Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Gerður Björgmunds- dóttir—Minning Fædd 25. maí 1945 Dáin 7. aprfl 1988 Hún er konan sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. (Tómas Guðm.) Ekki hvarflaði að okkur þegar Gerður kom til mín f janúar að við ættum ekki eftir að lifa saman fleiri sumur, en sorgin kemur þá minnst varir. Gerða var fædd á Kirkjubóli f Valþjófsdal 25. maí 1945 og var því aðeins 42 ára. Hún var elsta bam móður okkar, Ágústínu Bemharðs- dóttur, og Björgmundar Guðmunds- sonar, pabbi hafði áður eignast 3 böm, yngri eru 4 systkini. Gerða var flórum ámm eldri en ég og var því mín fyrirmynd í æsku. Hún varð snemma fullorðin og var sérlega myndarleg f verkum sfnum og ung fór hún að sauma á okkur föt, m.a. minnist ég fermingarkjólsins míns sem hún saumaði. Hún fluttist aðeins 18 ára gömul austur á Stöðvarfjörð þar sem hún hóf búskap með manni sínum, Krist- jáni Grétari Jónssyni, sem hún hafði kynnst á héraðsskólanum í Reykja- nesi. Stóran hluta ævinnar bjó hún langt í burtu frá okkur, en við dvöld- um mörg systkinin hjá henni lengri eða skemmri tfma og oft kom hún á heimaslóðir með sína fjölskyldu og var þá jafnan glatt á hjalla þegar riQaðar voru upp bemskuminningar. Gerða og Grétar eignuðust 5 böm: Ágústu Björgu f. 1967, hún býr á Akranesi ásamt unnusta sínum, Ás- geiri Ásgeirssyni, og eiga þau einn dreng; Drífu Jónu f. 1969, sem býr á Eskifírði, hennar unnusti er Þor- geir Heiðar Kristmundsson; Jón Valdimar f. 1978, Steinunni Gerði f. 1982 og Önnu Sigríði f. 1985. Það var í febrúarmánuði sl. að Gerður greindist með þann sjúkdóm sem hún lést af og var hún send suður á Landspftalann. Hún fékk sfðan að koma heim 21. mars, daginn fyrir 6 ára afmæli Steinunnar litlu og vera með litla fólkinu sfnu fram jrfír páska, en þá fórum við suður aftur og sofnaði hún svefninum langa rúmum sólarhring seinna. „Þeir sem guðimir elska deyja ungir,“ er sagt, við skiljum ekki hvers vegna hún var kölluð svona snemma, en erum bara þakklát fyrir að baráttan var ekki lengri fyrst svona átti að fara og biðjum Guð um styrk þeim til handa sem eftir lifa. Hafí elsku systir mfn þökk fyrir allt. Anna Kristín Það er stór biti að kyngja þegar svona ung kona kveður þetta líf f miðju kafí, en kannski er engin furða þótt almættinu hafí legið svo mikið á að fá hana Gerðu til sín, eins ein- stök og hún var. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkum mann, og hún hafði þennan sérstaka hæfíleika sem alltof fáum eru gefnir að geta fundið skoplegu hliðamar á öllum málum. Með æðru- leysi sínu, hugrekki og húmor kenndi hún mér og sjálfsagt mörgum öðrum margt í sambandi við það að taka þvf sem að höndum bar í tilverunni. Það verður djúpt skarð þar sem Gerður var, sem móðir, eiginkona, systir, dóttir og ekki síst góður vinur. Ég votta aðstandendum hennar, þar sem ekkert verður eins og áður, mína dýpstu samúð. Bryndís Baldursdóttir Hvert mannsbijóst á einhvem innsta róm, sem orð ekki fann að segja. Lffshlaupið er sem sólargangur- inn. Þar skiptast á skin og skuggi, enginn okkar kemst hjá því að myrkvun sorgarinnar sæki á sálu og skapi skammdegi f okkar innsta umhverfi, í okkar innsta sjálfí. En skugginn verður skelfílegur, dimmur, kaldur og vanmáttarkennd- in kæfír allar hlýjar tilfinningar til tilverunnar, þegar samferðamaður á miðjum starfsdegi — móðir ungra bama og stálpaðra sem eru að hefja starfsdag sinn — eiginkona og félagi er kölluð burt og hverfur bak móð- unnar miklu. Skugginn sem skapaðist og varð að niðamyrkri varð ekki numinn burt — sjúkdómurinn ógnvænlegi hafði sigrað. Hver láir okkur þótt spurt sé og efast um tilgang alls þessa, þótt vit- undin um bjartari lffsvang sé huggun í harmi — eru ómar efans í huga og heym sárir. efeuii ÍMI Seljum í dag noKKra notaða úrvals bíla með 50.000 Kr. afelætti og lánaKjörum. Opið frá Kl. 10-18.00 í dag. En skáldið heldur áfram: En þögn vora meistarinn dregur í dóm, en dauðann knýr sér að hneigja. Allt býr hann í liti, ljós og hljóm. Láfsríkið hugimir eygja. En jörðin öll er í eyði og tóm, er ómamir síðustu deyja. Gerður Bjamadóttir var fædd að Kirkjubóli í Valþjófsdal, Önundar- fírði, dóttir hjónanna Ágústínu Bem- harðsdóttur og Björgmundar Guð- mundssonar, bónda þar. Á Kirkjubóli ólst hún upp f hópi systkina sinna við hefðbundin sveita- störf og leik. Skólagangan hófst í Önundarfírði en framhaldsnám sótti hún í Reykja- nesskóla við ísafjarðardjúp. Þar kynntist hún Kristjáni Grétari jóns- syni frá Stöðvarfirði, sem upp frá því var hennar samferðamaður. Gerður fór ung úr föðurgarði með sfnum samferðamanni og síðar eigin- manni og stofnaði sitt heimili á Stöðvarfírði, sem alla tíð bar merki hugar og handar vestfírskrar ættar og uppruna, sem Gerður var stolt af. Gerður og Grétar byggðu stórt á Stöðvarfírði og var ánægjulegt að sjá hversu samtaka þau vora við þær framkvæmdir, en stærst varð þó bamalán þeirra, en þau eiga fimm böm: Ágústa Björg f. 1967, Drífa Jóna f. 1969, Jón Valdimar f. 1978, Steinunn Gerður f. 1982 og Anna Sigríður f. 1985. Heimili þeirra var oft fjölmennt af ættingjum og vinum, það virtist alltaf vera pláss hjá Gerði og Grét- ari. Gáski og glaðværð réðu þar löng- um en festa húsmóðurinnar brást þó aldrei bömum og búi. Hjá þeim var gott að vera hvort sem stormur stóð í fang eða tilveran var björt og blíð. Þegar Grétar gerðist starfsmaður RARIK árið 1971 sem rafveitustjóri á Stöðvarfírði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík varð Gerður ólaunaður staðgengill hans við símavörslu, skilaboðastjóri, svo nútimahugtak sé notað. Skrifstofa RARIK var löngum á heimili þeirra með öllu því ónæði og átroðningi sem það olli. Heimili þeirra var ávallt opið starfsmönnum RARIK, kaffí á könnu eða máltfð á diski var til reiðu dag og nótt. Ég bar virðingu fyrir Gerði Björg- mundsdóttur, hún var sönn dóttir Vestfj'arða, . skapgerð og viðmót hennar einarðlegt en hlýtt, dugur og djarfhugur lýstu sér í orði og athöfn — greind og skoðanaföst var Gerður en lét aðra um sínar skoðanir. Rafmagnsveitur ríkisins og starfs- menn á Austurlandi vilja þakka allar bjartar stundir, gestrisni og vináttu- þel, sem Gerður veitti fyrirtækinu og starfsmönnum þess. Sjálfur vil ég kveðja með orðum skáldsins: En þar brástu vængjum á fagnandi fiug, sem frostnætur blómin heygja. Þar stráðirðu orku og ævidug, sem örlög hvem vilja beygja. - Mér brann ekkert sárar í sjón og hug, en sjá þínar vonir deyja. Kærar þakkir. Grétari vini rnínum, bömum, for- eldram og systkinum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur og víkja burt dimmum skuggum sorgarinnar með björtum minningum samferðartím- ans. Guð blessi minningu Gerðar Björg- mundsdóttur. Erling Garðar Jónasson í héraðsskóla er félagslff og vin- skapur skólasystkina með öðram hætti en í öðram skólum. Vestur í Reykjanesi við ísafjarðar- djúp var einangranin á áranum f kring um 1960 líka meiri en hún er í dag. Þar var því hópur sem kynnt- ist býsna vel og var sem ein fjöl- skylda sem sat í þríðja bekk veturinn 1961—62. En rétt eins og við komum sitt úr hverri áttinni, þá fóram við hvert sfna leið um vorið. Einhvem daginn átti að hittast, setjast niður og rifla upp góða daga. En að það skyldi vera til að skrifa minningar- grein um einn besta félagann úr hópnum, er meir en lftið sárt. Okkur fannst hún Gerða okkar ennþá vera svo ung og svo margt ennþá vera ógert. Við rétt byijuð að lifa. Þegar við sitjum svo aftur sam- an koma minningamar fram f hug- ann og er þá af mörgu að taka, þvottadagar með tilheyrandi þvotta- bölum með nylonskyrtum, tfmamir hjá séra Baldri, baráttan við túper- ingar fyrir ógleymanlegar dansæf- ingar, þar sem strákunum þótti hún Gerða sýna einum unglingnum í 2. bekk fullmikinn áhuga. Já, það var í Reylqanesinu þennan vetur sem þau Gerða og Grétar urðu par. Seinna áttu sum okkar eftir að njóta gestrisni og góðra stunda á heimili þeirra á Stöðvarfirði. Við söknum þess að það skyldi ekki hafa verið oftar. Elsku Grétar, við sendum þér og bömunum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Gagnfræðingar úr Reykjanesi vorið 1962. I Kynning á frönskum hefðum við ARINBYGGINGAR BRAUTARHOLTI 33 - SfMI: 6212 40 Nú loksins hér á landi ELDFASTAR FLÍSAR ARINBÖK OG HUNDAR TILBÚNIR ARNAR Opið laugardag og sunnudag til kl. 17.00. ^BáÐIN ÁRMÚIA 17 Arnar & ca 0F m Sími 84585
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.