Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRIL 1988 51 Fjölskylda, afkomendur og vinir horfa með trega eftir þeim sem var en er hér ekki lengur. Hitt er þó mest um vert: Þar fór maður sem vert er að minnast. Kristján J. Gunnarsson Siguijón Sigurðsson, bóndi, Raft- holti, Holtahreppi, andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavík laugar- daginn 2. apríl 1988 og fer jarðar- för hans fram í dag frá Marteinst- ungukirkju í Holtum. Hann fæddist í Bjáimholti, Holta- hreppi 4. mars 1895, sonur Sigurð- ar Sigurðssonar bónda þar og konu hans, Borghildar Þórðardóttur. A æskuheimili sínu heima í Bjálmholti í hópi kærra foreldra og systkina fékk hann það veganesti, sem hann mat mikils á lífsleiðinni. Þar lærði hann til almennra verka og var mikill hagleiks- og dugnaðarmaður til allra starfa. Vel gefínn og nám- fús. Hann stundaði nám hjá séra Ófeigi Vigfússyni, Fellsmúla, og síðar á Hvítárbakkaskóla í Borgar- firði. Námið var honum heilladijúgt og naut hann þess til æviloka. Ung- ur maður stundaði hann fískveiðar á vetrarvertíðum og vann við land- búnað heima hjá foreldrum sínum sumur og haust, þannig kjmntist hann fljótt íslenskum atvinnuveg- um, menningu og félagslífí og sá knýjandi þörf fyrir unga menn, að takast á við vandann og leggja hönd á plóginn. Þann 26. maí 1922 giftist Sigur- jón Ágústu Ólafsdóttur frá Aust- vaðsholti í Landmannahreppi. Byij- uðu þau að búa í Kálfholti, Asa- hreppi, og árið 1928 fluttust þau að Raftholti í Holtahreppi. Heimili þeirra bar þeim fagurt vitni, þau byggðu allt upp og ræktuðu jörð- ina. Sameiginlega hjálpuðust þau við að vinna heimili sínu allt og börnunum fjórum, Guðrúnu, Sig- rúnu, Hermanni og Hjalta. Oft varð Siguijón að fara að heiman til að sinna þeim Qölmörgu störfum sem honum voru falin, þá hélt Ágústa öllu í horfínu. J»au hættu búskap árið 1966 og tóku synir þeirra við búinu. Ágústa og Siguijón voru heima f Raftholti næstum til hinsta dags hjá börnum sínum, var það þeim mikil gleði. Siguijón var góður ungmennafé- lagi og minntist oft á upphaf og störf ungmennafélagshreyfíngar- innar í landinu. Hann starfaði mik- ið heima í sveitinni sinni og voru þar falin mörg trúnaðarstörf. Hann var víða fulltrúi bænda- stéttarinnar og oft til forystu val- inn, átti sæti í mörgum stjórnum og nefndum sem störfuðu að eflingu landbúnaðarins og menningarmál- um heima í héraði og var íslenskri bændastétt til sóma. Fyrir störf sín hlaut hann þakk- læti og viðurkenningu. Hann var heiðursfélagi Héraðssambandsins Skarphéðins og Búnaðarsambands Suðurlands. Einnig var hann sæmd- ur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu 1. janúar 1965. Og nú þegar Siguijón bóndi í Raftholti er kvaddur, þá minnumst við sérstakrar persónu, ,sem hefur sett svip sinn á þetta hérað og við sem búum f nágrenni söknum vinar í stað. Þessi aldraði vinur fylgdist vel með öllu til hinstu stundar og gladd- ist yfir uppbyggingu sveitanna og allri velgengni. Jafnt eldri sem yngri nutu vin- áttu hans og var handtak þeirra honum mikilsvert. Störf kvenfélaganna virti hann, þeim hafði hann fylgst með frá upphafí. Ágústa kona hans var formaður Kvenfélagsins Einingar í Holtahreppi í 26 ár Nú starfa kven- félögin Eining, Holtahreppi, Framtíð, Ásahreppi, og Lóa, Land- mannahreppi, oft saman að sameig- inlegum verkefnum. Hann sá fljótt að samvinna þeirra var mikilvæg héraðinu. Nú þökkum við kvenfé- lagskonur mörg hvatningar- og þakkarorð sem hann mælti til okkar af sinni alkunnu ræðusnilld. í Skarði er saknað vinar og frænda, við þökkum samfylgdina. Sendum innilegar samúðarkveðj- ur til bama og fjölskyldna þeirra, systurinnar heima í Bjálmholti og vandamanna. Sigriður Th. Sæmundsdóttir Einn síðasti og glæsilegasti full- trúi aldamótakynslóðarinnar, sá sem stóð í fylkingarbijósti og var boðberi æskuhugsjóna nýrrar aldar, bændahöfðinginn Siguijón Sigurðs- son, Raftholti, er nú fallinn í valinn 93 ára að aldri. Hér verða æviatriði þessa merka manns ekki rakin sökum þess, að sá er hér ritar, átti þess ekki kost, að vera honum samtíða, heldur að- eins að heimsækja hann nokkrum sinnum að Raftholti, eftir að hann var hættur störfum og orðinn ekkjumaður. En rætur þeirra heim- sókna liggja lengra aftur í tíma. Til glöggvunar á því ber hér að gera grein fyrir uppruna þessa mæta manns. Hann var fæddur 4. mars 1895 í Bjálmholti í Holtum. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi þar og kona hans, Borghildur Þórðardóttir frá Sumarliðabæ. Hann stundaði nám hjá sr. Ófeigi í Fellsmúla og síðar á Hvítárbakka- skóla. Sem gefur að skilja hefur hann á uppvaxtarárunum unnið alla venjulega sveitavinnu. í 13 vertíðir hafði hann stundað sjó á yngri árum. Á þeim tíma hafði hann á vetrum samastað hjá Rannveigu föðursystur sinni í Reykjavík. En hún hafði gerst ráðskona hjá ekkju- manni, Sigurði Sigurðssyni í Bræðraborg. Hann hafði verið bóndi austur f Grímsnesi, tekið sig upp árið 1874 og ætlað til Ameríku, en af þvi varð aldrei. Þessi maður, sem hér er getið, Sigurður Sigurðs- son í Bræðraborg, var afí þess er hér ritar. Þama urðu atvik og að- stæður til þess, að skapaðist svo traust og gróin vinátta á milli þess- ara tveggja manna, að hún hélst meðan báðir lifðu. Afí minn lést í Laugarási í Biskupstungum 1931 níræður að aldri. Árið 1922 giftist Siguijón Ágústu Ólafsdóttur frá Austvaðs- holti í Landsveit. Stofnaði hann til búskapar í Kálfholti í Ásahreppi og þar bjó hann til ársins 1928. En þá losnaði jörðin Raftholt í Holtum og hafði Siguijón hug á að komast þangað og eignast þá jörð. Afí minn var þá blindur orðinn og um það bil að flytja austur að Laugarási til Sigurmundar læknis sonar sfns og föður míns, þar sem hann dvaldist síðustu þijú árin. Hann var maður sterkeftiaður á þeim tíma, var þrek- maður og hafði unnið og aflað „í sveita síns andlits" eins og þar stendur. Guðstrú hans var einlæg og boðorð hans það að svfkja engan um neitt og orð skyldu standa sem stafur á bók. Ég man tal hans um Siguijón, að honum þótti hann fyr- irmynd yngri manna, sem þá voru. Þá var örðugt um lánsfé til jarða- kaupa. Afí minn eyddi ekki pening- um í óþarfa, var að jafnaði fastur á fé. En hér brá út af venjunni, því að hér var maður, sem hægt var að treysta. Hann lánaði Siguijóni jarðarverðið og að sögn hans sjálfs (Siguijóns) bauð hann honum það. Gamli maðurinn var glöggur á manngerðir og sá vel, hvar mann- dómi var að mæta. Spá hans rætt- ist. Siguijón brást ekki þeim vonum og stóð í skilum með allt, þrátt fyrir komandi krepputíma. Þessi gagnkvæma og trausta vin- átta afa míns og Siguijóns gekk svo áfram til föður míns og á upp- vaxtarárum tók hún að þróast innra með mér, því að afa minn dáði ég og virti flestum eða öllum öðrum fremur. Fundum okkar Siguijóns bar ekki saman svo heitið gæti, fyrr en ég heimsótti hann á gamals aldri. Þá var hann orðinn ekkjumaður og hættur búskap og félagsmálastörf- um. Við samfundinn fyrsta var mér það efst f huga, að ræða við hann um afa minn og þeirra kynni, þar sem ég líka vissi, að Siguijón var einn á lffi honum óskyldur, sem þekkti hann persónulega. Siguijón taldi hann sterkan og heilsteyptan persónuleika og það hefði verið sér ungum ómetanlegt veganesti á langri ævi, að hafa átt kost á að kynnast slíkum heiðursmanni. Það var eitthvað áþekkt í fari þeirra, þótt óskyldir væru. Upp frá þessu heimsótti ég Sig- uijón nokkrum sinnum, ef til vill að meðaltali einu sinni á ári. Á sjö- tugsafmæli mfnu 1985 ákvað ég að fara að heiman. Af ölium val- kostum þótti mér sá bestur að fara til Siguijóns í Raftholti og eyða deginum með honum. Það var dá- samlegt, ógleymanlegt. Þann 4. mars sl. náði þessi aldni heiðursmaður 93 ára aldri. Um það leyti var hann farinn að kenna las- leika, sem síðan ágerðist. Við mátti búast, að það yrði hans síðasta, slíkur öldungur sem hann var orð- inn. Ég hafði hug á því að ná tali af honum, áður en yfír lyki. Það heppnaðist, svo var forsjóninni fyrir að þakka. Það var mánudaginn 22. mars, en tveim dögum síðar var hann fluttur á spftala, þar sem hann andaðist 2. apríl sl. Hann var ldæddur, hafði fótavist og var málhress. Umönnun og umhyggja tengdadóttur hans og sona var frábær. Skýrleiki hans var óskertur og margt bar á góma sem fyrr. Ég var hér fyrst og fremst kominn til þess að sjá hann og hlusta á sfðustu orðræðu hans, sem barst mér að eyrum.- Hann var söng- maður ágætur, en hinn fagri hljóm- ur raddar hans fylgdi yfír í ræðu og mælt mál, sem féll í stuðlum af vörum hans, svo að unun var á að hlýða. Þama stóð hann, hár og þrekvax- inn, hafði unnið hörðum höndum, bæði við sjósókn og sveitastörf. Að baki honum var glæsilegt bókasafn, fjársjóður andlegra verðmæta. Hugsjónaeldur aldamótaáranna hafði enn ekki horfíð honum. Fé- lagsmálastörf í bændastétt höfðu um langan tíma tekið stóran hlut starfskrafta hans. Það hafði bæði sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Hvar sem Siguijón fór var eftir honum tekið, persónutöfrar hans voru einstakir. Hann trúði á annan og betri heim að þessu lífí loknu. „Þetta líður hjá,“ voru hans síðustu orð til mín. AJlt orkar tvfmælis, en litu þá ekki fjarræn augu hans þá þegar annan betri og fegurri heim? Rangárþing hefur gegnum alla sögu margt stórmenni alið. Hér er nú verið að kveðja eitt þeirra. Það var sem heiðríkja jöklanna speglað- ist í yfírbragði hans og safí örlaga- þrunginnar sögu, allt frá dögum Njálu, lynni honum í æðum. Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti. Það er erfítt að kveðja Siguijón afa og þurfa að sætta sig við, að hann er farinn og kemur ekki aft- ur. Hann, sem er búinn að vera einn af okkur svo lengi sem við munum. Alltaf var hægt að flýja til afa, þegar eitthvað bjátaði á. Hann tók á móti okkur með hlýju og skiln- ingi, tilbúinn til að hjálpa og snúa hlutunum á betri veg. Það var gott að koma utan úr kulda og vondum veðrum inn í hlýjuna til afa, hjúfra þar um sig og þiggja af honum all- an þann yl sem þurfti til að velgja kalda putta og tær. Eða þá eftir erfiðan dag að geta sest niður, lát- ið þreytuna líða úr sér og talað við afa um það sem manni lá helst á hjarta. Hann hafði alltaf nógan tíma og var tilbúinn að hlusta. Þau voru heldur ekki fá kvöldin, sem við sát- um hjá honum og spjölluðum um alla heima og geima, gerðum að gamni okkar eða tókum í spil. Þeg- ar við vorum lasin og þurftum að vera í rúminu, þreyttist afí aldrei á að sitja hjá okkur og stytta okkur stundir með því að spjalla og lesa fyrir okkur sögur eða ljóð. Afi bjó yfír mikilli lífsrejmslu og fróðleik, sem við erum þakklát fyr- ir að hafa fengið að kjmnast. Hann kenndi okkur margt og sýndi okkur inn í gamla tímann með frásögnum af sér og öðrum, þegar hann var ungur. Hann kunni einnig ógrjmni af fallegum lögum og ljóðum sem hann kenndi okkur að hlusta á og meta. Það er með söknuði og djúpum trega sem við kveðjum elsku afa okkar hinstu kveðju, en þökkum um leið Guði fyrir þau 4r sem við fengum að eiga með honum og það fyrirheit, sem Kristur gaf, þegar hann sagði: „Ég lifí og þér munuð lifa." Systkinin I Raftholti. Sé ég í anda knörr og vagna knúða, kraft sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar starfsmenn glaða og prúða, stjómfijálsa þjóð með verzlun eigin búða Þessar ljóðlínur úr hinu merka aldamótakvæði eiga vel við, þegar minnst er nú við fráfall eldhugans og aldamótamannsins Siguijóns í Raftholti. Þessar ljóðlínur og fleiri skálda voru honum hugleiknar og vitnaði hann oft til þeirra á góðum stundum, við ýmis tækifæri, en þau voru mörg í gegnum tíðina. Það er af mörgu að taka, þegar minnst er þessa höfðingja, Siguijóns, svo margslunginn persónuleiki sem hann var. Hann hafði óvenju mikið vald jrfir íslenzku máli og átti auð- velt með að miðla af því til sinna samferðamanna. Ræður hans voru oft yfírgripsmiklar þar eð hann hreif viðstadda með sér, þó hann ræddi hin ólíklegustu mál frá hinum ýmsu hliðum mannlífsins og var þá sama, hvað um var að ræða, hvort það voru heimsmálin í víðum skiln- ingi, saga lands og þjóðar eða dæg- urmálin, allt var honum svo auð- velt að ræða af jrfírgripsmikilli þekkingu og þessum eiginleika hélt hann allt til síðustu stundar, er hann kvaddi þennan heim á 94. aldursári. Lífshlaup Siguijóns í Raftholti hefur verið sem maigra aldamóta- manna um margt svipað, menn urðu að heyja harða lífsbaráttu til að komast sæmilega af í hörðum heimi. Siguijón fór ekki varhluta af þessu og stundaði störf í sveit og við sjó á jmgri árum, þegar að- eins voru frumstæð og einföld tæki notuð við störfin. Síðar upplifði hann það sem hans samtíðarmenn og fyrir þeirra atbeina að sjá þjóð sína taka stórbrejrtingum með til- komu tæknivæðingar á svo mörgum sviðum. Þar sáu þeir drauma alda- mótaskáldanna rætast, þar mætti nefna virkjun fallvatna og raf- væðingu, síma, samgöngur og ekki hvað sízt ræktun lands og lýðs, svo og friðun fískimiða við strendur landsins og verzlunarfrelsi. Þetta voru baráttumál aldamótamanna og þar stóð Siguijón í Raftholti framarlega í flokki baráttusveitar- innar og það má segja að undra- verður árangur hafí náðst á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Þegar við nú stöndum á kross- götum og horfum til baka og virðum fyrir okkur það sem áunnist hefur, er okkur þakklæti efst í huga til ■þeirra er brautina ruddu, svo aðrir kæmust leiðar sinnar. Þar hygg ég að kjmslóð Siguijóns eigi stóran hlut að málum. Siguijón helgaði landbúnaði miklu ajf sínum starfskröftum um ævina. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum, var í stjóm Búnaðar- sambands Suðurlands, Stéttarsam- bands bænda, Búnaðarþings og fleiri félaga um árabil og inni á Alþingi var hann um tfma. I sveitar- stjóm og sýslumálum var Siguijón ávallt mjög virkur og tillögugóður. Nú við leiðarlok, er þessi aldni heiðursmaður kveður, verða þakkir efst í huga þeirra, er nutu samvista við hann á ýmsum tímum, ekki sízt á efti árum, þá var hann reiðubúinn að taka þátt í félagsskap með sér yngri mönnum og var þá jafnan hrókur alls fagnaðar, hélt uppi ræðuhöldum og söng svo allir máttu gleði njóta, er viðstaddir voru, slíkra stunda er gott að minnast. Við kveðjum Siguijón í Raftholti með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hans. Sæmundur Jónsson t Utför móöur okkar, EMELÍU J. BERGMANN frá Flatey á Breiðafirði, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. þ.m. kl. 15.00. Jónina Bergmann, Hallbjörn Bergmann. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Bassastöðum. Fanney Jóhannsdóttir, Lilja Jóhannsdóttir, Andrés Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Sigurrós Jóhannsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir, SólmundurJóhannsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir, og Guðmundur Einarsson, Guðbrandur Sverrisson, Guðrfður Benediktsdóttir, Jóhannes Stefánsson, Jón Hjaltason, Áskell Benediktsson, Hulda Sigurðardóttir, Sigmundur Leifsson, Artúr Guðmundsson barnabörn. t Þökkum innilega samuð og vinarhug við andlát og útför ÁSGEIRS VALS EINARSSONAR veggfóðrarameistara, Langholtsvegi 143. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A1, Landa- kotsspítala. Sigrfður Beinteinsdóttir, Beinteinn Ásgeirsson, . Svava Markúsdóttir, Einar Gunnar Asgeirsson, Sigrún Hjaltested, Ólafur Már Asgeirsson, Camilla Hallgrfmsson, Valgeir Asgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.