Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 28

Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Keflavík: Kútter Jóhanna frá Færejrjum í heimsókn Nýuppgerður og tók viðgerðin 7 ár Keflavík. KÚTTER Jóhanna TG 326 frá Vogi í Færeyjum kom til Keflavíkur á miðvikudag eftir rúmlega tveggja sólarhringa siglingu frá Vogi. Annar kútt- er, Westward Ho frá Þórshöfn var í fylgd með Jóhönnu og liggur hann fyrir utan höfnina. Skipstjóri er Ove Mikkelsen frá Vogi og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þetta væri jómfrúrferð Jóhönnu eftir mikla endurnýjun sem hefði tekið 7 ár og kostað 30 milljón- ir færeyskra króna. árið 1976 og til stóð að sökkva henni um áramótin 1981-2. Þá tóku nokkrir áhugasamir Færey- ingar sig til og stofnuðu með sér félag og var markmið þess að gera kútter Johönnu upp eins líka sinni upprunalegu mynd sem mögulegt væri. Ove Mikkelsen sagði að félagið hefði keypt Jóhönnu fyrir 1 krónu, og í aprfl 1981 hefði hún verið tekin á land og þegar hefði verið hafist handa við endurbætumar. „Við byggðum yfír hana og feng- um teikningar frá British Museum Morgunblaöið/Bjöm Blöndal Skipshöfnin sem sigldi Jóhönnu til íslands, þeir eru allir meðlim- ir í félaginu sem stofnað var tíl að bjarga henni frá því að enda á hafsbotni. Ove Mikkelsen er lengst til hægri á myndinni. Ove Mikkelsen sagði að kútter Jóhanna hefði verið gerð út frá Fæeyjum frá árinu 1894 til 1976 og hefði hún lengstum verið á færaveiðum við Færeyjar, ísland og Grænland og var aflinn saltað- ur um borð. „Jóhanna hefur reynst mikið happafley og hún sigldi í gegnum báðar heimsstyij- aldimar án þess að verða fyrir tjóni. Hún hefur verið við íslands- strendur í mörg sumur og okkur fannst upplagt tækifæri að sigla henni til Islands eftir viðgerðina og taka þátt í sjómannadeginum með íslendingum." Jóhanna er 85,49 br. tonn, smíðuð í Englar.di árið 1884 hjá J. Collings í Rey, Sussex á Eng- landi og var gefíð nafnið „Ox- fordshire". Næstu 10 árin var hún gerð út frá Grimsby en 8. desemb- er 1894 keypti Jákup Dahl útgerð- armaður í Görðum í Vogi kútter- inn og gaf honum nafnið Jóhanna TG 326. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á skipinu í gegn- um árin og var m.a. sett stýrishús á Jóhönnu. Henni var síðan lagt af skipinu sem þar vom varðveitt- ar. Þetta hefur verið mikil vinna, en ánægjuleg og við emm ákaf- lega stoltir með árangurinn, enda er Jóhanna nánast eins og þegar henni var hleypt af stokkunum árið 1884.“ Ove sagði að um borð væri hjálparvél 240 hestöfl og á henni gengi Jóhanna 8 sjómflur á klukkustund. Þeir hefðu fengið góðan byr til íslands og með vélar- afli og seglum hefðu Jóhanna náð um 10 sjómflna hraða. Frá Keflavík ætluðu þeir sigla til Akraness og líta á kútter Sigur- fara í leiðinni og þaðan fæm þeir til Sandgerðis sem væri vinabær Vogs. Frá Sandgerði yrði síðan siglt til Færeyja aftur, með við- komu í Vestmannaeyjum. Ove sagði ennfremur, að ætlunin væri að nota kútter Jóhönnu til að stunda fiskveiðar með ferðamenn frá Færeyjum I sumar og í ágúst ætluðu þeir að sigla henni til Grimsby á Englandi og sýna hana þar. - BB Morgunblaðið/Ól.K.M. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, flytur ávarp á hátíðardagskrá í tilefni 50 ára afmælis sjómanna- dagsins. 50 ára afmæli sjómannadagsins: Sjómönnum þökkuð störf þeirra í þágu þjóðarinnar Hátíðardagskrá i tilefni hálfrar aldar afmælis sjómannadagsins var flutt í Laugarásbíói f gær. Meðal gesta voru Vigdis Finn- bogadóttir, forseti íslands, og Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra. Fjöldi annarra velunnara sjómannastéttarinnar sótti samko- muna. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, setti hátíðina og stjómaði henni. Fyrstur flutti Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra ávarp og þakkaði hann sjómönnum störf þeirra í þágu þjóð- arinnar. Hátíðarræðu dagsins flutti Pétur Sigurðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs. Rakti Pétur 50 ára sögu sjómannadagsins og framkvæmda- sögu dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. í lok ræðu sinnar afhjúpaði Pétur nýjan stjömufána, settan 1271 stjömu sem mynda króss. Táknar hver stjama einn þeirra sjómanna sem látist hafa við störf sín á hafí úti. Skemmtiatriði voru flutt á milli ávarpa. Meðal annars var frumflutt nýtt kórverk eftir Sigfús Halldórsson sem nefnist Þakkargjörð. Var Sigf- úsi sérstaklega þökkuð störf í þágu sjómannastéttarinnar að flutningi loknum, en hann hefur í 40 ár skráð nöfn allra þeirra sjómanna sem dmkknað hafa við störf sín. Þá söng Gunnar Guðbjömsson tenór einsöng og blásarakvartett lék. Að hátíðardagskránni lokinni var gestum boðið að sjá kvikmynd sem Sjómannadagsráð hefur látið gera um sögu sjómannasamtakanna f til- efni afmælisins. Fjöldi gesta sótti hátfðina og má sjá i fremstu sætaröð Pétur Sigurðsson, formann Sjómannadagsráðs, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, og Ingibjörgu Rafnar, forsætisráðherrafrú. Þyrla sótti slasaðan mann í Kverkfjöll: Maðurinn er ekki tal- inn alvarlega slasaður EKKI er talið að maðurinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í Kverkfjöll á fimmtudagskvöld, sé alvarlega slasaður. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en í gærmorgun fór hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú á Borg- arspítalanum. Maðurinn var á ferð við Vatna- jökul ásamt félögum sínum. Þeir höfðu ferðast við jökulinn f viku á jeppum, vélsleðum og skíðum. Mað- urinn féll á skíðum á fimmtudags- kvöld og kvartaði undan eymslum í hálsi eftir byltuna. Þar sem hann hálsbrotnaði fyrir nokkrum árum þótti ástæða til að gæta fyllstu varúðar og höfðu félagar mannsins samband við Landhelgisgæsluna um farsíma. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór frá Reykjavík og sótti manninn í skála í Hveradal f Kverkflöllum. Þaðan var farið með hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og var hann þangað kom- inn um miðnætti á fímmtudag. í gærmorgun var ákveðið að flytja manninn á Borgarspítalann í Reykjavfk. Ekki er talið að meiðsli hans séu eins alvarleg og í fyrstu var óttast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.