Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 „ V\ Ltu deila ieiguloilnum meá mérP Ég erekki meb neina penilaga•,' Ásí er... ... að laumast saman í ísskápinn. TM R<g U.S. Pn Off — .11 lighu laurvnf ° 1987 Lot Ang©)e» Times Syncbctte Þarna stendur: Lágt undir loft. HÖGNI HREKKVÍSI Þess skal getið sem vel er gert Til Velvakanda. Oft er hnjóðað í fólk, sem vinnur þjónustustörf, sérstaklega hjá því „opinbera". Margir hafa það á orði að þeir standi undir launagreiðslum til þeirra og þess vegna megi gera meiri kröfur til þeirra en starfsfólks á óviðkomandi almennum vinnu- stöðum. Vitanlega er mjög misjafnt starfsfólk í fjölmennasta starfsliði á landindu — hjá því opinbera, ríki og bæjum, og það kannske helst vegna þess, að þar eru laun varla samkeppnishæf við það sem gerist annars staðar, framabrautir sein- færar og óvissar, og því tíð mannaskipti. Stöðugar breytingar og viðbætur við störfm verða stund- um þungar á herðum þeirra reyndu og þjálfuðu eldri starfsmanna, sem jafnan eru einnig leiðbeinendur þeirra yngri í starfi. Ný lög um staðgreiðslu skatta er gerbylting sem mikils er vænst af. Hún er svo frábrugðin fyrri skattheimtuaðferð, sem grópuð var orðin í hug okkar, einkum eldri borgara, að sumir stóðu ráðþrota viðað leysa vandamál er uppákomu. Ég var nýlega áheyrandi að æs- ingi og fúkyrðum er lífeyrisþegar, par, kom í afgreiðslu Trygginga- stofnunar ríkisins við Snorrabraut til að leita upplýsinga og fá aðstoð til að fínna út úr sínum vandamál- um. Mikil örtröð var í þröngum afgreiðslusalnum og margir ringl- aðir út af þeim ósköpum sem yfír þá dundu í bréfum og færslukortum og formæltu stjómvöldum og starfsfólki stofnunarinnar. Ein- staka maður vildi þó meina að verið væri að gera tilraun til að bæta hag okkar er elli- og örorkubóta njótum, með hærri persónuafslætti. Mér ofbauð orðbragð og æði sumra er aðstoðar þurftu að njóta. Ég fylgdist grannt með virðulegij frú, sem einkum stóð í forsvari og fyrirgreiðslu, og dáðist að stilli hennar, öryggi, prúðmennsku og dugnaði við að leysa hvers manns vanda. Mér var ljóst að hún fór langt út fyrir skyldusvið sitt til að aðstoða jafnvel þá ókurteisu og orð- vondu og hina háttvísu. Heill sé hveijum þeim starfs- manni sem sýnir þá lipurð og vinnugleði er ég var áhorfandi að. Þeir eru dýrmætir á öllum vinnu- stöðum en ekki síst í opinberum stofnunum. Aðkomumaður Þessir hringdu . . . Hreinsið tröppurnar Sigríður hringdi: „Að undanfömu hefur fólk ver- ið hvatt til að hreinsa snjó og klaka af tröppunum hjá sér og er það vel. Auðveldast er að moka snjónum burt þegar hann er ný- fallinn en hafí klaki náð að myndast má nota salt til að losa um hann eða dreifa yfír hann sandi. Ég vil hvetja alla til að gefa gaum að eigin tröppum og koma þannig í veg fyrir að slys verði á fólki af þessum sökum." Bankarnir ættu að gera betur við börnin Móðir hringdi: „Nú hefur komið í ljós að allt það fé sem verið hefur inná al- mennum sparisjóðsreikningum hjá bönkunum hefur rýmað stór- lega á síðasta ári. Það verður að teljast lélegt að vextimir séu ekki hafðir að minnsta kosti svo háir að innistæðan rými ekki. Talað er um að þetta komi verst niður á gamla fólkinu sem áttar sig ekki á að flytja sparifé sitt yfír á hávaxtareikninga. En þetta kem- ur líka niður á bömunum sem safna krónunum sínum í spari- baukana sem bankamir auglýsa svo mikið. Þetta er ekki heiðarlegt gagnvart bömunum því bankamir standa ekki við að tryggja neina ávöxtun heldur lýma aurar bam- ana hjá þeim og fínnst mér sá gróði sem bankamir hafa af þessu ekki vel fenginn." Hanskar Svartir hanskar töpuðust í strætisvagni, leið 5 eða 10, fyrir skömmu. Hanskamir eru með rauðri og hvítri rönd og rennilás. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 672212. Yíkverji skrifar Skákeinvígi Jóhanns Hjartarson- ar og Kortnojs hefur verið í sviðsljósinu. Ekki ætlar Víkveiji að hafa mörg orð um þetta sviptinga- sama einvígi heldur segja þetta eitt: Frammistaða Jóhanns hefur verið frábær og betri en menn höfðu vænst. Hann hefur mikinn sóma af, hver sem úrslitin verða. XXX Omar Valdimarsson fréttamað- ur Stöðvar 2 hitti naglann á höfuðið í fyrrakvöld þegar hann benti á þá Guðmund J. Guðmunds- son og Þórarin V. Þórarinsson og sagði eitthvað á þessa leið: Nú skilj- ið þið hvers vegna þessum mönnum hefur ekki tekizt að semja! Þama vom þeir mættir í beina útsendingu, Guðmundur og Þórar- inn, og áður en þeir vissu af voru þeir byijaðir að karpa. Og Víkveiji heyrði ekki betur en þeir fæm með sömu rulluna og í fyrra og árið þar áður og öll árin þar á undan. Víkveiji hugsaði með sér að mikið verði gaman þegar samningar hafa tekizt og þjóðin fær frí frá karpinu. Það virðist lögmál hér á landi að kjarasamningum fylgi einhver leið- inda andblær. Menn breyta um tóntegund og svara hver öðmm með upphrópunum eða útúrsnún- ingum. Og ekki virðist möguleiki að fá sömu niðurstöðu báðum meg- in við borðið þótt eins reiknivélar séu notaðar. Víkveiji leggur til að skipt verði um rullu og fenginn nýr leikstjóri! XXX egar Víkveiji var á leið í vinn- una morgun einn í fyrri viku var verið að útvarpa viðtali við for- stöðumann nafngreinds bílaverk- stæðis í höfuðborginni. Tilefni viðtalsins var að sögn þáttarstjóm- andans nauðsyn þess að bifreiðir væm í góðu lagi vegna þess að miklir umhleypingar væm í tíðar- fari, þ.e. frost einn daginn og rigning og slabb þann næsta. For- stöðumaðurinn var fyrst spurður að því hver líftími rafgeyma væri og svaraði hann því til að hann væri fímm ár. „Og hvað kostar svo nýr Bosch rafgeymir," spurði út- varpsmaðurinn og fékk strax svar við spumingunni. „Og hvað þarf nú fleira að vera í lagi," spurði út- varpsmaðurinn og verkstæðismað- urinn svaraði að það þyrftu að vera til staðar Bosch superkerti og eitt- hvað fleira sem Víkveiji man ekki lengur hvað var. Þetta útvarpsefni hljómaði eitt- hvað skringilega fannst Víkveija og hann leitaði svara í huganum. En ekki þurfti lengi að bíða eftir svarinu. Skömmu síðar hljómaði í sömu stöð auglýsing frá verkstæð- inu, lesin af þekktum plötusnúði hennar, þar sem dásemdir fyrr- nefnds rafgeymis vom tíundaðar! xxx Fátt þykir íslendingum skemmtilegra en heyra hvað þekktir útlendingar segja um land og þjóð. í nýlegu hefti Sjónmála, tímarits um kvikmyndir, birtist við- tal við hinn heimsþekkta pólska leikstjóra Roman Polanski, sem kom í heimsókn á kvikmyndahátíð sl. haust. Ekki er úr vegi að birta orðréttan kafla úr viðtalinu, þar sem Polanski fjallar um bjórinn, en hann á eftir að verða mikið hitamál hér á næstu mánuðum ef að líkum lætur. Polanski segir: „Pólland er mikið drykkjuland, miklu meira en ísland. Sérstaklega undir stjóm kommún- ista, þá var lítið um skemmtanir og gífurleg leiðindi og drungi settu svip sinn á allt háttemi manna og þeir leituðu að skemmtun í flösk- unni. Ég man eftir tímabilum í Póllandi þar sem götumar vom troðfullar af drykkjumönnum, það þurfti að olnboga sig áfram til þess að komast ferða sinna, sérstaklega á laugardagskvöldum. En ég skil ekki af hveriu þið bannið bjór hér á íslandi. Ég skil það ekki. Af hvetju bjór, þegar þið drekkið miklu sterkara áfengi? Mér finnst fárán- legt að þjóðfélagið setji slíkar skorður á einstaklinga að þeir megi ekki drekka bjór.“ Og þegar Polanski er spurður þeirrar spumingar hvort hann geti hugsað sér að búa á íslandi segir hann: „Ég veit það ekki. Það kemur mér fyrir sjónir sem fremur leiðin- legt þjóðfélag. En ef maður er ættaður héðan, og elst upp í slíku þjóðfélagi, þá er það sjálfsagt afar eðlilegt fyrir mann, en ef þú kemur úr umhverfi þar sem lífið gengur hraðar og hávaðasamar fyrir sig þá virðist þetta þjóðfélag vera frem- ur innantómt og jafnvel leiðinlegt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.