Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 56

Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 56 fclk í fréttum Paul Hogan reynir hér að fá örvingiaðan Manhattanbúa ofan af þvi að stökkva niður af skýjakljúf í Krókódíla Dundee II. ANNE RAMSEY Lífið er henni allt Anna Ramsey er yfir sig ánægð vegna velgengni sinnar í kvik- myndinni Hentu mömmu af lestinni, en í henni lék hún hina skelfilegu mömmu Danny DeVito. Fyrir tveim- ur árum síðan kom í ljós að hún var með krabbamein í tungunni, og reyndu læknar allt hvað þeir gátu að eyða því með geislameðferð. Það tókst ekki, og því varð Anne að gang- ast undir uppskurð, þar sem stór hluti tungunnar var flarlægður. Læknamir bjuggu til nýja tungu í hana með ígræðslu húðar af mjöðm hennar. „Þegar ég komst að því að ég gat ennþá talað, þá brast ég í grát,“ sagði Anne. „Efnisleg gæði skipta mig engu máli lengur. Lífíð er mér allt." Anne Ramsey var til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í hlutverki mömmunnar. Anne Ramsey í hlutverki sínu í kvikmyndinni Hentu mömmu af lestínni. Morgunblaðið/KGA írski ævintýramaðurinn Jasper Winn er greinilega ágætlega út- búinn til þess að takast á við þjóð- vegi landsins. - Hafið þið aldrei heyrt talað um súputeninga? KRÓKÓDÍLA DUNDEE II Virðist ætla að slá öll fyrri met Paul Hogan ásamt Lindu Kozlowski sem leikur aðalkven- hlutverkið í myndun- lun um Krókódíla Dundee. MICHAEL LANDON Sannkallaður barna- karl I QhiA COSPER Nýja kvikmyndin hans Paul Hogan um Krókódfla Dundee virðist ætla að verða enn vinsælli en fyrri myndin, ef marka má við- tökumar sem hún hefur þegar feng- ið. Kvikmyndin var frumsýnd í Ástr- alíu þann 19. maí síðastliðinn, og þar hefur hún slegið öll aðsóknar- met. Um síðustu helgi hófust síðan sýningar á henni í 2506 kvikmynda- húsum samtímis í Bandaríkjunum, en það mun vera í fyrsta skipti sem kvikmynd er frumsýnd þar í landi í jafn mörgum kvikmyndahúsum í einu. Og aðsóknin í Bandaríkjunum er_ekki af lakara taginu, því um helgina var seldur aðgangur að henni fyrir 24.5 milljónir dollara. Til samanburðar má geta þess að nýjasta kvikmynd Sylvester Stall- one um hetjuna Rambo, Rambo III, gaf aðeins" af sér 15.7 milljónir dollara um helgina. Fyrri kvikmyndin um Krókódíla Dundee trónir enn á toppnum sem mest sótta erlenda kvikmynd allra tíma í Bandaríkjunum, en talið er fullvíst að Krókódíla Dundee II eigi eftir að velta henni úr sessi. Annars herma nýjustu fréttir að Paul Hogan hafi nú nýlega skilið við konu sína í annað sinn, en þau gengu fyrst í hjónaband árið 1958. Arið 1982 skildu þau, en giftu sig aftur með leynd átta mánuðum síðar. berg fengu það orð á sig um dag- ana að þeir væru bamavinir hinir mestu eftir að hafa leikið í kvik- myndinni „Þrír menn og bam“. Þeir fölna þó í samanburði við hann Michael Landon, sem á sínum tíma lék í framhaldsmynda- flokknum um „Húsið á sléttunni". Hann á 9 böm og geri aðrir bet- ur. Að vísu hefur hann ekki lagt allt þetta erfiði á eina konu, því maðurinn er marggiftur, og bömin á hann með fjórum konum. í dag er Micael Landon giftur hinni 29 ára gömlu Cindy, og sam- an eiga þau hjónin tvö böm. Já, hann hefiir komið víða við bama- karlinn sá... Hér er Michael Landon ásamt eiginkonunni Cindy og börnun- um Shawna og Christopher frá fyrra hjónabandi. I I eir félagar Tom Selleck, Ted Dawson og Steven Gutten-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.