Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 44

Morgunblaðið - 14.02.1988, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ritari (54) Fyrirtækið er auglýsingastbfa í Reykjavík. Vinnutími frá kl. 9-14. Mjög góð vinnuaðstaða. Starfssvið: Símavarsla, útskrift reikninga, greiðsla reikninga, almenn ritarastörf, færsla og merking bókhalds, afstemmingar o.fl. Við leitum að manni með reynslu af ofan- greindum störfum, sem getur starfað mjög sjálfstætt og skipulega. Verslunarmenntun æskileg. Starfið er laust strax. Ritari (53) Fyrirtækið er þekkt þjónustufyrirtæki mið- svæðis í Reykjavík. Starfsmannafjöldi 10-20 manns. Vinnutími frá kl. 13-17. Starfssvið: Ritvinnsla, innhéimta, sérhæfðir útreikningar, uppgjör, almenn skrifstofustörf o.fl. Við leitum að manni með verslunarmenntun (stúdentspróf), sem er töluglöggur og ná- kvæmur, getur unnið sjálfstætt og skipulega. Starfið er laust strax. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi ^tarfi. HagvangurM Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. mars nk. Upplýsingar gefur undirritaður í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri. Bæjarritari Ráðgarður auglýsir eftir viðskiptafræðingi í stöðu bæjarritara í Stykkishólmi. Nánari upplýsingar veitir Magnús Haralds- son í síma 686688. Umsóknir um starfið þurfa að berast Ráðgarði fyrir 20. febrúar. RÁÐGARÐUR RÁÐNINGAMIÐLUN NÓATÚNl !7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688 IBM einvalatölvur - óskastarf IBM á íslandi, Tæknisvið, vill ráða tölvunarfræðing eða aðila með góðan undirbúning og áhuga á PS/PC tölvubúnaði. Starfið er laust nú þegar. Starfssvið: Kynna sér og hafa yfirsýn yfir allan PS/PC vélbúnað og hugbúnað ásamt leiðbeiningum og fræðslu gagnvart notendum, einnig að fylgjast með öllum nýjungum er upp koma og vera fljótur að tileinka sér þær. Viðkomandi þarf að vera lipur í öllum samskiptum, hafa trausta og örugga fram- komu og ávallt reiðubúinn að veita sem besta þjónustu. Góð laun eru í boði. Góð vinnuaðstaða. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar í fullum trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 20. febrúar nk. Guðnt Tónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN 1 NCARÞJÓN LISTA TÚNGÖTU 5. 101 REVKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Ritari Setning - vélritun Viljum ráða setjara eða vanan vélritara til starfa á setningartölvu, (Linotype 360). Þarf að hafa góða vélritunar- og íslenskukunnáttu. Borgarprent, sími 687022. Suðurlandsbraut 10, Sölumaður Við leitum að ritara til starfa hjá þjónustu- og útflutningsfyrirtæki. Starfið felst m.a. í bókhaldi, ritvinnslu, móttöku; pantana og gerð útflutningspappíra. Starfið krefst góðrar kunnáttu í ofangreind- um störfum og að auki að viðkomandi: - Geti starfað sjálfstætt. - Komi vel fyrir og sé lipur í umgengni. - Hafi góða tungumálakunnáttu t.d. ensku og þýsku. Vinnustaðurinn er ekki stór og starfið því fjöl- breytt. Vinnustaðurinn er vel staðsettur. Eingöngu þeir sem eru að leita að starfi til lengri tíma koma til greina. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar og er þar svarað frekari fyrirspurnum. Öflugt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík vill ráða góðan sölumann til að annast sölu á rekstrar- og tæknivörum fyrir rótgrónar iðn- greinar. Sölumaðurinn þarf að hafa reynslu af sölu- mennsku, vera áhugasamur, lifandi og getu til að þjóna fyrirtækinu og viðskiptavinum þess af dugnaði og metnaði. Æskilegt að hann sé tæknilega sinnaður, hafi góða al- menna menntun og góða enskukunnáttu. í stuttu máli: Hæfni, dugnaður og áreiðanleiki er það sem við ieitum að. í boði er sjálfstætt og krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki. Laust strax eða eftir sam- komulagi. Allar nánari upplýsingar veitir Holger Torp. Umsóknum skal skilað á skrifstofu okkar fyr- ir 20. þ.m. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRum Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837 Hannarr RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Síðumúli 1 108 Reykjavík Sími 687317 Rekstrarráðgjöf. Fjárfestingamat. Skipulag vinnustaöa. Markaðsráðgjöf. Aætlanagerð. Framleiðslustýrikerfi. Tölvuþjónusta. Launakerfi. Stjdfnskipulag o.fl. Rafmagn Ég er 28 ára, iðnfræðimenntaður í Dan- mörku. Hef sl. 2 ár haft mannaforráð hjá' stóru og virtu rafverktaka-og þjónustufyrir- tæki úti á landsbyggðinni. Hygg á flutning til Reykjavíkur á næstu mán- uðum og leita því að atvinnu þar sem góð vinnuaðstaða og laun eru í boði. Tilþoð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „M - 608“. Tæknifræðingur - markaðsmál Ós hf. er að hefja framleiðslu á holplötum í nýrri verksmiðju sinni í Garðabæ. Af því tilefni ætlum við að ráða tæknimennt- aðan starfsmann í nýtt starf við markaðs- og upplýsingastarfsemi. Gert er ráð fyrir að starfið mótist meðal annars af þeim starfs- rxianni sem ráðinn verður. Hér er um að ræða áhugavert starf og skemmtilegt tækifæri fyrir opinn og hug- myndaríkan mann, sem ber skynbragð á þjóðfélagið, umhverfið og markaðsstarfsemi. Starf þetta ætti að henta vel ungum tækni- menntuðum manni sem vill sýna hvað í honum býr. Starfið felst einkum í eftirtöldum þáttum: - Tölulegum samantektum og úrvinnslu staðreynda. - Skipulagningu beinnar og óbeinnar sölu- mennsku. - Þátttöku í beinni sölumennsku. - Markaðsrannsóknum. - Þátttaku í auglýsingamálum. - Hugmyndasöfnun. - Mótun vöruframboðs og nýjunga. Eins og sjá má er hér um að ræða fjölbreytt starf sem krefst margháttaðra hæfileika, enda eru góð laun í boði. Gerðar eru kröfur um reglusemi, áreiðanleik og vilja til að vinna vel. Upplýsingar veittar á staðnum milli kl. 13.00- 15.00 næstu daga. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar. SEM STEIMST SteypuverksmiÓja SUÐURHRAUNI2. 210 GARÐABÆ. o 651445 — 651444 málning Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirfarandi störf: 1. Miðaálímingu. Frekar þægilegt starf, sem hentar vel starfskrafti yfir þrítugt. Hálfs- eða heilsdagsstarf kemur til greina. 2. Framleiðslu á málningu. Hér er leitað eft- ir starfskrafti sem hefur helst eitthvað komið nálægt vélum. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu. Málning hf. borgar hluta af matarkostnaði. Upplýsingar um störfin veita verkstjórar á vinnustað Funahöfða 9, milli kl. 13.00 og 15.00. - Garðyrkjustjóri Vestmannaeyjabær auglýsir starf garðyrkju- stjóra laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón útivistarsvæða og skrúðgörðum bæjarins. Umsóknir sendist bæjarstjóra Vestmanna- eyja, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum, sími 98-1088 og veitir hann nánari upplýsingar fyrir 26. febrúar. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Stýrimenn Stýrimenn óskast á eftirfarandi skip: 50 tónna netabát og 80 tonna netabát. Erum með humarkvóta. Upplýsingar í símum 99-3965 og 99-3865. Suðurvör hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.