Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Atvinnuleysi, áfengi og tóbak eftirJóhann Tómasson I. Þegar ég var við framhaldsnám í Svíþjóð á árunum 1978—1983 virtist mér oft sænskir starfgbræður mínir vita það helzt um ísland, að verð- bólgan þar nálgaðist þriggja stafa tölu. Af íslenzku stolti mínu fyllyrti ég, að íslendingar kysu frekar verð- bólgu en atvinnuleysi. Þetta skildu starfsbræður mínir og ég var næstum upp með mér af íslenzku verðbólg- unni. Sumarið 1985 var ég staddur í Sveaborg utan Helsingfors í Finn- landi. Þar urðu á vegi mínum fjórir þokkalegir menn og reyndust írskir. Hver þeirra var eigandi bjórverk- smiðju og sátu nú Evrópuþing bjór- framleiðenda. Talið barst að Islandi og einn þeirra spurði mig, hvemig á því stæði, að íslendingar leyfðu ekki innflutning á bjór. Ég lét ekki standa á svarinu, að íslendingar óttuðust, að bjómeyzlan yki á áfengisneyzluna, sem þegar væri nóg. Þessu var ekki svarað með öðm en spumingunni: „Er ekki nóg hagsmunagæzla („lobby- ism“) í íslenzka þinginu?" Því segi ég þessar tvær sögur, að ég hef með nokkru stolti haldið fram •ofangreindum skoðunum og talið þær rammíslenzkar: íslendingar „fórna“ minni hagsmunum fyrir meiri. II. Ég hugleiði oft í starfí mínu og utan þess, hver séu helztu heilsufars- vandamál, sem við getum tekizt á við með mestum árangri til farsældar þjóðinni. Þijú koma mér jafnan í hug: Atvinnuleysi, áfengis- og tóbak- sneyzla. Sumum kann að finnast ein- kennilegt, að ég nefni atvinnuleysi, en sannast sagna óttast ég, að fátt hefði jafn slæm heilsufarsáhrif á þjóð- ina og atvinnuleysi. Verðbólgan hefur hjaðnað, en ég óttast, að í þenslu og spennu undanfarinna ára kunni þegar að dyljast verulegt atvinnuleysi. Það má fela atvinnuleysi á ýmsan hátt. í Svíþjóð er stór hluti öryrkja í raun atvinnuleysingjar. Á bemskuárum mínum á Siglufirði upp úr.1950 var þar mikið atvinnu- leysi. Þá máttu menn lúta svo lágt að betla sóparastöff á Vellinum af utanríkisráðherra og var víst ekki verra að hafa rétt flokksskírteini. Síldin kom á ný nokkru fyrir 1960 og síðan hefur mín kynslóð búið við fádæma góð ytri skilyrði til náms og starfs. í Svíþjóð kynntist ég á ný ömur- leika atvinnuleysis og síðan hef ég litið á það sem eitt mesta heilsufars- böl, sem þjóð geti átt við að stríða. Um hálfs árs skeið starfaði ég á einu stærsta geðsjúkrahúsi Norðurlanda, Lillhagen í Gautaborg. Langflestar innlagnir þar voru vegna áfengi- sneyzlu. Innskriftarsjúkraskrámar máttu heita staðlaðar með orðum eins og „arbetslös", „nedgángen", „socialt utslagen" um flesta sjúklinga og kom sér vel í fátæklegri sænskukunnáttu. Vonleysi, tilgangsleysi og uppgjöf settu mark á hjúkrunarfólkið ekki síður en sjúklingana. Þegar ég kom heim til íslands 1983, kvað við annan tón. Hér var verið að gera þjóðarátak gegn áfeng- isbölinu. Hér náðist árangur á heims- mælikvarða. Sízt vildi ég gera lítið úr árangri SÁA, en held, að okkur gleymist stundum að þakka þau ein- stöku ytri skilyrði, að hér er ekkert atvinnuleysi. íslendingar búa við margvísleg hagstæð kjör, þegar borið er saman við aðrar þjóðir. Þjóðin er yngri og hlutfall aldraðra lægra en annars staðar. Atvinnuleysi ungs fólks hefur verið óþekkt, en erlendis em að vaxa upp kynslóðir, sem aldrei verða tekn- ar í hóp vinnandi fólks. Áfengisneyzla íslendinga er minni en flestra annarra þjóða og hlutfall þeirra, sem „ýtt hef- ur verið til hliðar" (förtidspension) er með því lægsta, sem gerist. Við íslendingar höfum því haft óvenju góð skilyrði til að koma á fót góðu en dým heilbrigðiskerfi. Þetta sést líka, þegar borin em saman út- gjöld vegna heilbrigðismála og at- vinnuleysis á Norðurlöndum. Tölurnar sýna hundraðshlutfall (%) af heildar- útgjöldum til félagsmála: Útgjöld vegna (í %): D. Sjúkdóma 29,7 Atvinnuleysis: 13,1 Skólamála o.fl. (Heimild: Social trygghet í Norden, 1979). Þessi tafla sýnir okkur hve hlut- fallslega dýrt íslenzka heilbrigðis- kerfið er. Þegar þess er gætt, að enn vantar mikið á, að við tökum af viðeig- andi myndarskap á öldmnarmálum og eins hins, að líklegt er, að við munum í framtíðinni þurfa að glíma við vaxandi atvinnuleysi með tilheyr- andi félags- og heilsufarsvandamál- um, sést að búast má við vemlegum hagsmunaárekstmm. III. Um gildi vinnunnar efast fæstir. Nægir víst að nefna málshætti eins og „vinnan göfgar manninn", „iðju- leysi er rót alls ills“, síðustu heil- ræðavísu Haltgríms Péturssonar: „Víst ávallt þeim vana halt, vinna, lesa, iðja“ og sálminn: Lofíð vom Drottin Hann ávaxtar iðninnar sveita atvinnu synjar ei þeim, er sér bjargræðis leita. Um böl atvinnuleysis efast heldur ekki þeir, sem kynnzt hafa. Atvinnu- leysi leiðir jafnan til þess, að þeim, sem af einhverjum ástæðum hafa skerta starfsorku, er fyrst ýtt til hlið- ar. Jóhann Tómasson Rannsóknir erlendis, þar sem at- vinnuleysi er vaxandi vandamál, hafa F. í. N. SV. 26,9 50,0 41,9 36,5 8,1 0,6 2,2 6,7 49,4 100,0 leitt í ljós, að atvinnuleysið sjálft veld- ur líkamlegum og þó einkum andleg- um og félagslegum þjáningum. Þannig hefur nýleg rannsókn frá Luleá í Svíþjóð sýnt, að átvinnuleysi meðal æskufólks leiddi til sálrænna og sálvefrænna sjúkdóma, misnotk- unar á áfengi og hassi og svartsýni á framtíðina. Nýleg rannsókn frá Danmörku sýndi, að dánartíðni atvinnulausra var 40—50% hærri en búast hefði mátt við, einkum vegna aukningar á slysum og sjálfsmorðum. í nýlegu brezku læknablaði er skýrt frá rannsókn, sem gerð var á Norður- Englandi, en atvinnuleysi er nú um 14% í Englandi öllu og meira í norðri en suðri. Rannsókn þessi fjallar um 38 sjúklinga, sem fengið höfðu bráða briskirtilsbólgu af völdum áfengi- sneyzlu. Meðalaldur sjúklinganna var 40 ár, 14 voru atvinnulausir og 11 unnu láglauna erfíðisstörf. Ofneyzla bjórs var undanfari veikindanna í öll- um tilvikum, en meirihluti áfengis- sjúklinga í Bretlandi eru bjórdrykkju- menn. Ameríski félagsfræðingurinn Harv- ey Brenner hefur áætlað, að 1% aukn- ing á atvinnuleysi í USA „valdi" 36 þúsund dauðsföllum næstu 6 árin, sem fylgja. Allar eru þessar rannsóknir, eins og flestar læknis- og félagsfræðilegar rannsóknir, ýmsum annmörkum háð- ar, en styðja engu að síður þær hug- myndir, sem margir hafa gert sér fyrirfram, um skaðleg áhrif atvinnu- leysis. IV. Ritstjóri sænska jafnaðarmanna- blaðsins Aftonbladet heitir Gunnar Rosell. Hann skrifaði 1979 í blað sitt röð greina, „Du som dricker“, og hlaut fyrir mikla athygli og „Stora Jouma- listpriset" í Svíþjóð. Rosell hefur skýrt frá því hver áhrif heimsókn á Lill- hagen-geðsjúkrahúsið í Gautaborg hafði á hann. Þar hitti hann fyrir 25—35 ára gamla menn, sem sögðust „eiga framtíðina að baki sér“.'Sami Rosell hefur einnig fjallað um heilsu- spillandi áhrif atvinnuleysis í blaði sínu. Mér verður stundum hugsað til þess, að Jón Baldvin og Bryndís hefðu gott af því að heimsækja Gunnar Rosell og Lillhagen. Sighvatur, Guð- rún Helgadóttir og heilbrigðisráð- herrann ættu að slást í förina. Per- sónugervingur hinnar „fijálsu" sjálf- umglöðu sjálfsdýrkandi ijölmiðlunar, Jón Óttar, yrði varla í vandræðum að velja sjálfan sig til að gera „rep- ortage" fýrir Stöð 2. En á meðan og enn um langa framtíð lifir íslenzka þjóðin á fiski, meira að segja þeim heimska þorski. Hún lifír ekki á upplýsingum, ekki einu sinni tölvuvæddum. Enn síður lifír hún á fjölmiðlun, hversu „fijáls" sem kann að heita. Ég veit, að fjöl- miðlafólkið dreymir um „pöbba“, þar sem það getur hitzt og tekið viðtöl hvert við annað. Þá er nú bara, að „pöbbarnir" drabbist ekki niður vegna atvinnulausra peningalítilla áfengis- sjúklinga. Það væri kannski hægt að beina þeim eitthvað annað með verð- stýringu? Unga fólkið, hins vegar, dreymir um hlutverk. Það dreymir um at- vinnu, húsnæði, fjölskyldu og börn. Það dreymir um heilbrigði en ekki „forréttinda" „lifsgæði" eins og bjór, Guðrún Helgadóttir. Höfundur er heilsugæslulæknir á Reykjalundi. FERÐAMAL AISLANDI / Einar Þ. Guðjohnsen Hafnarborgin Reykjavík .■sms9SM Séð í norð-vestur frá Hallgrí mskirkju. Tjömin á að vera áfram friðland fyrir fugla og fólk, þar sem hægt Einn góðviðrisdag stend ég á Amarhóli og staldra þar við um stund. í norðvestrinu blasir við sólbaðað Snæfellsnesið, öll fjallak- eðjan hvít með Snæfellsjökul á vesturendanum. Lengra til hægri er Akrafjall og svo Skarðsheiði yfir lághluta Seðlabankans að sjá. Milli Seðlabankans og Fiskifélags- hússins sér í Esju. Nær okkur er höfnin og Kalk- ofnsvegur og virðist svæðið illa nýtt í dag. Kolakraninn löngu horf- inn, vöruafgreiðslur að mestu flutt- ar inn í Sundahöfn og fisklöndun öll komin í Vesturhöfnina. Eftir stendur Faxaskáli með nokkra gámastafla í kring og bíla á þaki. Sunnan Faxaskála breiðast út bíla- stæði, alveg að staurabrúnni upp í Tollhúsið. Utan Faxaskála eru svo nokkrir lágreistir skálar og enn fleiri gámastaflar. Gamalkunnugt útsýni til mið- borgarinnar með Lækjartorg í for- grunni er notalegt og hefir lítið breyst lengi vel. Vel þarf að vega og meta allar breytingar þar í framtíðinni. Og það virðist augljóst að ráðhúsið í Tjöminni mun ekki einu sinni sjást frá Arnarhóli. Ég fer heim og tek fram 1. bindi af Reykjavíkurbók Páls Líndal og fletti upp á Amarhóli á bls. 26—29. Þar er vitnað í Landnámu, sem segir að öndvegissúlur Ingólfs hafi fundist við Amarhvál fyrir neðan heiði. Á bls. 28 er athyglisverð loftmynd af Skúlagötu endilangri, heldur lágkúrulegri götumynd. Næsta dag geng ég enn upp á Amarhól og enn er sama góða veðrið. Enn staldra ég við og leiði hugann að þróun Reykjavíkur. Frá upphafi var höfnin það andlit bæj- arins og seinna borgarinnar, sem fyrst blasti við. Nú koma fæstir sjóleiðina. Við eigum varla nein farþegaskip og það eru aðeins sjó- menn og farþegar skemmtiferða- skipanna sem sjá borgina fyrst frá höfninni. Við þeim blasir óhijáleg lengja Skúlagötu (sbr. áðumefnda mynd) og óásjáleg Austurhöfnin. Flestir erlendir og innlendir far- þegar koma nú flugleiðis og flug- völlurinn er ekki í eða við Reykjavík heldur langt úti á Mið- nesheiði. Reykjavíkurflugvöllur er að vísu nær ennþá, en þegar að- flugið að þeim velli er búið að æra alla í ráðhúsinu í Ijöminni, verður trúlega ekki linnt látum fyrr en búið er að hrekja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, kannski einnig út á Miðnesheiði. Þá verður Reykjavík búin að afskrifa flugs- amgöngur fyrir sig og Keflavík og Njarðvík tekin við. En lítum aftur á ásýnd borgar- innar frá ytri höfninni og hvernig hana má bæta og lyfta upp í æðra veldi. Meðfram Skúlagötu verða að koma rismiklar og fallegar byggingar í framhaldi af Hafrann- sóknastofnuninni. Eitt hús í þeirri lengju er þegar komið á dagskrá. Eimskipafélagið á þar margar lóð- ir og mun hafa í hyggju að reisa stórt og myndarlegt hótel. Það þarf ekki að efa að útsýnið frá því hóteli vérður stórfenglegt til fjall- anna allra, frá Snæfellsjökli í vestri til Skálafclls í austri. Einnig yfir „Sundin blá“, sem minna okkur á Tómas. Það liggur í augum uppi, að norðurherbergin í hótelinu verða eftirsóttari og leigð hærra verði. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls. Hvað á svo að gera við austur- bakka hafnarinnar, allt frá Tryggvagötu að Ingólfsgarði? Þar fomar súlur flutu á land við íjarðarsund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík... orti skáldið og athafnamaðurinn Einar Benediktsson um Reykjavík. Er um nokkuð annað að ræða en að reisa ráðhús Reykjavíkur ein- mitt þar sem öndvegissúlurnar bárust á land, við upphafsstað Reykjavíkur? Öndvegissúlurnar voru tákn Reykjavíkur á nýliðnu 200 ára afmæli. Því miður einkennist ráðhúsmál- ið af tilfinningasemi og þráhyggju og rök komast varla að. Það á að troða ráðhúsi niður í Tjörnina án þess að þar sé nokkurt svigrúm. er að setjast niður í skjóli gróðurs og garða og njóta þess að horfa á lífíð í kring. Það er mikilvægt að eiga áfram fuglaparadís í miðri nyrstu höfuðborg heims. Á austurbakka hafnarinnar er nóg svigrúm fyrir stórt og myndar- legt ráðhús, mun stærra en það sem í Tjörnina á að fara. Það út- sýni, sem tapast frá Amarhóli séð, gæti fengist aftur með nýjum út- sýnisstað á þaki eða í tumi ráð- hússins. Bílageymslan er þegar fyrir hendi þar sem Faxaskáli er. Það hús má prýða á ýmsa lund og fella að ráðhúsinu fyrir utan. Meira að segja er nóg rúm fyrir ráðhústorg, sem ekki er til við Tjamarhúsið nema að slátra fyrst nokkrum húsum sem fyrir eru. Að vísu er umferðaræð, sem sker þetta svæði frá Amarhóli, en það hlýtur að vera hægt að leysa það mál á viðunandi hátt. Skipu- lagsfræðingum ætti að vera treyst- andi til þess. Herskipin okkar geta verið áfram á sínum stað við Ingólfs- garð, en inni í hafnarkróknum er rúm fyrir minni skemmtiferðaskip, feijubáta frá stærri skipunum og einnig fyrir ýmis minni skip og -snekkjur, sem sækja okkur heim. Og svo er eitt, sem alveg vantar í Reykjavík, og koma má fyrir undir ráðhúsveggnum svo að segja. Engir litlir útsýnisbátar em til í Reykjavík. Ekki er um það að ræða að fara í útsýnissiglingar um „Sundin blá“. Það er aðeins Haf- steinn Sveinsson með Skúlaskeið sína, sem heldur uppi ferðum til Viðeyjar. Þá má einnig gefa fólki kost á að draga físk á handfæri úti á sundum og í flóa. Þar verða æski- leg gamaldags handfæri, þar sem haldið er um sjálfan spottann og menn fínna þegar fiskurinn kippir í. Handfærabátar og sjóstanga- veiðibátar gætu fengið fasta að- stöðu í Austurhöfninni. Hér streymir örast um æðar þér blóðið, ó, unga, rísandi borg! Héðan flæðir sá fagnandi hraði, sem fyllir þín stræti og torg. Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna, og blásandi skipa mergð. Tjöruangan, asfalt og sólskin . og iðandi mannaferð. Þannig orti Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson um höfnina. Mikið af því lífi, sem Tómas orti um, er flutt í nýja slagæð í Sunda- höfn. En austurhluti gömlu hafnar- innar má ekki deyja eða verða óþarfur. Gefum þessu svæði nýtt líf með stóraukinni ferðaþjónustu, þeirri grein sem hraðast vex allra greina í heiminum í dag, og reisum glæsilegt ráðhús þar sem fornar súlur flutu á land. Höfundur er ferðam&Iafrömuð- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.