Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 27

Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 27 dönsum. Héraðið er auðugt, bænd- umir hér geta raektað ávexti og fyrsta grænmetið á markaðinn á vorin. Auk baðstaðanna geta þeir boðið ferðafólki upp á skíðasvæði í Pyrenea-fjöllum. Þar er líka litli bærinn Prades, sem frægur er fyrir árlegar tónlistarhátíðir sínar, enda bjó Pablo Casals þar fjöldamörg síðustu ár sín. Stærsta borg héraðs- ins er Perpignan. Þar eru fomar byggingar, sem eru þess virði að skoða þær, svo sem virkið Castillet, sem hýsir lista- og byggðasafn, dómkirkjan og torgið við hið foma Loge de Mer frá 1397, þar sem dansað er sardana á sumarkvöldum. Undir lok nóvember er þó orðið of seint fyrir slíkt, enda ferðamanna- tímaiium að mestu lokið og ekki ástæða til að elta litlu fallegu fiski- þorpin, sem við þekkjum svo vel af málverkum Matisses, Dufys og hinna málaranna sem höfðu þama sumardvöl eða Cedes inni í landi, Á Avignon-brúnni dansar mað- ur. Gamli söngurinn „Sur le Pond d' Avignon, on y danse“, sem allir Frakkar og fjöldi ann- arra syngja enn þann dag í dag, heldur við frægð þessarar miðaldabrúar sem stendur hálfa leið út í Rónfljót við Avignon. Rómverska hringleikahúsið í Nimes, sem tekur yfir 20 þúsund manns í sæti, er enn í fullri notkun. Þar eru fluttar óperur og popptónleikar auk nautaatanna. í borginni Avignon er leiklistarhátiðin mikla i júlímánuði. Leikið undir berum himni við gðmlu páfahöllina. Hér er höfundur hátíðanna, leik- húsmaðurinn frægi Jean Vitar. Nimeno II, fremsti nautabani Frakka, i Nimes. Þar er á hvitasunn- unni haldin mikil hátið með nautaati í rómverska hringleikahúsinu og með svörtu nautunum frá Camargue. um gömlu borgina á hæðinni fljóð- lýst og aldeilis sjón að sjá úr fjar- lægð. Nýrri borgin í kring er ósKöp hversdagsleg miðað við gömlu borg- ina innan virkismúranna með sínum mjóu götum. Þegar komið er yfir virkisgröfina kemur í ljós að gamla virkisborgin hýsir enn um 500 íbúa. Ferðamannastrauminn á sumrum má marka af öllum litlu verslunun- um og veitingahúsunum sem þar eru. Sjálfar völdum við okkur eitt þeirra og borðuðum rétt Langu- edoc-héraðs, Cassoulet, sem er pott- réttur úr gæsa- eða andakjöti, svína- eða lambakjöti, pylsum og hvítum baunum. Átti vel við, því rómverska innrásarliðið kom með þennan rétt þangað fyrir 2000 árum. Rómveijar byijuðu á virkis- veggjunum, sem vísigotar héldu svo á 5. öld áfram með ’ ir til allir tum- amir voru komnir. Karlamagnús hélt virkisborginni í 5 ár á 9. öld og er af því sígild saga, sem geng- ur um öll lönd eins og íslenska út- gáfan um Borgarvirki í Húnavatns- sýslu og blóðmörsiðrið. Hér munu trúbadorarnir löngu seinna hafa soðið upp söguna um höfðingskon- una Lady Carcass, sem hringdi við- vörunarbjöllunum og tróð svo grís út með komi í augsýn umsáturs- manna og varpaði grísnum fram af virkisveggnum svo hann sprakk við fætur umsátursliðsins og sann- færði Karlamagnús um að næg fæða væri til í virkinu. Hann hvarf á braut. Eftir það hét borgin Carc- assonne (son táknar hringingu). Ekki þarf að taka söguna bókstaf- lega, enda höfðu Rómveijar löngu fyrr þekkt borg þessa undir nafninu Carcaso. Á kataratímanum féll borgin á 13. öld til andstæðinga þeirra með miklu blóðbaði. Heilagur Lúðvík og Filipus sonur hans hinn hugprúði styrktu vígið svo það gæti staðist allar árásir og komu þar fyrir innan múra hveitimyllum, smiðjum og vatnstanki með sex mánaða birgðum. Kirkjubyggingin, sem hafín var 1130 og haldið áfram á 12. og 13. öld, er þess virði að skoða með fallegu steindu glugga- rósunum, höggmyndum, glæsilegu rómversku kirkjuskipi og gotnesku þverskipi. Farið var að gera hana upp um 1850. Öll virkisborgin hefur síðan verið viðgerð. Virkisveggimir eru tvöfaldir, enda áttu þeir að vera góð vöm. Menn þurftu að geta komist óhultir fyrir örvarskotum milli tumanna og nú er verið að smíða upp yfirbyggðu trébrýmar á milli. Raufamar sem víða má sjá í kastalaveggjum voru gerðar fyrir stoðplankana undir brýmar, sem eru auðvitað grotnaðar í burtu ann- ars staðar. Við ökum í suðurátt, nú að hluta eftir hraðbrautinni til Barcelona, en kjósum þó fremur mjórri sveita- veg gegnum hæðimar. Það er dýrð- leg leið, enda viða tré sem skarta haustlitum og við blasa hvítir tindar Pyrenea-fjallanna, fyrsti snjórinn nýfallinn. Birtan er tær og glitrar á allt í nóvembersólinni með haust- litum á tijánum. Syðsti hluti héraðsins, Roussill- on, sem í rauninni er franski hlutinn af Katalóníu handan spönsku landa- mæranna, tilheyrði raunar Spáni til 1659. Mikið af íbúunum eru Katal- óníumenn og það setur svip á mannlífið í menningu, söngvum og þar sem Picasso vann f nokkur ár og skildi eftir myndir í saftii. Enda hellist nú regnið niður um hríð meðan við ökum heim. Nýir ferðamannabæir áströndinni Meðfram allri Miðjarðarhafs- ströndinni giitra ljósin í litlum bæj- um, sem nú orðið standa svo þétt að þeir sýnast eins og perlur á bandi. Á þessari 190 km sendnu strandlengju Laguedoc-Roussillon héraðs hafa á undanfömum 25 ámm verið byggðir hraðar upp nútíma ferðamannabæir en nokkurs staðar annars staðar í Evrópulönd- um. Á þessari sendnu strönd með löngum saltvatnslónum upp af ríkti fyrrum moskítóflugan og fældi frá ferðamenn. En 1963 réðist ríkis- stjóm De Gaulles í að gera strönd- ina að ferðamannaparadís til að taka við ferðafólki af yfirfullum frægu strandbæjunum austar. Lón- in voru þurrkuð, moskítóflugum útrýmt, smábátahafnir byggðar og. lagðir vegir. Þegar áætluninni lauk um 1980 gátu nýju ferðamannabæ- imir að sumrinu tekið við 280 þús- und ferðamönnum, sem hafa alla nútímaþjónustu. Einkum eru það bæimir á Rivieranni niður af Mont- pellier og þar í nánd sem draga að. Cap d’Agde er byggður upp á gömlu litlu fiskimannaþorpi með fallegum húsum og hefur aðdráttarafl. Þar skammt frá er vinsæl nektamý- lenda með spilavíti, verslunarmörk- uðum og næturklúbbum fyrir 20 þúsund ferðamenn, stærsta nekt- amýlenda Evrópu, mikið sótt af vel stæðum Þjóðveijum. Nektamýlend- ur virðast reknar við vaxándi vin- sældir á hlýjum stöðum. Afrodite- nýlendan er önnur þama skammt frá, rekin af Bretum af öilum þjóð- um. Ekki komum við þama við. En fyrsta daginn var ekki látið undir höfuð leggjast að heimsækja strandbæina og sitja á útikaffihús- unum og veitingastöðunum niðri við sjóinn í 15 stiga hita þótt komið væri fram í nóvember. Eftir að ferðamennimir era famir, streyma Frakkanir niður á ströndina og leika sér þar við böm sín og hunda eða sigla fyrir framan á seglbrettum ' og bátum sínum. La Grande Motte er kunnur og einna mest auglýstur af nýju bæjunum. Fyrir 20 áram var þama ekki neitt, nú er þar glæsilegur nútímabær með íbúða- blokkum, búðum, diskótekum og ráðstefnuhöll fyrir ferðamenn í stíl Corbusiers, stundum kallað Bras- ilía-við-hafið. Þar blasa við 10 hæða pýramídahús og byggingar með furðulegustu formum og litríkar, eitt húsið líkist risastóra tívolíhjóli. En þama hafa menn allan lúxus sólarlandabæjarins. Þetta er spenn- andi staður, nú á tveimur áratugum fullbúinn með háum tijágróðri. Sjálf kunni ég betur við mig í einhveijum gömlu litlu bæjanna, sem iíka hafa sínar smábátahafnir, hótel og þjón- ustu. Og nokkrir slíkir á ströndinni hafa lifað af tískuvæðinguna. Einn þeirra er Sete, sem er nokkuð stór fiskimannabær, kemur að stærð næstur á eftir Marseilles á Miðjarð- arhafsstöndinni. Þaðan era gerðir út litlir togarar, en afli vlst ekki mikill á okkar mælikvarða. Með- fram höfninni og fjölda skurða upp af henni er röð af skemmtilegum litlum veitingastöðum með fiskrétt- um. Þar er upplagt að fá sér hina frægu Bouillabaise-fiskisúpu, sem er heill réttur og getur verið soðin úr upp í 20 fisk- og skelfisktegund- um, auk tómata, lauks, hvítlauks og margvíslegs krydds. Hún er eft- irlætisréttur Suður-Frakka, og kemur frá Marseilles. í þessum gamla bæ er markaður sem gaman er að koma á. Þaðan er og bjó þjóð- skáld Frakka, Paul Vallery, en safn er í bænum um hann. Og eins um hinn dáða vísnasöngvara Brassens. Upp af því er útsýnishæð með sjó- mannakirkjugarðinum, sem varð tilefni hins fræga ljóðs Vallerys, Le Cimetiere Marin. Margir leggja þangað leið sína að sumrinu. Og þar hefur verið komið upp stóra hringleikhúsi í rústum undir heiðum himni, þar sem flutt era leikrit og tónleikar á ferðamannatímanum. En áhorfendur sjá ofan við sviðið út á hafið á tunglskinsbjörtum sum- arkvöldum. En merkari hringleika- hús og fomfrægari áttum við eftir að sjá austar í héraðinu. í Avignon er dansað og leikið Sur le Pont, d’Avignon on y danse, on y danse. sur le Pont d’Avignon on y danse tous en rond Messieurs les Abbés font comm’ca... Þessa gömlu vísu læra öll böm í Frakklandi og hana syngja margir utan Frakklandsstranda. Brúin við Avignon þar sem menn dansa er þama enn, það er að segja hálf og skagar út í Rónfljótið. Þessi brú, Pont Benezette, er frá 12. öld. Þama hafði frá fomu fari verið feijustaður yfír fljótið og einhver trúarregla byggði þar brú og tók toll af þeim sem um fóra, enda er í miðri brúnni kapella á tveimur hæðum. Einhvem tíma fyrr á öldum fór hluti af brúnni í flóðum, en það sem eftir stendur heldur frægð sinni út af söngnum alþekkta. Ferðamenn heimsækja hana og auðvitað bregður maður fyrir sig betri fætinum og tekur dansspor úti á brúnni. Út á brúna er farið úr gömlu borginni, sem er á austurbakkanum og þá í Provence-héraði, en nýja borgin er vestan megin. Að ánni liggja gömlu borgarmúramir, sem teygja sig 5 km kringum Avignon með ótal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.