Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Nýr kjarasamningur samþykktur í Grindavík 24.000 króna staðaruppbót VERKALÝÐSFÉLAG Grindavíkur samþykkti nýjan kjarasamning á fjölmennum fundi sem haldinn var i félagsheimilinu Festi í gær- morgun með 129 atkvæðum gegn 15. Auðir seðlar voru 5. Samning- urinn er að grunni til sá er gerður var milli VSI og Verkamanna- sambands íslands 25. febrúar með viðbótum og brevtingum sem fiskverkendur í Grindavík buðu. Benóný Benediktsson formaður verkalýðsfélagsins skýrði fundar- mönnum frá samningaviðræðun- um sem stóðu frá kl. 21 í fyrra- kvöld til 4 um nóttina en í þessum samningaviðræðum lögðu fisk- verkendur í Grindavík fram tilboð með eftirfarandi viðbótum og breytingum: 1. 1. gr. í stað 18. mars 1989 komi 31. maí 1989. 2. 2. gr. í stað 5,1% komi 6%. 3. 3. gr. Þann 1. febrúar 1989 hækka laun um 5% í stað 2%. 4. 8. gr. 2.2 fatapeningar skulu vera sem nema 1 par vettl- ingar á 40 stunda vinnuviku. 5. 10. gr. 4.1. í stað 10,17% og 24 virkir dagar komi 10,64% og 25 virkir dagar. 6. 30. gr. Neðan við nóvemb- er 1988 bætist við apríl 1989 283 stig. 7. Kauptaxti vörubifreiða- stjóra skal vera lágmark 246 krón- ur per dagvinnustund. 8. Starfsmaður á lyftara sem lokið hefur námskeiði í meðferð slíkra tækja og nýtur ekki bónus- greiðslu eða annars álags fær 15% ofan á grunnkaup þó aldrei hærra en sem nemur greiðslu annarra starfsmanna á sama vinnustað. 9. Skipa skal nefnd með þátt- töku beggja samningsaðila til að endurskoða bónus í saltfiskverkun. Nefndin skal skila áliti fyrir 1. maí 1988. 10. Verkafólk sem á tímabilinu 1. mars til 31. maí skilar minnst 500 tímum í dagvinnu í sama fyrir- tæki skal eigi síðar en 15. næsta mánaðar fá greidda sérstaka ver- tíðaruppbót, 6000 krónur. Verka- fólk í hlutastarfi sem uppfyllir sömu skilyrði, en skilað hefur minnst 250 dagvinnutímum í sama fyrirtæki fær greidda hálfa upp- bót. Fastráðið verkafólk skal fá þessa uppbót á þriggja mánaða fresti út samningstímabilið að upp- fylltum framangreindum skilyrð- um. Ofangreint á aðeins við um þá sem vinna samkvæmt upphaf- legu samkomulagi við vinnuveit- anda. Eftir fundinií var gott hljóð í fólki og greinilegt að því létti mik- ið að þessi mál voru leyst með þessum nýja samningi. Benóný sagði að viðræðumar við atvinnu- rekendur hefðu verið ánægjulegar. Greinilegt er að staðaruppbótin sem gerir 24.000 krónur á ári fyr- ir fastráðna fólkið vegur þyngst á metunum í þessum samningi. Ekki náðist í Guðmund Þor- bjömsson, formann Vinnuveit- endafélagsins í Grindavík, en Gunnar Tómasson, fiskverkandi í Þorbimi hf., sagði að fiskverkend- ur í Grindavík hefðu verið einhuga um að bjóða verkafólkinu þennan samning. - Kr.Ben. VEÐURHORFUR Í DAG, 10.3.88 YFIRLIT í gær: Um 300 km norðaustur af Langanesi er 993ja mb lægð á leið noröaustur og önnur álika vestur af landinu og þokast hún austur og fyllist. Suðaustur af Vestmannaeyjum er 1009 mb lægð sem hreyfist allhratt austnorðaustur. Veður fer kólnandi, eink- um þegar Köur á nóttina. SPÁ: í dag verður norðvestanátt austantil á landinu en hægari breytileg átt vestanlands. Frost verður um nær allt land, dálitil él við noröausturströndina og sums staðar vestanlands en annars bjart veður að mestu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Austlæg eða norðaust- læg átt og vtða 4ra—8 stiga frost. Él norðaustan- og austanlands og líklega einnig við suðurströndina. Þykknar upp með vaxendi austanátt syðst é landinu á laugardag. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastlg: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J. Skafrenningur f7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hlti 1 +2 veður skýjað snjóél Bergen 2 súld Helsinki +3 snjókoma Jan Mayen +16 skafrenninc Kaupmannah. 0 skýjað Narssarssuaq +13 heiðskfrt Nuuk +B snjókoma Osló +3 snjókoma Stokkhólmur +2 þokumóða Þórshðfn S hálfskýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 4 þokumóða Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 1 skýjað Chicago 3 alskýjað Feneyjar 9 skýjað Frankfurt 3 hálfskýjað Glasgow 8 skýjað Hamborg 4 sltýjað Las Palmas 20 léttskýjað London 11 skýjað Los Anyeles 13 þokumóða Luxemborg 2 skýjað Madríd 10 léttskýjað Malaga 17 hálfskýjað Mallorca 13 skýjað Montreal +3 alskýjað New York 6 alskýjað Paris 7 skýjað Róm vantar Vin 1 ekýjað Washington 4 þokumóða Wlnnlpeg +4 alskýjað Valencia 15 léttskýjað Morgunblaðið/Kr. Ben. Frá fundinum í Grindavík, þar sem nýju samningamir vom sam- þykktir. Benóný Benediktsson formaður verkalýðsfélagsins kynnir samningana. Vestmannaeyjar: Gagntilboð frá Snót VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Snót í Vestmannaeryjum hefur gert Saltfiskverkuninni Tinnu sf gagntilboð um nýjan kjarasamning, en Tinna hafði gert bæði Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verka- kvennafélagið Snót tilboð um nýja samninga. Að sögn Arthurs Boga- sonar framkvæmdastjóra Tinnu sf verður unnið að því næstu daga að ná samkomulagi. Tinna sf er í Eyjum. Elsa Valgeirsdóttur varaformað- ur Snótar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að vantað hefði rétt form á samningstilboð Tinnu sf og því hefði Snót þurft að gera gagntil- boð í samræmi við kröfugerð sína, þ.e. hver sá samningur sem félagið gerir, hefur fordæmisgildi um aðra samninga. Elsa sagði vinnudeilu Snótar nú vera hjá sáttasemjara og væru engir fundir haldnir um máiið, ekkert hefði heyrst frá mót- aðilum. Því væri vinnudeilan í bið- stöðu ennþá. Hún kvað ekki enn vera farið að greiða úr verkfalls- sjóði, en líklega yrði það í næstu viku, ef ekki hefur samist. Arthur Bogason sagði að ekki væri enn farið að ræða gagntilboð Snótar, þar sem nýlokið væri út- reikningum á því, þegar Morgun- ekki í samtökum atvmnuveitenda blaðið náði tali af honum í gær- kvöldi. Hann sagðist einnig hafa gert Verkalýðsfélaginu sambæri- legt tilboð og væri það nú til athug- unar þar. Arthur sagði að viðbrögð Verkalýðsfélagsmanna hefðu verið jákvæð og hann sagði að næstu daga yrði unnið í því að ná sam- komulagi milli Tinnu sf og félag- anna beggja. Arthur vildi engu spá um hveijar niðurstöður yrðu né heldur hvenær samkomulag gæti náðst, en sagðist vona að þetta leystist fyrir nk. þriðjudag. Þá hefst yfirvinnubann Verkalýðsfélagsins og sagði Arthur að þá myndi í raun- inni lamast öll fískvinnsla í Eyjum. Ekki náðist í Jón Kjartansson, formann Verkalýðsfélagsins í gær til að fá hans álit á tilboði Tinnu sf. Morgunblaðið/Emilía Valdimar Sveinsson VE 22 við Faxamarkað í gær. Vestmannaeyjaskip: Aflinn óurniinn út AFLI Vestmannaeyjaskipa fer nú aðallega óunninn á erlenda markaði vegna verkfalls verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum. í gær seldi einung- is einn bátur, Suðurey VE, afla á Fiskmarkaði Vestmannaeyja, Gjafar VE seldi á fiskmarkaðin- um í Hafnarfirði og i dag selja Valdimar Sveinsson VE á Faxa- markaði og Katrín VE á Fisk- markaði Suðurnesja. Togarinn Breki VE selur um 50 tonn af blálöngu og fleira á Faxamark- aði nk. mánudag. Hjörtur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Samtogs, útgerðarfé- lags Breka, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að ef Vest- mannaeyjaskipin færu að selja mik- ið af físki á fiskmörkuðunum hér myndi verðið á mörkuðunum hrynja. „Það verða um 80 tonn af blálöngu úr Breka seld í Þýskalandi og Frakklandi en afgangurinn, um 50 tonn, fer á Faxamarkað eftir að veiðiferð Breka lýkur nk. sunnu- dag,“ sagði Hjörtur. „Það kostar svipað að senda aflann í gámum með vöruflutningaskipi til Grimsby og Reykjavíkur og vegna t.d. tafa frá veiðum er dýrara að sigla með aflann til Reykjavíkur heldur en að senda hann í gámum til Grimsby," sagði Hjörtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.