Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 11 Helgi Hálfdanarson: Virðulegar viðtökur Fyrir rúmum áratug krotaði ég greinarstúf í blað, þar sem ég hélt því fram, að Reykjavík væri snotur bær, ekki sízt fyrir hið fagra umhverfí sitt og uppruna- lega piýði bæjarlandsins. Sérstak- lega nefndi ég tvö tilvalin náttúru- vætti, sem með engu móti mætti hrófla við.. Annað þeirra var Kermóafoss í Elliðaám, einn hinn sérkennilegasti og fegursti foss sinnar tegundar á öllu íslandi; en hitt var Tjömin, sem ég leyfði mér að kalla perlu gamla bæjarins. Nú vita allir hvemig fór um Kermóafoss; honum var útskúfað úr landslaginu, og það til þess eins að þóknast nokkrum laxveiðiklóm. Hins vegar hrósaði ég happi yfir því, að tekizt hefði nokkum veginn „að varðveita Ijömina fyrir smekklausu glingri og steigurlát- um prangarasvip hinnar nýju steinaldar". En sú dýrð átti ekki heldur lengi að standa. Nú á ekki að linna lát- um fyrr en búið er að byrgja fyrir fallegasta útsýnið yfír hana, og stofna til þess að hún verði um- kringd af ærandi stómmferð. Þeirri deilu, sem staðið hefur um skeið út af smíði ráðhúss, virð- ist nú vera að ljúka með sigri valdfrekjunnar. Að undanfömu hefur þar á ýmsu gengið, og ekki er laust við að aukaatriði hafí reynt að skyggja á það sem mestu varðar. Einhvem tíma var orð á því haft, að naumast yrði þess langt að bíða, að Bakkabær þyrfti við- auka, sem þá hlyti einnig að lenda í Tjöminni. Og viti menn! Svo fljótt fór sú þörf að segja til sín, að húsið er þegar tekið að vaxa, áður en borgarstjóri tekur fyrstu aus- una. En þó að ljóst sé, að þessi hrika- legi staurahjallur verður þyí ömur- legri sem hann færist meir í auk- ana, þá skiptir það ekki mestu máli, hvort hann skuli teljast þijár hæðir eða fjórar, heldur hitt, hvort nokkmm slíkum ófögnuði skuli böðlað niður í Tjömina, þegar Reykvíkingar mótmæla skriflega þúsundum saman, og líkur benda til þess, að meirihluti bæjarbúa sé því mjög andvígur. Óbilgimi ráða- manna í þessu máli á sér enga afsökun. Þörfín á því að smíða fokdýrt ráðhús einmitt nú er reyndar fjarri því að vera brýn. Miklu þarfari verkefni bíða í hrönnum. Og þó að menn vilji fyr- ir hvem mun láta ráðhús ganga fyrir mætti fínna því margan stað í bænum, sem allir Reykvíkingar gætu með ánægju sameinazt um. Tjamarsvæðið er einmitt sá blett- ur, sem allir vissu fyrir fram að hlyti að valda viðtækri móðgun og sundurþykkju. Margsinnis hef- ur verið sýnt fram á það, að þessi staður fyrir ráðhús hefur enga kosti fram yfír aðra, en ýmsa stór- galla, fyrir utan gegndarlausa fjársóun að þarflausu og umferð- arvandræði sem ekki sér fram úr. Og allt er uppátækið sorglegt skemmdarverk á sögufrægu bæj- arhverfi, sem rík menningamauð- syn er að varðveita eftir föngum. Hvað mönnum gengur til að halda þessari fásinnu til streitu, er satt að segja óskiljanlegt, nema vera skyldi til að þóknast nokkrum veiðiklóm í fjármálabraskinu. Þegar samtökin Tjömin lifí hófu söfnun undirskrifta undir mót- mæli, benti ég á, að slíkar aðgerð- ir gætu aldrei sýnt annað en mjög skekkta mynd af viðhorfi Reyk- víkinga, og spáði því, að niðurstöð- ur yrði hraklega rangtúlkaðar af staurhjöllungum. Og hvað gerist? Undirskriftir urðu að vísu miklu fleiri en vænta mátti að söfnuðust á svo stuttum tíma, því þær urðu yfir tíu þúsund. En þegar fram er borin beiðni um atkvæða- greiðslu og afhentir em undir- skriftalistar, sem borgarstjóri sá sér þó ekki fært að veita viðtöku, leyfír forseti borgarstjómar sér að viðhafa þau ummæli, að 85% atkvæðisbærra borgarbúa hafí „ekki séð ástæðu" til að skrifa undir! Þegar ég spáði útúrsnúningi og rangtúlkun á undirskriftum, átti ég á ýmsu von; en þó datt mér naumast í hug, að neinn af ráða- mönnum bæjarins myndi gera sig sekan um svo lítilsiglda smekk- leysu. Eh við hveiju mátti ekki búast? Nú leyfi ég mér að lokum að sköra á háttvísa fylgismenn þeirra, sem þama ráða ferðinni, að leggja sig alla fram um að koma fyrir þá vitinu, áður en lengra er haldið út í algera ófæru. Takist það, er ég þess fullviss, að öll þessi mistök verða fyrirgefín, og málinu mun lykta með heilum sáttum. Þá mun fagurt ráðhús rísa á vel völdum stað, sem öllum bæjarbúum mun þykja vænt um. Og vígsluræðu borgarstjóra verð- ur tekið með fögnuði Reykvíkinga, ekki bara sumra, heldur allra. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ. LARUS Þ. VALDIIVIARSSON LOGM. JOH. ÞORÐARSON HRL. Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Skammt frá Bústaðakirkju Raðh. í Fossvogi 191,4 fm nettó á pöllum. Sólsv. v/stofu. Svefnálma m. 4 góðum svefnherb. og sólverönd. Glæsil. trjágarður. Góður bílsk. Húsið er á vinsælum stað. Allt eins og nýtt. Endurbyggð þakíbúð rétt v/Sundhöllina 3ja herb. um 80 fm. Nýir gluggar. Góðir kvistir. Sólsv. Viðarkl. i loftum. Ágæt geymsla í kj. Sanngjarnt verð. Lang- tímal. geta fylgt. Nýendurbyggð sérhæð - bílskúr í þríbhúsi v/Snorrabr. 4ra herb. 1. haeð um 105 fm nettó i reisuk steinh. Sórinng. Sérhitaveita. í kj. fylgja 2 góð ibherb. m/snyrt. Stór og góður bílsk. Hæðin er laus 1. júni nk. Ódýr íbúð - langtímalán Samþ. 3ja herb. ib. 86,5 fm nettó í reisul. steinh. v/Leifsg. Laus 1. júiínk. Gott einbýlishús um 200 fm óskast til kaups í borginni eöa nágr. Skipti mögul. á 300 fm úrvals eign í Garðabæ. Nánari uppl. á skrifst. Miðsvæðis í Kópavogi óskast 4ra herb. góð fb. helst í lyftuh. Skipti mögul. á rúmgóðu raðh. rétt við miðbæinn i Kóp., stór og góður bilsk. fylgir. Nánari uppl. á skrifst. Einbýlishús eða raðhús 120-140 fm óskast til kaups vestan Elliðarár. Skipti mögul. á 3ja herb. úrvals ib. v/Boöagranda m. bílsk. Opið í dag laugardag kl. 11.00-16.00. Viðskiptum hjá okkur fylgja ráðgjöf og traustar upplýsingar. ALMENNA FASTEIGNASAl AN LAUGAVEG118 SÍMAB 21150-21370 OfTIROn AFGREIÐSLUKASSAR STORA GÆLUÞÝRASÝNINGI FJOLSKYLDUSKEMMTUN I REIÐ- HÖLLINNI VÍÐIDAL 16. OG 17. APRIL ARBÆJARHVERFI e » ■\ V "i...>... i . * c> \ . RAUOAVATN iREIÐHOLLIN FEGURDARSAMKEPPNI Taktu pátt í aö velja fallegasta köttinn á sýningunni.. HUNDASÝNING Scháferhundar sýna llstir sínar. KOMIO 06 SJÁH>... HAMSTRAHÖLLINA • undraland fiskunnenda. • ýmsar tegundir skrautfugla. • ótal gæludýravörur á sýningartilboðsverði og margt, margt tleira. Opnunartími frá ld. 10.00-22.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.