað veglegan sess í Kjósinni. Þeir sem þar hafa búið hafa vissulega gert sitt til þess að svo mætti vera. Vinur minn Ólaf- ur Ágúst Ólafsson með stuðningi konu sinnar, Ásdísar, hefur gert sinn hlut í því tilliti með miklum ágætum. Við Sigrún og fjölskylda okkar sendum kveðjur til Ásdísar og fjöl- skyldu þennar og biðjum Ólafí Ágústi Ólafssyni Guðs blessunar í nýjum heimum. Matthías Á. Mathiesen Minning: Agústa Hákonardóttir frá Hafþórsstöðum Fædd 21. ágúst 1905 Dáin 6. janúar 1988 í dag, 16. janúar,''fer fram frá Hvammskirkju í Norðurádal útför Ágústu Hákonardóttur frá Haf- þórsstöðum. Ágústa fæddist 21. ágúst 1905 á Uppsölum í Norðurárdal, næst- yngst 6 bama þeirra Hákonar Jónssonar og Herborgar Þórðar- dóttur. Af þeim eru nú á lífi Siguijón fæddur 2.9. 1898 og Hall- dór fæddur 18.1. 1901 báðir búsettir í Reykjavík, og Metta fædd 6.12. 1903, sem býr í Bandaríkjun- um. Látnir eru Þórður fæddur 6.7. og Hermann, er var yngstur þeirra systkina, fæddur 11.11. 1909. Eins og títt var á þessum árum ólst Ágústa upp við litla skóla- göngu, en mikla vinnusemi. Hún var líka mjög vel verki farin, vann öll sín störf af samviskusemi og snyrtimennsku. Vann hún á búi foreldra sinna á Uppsölum, og síðar á Desey og Hafþórsstöðum þar til þau létust. Þá flutti hún til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst við veitingar í Iðnó, síðan á Mat- stofu Austurbæjar og síðast í Þvottahúsi Ríkisspítalanna. Frístundum sínum varði hún gjam- an til ferðalaga, og ferðaðist víða um landið, þó henni væri alltaf Norðurárdalurinn kærastur allra sveita. Hún var mannblendin, og hafði gaman af að koma á samkom- ur og ræða við fólk. Ágústa gerðist snemma ævifélagi í Borgfirðingafé- laginu í Reykjavík, og var virk í starfi kvennadeildar félagsins með- an heilsan leyfði. Síðustu árin bjó Ágústa í Lönguhlíð 3, hafði þar litla en nota- lega íbúð, þar sem hún undi sér vel og nýtti sér margt, sem þar var á boðstólum, svo sem tilsögn í líkams- rækt og handavinnu. Ekki þurfti þó að kenna Ágústu að pijóna, það kunni hún öðrum betur og voru hosur og vettlingar frá henni víða metið. Síðastliðið vor fór þess að verða vart að heilsa hennar var að bila, og var hún á sjúkrahúsi svo til samfellt síðan, þar til hún andað- ist að kvöldi þrettánda dags jóla. Við systkinin þekktum Gústu frá því við munum eftir okkur. Hún var okkur sem elskuleg eldri systir, enda var hún oft fengin til að hjálpa til á Glitstöðum þegar þar var hjálp- ar þörf. Þeim okkar sem eldri erum er sérstaklega minnisstæð dvöl hennar á Glitstöðum fyrir sextíu árum, þegar yngsta bamið fæddist þar á aðfangadagskvöld. Gústa var hæglát og prúð í fram- komu, en þó glaðlynd og gaman- söm. Hlátur hennar var innilegur og smitandi, og hún laumaði oft fram glettnum athugasemdum á sinn hæverska hátt. Hún var trygg- lynd og frændrækin, og fylgdist vel með öllu sínu frændfólki. Hún var höfðingi heim að sækja, og er í minnum höfð veisla, er hún hélt á sjötugsafmæli sínu. Þá bjó hún í einu kjallaraherbergi með eldhúsað- gangi, en hélt þó frændum og vinum stórkostlega súkkulaðiveislu. Nú að leiðarlokum er okkur ljúft að minnast margra ánægjulegra stunda er við áttum með Gústu frænku. Hvort heldur hún rétti fram hjálparhönd á Glitstöðum, kom sern góður gestur að Sigmundarstöðum og Hjalla og síðan á heimili okkar hér í Reykjavík, eða átti með okkur ánægjulega dvöl í sumarhúsi við Álftavatn eða uppi í Borgarfirði — þá var alltaf gott að vera í návist Gústu. Rósemi, hlýja, glettni, um- hyggja fyrir öðrum — þetta er það, sem við muhum þegar nafn hennar er nefnt. Blessuð sé minning hennar. Systkinin frá Glitstöðum Sigurveig Jóhannes- dóttir - Kveðjuorð Fædd 21. febrúar 1905 Dáin 9. janúar 1988 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma er dáin — búin að fá lang- þráða hvíld eftir eflaust erfiða lífsgöngu. Minningamar hrannast upp í huga mínum. Amma bjó allt sitt líf á Raufarhöfn, þaðan sem ég á yndis- legar minningar frá bamæsku minni. Allt frá því ég man eftir var farið til Raufarhafnar á sumrin og dvalið hjá ömmu eða öðm frænd- fólki þar. Við vomm allstór hópur, bamabömin, sem vomm þar saman- komin á sumrin í þá daga og ýmislegt var brallað. Þá var gott að hafa ömmu. Alltaf gátum við komið til hennar og allt það besta sem hún átti til vildi hún gefa okk- ur. Hún krafðist einskis í staðinn. Mikið gladdi það hana er eitthvert okkar gaf sér tíma til að greiða hárið hennar. Það þótti henni svo undur notalegt og oft héldum við að hún væri sofnuð á meðan á þess- ari athöfn stóð. Ég á dýrmætar minningar um ömmu frá þeim tíma er ég var hjá henni á meðan foreldrar mínir vom erlendis. Þær minningar mun ég ávallt varðveita. Það er sárt að kveðja ömmu í hinsta sinn en ég veit að hún var hvíldinni fegin og ég er þess fullviss að henni líður vel í nýjum heimkynn- um. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Solla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.