Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Mjólkurbú Flóamanna: Varað við skerðingu á framleiðslurétti mjólkur „Létt og laggott“ sló í gegn á síðasta ári Selfossi. BIRGIR Guðmundsson, mjólkur- bússtjóri Mjólkurbús Flóamanna, varaði eindregið við þvi á aðal- fundi búsins, sem nýlega var hald- inn, að frekari samdráttur yrði á framleiðslurétti mjólkur á svæði MBF og reyndar 1. sölusvæði öllu. Innvegin mjólk hjá MBF nam alls 38.267.947 Utrum á síðasta ári og er það 430.535 Utrum minna en 1986. Samdrátturinn hjá MBF nemur 1,11%, á 1. sölusvæði 1,04% og um 3% á landinu öUu en fyrsta sölusvæði nær frá Lómagnúp f Þorskafjarðarbotn. HlutdeUd MBF f mjólkurmagni á landinu er 35,89%. Rekstrartekjur á árinu námu 1.623.619.070 krónum og rekstrargjöld 1.562.198.330 krón- um. Innleggjendur mjólkur hjá MBF voru 582, 15 færri en 1986. Kýmar eru alls 11.644 og fækkaði um 402 frá árinu áður. Mjólk sem framleidd var umfram fullvirðisrétt var 956.754 lítrar. Þetta magn fór til útflutnings og greiddu bændur og MBF með því 34.601.157 krónur. Framleiðsluréttur á svæði MBF á yfirstandandi ári er 36.250 þúsund lítrar eða einni milljón lítrum minni en á sl ári. í máli Birgis Guðmunds- sonar mjólkurbússtjóra á aðalfundin- um kom fram að þetta gerðist vegna uppkaupa ríkisins og leigu á fram- leiðslurétti. Hann kvað erfitt að spá fyrir um uppkaup á ónotuðum rétti í ár en í fyrra var ónotuðum fullvirð- isrétti jaftiað út milli framleiðenda, alls 306.997 lítrum. Þá hefði verið heimilað að flytja rétt milli búa og því væri raunhæfara að miða við árin 1985/86 en þá var ónotaður réttur 533.423 lítrar. Hann sagði að búast mætti við að kaup á ónotuðum rétti gætu orðið á umtalsverðu magni á svæði MBF. „En að mínu viti er framleiðsluréttur á svæðinu þegar orðinn það naumur miðað við sölu- þróun og birgðastöðu að það er alger tímaskekkja að slfk uppkaup eigi sér stað hér á þessu svseði og raunar á fyrsta sölusvæði öllu,“ sagði Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjóri er hann flutti skýrslu sína á aðalfundin- um. Gæði innlagðrar mjólkur jukust verulega á síðasta ári. Nýjar og hert- ar reglur um flokkun mjólkur tóku gildi á árinu. 54 framleiðendur fengu viðurkenningu fyrir að framleiða að staðaldri mjólk með gerlafjölda 30 þúsund eða minni í millilítra og 16 framleiðendur að auki fengu viður- kenningu fyrir að framleiða úrvals- mjólk. Samkvæmt flokkun heilbrigð- isyfirvalda fer mjólk í fyrsta flokk hafi hún upp í 100 þúsund gerla í millilítra. 97,78% mjólkurinnar í MBF fór í fyrsta flokk. í þessu efni standa framleiðendur á svæði MBF betur en meðaltal framleiðenda á landinu og jafnfætis Norðmönnum. Viðar Steinarsson og Sigríður Heið- mundsdóttir á Kaldbak á Rangárvöll- um voru þriðja árið í röð með lægsta meðaltalsgerlatal. Sala mjólkur og mjólkurvara gekk vel á árinu og jókst árssala á landinu um 3,5 milljónir lítra. Viðbitið „Létt og laggott" átti mestan þátt í þeirri aukningu. Alls seldust 318 tonn af þessari vöru á síðastliðnu ári en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir 200 tonnum. í þessa framleiðslu fóru 2,9 milljónir lítra af mjólk. Sala á G-mjólk jókst um 45 þús- und lítra, á kaffiijóma um 5 þúsund lítra og sala á kókómjólk um 230 þúsund lítra og fór í rúmlega 2 millj- ónir lítra á árinu. Jógúrtsala jókst um 70 þús lítra, sala á súrmjólk minnkaði en AB-mjólkin seldist í 204 þúsund lítrum. Sala á hreinu skyri minnkaði en ávaxta- og ijómaskyr jók skyrsöluna um 32 tonn. Sala á ijómaosti jókst um 8% og sala á Camembert um 30%. Sala á duftaf- urðum dróst saman og er kálfafóðrið komið í 97 tonn en var þegar best lét í 350 tonnum. Hin góða sala á árinu varð til þess að gengið var á birgðir um tvær milljónir lítra þrátt fyrir að tekið hafi verið á móti um einni milljón lítra af umframmjólk. Þar munar mest um birgðaminnkun á smjör,i sem er í beinu sambandi við „Létt og laggott" framleiðsluna. Fram- leiðsla þess losaði um flármagn sem bundið var í birgðum og hafði bæt- andi áhrif á reksturinn og bætti lausafjárstöðu búsins verulega frá fyrra ári. Það kemur meðal annars fram í því að vaxtagjöld jukust að- eins um 12,12% en vaxtatekjur aftur um 44,8%. Heildarverðmæti mjólkur- vörubirgða var um síðustu áramót 172,4 milljónir króna sem er 2,73% hærri upphæð en árið áður. Fjárfestingar á síðasta ári námu 50,5 milljónum króna. Byggð var ný tankbílamóttaka fyrir 14,8 milljónir, keypt ný tæki til G-vöruframleiðslu og til ijómaostagerðar fyrir um 33,1 milljón ogtil bflakaupa fóru 2,5 millj- ónir króna. Fjöldi starfsmanna var á síðasta ári 118. Rekstrartekjur á árinu jukust um 8. þmg Landssambands iðnverkafólks gerði auknar kröfur til starfsgrein- anna. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, flutti ávarp og sagði meðal annars að verkalýðshreyfingin þyrfti að bijóta leið til virkari þátt- töku í stefnumótun í atvinnulífínu. Veita þyrfti umhverfi á vinnustöð- um meiri athygli og gefa starfsfólki kleift að hafa áhrif þar á. Hann vék að verðbólguáhrifum og gat þess að auknir skattar, óráðsía í fjárfest- ingum og launaskrið væru verð- bólguvaldar sem verkafólk hefði lítið við að gera. Stjóm landssambandsins var endurkjörin. Formaður er Guð- mundur Þ. Jónsson, varaformaður Kristín Hjálmarsdóttir, Akureyri, ritari Hildur Kjartansdóttir, Reykjavík, gjaldkeri Dröfn Jóns- dóttir, Egilsstöðum, meðstjómend- ur Freyja Benediktsdóttir, Selfossi, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hafnar- firði og Vigfús Þorsteinsson, Sauð- árkróki. — Sig. Jóns. Oryggi iðnverka- fólks víða ótryggt Selfossi. VÍÐA er pottur brotinn í öryggis- málum og aðbúnaði hjá iðnverka- fólki. Það er niðurstaða nefndar sem starfaði á 8. þingi Landssam- bands iðnverkafólks. Nefndin telur að kynna þurfi betur lög og reglugerðir um öryggismál en verið hefur. í niðurstöðu nefndarinnar segir: „Til dæmis er vitað að skupulag á vinnustöðum er oft mjög slæmt og vinnuaðstaða starfsmanna erfíð. Og menn þurfa að troða sér milli véla. Kaffistofumál em víða einnig í miklum ólestri, loftræstikerfi em mjög víða í ólagi eða jafnvel engin. Einnig kom fram að óþrifnaður á vinnustöðum er víða þannig að óvið- unandi er og vart þrifín ákveðin svæði svo sem loft, veggir, vélar og loftstokkar nema með nokkurra ára millibili." Nefndin beindi því til stjómar landssambandsins að auka kynn- ingu á öryggismálum og auka um- ræðu um þau. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá 8. þingi Landssambands iðnverkafólks sem haldið var á Selfossi. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, ávarpar þingið. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, er til hægri á myndinni. Mikill áhugi á verkmennt- un meðal iðnverkafólks menntun fólks í matvælaiðnaði en í tengslum við kjarasamningana var gengið frá 15 milljónum til verk- menntunar í þeirri grein. Varðandi öryggis- og aðbúnaðar- mál sagði Guðmundur að víða væri pottur brotinn. Umræðan á þinginu snerist um það að virkja þyrfti bet- ur hinn almenna félaga til að hafa vakandi auga með þessum málum, hver á sínum vinnustað. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, ávarpaði þingið og benti meðal annars á að með tilkomu þess að innri markaður Evrópu opn- aðist þá ykjust möguleikar iðnðar- ins og um leið samkeppnin. Þetta Atvinnu- og kjaramál voru aðalmál þingsins Selfossi. KJARAMÁL og verkmenntun ásamt atvinnumálum almennt voru aðalmálin á 8. þingi Landssambands iðnverkafólks sem hldið var á Selfossi sl. föstudag og laugardag. Nýir kjarasamningar settu svip sinn á umræðumar á þinginu. „Við náðum árangri með fastlauna- samningunum en okkur tókst ekki að verja kaupmátt þeirra," sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður landssambandsins. „Við viljum búa okkur undir að treysta kaupmáttinn og afkomu okkar i heild.“ Guðmundur sagði sundurlyndið Guðmundur sagði óviðunandi verkalýðshreyfingarinnar ástand ríkjandi hjá fólki í fata- og mnan óviðunandi. „Það verður að nást meiri samstaða, við erum sterkari þannig. Það þarf að vinna að því að skyldir hópar vinni saman að sínum málum. Gerist það ekki verða menn að tomma þetta hver í sínu lagi.“ vefjariðnaði. Þar væru uppsagnir í gangi og lokanir. „Þegar svo er leitar fólk í aðrar atvinnugreinar þar sem störf eru traustari. Þannig týnist dýrmæt reynsla fólks og það er mjög alvarlegt mál. Við erum að reyna að höfða til fólks að það velji íslenska framleiðslu og að verð og gæði séu sambærileg við aðrar vörur. íslenskur iðnaður er mjög góður en margt sem flutt er inn er oft ódýrara og um leið lélegra. Besta tryggingin í þessu efni er að við notum okkar eigin framleiðslu." Að sögn Guðmundar er brenn- andi áhugi fyrir verkmenntunar- málum. Sá málaflokkur fékk góðar viðtökur 1986 og áhuginn heldur áfram. Gott samstarf er um þetta milli allra ráðandi aðila enda áhugi fólksins mikill. Næsta verkefni er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.