Morgunblaðið - 14.02.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 14.02.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1988 STJÖRNUSKOÐUN i HKHA pouimm TÓNSMÍÐAR OG SHAKU-CHACHI-FLAUTUR FYRIR AUSTAN Það er ótrúlega víða um lands- ins breiðu byggð, að útlendingar eru í forsvari fyrir tónlistarlífinu og sjá um kennslu í tónlistarskól- unum. Reyðarfjörður er engin undantekning. I tónlistarskólan- um þar ráða húsum þau Gillian Haworth og Charles Ross, kenna þar bæði. Auk þess er hún organ- isti bæjarins, hann spilar stund- um með á fiðlu, en það er að heyra að hugur hans sé þó fyrst og fremst bundinn tónsmíðum. Þau Gillian og Charles eru kom- ung, rétt rúmlega tvítug, hún frá því hlýlega og grösuga suðurhéraði Kent. Hann frá Skotlandi. Það var sannast sagna ánægjulegt að hitta þau, eitt sinn er þau lögðu leið sína í höfuðstaðinn fyrir jól, því þau eru undur ánægð með lífið og tilver- una, heilluð af landinu og af þeirri manngerð, sem hefur hæfíleika til að lesa úr umhverfinu sér til ánægju og innblásturs. Þau Charles og Gillian kynntust í tónlistarskólanum í Dartington, þar sem er bæði reglulegur skóli og sumamámskeið. Gillian lagði meðal annars stund á þjóðlög og þjóðlega tónlist frá ýmsum heims- homum. Hún hefur orð á að það hafi sannarlega verið erfítt að yfir- gefa skólann, því hann sé stórvel búinn, hægt að spila þar á gongur frá Bali og flest annað sem hugur- inn gimist. Charles lagði fyrir sig japanska bambusflautu, shakuh- achi-flautu, en auk þess tónsmíðar. Og hann var ekki síður á kafi í þjóðlegri tónlist en Giilian. „Það lukust upp víðáttumiklir heimar, að kynnast öllum þeim fjöl- breyttu hljóðum, sem er að finna í tónlist víða um heiminn. Eftir þessi kynni verður það hefðbundna næsta dauflegt. Maður þarf að gæta sín að þyrlast ekki um og tína eitt héð- an og annað þaðan samhengislaust. Það tekur tíma að velja úr, fínna sér persónulegan stíl, svo ekki verði úr tónlistarlegt þjóðasamsull. Frá Kent til Reyðarfjarðar En áður en verður fregnað meira eftir tónlistariðju þeirra tveggja, þá er best að heyra hvemig þau bar hingað? í blaði sáu þau auglýst eft- ir fjölhæfum tónlistarkennara og orgelleikara á Reyðarfjörð og slógu til. Charles hafði komið til Færeyja, þótti mikið til koma og var áfjáður að kynnast norðrinu betur. Hann hafði lesið Laxdælu í skóla, meira. að segja tekið þátt í að setja sög- una á svið þar. Gillian hafði hins vegar engin kynni af íslandi eða norðlægum löndum. „Við Charles vomm nýbúin með skólann og þó við kveddum hann með söknuði, þá vomm við strax upprifín yfir öilu hér. Trúðum varla okkar eigin augum, landslagið, norðurljósin... Charles á stjömukíki og við notum hann þeg- ar er heiðskírt. Við kunnum því vel að vera í smábæ. Eftir tvo mánuði vissum við að við hefðum öragglega séð alla, komumst ekki hjá því, ef við erum á ferðinni í kaupfélaginu eða bókabúðinni. Svo kynnumst við krökkunum og foreldranum í gegn- um þau. Skólavistin var að ýmsu leyti svo yfirþyrmandi, við kynntumst svo margvíslegri tónlist, að mér féll vel hugmyndin að vera í hálfgerðri ein- angran um tíma, komast burt úr þessu umhverfi og fá næði til að sigta úr, því sem ég hafði lært og kynnst á skólanum." Gillian bætir við, að það hafi verið kærkomið að fá að hugsa sinn gang og vinna. Helst að þau sakni plötubúðanna að utan. Tónsmíðar úr veðrun... En hvemig vinnast Charles tónsmíðarnar hér? „Landið sjálft er mér heilmikill innblástur. Landið er svo nýtt, en síðan hefur veðranin unnið að því, hafíð, jöklamir og ámar breytt því. í tónlistinni hef ég unnið með uppi- stöðu, sem breytist síðan, kannski tóntegund, sem breytist þar til hún er orðin önnur. Þetta era ekki and- stæðar, því grannurinn er sá sami, en tekur breytingum. Ég nota ekki hefðbundna nótna- skrift, ekki tónbil, því þau flækja málið, heldur hlutfallstáknun, þann- ig að bilið milli nótnanna segir til um lengd þeirra. ítalska tónskáldið Berio var held ég sá fyrsti sem tók upp þessa skrift. Ég fylgi ekki hans kerfi að fullu, heidur sníð kerfið eftir hveiju verki. Það era kannski ekki margir sem átta sig á hvað nótnaskriftin hefur mikið að segja um hvemig tónlistin hljómar.“ Gillian bætir við, að ef þetta hljómi eins og tónlist Charles sé eitthvað flókin, þá sé það einmitt þveröfugt. Hún sé auðspiluð, vegna þess hve nótumar komi vel fyrir. Það hafi ómæld sálfræðileg áhrif á flytjendur hvemig verkin komi þeim fyrir sjónir. „Mest af samtímatónlist er skrif- uð á þann hátt, sem hentaði best fyrir Mozart og samtímamenn hans, en á ekki jafn vel við núna. Sú nótnaskrift er miðuð við tónlist sem byggir mikið á takti og nákvæmni í tímasetningu. Tónbilin, eins og þau era í slíkri nótnaskrift, loka af. Vestræn tónlist blandast vel, hvert hljóðfæri lagast að öðru, en þar með þurrkast út möguleikamir á að tvö samskonar hljóðfæri leiki á andstæður. í japanskri tónlist er lag kannski leikið af þremur hljóðfæram, en eins og hvert hljóðfæri sjái lagið út frá sínu sjónarhomi, sem er ann- að en sjónarhom hinna tveggja. í vestrænni tónlist á sjónarhomið alltaf að vera það sama.“ Gillian segist hafa gaman af kennslunni, en aðalatriðið fyrir tón- listarfólk sé að fá að spila. Þau hafa spilað fyrir matargesti á hótel- inu á Fáskrúðsfirði og fengu góð- ar undirtektir, líka þegar þau spiluðu tónlist héðan og þaðan úr heiminum. Á Austfjörðum era tveir aðrir enskir tónlist- armenn búsettir og þau fjögur spila saman þegar þau geta. Eskifjörður — eskimóar Þau Gillian og Charles hafa verið á Reyðarfírði síðan í september 1986, en heimsóttu fjölskyldu og vini síðastliðið sumar. Segja kankvís að ffiæðumar hafi viljað beija þau augum ... Faðir Gillian fannst fyrirtak að dóttirin færi til íslands, því hann er frímerkjasafn- ari og hafði ekkert á móti íslenskum merkjum í safnið. Vinum og kunn- ingjum þótti ferðin góð tíðindi, ekki amalegt að hafa ástæðu til að heim- sækja Island og þau í leiðinni. Þetta með Eskifjörð ýtti þó undir trú manna að hér byggju eskimóar, orðalíkindin gætu ekki verið tilvilj- un! Við íslendingar eram óforbetran- lega forvitin um hvemig við komum útlendingum fyrir sjónir og þau Charles og Gillian hafa heldur ekk- ert á móti að tala um hvað þeim finnist um okkur. Charles staðnæm- ist fyrst við þjóðemissinnuna ... Rœttvið Gillian Haworth og Charles Ross tónlistarkennara á ReyÖarfirði „íslendingar era heitir þjóðemis- sinnar, líkt og Skotar, en ólíkt Eng- lendingum, enda hafa þeir ekki svo ríka ástæðu til þjóðemishyggju. Ég kann líka vel að meta hvað íslendingar era ófeimnir við að brydda upp á umræðuefnum, sem þeir vita að viðstaddir era ósam- mála um. í Englandi reyna allir að vera sammála öllum. Þar má ekki nefna viðkvæm efni eins og trúar- brögð, kynferðismál og stjómmál, svo þar er aðeins talað um veðrið. Hér er hinsvegar hægt að deila af krafti, en samt era allir beztu vinir á eftir. Það er heillandi að kynnast því, hvað svona lítill bær eins og Eski- fjörður er sjálfum sér nógur. Fólkið hefur það gott og það er nóg vinna. Enskir strandbæir lifa margir hveij- ir á því að selja ferðamönnum drasl og era fullir af eftirlaunafólki." Vinnuást og frelsi „Svo fer það ekki framhjá nein- um, að íslendingar elska að vinna. Einhvem tíma báðu krakkamir mig um aukatíma, en ég þvertók fyrir það. Þau sögðu þá undrandi, að þetta væri mín vinna og hvort ég vildi ekki vinna. Ég sagði þeim þá, að mér þætti svo sem gaman að kenna, en vildi samt gjaman hafa tíma til að gera eitthvað annað. Það þótti þeim undarlegt. Það er ®ótrúlegt að sjá þessa sterku og velásigkomnu krakka. Vinnuáhuginn kemur snemma upp hjá þeim. Vinnan er alvaran og tón- listin er þá lögð til hliðar. Ég hef oft hugsað um að það væri gaman að prófa að fara með þeim í fisk- inn, en legg ekki í hann, því ég er nú nógu mikill klaufí með eldhús- hnífana mfna. Krakkamir era áber- andi æst í íþróttir og þar era brot og smáslys alltaf á næsta leiti og þá oft ekki hægt að spila. Þau vilja greinilega fyrst og fremst vinna og vera í íþróttum. Hjá flestum kemur tónlistin þar á eftir... Aðaláhuginn er á danstónlist, poppi og harmón- iku hjá þeim eldri. Litlu krakkamir era opnir fyrir alls konar tónlist, en þegar þau eldast múra þau sig af í tón- listarsmekknum og taka þá helst mið af bíó- myndum og öðra slíku, í Englandi era um §órar milljónir atvinnulausar og hafa nógan Gillian Haworth og Charles Ross: íslendingar hafa góðar ástæður fyrir þjóðemiskenndinni. tíma. En það er komið fram við þá eins og holdsveikisjúklinga, því vinnan er samt sem áður hátt skrif- uð. Það er erfitt að útskýra fyrir íslendingum að þetta fólk sé ekki atvinnulaust af leti. Svarið, sem ég fæ oft er, að úr því fólk fái ekki vinnu í einni verksmiðju hljóti það að *geta farið í þá næstu. Erfítt fyrir íslendinga að skilja að það ríki atvinnuleysi á heilu landsvæð- unum. N Hér er næg vinna, en lítill frítími, Íiar er nægur frítími en lítil vinna. slendingar era heppnir að búa við það frelsi, að þurfa ekki að óttast atvinnuleysi. Það er nefnilega frelsi..." íslendingar? Ljóshært leðurjakkafólk? Annars segja þau að það sé fár- ánlegt að alhæfa um muninn á Is- lendingum og Englendingum, segja að þessir séu svona og hinir hinseg- in ... Það fór botnlaust í taugamar á þeim að hlusta á landa sína á feijunni í fyrra, eftir að þeir höfðu ferðast hér um í stuttan tíma, heyra hvemig þeir höfðu á hreinu að Is- lendingar væra svona og svona. „Eigum við að segja að Island sé fjöllótt, að íbúamir vilji bara vinna og hlusti ekki á tónlist?" segir Gilli- an. „Og að þeir séu ljóshært leður- . jakkafólk?" bætir Charles við. Úti- lokað að alhæfa á þennan hátt. Þau hafa sannarlega séð eitt og annað af landinu, fóra hringinn á japönsku smáhomi í fyrra, en eiga Vestfirðina eftir og sáu marga staði, sem þau vildu kanna betur. Þau ætla að dvelja hér enn um hríð, gætu svo hugsað sér að prófa Reykjavík í einhvem tíma. Skammdegið spennandi... En landið býður þeim ýmislegt, sem þau kunna að meta. Um dag- inn fylltist Qörðurinn af hvölum, svo era það fossamir, berin ... Allt er svo ólíkt, því sem þau eiga að venj- ast að heiman, en þó engin ástæða til að leggjast í heimþrá þess vegna... „Fólk spurði okkur áhyggjufullt um skammdegið, en nei. Okkur finnst dimman spenn- andi. Það er fátt stórkostlegra en að liggja úti í heita pottinum og horfa upp í norðurljósin! Og sumar- birtan er yndisleg," segir Charles. En það er þetta með matinn. Þau voru grænmetisætur þegar þau komu hingað, en hafa bætt fiskin- um við. Kvarta svolítið undan litlu grænmetisúrvali, en hafa pantað sjálf frá Reykjavík og gæta þess að biðja þá, sem koma í heimsókn, að taka sendingar með. Það er allt- af hægt að bjargast... Þorrablótið var ógleymanlegt, allir bæjarbúar mættir og fljótlega var hákarlinn rekinn upp að nefinu á Charles. Svo rákust þau á eitthvað stórt og svart á borðinu með starandi augu. Á aðfangadagskvöld bauð gott fólk þeim í rjúpur, sannkallað lostæti, ri§a þau upp með ánægju. Það er svo margt gott, þegar er bragðað á því, eins og hrossakjöt. Þau eru þó sammála um, að þau langi lítið í hvalkjöt, hvalimir svo fallegar skepnur. Þó þau kvarti ögn yfir matnum, þá er spennandi að læra að borða nýjan mat. Svo gildir bara að hafa augun hjá sér eftir nýjum uppskrift- um af fiski, kartöflum, gulrótum og eggjum ... Enginn bilbugur á þeim Gillian og Charles. TEXTI: . SIGRÚN DAVÍÐSDOTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.