Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 64
S| á hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI íslandsÆ tfgmt&IjKfrft | 'ALHLIÐA PRENTWÓNUSTA | I GuðjónÓ.hf. 1 / 91-27233 l MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Deilan um söluskatt af lögfræðiþjóniistu banka; Bankamir kærðir til Skattstofunnar SÖLUSKATTSDEILD Skattstofu Reykjavíkur hefur sent kæru til Skattstofunnar vegna þess að viðskiptabankar hafa ekki greitt sölu- skatt af lögfræðiþjónustu sem þeir veita. Von er á úrskurði innan skamms. Að sögn Haraldar Ámasonar, deildarstjóra söluskattsdeildarinnar, er ágreiningur milli deildarinnar og banka um hvort greiða eigi sér- stakan 12% söluskatt af innheimtu- þóknun lögfræðinga sem eru í starfí hjá viðkomandi bönkum, eins og greiða þarf af innheimtuþóknun lög- fræðinga á lögfræðistofum. Verkalýðs- félagið boð- ar verkfall Fundur í Ejjum í dag STJÓRN og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja boðaði í gær til verkfalls frá og með næstkomandi mið- vikudegi 23. mars. Til verk- Haraldur sagði að bankaþjónusta væri almennt undanþegin söluskatti en deilt væri um lögfræðiþjón- ustuna. Hann sagði að nýkomin væru gögn til Skattstofunnar um hvaða þjónustu og störf lögfræðing- ar banka inna af hendi og hvaða hluti af þeim teldist söiuskattskyldur og yrði úrskurðað í málinu eftir að farið hefði verið yfir þau gögn. Úr- skurði Skattstofunnar má áfrýja til Ríkisskattanefndar. Búnaðarbankinn hefur hafið um- ræður við embætti ríkisskattstjóra vegna þessa máls, en það hefur Samband íslenskra viðskiptabanka ekki gert. Garðar Valdimarsson, - ríkisskattstjóri, sagði við Morgun- blaðið að hann kannaðist ekki við neinar viðræður af þessu tagi, þótt verið gæti að fulltrúar einhverra banka hefðu rætt við starfsmenn ríkisskattstjóra fyrir síðustu áramót eða við Skattstofu Reykjavíkur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg KOMIÐ ÚRRÓÐRI LÍFLEGT hefur verið yfír Homafírði að undanf- ömu. Bátamir hafa afla þokkalega og aldrei hefur verið tekið á móti meiru af loðnu. Hér kemur Bjami Gíslason úr róðri, en fyrir skömmu var afli hans orðinn um 150 tonn af bolfíski. Á bak við malar Fiskimjölsverksmiðjan gull úr loðnunni. fallsins er boðað í framhaldi af þvf að formgaUi reyndist vera á boðun yfirvinnubanns félagsins, sem hefjast átti í dag. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði f samtali við Morgunblaðið að sér litist illa á stöðuna. Skipt- ing viðræðna væri eingöngu til þess fallin að tefja að niðurstaða fengist. Hann sagðist aðspurður ekki eiga von á því að önnur verkalýðsfélög kæmu til liðs við félögin f Eyjum fyrr en eftir páska í fyrsta lagi. Yfírvinnubann verkakvennafé- lagsins Framsóknar í Reykjavík hjá Granda hf. hefst í dag og yfírvinnubann í allri fiskvinnslu á félagssvæðinu hefur verið boðað frá og með mánudeginum 21. mars. Miðstjóm ASÍ hefur samþykkt að leggja 500 þúsund krónur í verkfallsjóð Snótar og jafnframt skorað á öll aðildarfélög að tryggja að hvergi verði gengið inn í störf þeirra sem í verkfalli eru. Þá hefur Eining á Akureyri sam- þykkt að leyfa ekki löndun úr skipum frá Eyjum á félagssvæði sfnu. Verð á loðnuhrogmim lækkar um fjórðung Verðlækkun og minna magn lækkar útflutningsverðmæti um 400 milljónir FRYSTING loðnuhrogna er nú hafin af nokkrum krafti, þó að fram- leiðsla nú verði að minnsta kosti þrisvar sinnum minni en í fyrra og verð um fjórðungi lægra. Síðastliðinn mánudag náðust endanlega samningar um verð á hrognunum. Það verður 1.850 dalir, 74.000 krónur, fyrir tonnið, en var í fyrra 2.450 dalir, 98.000 kr. miðað við gengi í dag. Verðlækkunin er því 24,5% og útflutningsverðmæti verð- ur rúmlega 400 milljónum króna minna nú vegna minni framleiðslu. Samningar um sölu frystra loðnu- hrogna og heilfrystrar loðnu hafa verið mjög erfiðir að þessu sinni vegna mikilla birgða þessara afurða í Japan og mikils framboðs frá ýms- um löndum. í fyrra voru seld tæp- lega 6.000 tonn af loðnuhrognum til Japans fyrir hátt á sjötta hundrað milljónir króna. Nú verða mest seld 1.900 tonn á 1.850 dali hvert eða samtals um 140 milljónir króna. Líklegast er þó að enn minna verði fryst vegna verkfalla í Vestmanna- eyjum. Mismunurinn á útflutnings- 20% tollur á innflutn- ing saltfiskflaka tíl EB Verðmæti útflutningsins nam rumum 700 milljónum á síðasta ári NÚ ER endanlega ljóst að ekki verður opnaður tollfijáls kvóti á út- flutning á söltuðum þorskflökum til Evrópubandalagsríkjanna, en þangað höfum við flutt saltfiskflök tollfijálst frá árinu 1982. 20% tollur mun þvi leggjast á þennan útflutning á þessu ári, en á síðasta ári fluttum við þangað tæp 3.500 tonn af saltfiskflökum fyrir rúmar 700 milljónir, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sölusambands islenskra fiskframleiðenda. Magnús sagði að á árinu 1982 hefði Evrópubandalagið leyft toll- fíjálsan innflutning á 4 þúsund tonn- um af saltfiskflökum árlega. Þetta hefði verið ákveðið í tengslum við samninga við Kanadamenn, en gilt fyrir öll ríki utan Evrópubandalags- ins. Samkomulagið hefði runnið út nú um áramótin og nú nýverið hefði orðið ljóst að ekki yrði um frekari tilhliðranir að ræða hvað þetta snerti af hálfu Evrópubandalagsins. Vegna samninga sinna við EB geta Norðmenn hins vegar flutt flök til Evrópubandalagsríkjanna án tolla. „Þessi 20% tollur mun skapa erfíðleika í sölu þorskflaka og gerir samkeppnisaðstöðu okkar gagnvart Norðmönnum mjög erfiða, en það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur á markaðsstöðu okkar. Auk þess geta þeir sem kaupa íslenskan físk óunninn, flakað hann og saltað innan tollmúranna," sagði Magnús. Hann sagði að SIF hefði notið góðrar aðstoðar utanríkisráðuneytis- ins í þessu máli. Þeir hefðu gert sér vonir um að það myndi greiðast úr því allt fram á síðustu daga, en nú væri fengin staðfesting á því að ekki yrði um að ræða breytingu á þessari stefnumörkun Evrópubanda- lagsins. verðmæti er því að minnsta kosti 400 milljónir króna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna frystir mest af hrognunum eins og endranær. Nú koma 1.650 tonn í hlut hennar. Frysting hófst í síðustu viku á Austfjörðum og eru frystihús- in þar nú búin með upphaflegan kvóta sinn. Frysting hófst víða ann- ars staðar, meðal annars í Reykjavík, um helgina og hefur gengið misvel. Nú er útlit fyrir að Vestmannaeyjar, sem hafa ffyst mest af hrognunum undanfarin ár, verði ekki með vegna verkfalls og yfírvinnubanns. Enn er þó óákveðið hvort og hvenær hlut þeirra verður skipt milli annarra frystihúsa innan SH. Gylfí Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, sagði að þau frysti- hús á landinu, sem aðild ættu að SH, væru byijuð að ftysta loðnu- hrogn. í fyrrakvöld hefðu þau verið búin að ffysta 310 tonn. Þau myndu þó ekki ftysta þau 1.650 tonn af loðnuhrognum sem SH hefði fengið í sinn hlut á þessari vertíð. Það væri þó ekki vitað hversu mikið yrði fryst. Frystihúsunum í Vestmanna- eyjum væri ætlaður helmingurinn af þessum kvóta og það væri ekki auðveit að færa hann yfír til ann- arra fiystihúsa svona seint á vertíð- inni. Einnig væri nú nánast enginn áhugi hjá Japönum á loðnuhrognum héðan vegna mikilla birgða í Japan. Þvi væri verið að reyna að ná sam- stöðu um að frysta ekki mikið af loðnuhrognum á þessari vertíð. Benedikt Sveinsson hjá sjávaraf- urðadeild Sambandsins sagðist reikna með að í frystihúsum Sam- bandsins yrði ekki fryst meira en 100 til 200 tonn af loðnuhrognum á þessari vertíð og stefnt væri að því að fá skikkanlegt verð fyrir það magn. Islendingar hefðu sennilega selt Japönum of mikið af loðnu- hrognum í fyrra því í byijun þessa árs hefði verið talið að í Japan væru til ársbirgðir af loðnuhrognum. Að sögn Sæmundar Guðmunds- sonar hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins er búið að fíysta 25 tonn af loðnuhrognum í frystihúsum Sam- bandsins. Reykjavík: Dagvistar- gjöld hækka 15% um Borgarráð hefur sam- þykkt um 15% hækkun á dagvistargjöldum á dag- heimilum og leikskólum borgarinnar frá og með 1. aprfl næstkomandi. Gjald á dagheimilum fyrir böm í forgangshópi verður kr. 5.460 á mánuði en kr. 8.400 fyrir önnur böm. Gjald fyrrir 4 klst. dvöl á leikskóla verður kr. 3.700 en kr. 4.625 fyrir 5 klst. dvöl. Siguijón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, lagði til að hækkun á dagvist- argjöldum fyrir böm í for- gangshópi yrði ekki hærra en meðlagsjrreiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins. Tillaga hans var felld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.