Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.01.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 JARÐHITARANNSÓKNIR Halldór Ármannsson tekur sýni. Það er þó greinilegt að þeir eiga mikla orku óbeislaða í jarðhitanum. Hafa mikinn áhuga Er aðallega verið að hugsa um raforkuframleiðslu? — Aðallega en þó sjá þeir fram á að geta nýtt gufuna til ýmiss konar iðnaðar. Til dæmis að þurrka te og kaffi sem eru aðalútflutnings- vörur þeirra og ef til vill fleira. Þeir hafa mikinn áhuga á allri nýt- ingu jarðhita og hafa augu og eyru opin fyrir hugmyndum. Þeir eru hins vegar peningalitlir og reiða sig mikið á hjálparstofnanir. Er mikill munur á rannsókna- störfum í Kenýu og á íslandi? — Grundvallaratriði rannsókn- anna sjálfra og aðferðimar eru hinar sömu en aðstæður eru auðvit- að ólíkar. Það sem við vomm óvanir er að við höfðum alltaf hóp aðstoð- armanna með okkur. Það er nánast óvinsælt ef við vorum ekki jafnan með fimm eða fleiri aðstoðarmenn því atvinnuleysi er mikið. Þeir voru bæði lærðir og ólærðir, það er að segja sérfræðingar sem fylgdust með störfum okkar og við áttum að leiðbeina og verkamenn sem voru okkur til aðstoðar auk þess sem við höfðum oft vopnaðan veiði- vörð ef Ijón eða buffalar skyldu gerast nærgöngulir, en enginn skortur er á villidýrum í Kenýa, þótt þeim fari ört fækkandi. Hér á landi erum við oftast einir á ferð við rannsóknir okkar úti við og þætti okkur sjátfsagt undarlegt að hafa hóp verkamanna við hlið okkar sem við ættum að segja fyr- ir verkum. En þama var þetta talið sjálfsagt enda mikið atvinnuleysi og það gaf vissulega betri tækifæri til athugana. Við gátum grafið og tekið sýni á fleiri stöðum og fengið meira af sýnishomum flutt heim í aðalbúðimar og þar fram eftir göt- unum. Einkum munaði miklu að losna við að bera grjótsýni í hitan- um. Stundum þurfti líka að höggva okkur leið gegnum þéttan gróður- inn og oftlega vildu íbúar ræða við okkur og spyija hvað um væri að vera og þá komu túlkamir til. Aðstaða til efnagreininga var náttúrlega heldur ekki eins góð og hérlendis. Enda var beinlínis gert ráð fyrir því að verkefnið keypti tæki og þjálfaði menn til að nota þau og af þessum sökum sóttust ýmis verk nokkuð seinna en við íslendingar hafa löngum ver- ið víðförulir og verða vonandi lengi enn þó erindin kunni að vera misjöfn. Sumir skoða sig um, aðrir nema siðu og fræði annarra þjóða ellegar taka upp starf í framandi landi um lengri eða skemmri tíma. Hefur sá þáttur trúlega farið nokkuð vaxandi á sfðari árum. Ýmis sérfræðiþekking íslendinga kemur öðrum þjóðum að gagni og hafa þeir til dæmis verið ráðgjafar um fiskveiðar, byggingu orkuvera ellegar kennt iðkun kristindóms. Einnig má nefna nýtingu jarðvarma en þeirra erinda dvöldu tveir íslending- ar í Kenýa f tvö ár, þeir Halldór Ármannsson efna- fræðingur og Helgi Torfason jarðfræðingur. Þeir sneru aft- ur til fyrri starfa sinna hjá Orkustofnun á liðnu hausti. Tildrög þess að við fórum til Kenýa, voru þau að fyrrum samstarfsmaður okkar á Orku- stofnun, Gestur Gíslason, var ráðinn sem verkefnisstjóri þarna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann hafði áhuga á að fá íslendinga til að vinna ákveðin verk en þá var einmitt mikið til umræðu hér að afla íslandi verkefna á erlendri grund — að flytja út sérfræðiþekk- ingu. Þama var um að ræða jarðhitaleit, að fínna gufu sem nýta mætti til að knýja raforkuver. Okk- ur var gefínn kostur á að sækja um starfið til SÞ og eftir viðræður við fulltrúa stofnunarinnar og at- huganir á menntun okkar og starfsreynslu töldumst við vel hæfír til starfans og fengum tveggja ára launalaust leyfí frá Orkustofnun. Hagkvæmasta raforkan — I Kenýa hafa þeir eina gufu- aflsstöð, Olkaria, sem er í suður- hluta landsins og framleiða um 45 Gestur Gíslason verkefnisstjóri í Kenýa. Suswa er í baksýn. um Lake Bogoria er hverasvæði í miðjum „Rift Valley“. í Kenýa er mikil orka óbeislud megawött þar. Rekstur þeirrar stöðvar hefur gengið vel og ný út- tekt sem var gerð þar á raforkuþörf landsins og virkjanaleiðum, bendir til þess að hagkvæmasta raforkan í Kenýa sé frá jarðgufuaflstöðvum. Hvar í landinu fóru athuganir ykkar fram? — Það er í sigdalnum mikla, „Rift Valley" sem kallaður er og liggur um Rauðahaf í norðri, suður um Kenýu og til Tansaníu. Við unnum aðallega á svæði vestur af Nairobi. í þessum sigdal hefur ver- ið mikil eldvirkni, allt fram á þessa öld bæði í Kenýu og Tansaníu þótt rólegra hafí verið í Kenýu. Olkaria- raforkuverið er í suðurhluta dalsins og við unnum við athuganir á ná- lægum svæðum. Olkaria framleiðir milli 16 og 17% af allri raforkunotkun landsins en þeir eru nú að miklu leyti búnir að virkja hagkvæmasta hluta vatns- aflsins, auk þess sem þeir kaupa raforku frá Úganda. Þess vegna leggja þeir mikla áherslu á að at- huga nýtingu jarðvarma og okkar verkefni var að rannsaka tvö þess- ara svæða. Þetta er þó aðeins hluti af stærra verkefni en við skiluðum lokaniðurstöðum okkar í ágúst sl. Síðan er það SÞ sem tekur allar niðurstöður saman og leggur fyrir Kenýamenn í einni heildarskýrslu. UK WlfUH? Olkaria-raforkuverið. Nokkrir aðstoðarmenn Halldórs við gnfusýnatöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.