Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær___ sem er. I Mjólkursamsalan ÞAKRENNUR OG NIÐURFÖLL KLIPPUM OG BEYGJUM JÁRN EINS OG ÞÚ VILT KJÖLJÁRN OG KANTJÁRN LOFTRÆSTIKERFI ÞÚ FÆRÐ LÍKA STEYPUMÓT HJÁ OKKUR ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR: Æ3& BREIÐFJÖRÐS 2J BLIKKSMIÐJA HF SIGTÚNI 7 R.VÍK SÍMI 2 90 22 Einu sinni enn eftír Valdimar Unnar Valdimarsson Einu sinni enn hefur íslensk verkalýðsforysta samið um laun, sem vitað er að enginn getur méð góðu móti framfleytt sér á. Einu sinni enn þarf íslenskt launafólk að horfa upp á dugleysi forystu- sveitar, sem fyrir löngu er orðin að steinrunninni stofnun, áhugalaus og skilningssljó á hagsmuni um- bjóðenda sinna. Einu sinni enn hef- ur skrifstofuklíka verkalýðshreyf- ingarinnar orðið sér til skammar. Sorgarsaga Þeir fóru um landið og boðuðu baráttu, kokhraustir sem endranær. Þóttust vilja heyra hljóðið í fólkinu, sem alltof lengi hefur þurft að lifa af launum sem enginn getur lifað af. Þeir fóru um landið og boðuðu baráttu. Tóku stundum í nefið og fullvissuðu fólkið um að nú yrði barist fyrir launum sem hægt væri að lifa af. Tóku í nefið og voru kokhraustir. Vafalaust hefur enn verið eitt- hvað eftir af neftóbakinu þegar sest var að samningaborðum í höf- uðstaðnum. Samt sömdu þeir um laun sem vitað er að enginn getur lifað af. Horfið var bergmál barátt- unnar, sem boðuð var úti um land. Þeir sömdu um laun sem enginn getur lifað af. Þeir skráðu nöfn sín undir enn einn sorgarkaflann í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu. Þeir fóru á fiindi og réttlættu gerðir sínar. Gagnvart fólkinu, sem lifír af launum, sem enginn getur lifað af. Voru kokhraustir, sem endranær, og tóku í nefið. Lásu upp samninga í mörgum liðum, sem all- ir voru þó svo ótrúlega keimlíkir. Attu það að minnsta kosti sameigin- legt að tryggja engum lágmarks- framfærslu. Þeir báru sorgarkaflann undir atkvæði, hvöttu fólk til að reyna nú að hjara enn um sinn á launum, sem ekki er hægt að lifa af. Tóku í nefið og vöruðu við baráttunni, sem búið var að boða úti á landi. Vöruðu við afleiðingum þess að beijast til þrautar fyrir launum, sem hægt er að lifa af. Sorgarkaflinn var samþykktur, naumlega þó. Þeim tókst að sann- færa svo ótrúlega marga um gildi þess að veija starfsævi sinni í að vinna fyrir árslaunum sambands- forstjóra. Þeir fóru á skrifstofuna, sáttir við sitt. Lotunni var lokið og langt í þá næstu. Hvað er ein geng- isfelling á milli vina? Kreppa Islensk verkalýðshreyfing er í kreppu og sú kreppa er ekki verka- fólkinu sjálfu að kenna. Kreppan á sér öðru fremur rætur í eðli og við- horfum þeirrar forystu, sem fyrir löngu er búin að glata áttum. Þessi forysta er kokhraust og tekur í nefið en gerir því miður lítið meira. Semur að vísu um launataxta, sem enginn getur lifað af — en það er gömul saga og öllum kunn. Þessi verkalýðsforysta lifir og hrærist í heimi, sem á fátt skylt við heim þess fólks, sem æ ofan í æ er beðið um að sætta sig við laun, sem ekki er hægt að lifa af. Þessi forysta er kumpánleg við viðsemj- endur sína, býður þeim í nefið og hver veit nema eitthvað verði af- gangs handa fulltrúum ríkisvalds- ins. Ríkisvaldsins, sem um árið stal svo miklu af laununum, sem þó var engin leið að lifa af. Ríkisvaldsins, sem heldur í heiðri það grundvallar- sjónarmið, að aldrei skuli skorist í samninga launafólks og atvinnu- rekenda — nema til að klípa af laun- um, sem ekki er hægt að lifa af. Þeir eru kumpánlegir og bjóða í nefið. Hvað er kjaraskerðing á milli vina? íslensk verkalýðshreyfíng er í kreppu. Þessi kreppa hófst þegar forysta hreyfingarinnar hætti að skynja hagsmuni umbjóðenda sinna, lagði til hliðar þá sjálfsögðu lágmarkskröfu að fólk hefði til hnífs og skeiðar, fengi laun sem hægt væri að lifa af. Þeir fómuðu þess- ari kröfu á altari eigin hagsmuna, byrjuðu að vera kumpánlegir og bjóða í nefið. Kannski stóðu þeir einhvem tíma verkfallsvörð, háðu baráttu, en það er gömul saga og löngu gieymd. Kannski þurftu þeir einhvem tímann að lifa af launum, sem ekki var hægt að lifa af, en það er gömul saga og löngu gleymd. Þessi forysta endumýjar umboð sitt reglulega á fundum, sem fáir nenna að sækja. Þeir, sem á annað borð koma, fá í nefið — það er jú sjálfsagt að vera kumpánlegir við umbjóðendur sína eins og andstæð-' inga. Svo fer forystan á skrifstof- una og þar er ýmislegt að sýsla við þótt nokkrir láti sér nægja að fá sér í nefið. Sumir sökkva sér ofan í launahlutföll í Mesópótamíu hinni fomu. Einhvem veginn þarf jú að réttlæta launamisréttið í blaða- greininni, sem skrifuð er í nánu samráði við vinnuveitendasamband- ið. Þeir sem ekki eru í neftóbakinu eða fomfræðunum dunda sé við að opna umslögin frá íjóðhagsstofnun með öllum hagstærðunum, hinum hræðilegu verðbólguspám, sem vara svo eindregið við því að fólk fái laun, sem hægt er að lifa af. Verðbólguspám, sem fyrir löngu drápu íslenska verkalýðsforystu í dróma. Þeir höfðu eina slíka verðbólgu- spá í pokahominu þegar þeir fóru um landið og boðuðu baráttu, reiddu hana að vísu ekki fram fyrr en á fundinum, sem leggja átti blessun sína yfir launin, sem ekki er hægt að lifa af. Þeim tókst að sannfæra svo ótrúlega marga um að verðbólgan hræðilega væri óhjá- kvæmilegur fylgifískur þess að fólk fengi laun, sem hægt væri að lifa af. Hvað em ein sambandsforstjóra- laun á milli vina? Framtíð? íslensk verkalýðshreyfing á sér líklega ekki viðreisnar von á meðan forystumenn hennar telja það æðstu köllum sína að opna umslög með verðbólguspám og bjóða viðsemj- endum sínum í nefið. Hún á sér ekki viðreisnar von á meðan foryst- an varpar fyrir róða þeirri ofur eðli- legu og einföldu kröfu að laun séu með þeim hætti að unnt sé að lifa af þeim mannsæmandi lífi, með virðingu og reisn og án vinnuþrælk- unar. Þeir segja að sambandsforstjór- inn hafi haft þijátíuföld laun verka- mannsins í Sundahöfn. Samt gerði forystan svo ótrúlega fátt til að minnka þennan mun — þótt ekki væri nema sáralítið. Verðbólgan, þið vitið. Verðbólgan hræðilega, sem leggur allt í rúst ef fólk fær laun, sem hægt er að lifa af. Líklega á hreyfingin sér ekki við- reisnar von fyrr en forystan hættir að opna umslög með verðbólguspám Valdimar Unnar Valdimarsson „Þeir fóru á fundi og réttlættu gerðir sínar. Gagnvart fólkinu, sem lifir af launum, sem enginn getur lifað af. Voru kokhraustir, sem endranær, og tóku í nefið. Lásu upp samn- inga í mörgum liðum, sem allir voru þó svo ótrúlega keimlíkir. Attu það að minnsta kosti sameiginlegt að tryggja engum lág- marksf ramfærslu. “ og snýr sér að því sem hún eðli málsins samkvæmt á að einbeita sér að en hefur því miður fyrir löngu gleymt — að beijast fyrir hagsmun- um umbjóðenda sinna. Umbjóðenda sem alltof lengi hafa látið sér nægja molana af borðum sambandsfor- stjóra og fjandsamlegs ríkisvalds, sem virðist eiga sér þá köllun æðsta að berjast á móti því með oddi og egg að sérhver þegn þjóðfélagsins beri úr býtum laun, sem unnt er að lifa af. Höfundur er sagnfrædingur og er við framhaldsnám í Bretlandi. 23 skip hætt loðnuveiðum Gísli Árni landar í Grindavík. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson 42.000 tonn óveidd Loðnuveiðaraar ganga enn vel þó skipum sé farið að fækka. 23 skip era hætt veiðum og fleiri eru við það að Ijúka kvóta sínum. Óveidd af leyfilegum afla eru um 42.000 tonn, og þar sem skipunum fækkar munu vertíðarlok dragast á langinn. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á fimmtudag: Júpíter RE 1.330 til Reykjavíkur, Hákon ÞH 980 til Reyðarijarðar, Dagfari ÞH 520 til Sandgerðis og Helga II RE 530 til Eskifjarðar. Á föstudag voru eftirtalin skip með afla: Beitir NK 1.150 til Nes- kaupstaðar, Bergur VE 500 og ísleifur VE 720 til Vestmannaeyja, Huginn VE 580, Eskfirðingur SU 600 og Helga III RE 430 til Eski- fjarðar, Gígja VE 750 til Skot- lands, Galti ÞH 560 til Homafjarð- ar, Keflvíkingur KE 500 til Njarðvíkur, Pétur Jónsson RE 1.050 til Seyðisfjarðar, Gísli Árni RE 600 til Grindavíkur, Sjávarborg GK 700 til Sandgerðis og Albert GK 700 til Þórshafnar. Á laugardag voru þessi skip með afla: Hilmir SU 1.000 til Noregs, Helga II RE 530 og Gullberg VE 470 til Neskaupstaðar, Sighvatur Bjamason VE 650 og Kap II VE 680 til Vestmannaeyja, Víkurberg GK 580 til Grindavíkur, Hákon ÞH 980 til Reyðarfjarðar, Galti ÞH 550 til Homafjarðar, Svanur RE 700 til Akraness, Huginn VE 550 til Eskifjarðar og Erling KE 500 til Seyðisfjarðar. Á sunnudag voru eftirtalin skip með afla: Þórshamar GK 550 til Bolungarvíkur, Dagfari ÞH 530 til Akraness, Guðmundur RE 900 og Guðmundur Ólafur ÓF 590 til Seyðisfjarðar, Gísli Ámi RE 600 til Grindavíkur, Harpa RE 500 til Njarðvíkur Helga III RE 430 til Neskaupstaðar og Júpíter RE 1.250 til Reykjavíkur. Á mánudag voru þessi skip með afla: Pétur Jónsson RE 1.050 tonn til Seyðisfjarðar, Kap II VE 200 tonn til Vestmannaeyja, Helga II RE 500 tonn til Homaíjarðar, Gullberg VE með 560 tonn á aust- urleið en löndunarstaður óákveð- inn, Sighvatur Bjamason VE 530 tonn til Vestmannaeyja, Galti ÞH með 550 tonn á austurleið en lönd- unarstaður óákveðinn, Erling KE 450 tonn til Seyðisíjarðar, Keflvík- ingur 500 tonn til Njarðvíkur, Dagfari ÞH 5,30 tonn til Sandgerð- is og Hákon með 980 tonn á aust- urleið en löndunarstaður óákveð- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.