Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 21 Listahátíðarpopp Cristian-bræður og Henry Priestman. Það þykir tilheyra að fá á lista- hátíð erlendar poppsveitir og þá frekar tvær en ein. Svo er og í þetta sinn og koma hingað til lands bresku sveitirnar The Christian og The Blow Mon- keys. Halda The Christians tón- leika í Laugardalshöllinni 16. júní og The Blow Monkeys verða á sama stað 17. júní. Ekki eru sveitimar á meðal þekktari sveita Bretlands, þó Blow Monkeys hafi átt lög á með- al tíu vinsælustu laga þar í landi og töluvert hafi verið fjallað um sveitina í bresku popppressunni. Nafni The Christians hefur ekki verið hampað eins, enda er sveitin yngri, en hún heftir alla burði til að komast í hóp vinsælustu sveita í Bretlandi. The Christians 16.júní í The Christians eru tveir bræð- ur, Garry og Russell, auk hljóm- borðsleikarans Henry Priestman. í upphafi voru bræðumir þrír, Roger hét sá þriðji, og sungu þá saman mest til að skemmta sjálf- um sér með raddblöndun. í fyrstu hét sveitin Equal Temperament og vísaði nafnið til soulsveitarinn- ar bandarísku The Temptations og voru það einmitt helst Tempt- ationslög sem sveinamir sungu acappella (án undirleiks). Þeim sem ekki þekkja til The Temptati- ons má segja að sveitin sú er þekktasta soulsveit þeldökkra í Bandaríkjunum á sjöunda ára- tugnum. 1983 komu bræðumir fram í Liverpool og þar heyrði Henry Priestman, sem þá lék á hljómborð í sveitinni It’s Immater- ial, til þeirra. Hann hreifst af röddun bræðranna og kom því um kring að þeir rödduðu í lagi sem sveit hans tók upp stuttu síðar. Henry fór að eyða meiri og meiri tíma með bræðrunum obgfór að koma fram með þeim öðm hvom. 1985 var svo komið að Henry var orðinn fullgildur meðlimur sveit- arinnar og var farinn að semja lög sérstaklega fyrir bræðurna og með þeim. 1986 sagði hann svo skilið við It’s Immaterial og The Cristians gerðu útgáfusamning við stórfyrirtækið Island. Fyrsta lagið, Forgotten Town, kom síðan út í janúar 1987 og komst inn á topp 30 í Bretlandi. Roger Christ- ian sagði skilið við sveitina til að reyna fyrir sér á eigin spýtur það haust og síðan þá hefur sveitin sent frá sér fleiri lög sem hafa ná vinsældum og stuttu fyrir jól kom út platan The Christians. Tónlist The Cristians mætti kalla nokkuð dæmigert breskt popp, ef ekki kæmu til souláhrifin sem gefa lögum Priestmans meiri vídd og meira innihald en gengur og gerist í breska poppinu. Textar laganna §alla gjaman um ást og aðskilnað eins og gengur, en sum- ir tæpa þó á vandamálum sem brenna á breskum, eins og at- vinnuleysi. Vísast þar í lagið Hoo- verville, en nafn lagsins á sér uppruna á kreppuárunum í Bandaríkjunum. í sveitinni sem kemur hingað verða átta hljóð- færaleikarar hið minnsta. The Blow Monkeys 17. júní The Blow Monkeys er öllu eldri sveit en The Christians og hefur þegar sent frá sér þrjár stórar plötur. Fyrsta platan, sem kom út 1983, hét Limping for a Gener- ation og vakti töluverða athygli fyrir það sem mönnum fannst framsækin popptónlist og inni- haldsrík. Ekki skemmdu textam- ir, en í þeim var tekin mjög ein- dregin pólitísk afstaða og fjallað' opinskátt um mörg deilumál sem yfírleitt em sub rosa í poppinu sé þeirra getið á annað borð. Leið- togi The Blow Monkeys er Robert Howard, sem Bretar þekkja ein- faldleea sem Dr. Robert, en ekki Dr. Robert fylgir sögunni hvaðan doktors- nafnbótin er komin. Dr. Robert er skoskur að uppmna, en uppal- inn að mestu í Englandi. Seinni hluta unglingsáranna eyddi hann í Ástralíu, en tónlistaráhuginn kviknaði í Englandi og beindist þá að soultónlist fyrst og fremst auk þess sem hann keppti í enska unglingalandsliðinu í krikett. Aðr- ir sveitarmeðlimir em saxófón- leikarinn Neville Henry, trommu- leikarinn Tony Kiley og bassaleik- arinn Mick Anker. Sjálfur syngur Dr. Robert og leikur á gítar. Limping for a Generation náði eymm gagnrýnenda og margir töldu plötuna á meðal bestu hljóm- platna ársins 1983, þó ekki hafí plötukaupendur sýnt henni nema meðaláhuga. Næstu plötu á eftir, Animal Magic, vegnaði betur, af þeirri plötu náði lagið Digging Your Scene talsverðum vinsæld- um í Bretlandi og næsta plata á eftir, She Was Only the Grocers Daughter, seldist enn betur. Á þeirri plötu var það lagið It Do- esn’t Have to Be this Way, sem náði hátt á listum í Bretlandi, þó ekki eins hátt og Dr. Robert og frammámenn útgáfufyrirtækis hans höfðu áætlað. Það er þó ekki uppgjöf framunda þar á bæ, því í haust er væntanleg næsta plata sveitarinnar. Tónlist Blow Monkeys, sem er reyndar tónlist Dr. Roberts, því hann semur lög og texta, hefur tekið nokkmm stakkaskiptum frá því fyrsta platan leit dagsins ljós. Bandarísk souláhrif hafa orðið æ sterkari, með tilheyrandi notkun homaflokka og kvenbakradda. Það má og glöggt heyra í laginu It Doesn’t have to Be this Way og reyndar má halda því fram að Dr. Robert sé tekinn að semja og leika hvíta soultónlist. Hvað pólitíska texta varðar má geta þess að titill siðustu plötu sveitar- innar vísar til Margrétar Hildu Thatcher, sem farið er ómjúkum höndum um í textum plötunnar, enda hefur Dr. Robert haldið því fram að það sé hennar sök að bilið á milli ríkra og snauðra í Bretlandi víkkar stöðugt. Eins og áður sagði leika The Christians 16. júní og The Blow Monkeys 17. júní. Ekki er gott að gera upp á milli sveitanna og ekki treysti ég mér til að ráð- leggja mönnum að taka eina sveit- ina fram yfír aðra. Þær ættu báð- ar að standa vel fyrir sínu, þó líklega muni The Christians rista eitthvað dýpra. Það er kannski til marks um það hvað bandarísk soultónlist er áhrifamikil í Bretlandi um þessar mundir að sveitimar báðár sem hingað koma séu undir sterkum áhrifum þaðan, jafn ólíkar og þær em. , i þjóðhátídarskapi ! 17 JÚNÍ STEMMNING I MIKLAGARÐI Pils. Ein stærð. Fjólublátt, hvítt, grátt, svart. Bolur. Ein stærð. Fjólublár, hvítur, grár, svartur. 1.695,- 865,- Pólóbolur. St. S-M-L 5 litir 1.395,- 995,- Buxur, CARNET. 2.495,-st 3038 Pils. St. 38-46. Rautt, blátt, svart. Bolur. St. 38-46. Rauður, blár, grænn. 1.195,- Skyrta,stutterma._ f/|_/ St.S-M-L-XL L195f- Bolur, PRIVATE. St. S-M-L-XL 1.795,- Belti, margir litir. 295,- Buxur. St. 48-56 Gallabuxur. St. 34-42. 2.095,- Blússa. 1.395,- 995,- Æt- rii /MIKLIG9RDUR Opið: Mánudaga-fímmtudaga kl.9-1820 — Föstudaga kl.9-2IQ0 _ Laugardaga lokað MIKIÐ FYRIR LITIÐ GYLMIR/SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.