Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 19 Verða lög’brotin leiðarvísir alþingismanna í bjórmálinu? eftirÁrna Gunnlaugsson Framlagning nýs bjórfrumvarps ber vott um að þingmenn séu famir að keppast um að reyna að eigna sér heiðurinn af því, ef bjórfrumvarpið verður samþykkt, og sumum þeirra er áfenga ölið sérstakt kappsmál. En eftir hveiju eru þessir menn að sækjast? Finnst þeim eftirsóknarvert að stefna í voða velferð æskufólks og hamingju heimila með bjórflóði? Er ekki of dýru verði keypt að tryggja læknum, lögreglumönnum ogýmsum öðrum framtíðarverkefni með mikilli aukningu slysa, sjúkdómstilfella, af- brota og annars ófamaðar, sem óum- flýjanlega mundi fylgja afnámi bjór- bannsins? Og er það ekki hin versta eigingimi og ábyrgðarleysi að láta eigin bjórþorsta og löngun í hylli öl- kærra kjósenda ráða afstöðu í svo örlagaríku máli? Eða láta kannski einhverjir þingmenn blinda þjónustu við áfengisauðvaldið og gróðaöfl hefta heilbrigða hugsun og villa sýn? Er það annars ekki dapurlegt, að á sama tíma og ýmsar aðrar þjóðir vinna að minnkun áfengisneyslu og sumar með góðum árangri, skuli hér á landi skipulega stefnt að aukningu hennar? Ber það ekki vott um kald- rifjaða samvisku að láta sig engu skipta eða í léttu rúmi liggja hætt- una á þvf, að hundruð ungmenna kunni á næstu ámm að ánetjast öðr- um sterkari eiturlyfjum vegna þess að bjórdrykkjan ruddi brautina? Og hvers vegna loka sumir þingmenn alveg augunum fyrir hörmulegri reynslu af áfenga ölinu í bjórlöndun- um? Nýjar skattaálögur Fleiri krónur í ríkissjóð vegna auk- innar heildameyslu áfengis við af- nám bjórbannsins yrðu aðeins lítill hluti þeirrar aukningar útgjalda, sem því yrði samfara. Það er óhrekjanleg staðreynd, m.a. byggt á reynslu ann- arra þjóða. Skattagleði ráðamanna ætti því ekki að vera hætta búin með tilkomu áfenga ölsins. Þá yrði stutt í það, að nýjar, hrikalegar álögur sæju dagsins ljós. Útgjöld vegna heilbrigð- ismála, löggæslu o.fl. myndu stórlega vaxa. Landsmenn yrðu að greiða herkostnaðinn af ölævintýrinu. Til marks um óheillavænlegar afleiðingar bjórsins má t.d. benda á, að í Danmörku, fyrirmyndar- landi ölvina, er á sumum stöðum um 50% sjúkrarúma bundin sjúld- ingum vegna neyslu áfengis. Á sama tima eru 10—20% innlagna á sjúkrahús hér á landi talin tengj- ast áfengisnotkun. Finnst venju- legu fólki það ekki nógu mikið? — Hveijir hafa hag af stórauknum áfengisvanda, sem bjórvinir vilja kalla yfir þjóðina? Ekki hinn al- menni skattborgari. Furðulegar forsendur Það var hreinsun að því að „bera á bál“ gamla bjórfrumvarpið hennar Guðrúnar Helgadóttur Geirs Haarde o.fl. Þótt rökleysumar í því frum- varpi hafi verið með eindæmum tek- ur ekki betra við þegar skoðaðar eru forsendumar á bak við nýjasta bjór- frumvarpið, sem Ólafur G. Einars- son, Sighvatur Björgvinsson o.fl. standa að. Þær forsendur eru svo furðulegar og dæmalausar, að lengi mun í minnum haft varðandi laga- smíði. Bjórkempurnar leggja áherslu á þijú meginatriði málstað sfnum til framdráttar. — I fyrsta lagi, að flug- liðum og ferðamönnum hafi lengi verið heimilað að flytja með sér til landsins áfengt öl. í öðru lagi, að ólöglegur innflutningur á bjór hafi verið staðreynd um áratuga skeið. Og í þriðja lagi gefa þeir baráttufé- lagar í skyn, að meifihluti þjóðarinn- ar sé með bjómum. Af framangreindum ástæðum te|ja flutningsmenn frumvarpsins að af- létta verði banni þvi, sem hér um ræðir og þeir segja vera í „hróplegri mótsögn við það ástand, sem hér ríkir", eins og komist er að orði í greinargerð með fmmvarpinu. Ég hygg það vera einsdæmi, að leitað sé skjóls og stuðnings í grófum lögbrotum og siðleysi í breytingu opinbers valds til réttlætingar ákvörðunum í hinum alvarlegustu og umdeildustu þjóðfélagsmálum, eins og gert er með forsendum bjórfrum- varpsins. Slíkur vopnabúnaður ber vott um slæman málstað. Er full ástæða til að vekja sér- staka athygli á þeim hráskinnaleik, sem leikinn er og hefur verið í sam- bandi við bjórmálið fyrr og síðar og speglast í virðingarleysi gagnvart löghlýðni og réttaröryggi. Lögbrot Sighvats Mörgum cr í fersku minni tiltæki forstjórans, sem reyndi fyrir um átta árum að komast með bjórkassa inn í landið í trássi við landslög. Sig- hvatur Björgvinsson, sem þá var fjár- málaráðherra, virtist svo hrifínn af þessu uppátæki, að hann í miklum flýti setti ákvæði í reglugerð, sem heimilaði ferðamönnum að kaupa áfengt öl á Keflavíkurflugvelli. En með þessari þjónkun sinni við hinn ölkæra forstjóra framdi ráð- herrann hið grófasta lagabrot. Eng- inn vafi er á því, að innflutningur á bjór og bjórsala á Keflavíkurflugvelli er brot gegn ákvæðum áfengislaga, sem fjalla um tilbúning og innflutn- ing áfengs öls, og hefur því ekki verið mótmælt. Um þetta liggur fyrir rökstudd álitsgerð þriggja valinkunnra lög- fræðinga, Sigurðar Líndal, prófess- ors, Ólafs W. Stefánssonar, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, og Finns Torfa Stefánssonar, sem áður var aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra. En það eru ekki einungis þessi lögbrot suður á flugvelli, sem nú eiga að réttæta afnám bjórbannsins. Bjórsmyglið um áratuga skeið er einnig notað sem haldreipi og vegvís- ir í svo afdrifaríku máli og hér um ræðir. Hvað finnst löghlýðnum þegn- um um svona vinnubrögð æðstu manna þjóðarinnar? „Með lögum skal land byggja“ Svo mikið kapp var lagt á að við- halda ólöglegri bjórsölu á Keflavíkur- Árni Gunnlaugsson „Sagan sýnir, að með ólögnm hefur oft tekist að eyðileggja margt, skapa glundroða, ófrið og hnignun.“ flugvelli, að tollgæslumaður, sem vildi fara að lögum í starfí sínu, fékk . áminningu yfírboðara fyrir það að standa að aðgerðum til að láta reyna á lögmæti bjórsöluheimildar ráð- herrans. Mun hafa legið nærri, að hann yrði látinn víkja úr starfí fyrir að gera það, sem rétt var og sam- viskan bauð. Og nú, þegar rökþrota bjórsinnar skýla nekt sinni bak við lögleysur og smygl, sjáum við tilganginn með bjórsölunni á flugvellinum og hvers- vegna hún hefur verið látin afskipta- laus. Það er rík ástæða að fylgjast vel með því, hvaða þingmenn láta lög- brotin verða sitt leiðarljós í afstöð- unni til bjórsins og muna eftir því, þegar næst verður gengið að kjör- borði. En þeir þingmenn, sem vilja bægja frá hættunni af áfenga ölinu og standa þannig vörð um velferð þjóðarinnar, eru vissulega traustsins verðir, hvar f flokki sem þeir standa. Sagan sýnir, að með ólögum hefur oft tekist að eyðileggja margt, skapa glundroða, ófrið og hnignun. En ver- um minnug þess, að á meðan forfeð- ur okkar fylgdu gullnu reglunni: „Með lögum skal land byggja" blómgaðist hér þjóðlíf með farsæld og friði. Því hljóta allir þjóðhollir menn að geta tekið undir eftirfarandi orð for- seta íslands í nýársávarpi 1985: „Lög og reglur hafa verið settar til þess að þjóðir geti lifað saman í öryggi og leit að sameiginlegri lífshamingju. Lögbrot eru ekki einkamál neins ein- staklings." Þessi orð forsetans ættu þingmenn að hafa í huga, þegar þeir endanlega taka afstöðu til bjórfrum- varpsins. Meirihluti kvenna og eldra fólks á móti bjórnum Það er mjög óvenjulegt, að í laga- frumvörpum sé skírskotað til ein- hvers ímyndaðs meirihlutavilja þjóð- arinnar. Og eru ekki mörg lögin, sem sett hafa verið í trássi við vilja þorra fólks? Hvemig hefur verið með alla skattana, sem lagðir hafa verið á tíð núverandi ríkisstjómar? Ekki var þá spurt um vilja almennings. Og hvað um umdeildar byggingar? Er alltaf farið þar að vilja fólks? Nei, öðm nær. Ef þingmenn hafa ekki manndóm og kjark af hræðslu við einhveija kjósendur að taka sjálfstæða afstöðu í viðkvæmum málum finnst mér, að í bjórmálinu sé marktækara að taka frekar tillit til viðhorfa hinna eldri og reyndari úr skóla -lífsins en unga fólksins. Nýlega birti Stöð 2 niðurstöður skoðanakönnunar um bjórmálið. í ljós kom, að um 62% eldri en 45 ára vom á móti bjómum og meir en helmingur allra kvenna, sem spurðar vom. Þá er það gleðilegt, að Kvenfé- lagasamband íslands skuli eindregið leggjast gegn bjórfmmvarpinu. — En það er aftur á móti ömurlegt, að þorstláta þingkonan í Alþýðubanda- laginu skuli láta áfenga ölið vera sitt hjartans mál. Ég vorkenni henni, en vil minna á, að þingmenn Sósíal- istaflokksins hér áður fyrr stóðu ein- huga saman gegn allri ásælni áfengi- sauðvaldsins. Þeir vom hugsjóna- menn og í þessum málum trúir hags- munum alþýðunnar. Ég hefí orðið þess var hversu margir gamlir sjómenn em harðir í andstöðu sinni við bjórinn. Þeir þekkja vel af reynslunni erlendis frá hversu mikil bölvun getur fylgt bjómum. Ungu alþingismennimir ættu frekar að hlusta á raddir þess- ara lífsreyndu manna en yngstu kjós- endanna, sem marga skortir næeri- lega fræðslu um skaðsemi bjórsins af eðlilegum ástæðum, vita lítið eða ekkert um hið mikla tjón og böl, sem aðrar þjóðir hafa haft af áfenga ölin. Bjorlæknarnir ættu að biðj- ast afsökunar Lokaorðum mínum beini ég til þeirra 133 íslensku lækna, sem virð- ist það mikið áhugamál að styrkja fótfestuna í áfengismálum þjóðarinn- ar með því að leyfa áfengt öl. Ef svo fer, að bjórfmmvarpið verð- ur samþykkt, fáið þið sérstakar þakkir margra. Hvort það verða orð- ur eða aðrar viðurkenningar veit ég ekki. En eitt er víst, að nöfn ykkar, sem birtust í Mbl. 17. des' sl., munu geymast á spjöldum sögunnar til minningar um óvenjulegt og fmm- legt framtak í heilbrigðismálum þjóð- arinnar! Enginn ykkar hefur svarað spum- ingum, sem ég beindi til ykkar í Mbl. 30. des.sl. Ein var svohljóð- andi: „Þekkið þið ekki nógu vel skað- legar afleiðingar afengisdrykkju fyr- ir heilsuna og þær sérstöku hættur, sem fylgja bjórdrykkju?" — Þar sem vera kann, að sjúklingar eða aðrir eigi eftir að leggja fyrir ykkur slíka spumingu, ætti það að skerpa kunn- áttu ykkar um áfengt öl og annað áfengi að vita eftirfarandi: Sumir vísindamenn, m.a. Finn- inn Anti Ahla, telja, að ölvunar- áhrif af völdum bjórs geti verið hvað hættulegust. Hann segir m.a. að „bjórinn sljóvgi mest við- bragðsflýti og orsaki sljóleika og þreytu, þótt menn séu ekki áber- andi ölvaðir." Ennfremur telja færustu vísinda- og rannsóknarmenn á sviði áfengisrannsókna, að ef öl er notað sem vimuefni þarf helm- ingi meira magn af hreinu alkó- hóli en þegar brennivíns er neytt, eigi sömu áhrif að nást. Þar af leiðir, að vínandinn er helmingi lengur í líkamanum og vinnur enn meira tjón. (Addiction Foundation of Ontario, Canada.) Og svo leyfíð þið ykkur, bjórlækn- ar, að halda því blákalt fram í bar- áttu ykkar og áróðri fyrir áfenga ölinu, að „hvergi sé að fínna vísbend- ingar um, að neysla bjórs sé skað- legri heilsu manna en aðrar tegundir áfengis", eins og komist var að orði í áróðursplaggi ykkar. Hvar emð þið á vegi staddir með þekkingu ykkar? Þið ættuð að biðjast afsökunar á frumhlaupinu og óvitaskapnum. Það léttir á samviskunni. Að siðustu vil ég gefa ykkur gott heilræði: Takið lækninn heimsþekkta og niannvininn mikla Albert Schweitzer til fyrir- myndar og gleymið aldrei þessum orðum hans: „Áfengið er versti óvinur mannsins." wxfunHnr er lötrfræðinsrur. TESS X GLÆSILEGUR ítalskur og franshur Neöst við Dunhaga, sími 622230.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.