Morgunblaðið - 13.03.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 13.03.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 Bætt aðstaða tíl krabba- meinslækmnga hérlendis Heimsókn á nýja legndeild krabba meinslækningaeildar Landspítalans „OPNUN þessarar deildar markar á vissan hátt þáttaskil i meðferð krabbameinssjúklinga hér á landi. Hún hefur í för með sér aukið öryggi fyrir sjúklingana, ekki síst þar sem hér mun starfa fólk sem er sérþjálfað f meðferð og umönnun þessara sjúklinga sagði Þórar- inn Sveinsson, yfirlæknir Krabbameinslækningadeildar Landsspítal- ans, er Morgunbiaðið heimsótti hina nýju legudeild, sem opnuð hefur verið á Landspftalanum fyrir krabbameinssjúklinga. Þar eru 16 rúm fyrir sjúklinga Krabbameinslækningadeildar, í sambýli við Lyflækn- ingadeild spftalans, sem hefur 7 rúm á sama gangi. Við Krabbameins- lækningadeild starfa auk Þórarins fimm sérfræðingar í krabbameins- lækningum, þeir Kjartan Magnússon, Guðmundur Benediktsson, Guð- jón Baidursson, Sigurður Arnason og Sigurður Björnsson. Hjúkrunar- deildarstjóri er Kristfn Sophusdóttir og með henni starfa á deildinni 8 hjúkrunarfræðingar auk þess sem gert er ráð fyrir 5 til 6 sjúkralið- um, en þetta fólk hefur að undanförnu sótt sérstök námskeið f með- ferð og ummönnun krabbameinssjúklinga. Það má því segja að þetta sé til geislameðferðar, en tækið var gjöf merkur áfangi hvað varðar þjónustu við þá sem þurfa á krabbameinsmeð- ferð að halda," sagði Þórarinn. „Krabbameinslækningadeildin var formlega stofnuð í mars 1984. Fram að því annaðist Röntgendeildin geislameðferðina, en þar var afskap- iega þröng aðstaða til að taka á móti sjúklingum og gefa þeim þá meðfeið og sinna því eftirliti sem þurfti. Ef að nauðsynlegt reyndist að leggja fólk inn, vegna lyfjameð- ferðar eða aukaverkana sem oft koma fram meðan á lyfla- og geisla- meðferð stendur, varð að leggja þá inn á hinar ýmsu deildir spftalans. Það hefur visst óhagræði í för með sér þar sem meðferðin getur verið ákafieg vandmeðfarin og oft ekki á færi annarra en þeirra sem hafa fengið sérstaka þjálfun f þeim efnum. Með opnun þessarar legudeildar hef- ur verið ráðin bót á þessu vanda- máli og öryggi sjúklinga aukið." Kristín Sophusdóttir, hjúkruna- rdeildarstjóri, tók í sama streng og sagði að miklu máli skipti að við deildina starfar fólk sem er reiðu- búið að leggja þessi sérhæfðu störf fyrir sig. Þá væri einnig mikilvægt að á seinni árum hefði orðið ákveðin hugarfarsbreyting gagnvart sjúk- dómnum. „Hér áður fyrr var þetta ákfaJega viðkvæmt mál og orðið „krabbamein" var nánast túlkað eins og dauðadómur yfir viðkomandi sjúklingi. Þetta hefur breyst mikið á seinni árum enda hafa orðið miklar framfarir í krabbameinslækningum. Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að merkja þennan gang með orðinu „krabbameinslækninga- deild“ eins og nú hefur verið gert með tilkomu þessarar legudeildar. Meðhöndlun krabbameinssjúklinga er ekki neinn feiuleikur lengur eins og var hér áður fyrr,“ sagði Kristín. Hún sagði að námskeiðið fyrir starfsfólk legudeildar hefði verið mikilvægur liður í undirbúningi að opnun deildarinnar, en sjálf lauk lóistín sérhæfðu námi í krabba- meinshjúkrun f Kaupmannahöfn árið 1983. „Að mfnum dómi var þetta námskeið afar gagnlegt því meðferð með krabbameinsljfyum og geislum getur verið ákaflega flókin. Eins þarf oft að taka á ýmsum sérhæfðum vandamálum hvað varðar daglega umgengni við sjúklingana auk þess sem við vinnum mikið með aðstand- endum þeirra. Reynslan hefur sýnt að þáttur aðstandenda í hjúkrun krabbmeinssjúklinga er mjög J ýðing- armikiil enda er lögð áhersla á að þeir geti verið sem mest heima eftir því kostur er. Hins vegar er legu- deildin sjálf nauðsynleg í erfíðari til- fellum og að mínum dómi er það mikill kostur að þessir sjúklingar liggi saman og að sérþjálfað fólk sinni þeim," sagði Kristfn. Línuhraðall mun gjörbreyta aðstöðunni Aðspurður um upphaf krabba- meinslækninga viö Landspítalann sagði Þórarinn Sveinsson yfírlæknir að það mætti rekja aftur til ársins 1919, þegar hafin var meðferð gegn yfirborðslægu krabbameini með geislavirku Radium. Næsta stóra skrefið f þróun krabbameinslækn- inga var tekið á árunum 1969 og 1970 þegar keypt var „Kobalt" tæki frá Oddfellowreglu íslands. Árið 1978 var hafíð reglubundið eftirlit og jafnframt lyfjameðferð krabba- meinssjúklinga f Kobalthúsi Rönt- gendeildar Landspftalans. Um svipað leyti var hafin undirbúningsvinna og barátta fyrir legudeildaraðstöðu á Landspítalanum fyrir krabbameins- sjúklinga og bættri nútímalegri að- stöðu tii undirbúnings og meðferðar í svokallaðri K-byggingu spftalans. Árið 1981 fékkst húsnæði til bráðabirgða á Kvennadeild Land- spítalans til undirbúnings geislameð- ferðar og starfsemi göngudeildar, sem laut að eftirliti og lyfiagjöfum. Þetta húsnæði var áætlað til þriggja ára, en þá átti húsnæði fyrir krabba- meinslækningar að liggja fyrir. Árið 1982 fékkst röntgenhermir til undir- búnings geislameðferðar auk tölvu- búnaðar til útreikninga geisla- skammta á æxlissvæði. í mars 1984 var Krabbameins- lækningadeild Landspftalans stofn- uð, en fram að því hafði meðferð krabbameinssjúklinga heyrt undir Röntgendeild. Ári síðar tók Matthías Bjamason, þáverandi heilbrigðisráð- herra, fyrstu skóflustunguna að K- byggingu Landspftalans og ákveðinn var fyrsti áfangi byggingarinnar. Dagana 12. til 14. apríl 1985 efíidi Lionshrejrfingin á íslandi til söfnunar fyrir nýju geislameðferðartæki, svo- kölluðum línuhraðli, og fyrri hluta árs 1986 var ákveðið að taka tilboði fyrirtækisins Varian varðandi kaup á tækinu. Ennfremur var ákveðið að setja upp línuhraðalinn í júní 1988 í þann hluta K-byggingar sem ætlaður er geislameðferð og tengdri starf- semi fyrir krabbameinssjúklinga og að meðferð þeirra í K-byggingunni yrði hafín haustið 1988. Þórarinn sagði að menn hefðu nú áhyggjur af þvf að nýframkomin til- laga á Álþingi um 20 milljón króna niðurskurð á flárframlögum til K- byggingar muni tefla fyrir uppsetn- ingu lfnuhraðalsins, en nauðsynlegt væri að aðstaðan yrði tilbúin á um- sömdum tíma. Væri það bæði vegna skuldbindinga við seijendur tækisins varðandi móttöku þess á þessum ákveðna tíma auk þess sem búið væri að senda fólk utan til sérstakr- ar þjálfunar. „Með tilkomu þessa fullkomna tækis mun öll aðstaða hér á landi til geislameðferðar og krabba- meinslækninga gjörbrejrtast og ég held að ekki sé ástæða til að draga Morgunblaðið/Borkur Kjartan Magnússon sérfræðingur í krabbameinslækningum, Kristín Sophusdóttir hjúkrunardeildarstjóri hinnar nýju legudeildar og Þór- arinn Sveinsson yfirlæknir Krabbameinslækningadeildar Landspítal- ans. *m\ > % J Krístin Sophusdóttir ásamt Þórunni Sævarsdóttur og Ólöfu Björns- dóttur hjúkrunarfræðingum. þetta öllu lengur," sagði Þórarinn. Hann sagði að á undanfömum árum hefðu sjúklingakomur á Krabbameinslækningadeild verið um 11 þúsund og um 90% af því fólki hefði komið frá heimilum sínum en aðeins um 10% frá sjúkrahúsum. „Við fylgjum þeim, sem koma hingað til meðferðar, eftir í allt að 10 ár og á þann hátt er nauðsjmlegt eftirlit tryggt og hægt að bregðast slqótt við ef sjúkdómurinn tekur sig upp aftur. Það er hins vegar augljóst, að eftir því sem tækninni við að greina sjúkdóminn fleygir fram, eykst álagið að sama skapi á Krabba- meinslækningadeild og opnun þess- arar legudeildar er því aðeins byrjun- in á sívaxandi starfsemi sem fyrirsjá- anleg er í framtíðinni," sagði Þórar- inn. Batahorfur mun meiri en áður Kjartan Magnússon, sérfræðingur í krabbameinslækningum, er deildar- læknir hinnar nýju legudeildar. Hann var spurður um þýðingu þess, að opna sérstaka legudeild fyrir krabba- meinssjúklinga: Á legudeild Krabbameinslækningadeildar Landspftalans eru 16 rúm fyrír sjúklinga deildarinnar. „Göngudeildarþjónusta við krabbameinssjúklinga er afar um- fangsmikil og erfítt að stunda hana án þess að eiga möguleika á að leggja þá inn á deild þar sem starfs- fólk er sérhæft í meðhöndlun þessa sjúklingahóps. Krabbameinslækn- ingadeildin fæst við meðferð krabba- meina með fyfjum og eða geislum. Læknar deildarinnar taka oft við þar sem hlutverki skurðlækna lýkur og þá einkum við meðhöndlun sjúklinga þar sem aðgerð hefur ekki verið möguleg til lækningar, þar sem hætta er á endurvakningu þrátt fyr- ir aðgerð eða þegar geisla- og ljrfja- meðferð er betri kostur en aðgerð. Fram til þessa hafa hinar ýmsu deildir tekið við sjúklingum í krabba- meinsmeðferð ef þörf hefur krafíð. Meðferð með krabbameinsfyfjum og geislum getur hins vegar verið afar flókin. Aukaverkanir krabbameins- lyfla eru oft umtalsverðar og krefj- ast innlagnar til að draga úr eða hindra þær. Þar að auki geta komið upp sérhæfð vandamál vegna sjúk- dómsins. Ég vil hins vegar taka skýrt fram að starfsfólk annarra deilda spítalans hefur yfirleitt verið reiðu- búið að rétta hjálparhönd og aðstoð við innlagnir þegar þörf hefur kraf- ist. Samstarfíð við aðrar deildrr hefur verið með miklum ágætum og ánægjulegt að upplifa hversu margir aðilar hafa verið reiðubúnir til að stunda krabbameinssjúklinga, sem er að mörgu leyti erfíðara en gerist og gengur með aðra sjúklinga." Nú hafa heyrst þær raddir að ekki sé heppilegt að hafa krabbameins- sjúka saman á einum stað, svona sálrænt séð? „Árlega er 300 til 400 nýgreindum sjúklingum vísað til Krabbameins- lækningadeildar. Aðeins Iítinn hluta þessarra sjúklinga þarf að leggja inn til sérstakrar meðferðar. Orðið krabbamein hefur verið hálfgert bannorð og oft sett jafnaðarmerki milli þess og dauða. Þetta er í raun fráleitt og fólk er að vakna til vitund- ar um að krabbamein er oftar lækn- anlegur sjúkdómur og batahorfur eru nú mun meiri áður. Dauðsföll af völd- um ýmissa annara sjúkdóma eru al- gengari og til dæmis þykir engum athugavert við að hafa sérstakar hjartadeildir. Vissulega munu sjúkl- ingar deyja á okkar legudeild eins og á öðrum legudeildum, hjá því verður aldrei komist. Hins vegar tel ég að það geti orðið mikil hvatning fyrir sjúklinga deildarinnar að sjá samsjúklinga sína fá bata eftir erfiða meðferð. Sjúklingar mynda oft ákaf- lega sterk tengsl við starfsfólk legu- deildar, það er hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annað starfsfólk, sem veitir sjúklingi ómetanlegan stuðning í erfíðri meðferð." Aðspurður um þörfína á legurými fyrir krabbameinssjúklinga hér á landi sagði Kjartan að þótt hin nýja legudeild væri vissulega skref í rétta átt fullnægði hún þó ekki innlagning- arþörf allra krabbameinssjúklinga. „Ef tekið er mið af nágrannalöndum okkar þyrfti deildin að hafa til um- ráða 25 til 30 rúm, jafnvel þótt að- eins sé miðað við þá sjúklinga sem eru í mestri þörf fyrir innlögn á sér- hæfða legudeild fyrir krabbameins- sjúklinga. Við verðum því að meta hveiju sinni erfíðustu tilfellin og tryggja að þeir sjúklingar sem ætla má að best sé þjónað með innlögn á okkar legudeild hafí þar forgang. Væntanlega verður mest um að ræða sjúklinga sem eru í erfíðari meðferð með ljrQum og geislum. Eins má búast við að sjúklingar af lands- byggðinni muni hafa nokkra sérstöðu vegna aðstöðuleysis hér á höfuð- borgarsvæðinu. Auk þess munum eftir sem áður fylgjast vel með þeim sjúklingum þar sem meðferð hefur ekki leitt til fulls bata og sinna þeim áfram með innlögnum þegar þörf krefur, en um leið aðstoða þá til að geta verið heima eftir því sem kostur er.“ Hvers konar meðferð er gefin á legudeild? „Þama fer fram öll flóknari krabbameinsfyfjameðferð, þar sem nauðsynlegt er að leggja sjúklinginn inn, bæði vegna eðlis meðferðarinnar og til að hindra aukaverkanir lyfi- anna. Mörg fyfjanna hafa í för með sér verulega ógleði, sem hindra má að mestu lejrti með viðeigandi ráð- stöfunum. Af öðrum aukaverkunum, sem koma má í veg fyrir með því að leggja sjúklinginn inn, má nefna skaða á nýrum og þvagbiöðru. Önnur meðferð, sem ekki er gefín í lækn- ingaskyni, en stuðlar að bættri líðan sjúklings, svonefnd stoðmeðferð, er oft best gefín með skamvinnri inn- lögn. Hér er átt við meðferð við verkj- um, næringu, blóðgjafír og sálræna aðstoð auk meðhöndlunar sýkinga sem geta komið í kjölfar meðferðar með krabbameinslyfjum. Ég tel að legudeildin geti gegnt veigamiklu hlutverki í meðferð sjúkl- inga, þegar lækning er ekki lengur möguleg en stoðmeðferð gegnir meg- inhlutverki. Þessir sjúklingar vilja oft vera eins mikið heima meðal ástvina og kostur er. Legudeildin mun gegna mikilvægu hlutverki til að gera þetta mögulegt með allri aðstoð og kost á innlögn hvenær sem þörf krefur. Rejmslan hefur sýnt að sú öryggis- kennd sem fylgir því að geta komið inn á legudeild hvenær sem þörf krefur, veldur því að sjúklingar geta verið meira heima en ella.“ Kjartan sagði að líkja mætti fram- förum í meðferð sumra krabbameins- sjúkdóma við kraftaverk. Hið sama mætti segja um þróun krabbameins- lækninga á íslandi síðastliðin 10 ár. „Fram að þeim tíma má segja að við höfum staðið nágrannaþjóðunum langt að baki varðandi meðferð krabbameinssjúkdóma. Hins vegar hefur hér átt sér stað byiting á þess- um stutta tíma og við getum nú brátt farið að bera okkur saman við þá sem lengst eru komnir. Þetta átak er auðvitað engum einum að þakka. Stjómendur spítalans og stjómvöld hafa þó á undanfomum árum sýnt málefnum Krabbameinslækninga- deildar sérstaklega næman skilning og það ber að þakka. Eins má ekki vanmeta þátt þjóðarinnar varðandi framlög til kaupa á Hnuhraðal, þessa fullkomna geislatækis, sem vonandi verður tekið í notkun á hausti kom- anda og gerir aðstöðu til krabba- meinslækninga hér á landi eins góða og þar sem best þekkist," sagði Kjartan að lokum. Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.