Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 17 erum í nánu sambandi við meistara- félög iðnaðarmanna og ef okkur berast kvartanir vegna slæmrar þjónustu manna sem vij^ höfum vísað á er viðkomandi félagi gert aðvart og máiið kannað nánar. Varðandi sýningu á vörum er reynt að búa svo um hnúta að hér sé aðeins kynnt góð vara og ekki sagt annað en hægt er að standa við. Við höfum að vísu ekki fjár- magn til að senda hluti til prófunar hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins en innflytjendur verða til dæmis að sýna okkur niðurstöður prófana frá erlendum rannsókna- stofnunum áður en vörur eru teknar til sýninga hér. Þar fyrir utan erum við síðan með allar niðurstöður prófana sem RB hefur gert og allar upplýsingar um staðla og bygging- arreglugerðir. í þessu sambandi er rétt að minna á samstarf okkar við erlenda aðila. Við eigum gott og mikið sam- starf við byggingaþjónustur á Norðurlöndunum og fáum þaðan mikið af upplýsingum sem koma að góðu gagni hér. Víða erlendis eru þetta öflug fyrirtæki og þau eru sem óðast að taka tölvutæknina í þjónustu sína sem gerir alla upp- lýsingaþjónustu enn betri." Ókeypis þjónusta Almenningur og aðrir sem leita til Byggingaþjónustunnar eftir upp- lýsingum njóta þjónustunnar endurgjaldslaust. Sýnendur greiða leigu fyrir bása sína og standa leigutekjur undir hluta rekstrar- kostnaðar og þar til í ár hefur Byggingaþjónustan notið lítilshátt- ar framlags frá ríkinu. Sýningarað- staðan er leigð til eins árs í senn og segir Ólafur marga sýnendur vera með ár eftir ár og leggi þann- ig sitt af mörkum til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Þá nefnir Ólafur enn ' eitt verkefni Byggingaþjónustunnar: „Það eru ráðstefnur og námskeið sem við höfum verið beðin að ann- ast. Eitt það viðamesta hin síðari ár er námskeið í stillingu hitakerfa. Við skipulögðum þessi námskeið fyrir iðnaðarráðuneytið og héldum þau víða um land og þau áttu sinn stóra þátt í lækkun kyndingar- kostnaðar. Við höfum annast þessi námskeið þegar til okkar hefur ver- ið leitað og hægt er að koma því við en aðalverkefnið er alltaf upp- lýsingaþjónustan við almenning og fagmenn, eins víðtæk þjónusta og okkur er mögulegt að ráða við fjár- hagslega. inn þegar ekki þarf að nota trúnað- inn til að vémda lækninn." Síðar í greininni stendur: „ .. .að skúrk- amir í stéttinni geti skotið sér á bak við misnotaðan trúnað og komi óorði á alla stéttina." Öll ber grein þín vott um að þú hafir ekki kynnt þér málið áður en þú settist niður og skrifaðir. Þama fer lítið fyrir glæsibrag rannsóknar- blaðamennskunnar. Þama er á ferðinni það billegasta sem sést í rætinni sölublaðamennsku, þar sem vegið er á báða bóga, án nokkurrar virðingar fyrir hinu sanna og rétta. Greinin hefði verið mikill áfellis- dómur á ritstjóra, hefði hún birst í virtu blaði. Reykjavík, 3. febrúar 1988, Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir, Heilsugæslustöðinni í Arbæ. ALET ÁHREINU MEÐ &TDK BÍLAPENINGAR OKUIÆKJASTYRKUR ÍSTAÐGREÐSLU Það borgarsig að kynna sérnýju reglumar vel. Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Fyriríyrstu 10.000km Fyrirnœstu lO.OOOkm Yfír 20.000 km 15.50kr.pr km. 13.90kr.pr.km. 12.25 kr.pr. km. Ef launamaður greiðir fyrir afnot af bifreiðinni gjald sem er lægra en framangreint mattelst mismunurinn launamanni til tekna. Hafi launamaðurfullan umráðaréttyfir bifreiðinni skal miða viö það að hann aki 10.000 km á ári í eigin þágu eða 833 km á mánuði. Staðgreiðsluskyld hlunnindi hans eru þá 12.912 kr. á mánuði hið lægsta. Fari aksturinn fyrirsjáanlega yfir 10.000 km á ári skal ákveða mánaðarlegan akstur sem I/12 af áætluðum heildarakstri á ári. Eknir kílómetrar umfram 833 km skulu þá reiknast á 13.90 kr enda fari heildarakstur ekki fram úr 20.000. Ef launamaður leggur fram gögn með skattframtali er sanna að akstur í eigin þágu hafi verið minni en viðmiðunin skal leiðrétta hlunnindamatið við álagningu. Endurgreiddur kostnaður tii launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans sem halda má utan staðgreiðslu, ermetinn þannig: Kílómekagjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrír l-10.0Ó0km 15.50 kr. pr. km. Fyrír 10.001-20.000km 13.90Kr.pr.km. Fyrír 20.001 km. - > 12.25 kr. pr. km. Þar eð kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi aðfylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: Fyrir 1-10.000kmakstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.55 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.60 kr. pr. km. Fyrír 10.001-20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2.25 kr.pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.00kr.pr. km. Umfram 20.000 km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2.00 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 4.40 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu af ofannefndu er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer ökutækis. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI I"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.